Þjóðviljinn - 04.02.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.02.1988, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöidsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVIUIN I Fimmtudagur 4. febrúar 1988 27. tölublað 53. örgangur Sparisjóösvextir á téKKareiKninga meö hávaxtaKjörum SAMVINNUBANKI ISLANDS HF Kynferðisafbrot Landflutningar á fiski 40 kæmr vegna bama Á síðasta árl bárust Rannsóknarlögreglu ríkisins 40 kærur vegna kynferðisafbrota gagnvart börnum undir 16 ára aldri, af þeim voru 11 mál send til ákvörðunar ríkissaksóknara. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrir- spurn Salome Þorkelsdóttur. Yngsta barnið sem kært er vegna er fætt árið 1982 og er þar kært vegna skírlífisbrots, en flest- ar kærumar eru vegna skírlífis- brota, eða 18 talsins. Þá bárust RLR tvær kærur vegna sifjasp- ellsbrota, en önnur þeirra var vegna gruns um slíkt brot. Tvær af kærunum eru vegna Svefn- eyjamálsins svokallaða. Af þessum 40 kærum eru 17 af málunum upplýst. í svari dómsmálaráðherra fylgja einnig kærur hjá flestum lögsagnarumdæmum fyrir tíma- bilið 1984-1987. Þar kemur fram að í Kópavogi var kært vegna fimm mála vegna kynferðisaf- brota gegn börnum. Á Siglufirði var sami maður kærður í tvígang í janúar í fyrra en þeim málum lauk með dómssátt í júlí. Ein kæra kom í eftirfarandi lögsagn- arumdæmum, ísafjarðarsýslu, Húnavatnssýslu, Rangárvalla- sýslu, Strandasýslu, Vestur- Skaftafellssýslu og í Keflavík. Tveimur af þeim málum lauk með dómsátt. -Sáf Ríkisendurskoðun Alþingi opni sjúklinga- bokhald Úrskurður borgarfógeta um að ríkisendurskoðun skuli ekki fá að skoða sj úklingabókhald veikir eftirlitshlutverk ríkisendurskoð- unar, að mati Halldórs V. Sig- urðssonar, ríkisendurskoðanda. Segir hann hugsanlegt að Alþingi setji skýr ákvæði um eftirlitsrétt í lögin um rlkisendurskoðun. Tildrög málsins eru að í des- ember neitaði yfirlæknir Heilsu- gæslustöðvarinnar í Árbæ starfs- mönnum Tryggingastofnunar ríkisins um aðgang að sjúkra- skrám stöðvarinnar. Trygginga- stofnun vildi skoða sjúklingabók- ald eins læknis, því reikiningar frá honum þóttu háir borið sam- an við aðra heilsugæslulækna en var synjað um aðgang að gögnu- num þar sem sjúkraskrár væru trúnaðarmál milli viðkomandi læknis og sjúklings. Dómur borg- arfógeta tekur enga afstöðu til þeirra raka, heldur byggir hann á túlkun á lögum um ríkisendur- skoðun. Ríkið greiðir gífurlegar upp- hæðir árlega út á reikninga frá læknum til Tryggingastofnunar og sjúkrasamlaga. Halldór V. Sigurðson, telur að á þessu ári megi gera ráð fyrir að um milljarður fari í greiðslu slíkra reikninga. Hér er um almannafé að ræða og ekki óeðlilegt að fylgst sé með því að einungis sé borgað fyrir unnið verk. Þegar hafa verið höfðuð þrjú mál á hendur læknum, sem svikið hafa út fé með fölsuðum reikningum. mj Vítaverð skemmdaiveik Vinnuveitendur við Breiðafjörð: Skorar á Ríkismat sjávarafurða að stöðva þessa óheillaþróun. HalldórÁrnason, forstöðumaður: Höfum gert ítrekaðar athugasemdir. Gerum allt sem í okkar valdi stendur að eru fjölmörg dæmi um það í gegnum tíðina og nú síðast á vertíðinni f fyrra, að fiskur er fluttur landleiðina suður til vinnslu, án þess að nokkuð sé hirt um að varðveita gæði hans. Eg hef mætt stórum vörubflum, drekkhlöðnum af óslægðum flski, fullan af átu á leið suður. Það segir sig sjálft að hér er vísvitandi verið að skemma þetta dýrmæta hráefni“, segir Hermann Hjart- arsson, forstjóri Stakkholts hf. í Ólafsvik við Þjóðviljann. Fyrir skömmu sendi Vinnu- veitendafélag Breiðafjarðar frá sér ályktun til Ríkismats sjávar- afurða, þar sem skorað er á matið að stöðva þessa óheillaþróun nú strax, fyrir komandi vetrarvertíð. Eða eins og segir í ályktuninni: „Ljóst er að þarna er um vítaverð skemmdarverk að ræða, þegar sameiginleg auðlind þjóðarinnar er vísvitandi gerð að verðlausri vöru“. Að sögn Halldórs Árnasonar, forstöðumanns Ríkismats sjávar- afurða, hefur matið gert ítrekað- ar athugasemdir við landflutn- inga á fiski á lengri leiðum. Sagði Halldór við Þjóðviljann að það hafi oftlega komið fyrir að fiskur hafi skemmst eða jafnvel eyði- lagst í þessum ferðum. Hann sagði jafnframt að þessir flutn- ingar væru aðallega þegar afla- hrotur væru og menn sæju sig knúna til að bjarga fiskinum fyrir hom, þar sem þeir hefðu ekki undan að vinna hann. „Sem betur fer, eru menn farn- ir að huga betur að gæðum fisks- ins nú en áður, en samt er þessi ábending frá Vinnuveitendum við Breiðafjörð þörf og við mun- um að sjálfsögðu gera allt sem í okkar valdi er til að koma í veg fyrir að fiskurinn sé vísvitandi skemmdur. Þetta mál snertir ekki aðeins fiskflutninga frá Breiða- firði, heldur úti um allt land“, sagði Halldór Árnason, hjá Rík- ismati sjávarafurða. -grh Þessir þrír heiðursmenn skoraáallan almenningaðgefaífjársöfnuninank. sunnudag7. febrúaráBiblíudaginn. Frá vinstri: Einar J. Gíslason frá Hvítasunnusöfnuðinum, sr. Pétur Sigurgeirsson, biskup og Óskar Jónsson frá Hjálpræðis- hernum. Mynd: E. Ól. Biblíudagur Biblíur tilRússa Á Biblíudaginn, 7. febrúar nk., fer fram almenn fjársöfnun við guðþjónustur og samkomur I kirkjum landsins og í hinum ýmsu kristilegu félögum, fyrir Biblíum sem senda á til Sovétríkjanna. Þarlend stjórnvöld hafa heimilað prentun og innflutning á 235 þús- und Biblíum og 105 þúsund skýringarritum á henni, vegna 1000 ára afmælis kristni þar í landi I ár. Það eru kirkjur á Norður- löndum ásamt þarlendum Biblíu- félögum sem hafa fengið leyfi til þessa. Stefnt er að því að á sunnu- daginn nk. náist að safna 1 milljón króna, sem er nálægt 1% af heildarkostnaði norrænu gjaf- arinnar fyrirhuguðu, en íslend- ingar eru 247 þúsund talsins, eða um 1% íbúa Norðurlandanna. Um áratugi hefur Biblían verið fágæt bók í Sovétríkjunum. Talið er að 60 - 70 milljónir manna þar telji sig kristna, auk fjölda kristi- legs sinnaðs fólks, enda er mikill skortur á trúarbók kristinna manna þar í landi. -grh Borgarstjórn Úttekt á rekstri borgarinnar Stjórnarandstaðan sameinuð í tillöguflutningi við afgreiðslufjárhagsáœtlunar í borgarstjórn í kvöld Stjórnarandstaðan I borgar- stjórn leggur fram í dag í borgarstjórn sína eigin fjárhagsá- ætlun þar sem lögð er áhersla á að verja fjárinunum borgarinnar á þessu ári til stórbættrar aðstöðu fyrir börn, unglinga og aldraða í stað þess að setja nær 300 miljón- ir I ráðhússbyggingu og veitinga- hús Hitaveitunnar I Öskjuhlíð eins og fjárhagsáæltun Sjálfstæð- isflokksins gerir ráð fyrir. Meðal þeirra tillagna sem full- trúar Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks og Kvennalista leggja fram, er að fengnir verði viðurkenndir sér- fræðingar I hagræðingarmálum til að gera heildarúttekt á rekstri Reykjavíkurborgar og geri jafn- framt tillögur um endurbætur á skipulagi, stjórnun og rekstri borgarinnar. Stjómarandstæð- ingar segja að mikil þörf sé á að taka allan rekstur borgarinnar til gagngerðrar endurskoðunar, en óeðlilega mikil yfirvinna, sem lítið breytist frá ári til árs, bendi til skorts á aðhaldi og virkri stjórnun. Þeim fjármunum sem Sjálf- stæðismenn vilja setja í ráðhús og veitingahús í Öskjuhlíð vill stjórnarandstaðan m.a. verja í B- álmu Borgarspítalans og hækka framlög þangað um nær 65 milj- ónir. Hafnar verði þegar fram- kvæmdir við nýtt hjúkrunarheim- ili fyrir aldraða. 5 ára áætlun verði í stóruppbyggingu dagvist- arheimila í borginni og varið til þess 160 miljónum í ár og sú upp- hæð látin halda fullu raungiidi næstu 4 ár og varið verði 50 milj- ónum til kaupa á leiguíbúðum. Einnig að komið verði upp unglingahúsi í miðbæ borgarinn- ar, keypt hús í Grafarvogi fyrir æskulýðsstarf, komið upp fé- lagsmiðstöð fyrir börn og ung- linga í Seljahverfi, svo nokkrar tillögur í fjárhagsáæltun stjómar- andstöðunnar séu nefndar. -Jg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.