Þjóðviljinn - 04.02.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.02.1988, Blaðsíða 12
 Kennsla í esperanto 20.30 Á RÓTINNI í kvöld verður endurtekinn fyrsta kennslustund í esperanto í útvarpi Rót, sem þar hófst strax í fyrstu vikunni á vegum íslenskra esperantista. Þetta mun vera í fyrsta sinn um alllanga hríð sem tungumál er kennt í útvarpi. Kennari á Rótinni er Árni Böðvarsson og hefur hann tvo nemendur í hljóðsmiðju. Við kennsluna er stuðst við nýút- komna kennslubók í esperanto frá Máli og menningu. Kennslan tekur hálftíma í senn af umsjónartímum esperantista á Rótinni, frá hálfníu á fimmtu- dagskvöldum, en síðar er flutt ýmislegt efni á esperanto, bæði fyrir byrjendur og þá sem alm- æltir eru á alþjóðamálið. Þess má geta að vegna þess að útsendingar Rótarinnar á esper- anto brjóta formlega gegn ákvæðum útvarpslaga um út- sendingar á íslensku þótti ekki annað við hæfi en að útvarps- stjórinn ræddi málið við formann útvarpsréttarnefndar, en ekki er talið að nefndin sjái neitt athuga- vert við Rótarþátt esperantista. Böm og umhverfi 13.05 Á RÁS 1 Á dagskrá Rásar 1 í dag er þátt- urinn I dagsins önn sem ber þemaheitið Börn og umhverfi. Umsjónarmaður er Asdís Skúla- dóttir. í dagskrárkynningu með þætt- inum segir að nú þegar hafi verið rætt um börn andspænis líkam- le'gu og andlegu ofbeldi og börn andspænis drykkjusýki foreldra sinna. í næstu þáttum verður fjallað um börn andspænis skiln- aði foreldra sinna og enn sem áður verður málið skoðað út frá sjónarhóli barnanna, tilfinning- um þeirra, sársauka og við- brögðum við þessari staðreynd. Á eftir hverjum þætti gefst hlustendum kostur á að hringja og bera fram spurningar sem vakna og reynt verður að fjalla um þær eins og mögulegt er. f>átt- urinn er síðan endurfluttur nk. þriðjudagskvöld kl. 20.40. Lengstur dagur 22.00 Á STÖÐ 2 Fyrri bíómynd kvöldsins á Stöð 2 er óskarsverðlaunamyndin Lengstur dagur (The Longest day) frá árinu 1962. Kvikmynda- handbók Maltin's gefur mynd- inni hæstu einkunn, eða fjórar stjörnur. Kvikmyndin segir frá innrás Bandamanna í Normandí í júní 1944. Aðalhlutverk leika John Wayne, Robert Mitchum, Henry Fonda, Robert Ryan og Rod Steiger, ásamt fjölmörgum öðr- um stórleikurum. Leikstjóri er Ken Annakin. Góða skemmtun. Bítlarog Uómaböm 21.30 Á STÖÐ 2 f kvöld sýnir Stöð 2 fyrsta þátt- inn af sjö um tónlist og tíðaranda bítlaáranna. Stöð 2 hefur látið gera þætti um „týndu“ kynslóð- ina sem teknir eru innan lands sem utan. f þáttaröðinni er leitast við að draga upp mynd af tímabi- linu og margir til kvaddir. Um- sjónarmaður þáttanna er Þor- steinn Eggertsson. Fyrsta íslenska hljómsveitin sem lék hina umdeildu tónlist voru Hljómar frá Keflavík, en í kjölfar hennar komu sveitir eins og Tónar, Óðmenn og ótal fleiri. Tónlistarbyltingunni fylgdi ekki síður mikil bylting í klæðaburði, útliti og hugsunarhætti ungling- anna; strákar söfnuðu hári og gengu í háhæluðum skóm og full- orðið fólk kvartaði undan því að geta ekki greint kyn unglinganna eftir útliti. © 06.45 Veöurfregnir. Bæn, séra Ingólfur Guðmundsson flytur. 07.00 Fréttir. 07.031 moraunsáriö meö Ragnheiði Ástu 09.00 Fróttir. 09.03 Morgunstund barnanna: „Húsiö á sléttunni" eftir Lauru Inaalls Wllder. 09.30 Dagmál. Umsjón: Sigrún Björns- dóttir. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Anna Ing- ólfsdóttir. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti). 12.00 Fréttayfirlit. Tónlist. Tilkynningar. 12.20 Hádeglsfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tón- llst. 13.05 í dagsins önn - Börn og umhverf I. Umsjón: Ásdís Skúladóttir. (Einnig út- varpað nk. þriðjudagskvöld kl. 20.40). 13.35 Miðdegissagan: „Óskráðar minn- Ingar Kötju Mann“. 14.05 Piöturnar minar. Umsjón: Margrét Blöndal. (Frá Akureyri). 15.00 Fréttir. 15.03 Þingfréttir. 15.20 Landpösturinn - Frá Norðurlandl. Umsjón: Gestur Einar Jónasson. 16.00 Fróttir. 16.03 Dagbók. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - Tölvutónlist. Rætt við helstu tölvuhljóðfæraleikara landsins. Umsjón: Vernharður Linnet. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á sfðdegi - Sibelius og Mozart. a. 18.03 Torgið - Úr atvinnulffinu. Umsjón: Jón Gunnar Grjetarsson. Tónlist. Tilkýnn- ingar. / 18.45 Veðurfregnir. / 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt m61/ Endur- tekinn þáttur frá morgni. Að utan. Frétta- þáttur um erlend málefnir- 20.00 Aðföng. Kynnt nýtt efni í hljómplötu- og hljómdiskasafni Utvarpsins. Umsjón: Mette Fanö. Aðstoðarmaður og lesari: Sverrir Hólmarsson. (Endurtekinn þátt- ur frá sunnudegi). 20.30 Frá tónlelkum Sinfóniuhljóm- sveitar íslands I Háskólablól — Fyrri hlutl. 21.20 „Siðastl dagur sumars", smásaga eftlr lan McEwan. Ástráður Eysteins- son þýddi. 22.20 Lestur Passíusálma. Séra Heimir Steinsson les 4. sálm. 22.30 Að leita sannleikans um fortfðlna. Um heiðni og kristni í sögunum „Jörð" og „Hvíta Kristi'' eftir Gunnar Gunnars- son og Gerplu Halldórs Laxness. Um- sjón: Halla Kjartansdóttir. Lesari: Páll Valsson. (Áður flutt 28. mars i fyrra). 23.10 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands i Háskólablói - Siðari hluti. 24.10 Samhljómur. Umsjón: Anna Ing- ólfsdóttir. (Endurtekinn þáttur frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam- tengdum rásum til morguns. 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturútvarpi. Veðurfregnir kl. 4.30. 07.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaút- varp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00. Veðurfregnir kl. 8.15. 10.05 Mlðmorgunssyrpa. Einungis leikin lög með íslenskum flytjendum, sagðar fréttir af tónleikum innanlands um helg- ina og kynntar nýútkomnar hljómplötur. Umsjón: Kristín Björg Þorsteinsdóttir. 12.00 A hádegi. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milll mála. Umsjón: Skúli Helga- son. 16.03 Dagskrá. Megrunarlögreglan (holl- ustueftirlit dægurmálaútvarpsins) vísar veginn til heilsusamlegra lífs á fimmta tímanum og Meinhornið verður opnað fyrir nöldurskjóður þjóðarinnar klukkan að ganga sex. Sem endranær spjallað um heima og geima. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Kvöldtónar. Ókynnt tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Af fingrum fram. Snorri Már Skúla- son. 23.00 Er eitthvað að? Spurningaleikur i tvpimur þáttum. 24:10 Vökudraumar. JB1.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi I næturútvarpi til morguns. Veðurfregnir kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 5.00, 6.00,7.00,7.30,8.00,8.30,9.00,10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00 Svæðisútvarp á Rás 2... 08.07-08.30 Svæðisútvarp Norður- lands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norður- lands. 18.30-19.00 Svæðisútvarp Austur- lands. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. ^C^ÚTVARP 11.30 Barnatími. 12.00 Fés. Unglingaþáttur. 12.30 Frá vfmu til veruleika. 13.00 Framhaldssaga Eyvindar Eirlks- sonar. 13.30 Alþýðubandalagið. 14.00 SUJ 14.30 f Mlðneshelðni. 15.30 Elds er þörf 16.30 Úr fréttapotti. 17.00 Bókmenntir og llstir. 18.00 Kvennaútvarpið. Umsjón: Samtök um kvennaathvarf, Kvennaráðgjöfin, (slensk/lesbíska, Kvennalistinn, Vera, Kvenréttindafélagið og Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna. 19.00 Tónafljót. 19.30 Barnatími. 20.00 Fés. Unglingaþáttur. 20.30 Dagskrá Esperantosambandsins. Esperantokennsla og blandað efni flutt á esperanto og islensku. 21.30 Samtökin ’78. 22.00 Framhaldssaga eftir Eyvind Eiríks- son. 22.30 Umhverfið og við. Umsjón dag- skrárhópur um umhverfismál á Útvarpi Rót. 23.00 Rótardraugar. 07.00 Þorgeir Ástvaldsson. Lifleg og þægileg tónlist, veður, færð og hagnýtar upplýsingar auk frétta og viðtala sem snerta málefni dagsins. 08.00 Fréttir. 09.00 Gunnlaugur Helgason. Góð tónlist og Gunnlaugur rabbar við hlustendur. 10.00 og 12.00 Fréttir. 12.00 Hádeglsútvarp. Bjarni D. Jóns- son. Bjarni Dagur veltir upp fréttnæmu efni, innlendu jafnt sem erlendu í takt við velvalda tónlist. 13.00 Helgl Rúnar Óskarsson. Leikið af fingrum fram, með hæfilegri blöndu af nýrri tónlist. 14.00 og 16.00 Frétlir. 16.00 Mannlegi þátturinn. Árni Magnús- son leikur tónlist, talar við fólk um mál- efni liðandi stundar. 18.00 Fréttir. 18.00 Islenskir tónar. Innlend dægurlög að hætti hússins. Stillið á Stjörnuna. 19.00 Stjörnutiminn á FM 102.2 og 104. Gullaldartónlistin í einn klukkutíma. 20.00 Siðkvöld á Stjörnunni. Gæðatón- list leikin fyrir þig og þína. 00.00 Stjörnuvaktin til kl. 07.00. 07.00 Stefán Jökulsson og Morgun- bylgjan. Góð morguntónlist hjá Stefáni, hann tekur á móti gestum og lítur I morg- unblöðin. Fréttir kl. 07.00, 08.00 og 09.00. 09.00 Páll Þorsteinsson á iéttum nótum. Hressilegt morgunpoþp, gamalt og nýtt. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Ásgeir Tómasson á hádegi. Létt tónlist, gömlu. góður lögin og vinsælda- listapopp I réttum hlutföllum. Saga dagsins rakin kl. 13.30. Fréttir kl. 13.00, 14.00 og 15.00. 15.00 Pétur Steinn Guðmundsson og sfðdegisbylgjan. Rétur Steinn leggur áherslu á góða tónlist í lok vinnudags- ins. Litið á helstu vinsældalistana kl. 15.30. Fréttir kl. 16.00 og 17.00. 18.00 Hallgrímur Thorsteinsson f Reykjavik síðdegis. Kvöldfréttatími Bylgjunnar. Hallgrímur lítur á fróttir dagsins með fólkinu sem kemur við sögu. 19.00 Anna Björk Birglsdóttir. Bylgju- kvöldið hafið með góðri tónlist. Fréttir kl. 19.00. 21.00 Júllus Brjánsson - Fyrir neðan nefið. Július fær góðan gest í spjall. 24.00 Nætudagskrá Bylgjunnar - Felix Bergsson til kl. 07.00. 17.50 Ritmálsfréttir. 18.00 Stundin okkar. Endursýndur þáttur frá 31. janúar. 18.30 Anna og fólagar. Nýr ítalskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Anna er 12 ára gömul og býr hjá ömmu sinni. Hún eignast tvo góða vini og sam- an lenda þau í ýmsum ævintýrum. 18.55 Fréttaágrip og táknmálsfróttir. 19.05 Iþróttasyrpa. Umsjónarmaður Arn- ar Björnsson. 19.25 Austurbæíngar. (EastEnders) Breskur myndaflokkur í léttum dúr. 20.00 Fróttlr og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. 21.15 Matlock. Bandarískur myndaflokk- ur. Aðalhlutverk Andy Griffith, Linda Purl og Kene Holliday. 22.05 Veturvist í Afganistan. (A Winter in Herat). Sænskur sjónvarpsmaður dvaldist með skæruliðum í Afganistan í sex mánuði. Myndin er um þennan tíma og þykir einstök í sinni röð. 22.45 Utvarpsfréttir f dagskrárlok. 16.45 # Líf í tuskunum. What's up Doc? Gamanmynd um rólyndan tónlistar- mann og stúlku sem á einstaklega auðvelt með að koma fólki í klandur. Aðalhlutverk: Barbra Streisand og Ryan O'Neil. Leikstjóri: Peter Bogdanovich. Framleiðandi: PeterBogdanovich. Þýð- andi: Örnólfur Árnason. Warner Bros 1972. Sýningartími 95 mín. 18.20 # Litli Folinn og félagar. My Little Pony and Friends. Teiknimynd með ís- lensku tali. Leikraddir: Guðrún Þórðar- dóttir, Júlíus Brjánsson og Saga Jóns- dóttir. Þýðandi: Ástráður Haraldsson. Sunbow Productions. 18.45 Handknattieikur. Sýnt frá helstu mótum í handknattleik. Umsjón: Arna Steinsen og Heimir Karlsson. 19.19 19:19 Klukkustundar langur þáttur með fréttum og fréttaumfjöllun. 20.30 Skíðakennsla. Þulur er Heimir Karlsson. Lanting, Wieling og partners. 20.40 Bjargvætturinn. Equalizer. Spenn- andi sakamálaþáttur með Edward Woo- dward í aðalhlutverki. Þýðandi: Ingunn Ingólfsdóttir. Universal. 21.30 # Bítlar og blómabörn. Umsjónar- maður er Þorsteinn Eggertsson. Stöð 2. 22.00 Lengstur dagur. The Longest Day. Áhrifamikil stríðsmynd sem segir f rá að- draganda innrásinnar í Normandi í júní 1944. Aðalhlutverk: John Wayne, Ro- bert Mitchum, Henry Fonda o.fl. Leik- stjóri: Ken Annakin. Framleiðandi: Darr- yl F. Zanuck. 20th Century Fox 1962. Sýningartími 170 mín. 01.00 Giftingarhugleiðingar frú Delafl- eld. Mrs. Delafield Wants to Marry. Auðug ekkja verður ástfangin af heimil- islækni sínum. Ástarævintýrið verður að fjölskyldumáli þegar uppkomin börn hennar reyna að koma í veg fyrir sam- drátt hjónaleysanna. Aðalhlutverk: Kat- harine Hepburn, Harold Gould, Den- , hom Elliott og Brenda Forbes. Leik- stjóri: Gorge Schaefer. Framleiðandi: Merril H. Karpf. Þýðandi: Svavar Lárus- son. Gaylord 1986. Sýningartlmi 95 mín. 02.35 Dagskrárlok. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.