Þjóðviljinn - 05.02.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.02.1988, Blaðsíða 2
Jón Thoroddsen, verkamaður Ég hef ekki gefið mér ráðrúm til að mynda neina skoðun á þvi. Sigurður Eggertsson. byggingameistari Ég sé ekki mikla hættu á því. Er ekki vaninn að allt gangi saman. Róbert Lárusson, öryrki Það má sjálfsagt búast viö því. Karólína Stefánsdóttir, húsmóðir Já, alveg tvímælalaust. Það gengur ekkert að ráða í lægst- launuðu störfin í dag t.d. á spít- ölunum. Björgólfur Halldórsson málari Já, ég sé ekki betur en að það verði einhver læti. rSPURNINGIN—1 Átt þú von á höröum deil- um á vinnumarkaðnum? FRÉTTIR Sjónvarpsbrunar Straumrof eina öryggið Rafmagnseftirlit ríkisins: Neisti ogskammhlaup vegna rykmyndunar eða bilunar. Fullkomið öryggifœstekki nema straumur sé algerlega rofinn eftir notkun Brunum út frá rafeindatækj- um, einkum sjónvarpstækj- um hefur farið ört fjölgandi á síð- ustu árum, eins og Þjóðviljinn skýrði frá í vikunni. Vegna þessa hefur Rafmagnseftirlit ríkisins sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur m.a. fram að slíkar flí- veikjur í rafmagnstækjum geti átt sér stað, jafnvel þótt slökkt sé á tækjunum. Astæðan er sú að ef straumur er út í veggtengil þann sem tækið er tengt við, þá kemst raf- straumur að minnsta kosti inn að rofanum í tækinu, þótt slökkt sé á honum. Ef slökkt er á sjónvarps- tækjum með fjarstýringu, leikur straumur um verulega stærri hluta af búnaði tækisins. Eldur getur orðið laus vegna þess að neisti hleypur milli leiðandi hluta í tækinu og kveikir í einangrun. Neisti getur myndast vegna ryks sem safnast fyrir í tæk- inu og brúar bil milli leiðara eða þá að bilun á sér stað í innri bún- aði og valdið skammhlaupi. - Af framansögðu má ljóst vera að fullkomið öryggi fæst ekki, nema straumur sé algerlega rofinn af rafmagnstækjum, þegar þau eru ekki í notkun, segir í yfir- lýsingu Rafmagnseftirlitsins sem bendir fólki á að ýmist sé hægt að taka tækin úr sambandi eftir notkun, slá út sjálfvirkum vörum ef hægt er að koma því við ef fólk koma fyrir rofum á alla tengla straum af tækjum á þann hátt. fer úr íbúð í lengri tíma og láta þannig að hægt sé að taka allan -lg. SlökkvHiösmenn hafa í síauknum mœli veriö kallaöir út til aö slökkva eld í sjónvarpstœkjum og slíkir eldsvoöar hafa oft valdiö stórtjóni. Hór eru þeir Mart einn Geirsson og Guðmundur JónssonviðsjónvarpstækilvaktstofuSlökkviliöslins í Reykjavlk. Mynd-E.Ól. Sjónvarpstæki Sjálfsíkveikjum fjölgar Stórtjón vegna sjálfsíkveikju ísjónvarpstœkjum. Rafmagnseftirlitið: Rofa á tengilinn eða taka tœkin úr sambandi Sjálfsíkveikjum í sjónvarps- nema komiö sé fyrir sérstökum fullur straumur á tækinu þó búið ilinn eins og á veggljósum eöa tækjum hefur fjölgað töluvert rofa á inntakssnúru eöa tækið sé að slökkva á myndinni. Eina hreinlega taka tækin úr sambandi ó síðustu órum og hafa slíkar í- tekið úr sambandi. örugga ráðið til að forðast svona í hvert skipti sem slökkt er á kveikjur ofl á tíðum valdið stór- - Fæstir átta sig á því að það er slys er að láta setja rofa á teng- þeim, sagði Guðbjartur. _jp Uóni, þegar kviknað hefur í sjón- J ",g* Kannanir Stjómin í sífelldum minnihluta Rfkisstjórnin hefur ekki haft meirihlutastuðning þeirra sem afstöðu taka í þremur könn- unum um hylli hennar nú eftir áramót, og í síðustu birtri könnun segjast 57% andvígir ríkisstjórn- inni. Þó hefur stjórnin á þingi einn öflugasta meirihluta sem um get- ur í síðari tíma stjórnmálasögu, og heildarfylgi stjórnarflokkanna sjálfra er yfir 60 prósent í öllum könnunum. Stjórnin naut meirihlutafylgis í könnunum frá því í sumar og frammað jólum, en um áramót hafa vindar snúist, og gefa matar- skatturinn og fleiri óvinsælar stjórnarráðstafanir nærtækasta skýringu. Hér má sjá fylgi stjórnarinnar í skoðanakönnunum eftir stjórn- armyndun og sýnir prósentutalan stuðningsmenn stjómarinnar af þeim sem afstöðu tóku: HP júlí DV-könnunin segir 57% gegn stjórninni 54,6%, HP ág. 63,8%, DV sept. 62,6%, Hagvangur okt. 59,6%, DVnóv. 60,9%, HPnóv. 55,8%, HP jan. 44,4%, Hagvangur feb. 47,9%, DV feb. 43,1%. Einsog sagt var frá í Þjóðvilj- anum í gær sýnir nýbirt könnun Hagvangs að meirihluti ungs fólks er í stjórnarandstöðu, en meirihluti yfir fimmtugu styður Þorstein og féiaga. 55% karla styðja stjórnina, en 60% kvenna eru andvíg samkvæmt sömu könnun. -m Fiskverð Beðið eftir efnahagsaðgerðum Verðlagsráð: Samkomulag um að fresta Fiskverðsákvörðun um mánuð að er svo miklir óvissuþættir í þessu öllu saman að við töld- um rétt að fresta fyrirhugaðri fiskverðsákvörðun um einn mán- uð, á meðan beðið er eftir efna- hagsgerðum ríkisstjórnarinnar,“ segir Óskar Vigfússon, forseti Sjómannasambandsins við Þjóð- vifjann. Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið að núgildandi fisk- verð verði óbreytt frá 1. febrúar til 29. febrúar nk. Kaupendur segja að við núverandi aðstæður telji þeir eðlilegt að lækka fisk- verðið frá því sem nú er. Friðrik Pálsson, forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, sagði við Þjóðviljann, að ástæðan fyrir þessari bókun kaupenda væri sú að fiskvinnslan væri rekin með 10-12% halla oig að sjó- menn hefðu fengið meiri kauphækkanir á síðasta ári en viðmiðunarstéttir þeirra. Þjóðviljinn bar þetta undir forseta Sjómannasambandsins og hafnaði hann þessari fullyrð- ingu Friðriks algjörlega og sagði hana út bláinn og hafa við engin rök að styðjast. - grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.