Þjóðviljinn - 05.02.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 05.02.1988, Blaðsíða 13
Múlabœr Þjónustumiðstöð aldraðra og myikja Nýlega voru fimm ár liðin síðan Múlabær, þjónustumiðstöð aldr- aðra og öryrkja tók formlega til starfa. Múlabær er dagþjónustu- stofnun og er til húsa að Ármúla 34 í Reykjavík í vistarverum SÍBS, en þau samtök ásamt Reykjavíkurdeild RKÍ og Sam- tökum aldraðra í Reykjavík starf- rækja heimilið. Pjónusta er veitt á heimilinu fímm daga vikunnar frá kl. 7.30 til kl. 17.00. Starfsemin er fjöl- þætt, bæði á heilbrigðissviði og félagslegu sviði undir stjórn fé- lagsráðgjafa, hjúkrunarfræðings, iðjuþjálfa, kennara og leiðbeinanda. Að jafnaði dvelja 48 manns daglega á heimilinu og koma flestir skjólstæðinganna 2- 3 daga vikunnar. Með þessu móti geta um 115-200 manns nýtt sér þjónustuna í viku hverri. Frá opnun heimilisins hafa tæplega 600 manns innritast að Múlabæ. Meðalaldur innritaðra skjólstæð- inga hefur verið á bilinu 81-82 ár og nokkur meirihluti þeirra hefur verið konur. Náið samstarf er haft við Öldr- unarlækningadeild Landspítal- ans varðandi innritun og heilsuf- arslegt eftirlit skjólstæðinga. All- ir sem hug hafa á að notfæra sér þessa þjónustu fara í fyrstu til skoðunar og mats á móttökudeild öidrunarlækningadeildar svo unnt sé að glöggva sig á heilsu- farslegu ástandi og leggja til heppilega aðstoð til handa við- komandi. Dvalartími er jafnan takmarkaður við 3-6 mánuði í senn eftir aðstæðum hvers og eins. Yfirleitt eru um 40 manns skráðir á biðlista eftir dvöl í Múlabæ. Tryggingastofnun ríkisins hef- ur frá upphafí styrkt þessa stofn- un með greiðslu daggjalda og með því undirstrikað að hér sé um að ræða virka heilbrigðis- þjónustu fyrir aldraða og öryrkja í fyrirbyggjandi átt. Rekstur heimilisins hefur þó þrátt fyrir þetta verið aðildarféiögunum nokkuð þungur baggi þar sem daggjöldin eru engan veginn raunhæf miðað við þá fjölþættu þjónustu sem látin er í té. Á und- anförnum árum hefur rekstrar- halli verið verulegur eða á bilinu 17-19% og hefur það komið í hlut framangreindra aðildarfélaga að greiða hann. Að vonum þykir fulltrúum félaganna óréttmætt að þurfa að taka svo stóran þátt í niðurgreiðslu brýnnar heilbrigð- isþjónustu og vænta þess nú að stjórnvöld muni loks á þessu ári sýna þessu máii aukinn skilning og bæta hag stofnunarinnar. (F r éttatilky nning) Sumarstörf ungs fólks Nordjobb 1988 tekurtil starfa Nordjobb 1988 hefur tekið til starfa. Nordjobb er miðlun sumaratvinnu milli Norðurlanda fyrir fólk á aldrinum 18-26 ára og eru störfin, sem boðið er upp á, í löndunum öllum svo og á sjálf- stjórnarsvæðunum á Norður- löndum. Störfin sem bjóðast eru marg- Líknarfélögin Vinningsnúmer í happdrættum ( hausthappdrætti heyrnarlausra 1987 var dregið þann 18. des. sl. Vinningsnúmer eru þessi: 1. 15004 5. 137 2. 15244 6. 15003 3. 8118 7. 12308 4. 5696 8. 12311 Vinninga má vitja á skrifstofu Fé- lags heyrnarlausra, Klapparstíg 28, kl. 9-12 alla virka daga, síma 13560. Vinningsnúmer í Happdrætti Styrkt- arfélags vangefinna 1987 1. vinningur: Audi 100 cc-bifreið nr. 29380 2. vinningur: Bifreið að eigin vali fyrir kr. 600 þús. nr. 53063 3. -10. vinningur: Bifreiðar að eigin vali hver að upphæð kr. 325 þús.: Nr. 12157 - 31241 - 39229 - 45083 - 56718 - 81279 - 95490 - 96180. Þá hefur verið dregið í jólakorta- happdrætti Styrktarfelags vangef- Inna og komu vinningar á eftirtalin númer: 53 - 3076 - 2417 - 1184. vísleg. Þau eru á sviði iðnaðar, þjónustu, landbúnaðar, verslun- ar o.fl. og bæði miðuð við faglært og ófaglært fólk. Launakjör eru þau hin sömu og goldin eru fyrir viðkomandi störf í því landi þar sem starfað er og skattar eru greiddir samkvæmt lögum hvers lands. Starfstíminn er allt frá 4 vikum og upp í 3 mánuði lengst. Það eru norrænu félögin á Norðurlöndum sem sjá um at- vinnumiðlunina hvert í sínu landi samkvæmt samningum við Nordjobb-stofnunina í Dan- mörku, en sú stofnun hefur yfir- umsjón með starfseminni. A ís- landi sér Norræna félagið um Nordjobb-atvinnumiðlunina en í því felst að félagið veitir allar upplýsingar, tekur við umsókn- um frá íslenskum umsækjendum og kemur þeim áleiðis og sér um atvinnuútvegun fyrir norræn ung- menni á íslandi. Allar upplýsingar um Nor- djobb 1988, þará meðal umsókn- areyðublöð, fást hjá Norræna fé- laginu, Norræna húsinu, 101 Reykjavík, símar 10165 og 19670. Reiknað er með, að um eða yfir 100 norræn ungmenni komi til starfa hér á landi á vegum Nor- djobb 1988 og að 120-140 íslensk ungmenni fari til starfa á hinum Norðurlöndunum á vegum Nor- djobb. KALLI OG KOBBI FOLDA APÓTEK , Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúöa vik- una 5.-11. febr. er f Garðs Apó- tekiog Lyfjabúöinni Iðunni. Fyrmefnda apótekið er oplð um helgarog annast nætur- vörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apó- tekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík.....sími 1 11 66 Kópavogur.....sími4 12 00 Seltj.nes....sími 61 11 66 Hafnarfj......sími 5 11 66 Garðabær......sírniö 11 66 Slökkvilið og sjúkrabilar: Reykjavík.....sími 1 11 00 Kópavogur.....símil 11 00 Seltj.nes.....sími 1 11 00 Hafnarfj......sími5 11 00 Garðabær......sími 5 11 00 SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspft- allnn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspitalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðing- ardelld Landspítalans: 15- 16. Feðratími 19.30-20.30. Öldrunarlækningadeild Landspítalans Hátúni 10 B: Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16- 19.30 helgar 14-19.30 Heilsu- vemdarstöðin við Baróns- stigropinalladaga 15-16og 18.30- 19.30. Landakots- spltall: alla daga 15-16 og 18.30- 19.00 Barnadeild Landakotsspítala: 16.00- 17.00. St. Jósefsspitall Haf narfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30 Kleppsspitai- Inn: alla daga 18.30-19 og 18.30- 19 Sjúkrahúsið Ak- ureyri: alla daga 15-16 og 19- 19.30. Sjúkrahúslð Vestmannaeyjum: alla daga 15-16 og 19-19 30. Sjúkra- hús Akraness: alla daga 15.30- 16 og 19-19.30. SjúkrahúslðHúsavik: 15-16 og 19.30-20. LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykja- vík, Seltjarnarnes og Kópavog er í Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkuralla virkadaga frákl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólar- hringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tima- pantanir í síma 21230. Upp- lýsingar um lækna og lyfja- þjónustu eru gefnar í sím- svara 18885. Borgarspitalinn: Vakt virka daga kl. 8-17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Slysadeild Borgarsþitalans opin allan sólarhringinn sími 696600. Dagvakt. Upplýsingar um da- gvakt lækna s. 51100. Næt- urvaktlæknas.51100. Hafnarfjörður: Heilsugæsla. Upplýsingar um dagvakt lækna s. 53722. Næturvakt læknas.51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýs- ingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamiðstöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavik: Dagvakt. Upplýs- ingars. 3360. Vestmanna- eyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. ÝMISLEGT Bilananavakt raf magns- og hitaveitu: s. 27311. Raf- magnsveita bilanavakt s. 686230. Hjálparstöð RKl, neyðarat- hvarf fyrir unglinga Tjarnar- götu 35. Simi: 622266 opiö allansólarhringinn. Sálfræðlstöðin Ráðgjöf i sáltræðilegum efn- um.Sími 687075. MS-fólaglð Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarp- anum Vesturgötu 3. Opin briðiudaqa kl.20-22, simi 21500, símsvari. Sjálfshjálp- arhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sitjasþellum, s. 21500,símsvari. Upplýslngarum ónæmistærlngu Upplýsingarum ónæmistær- ingu (alnæmi) i síma 622280, milliliðalaust samband við lækni. Frá samtökum um kvenna- athvarf, sfml 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir kon- ur sem beittar hafa verið of- beldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökln '78 Svarað er I upplýsinga- og ráðgjafarsíma Sanóakanna '78 fólags lesbía og homma á Islandi á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 - 23. Slmsvari á öðrum timum. Siminner 91-28539. Fólageldri borgara: Skrif- stofan Nóatúni 17, s. 28812. Félagsmiðstöðin Goðheimar Sigtúni 3, s. 24822. GENGIÐ 3. febrúar 1988 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar 37,090 Sterlingspund... 65,686 Kanadadollar.... 29,051 Dönsk króna..... 5,7705 Norskkróna...... 5,8130 Sænsk króna..... 6,1479 Finnsktmark...... 9,0862 Franskurfranki.... 6,5391 Belgískurfranki... 1,0554 Svissn.franki... 27,0592 Holl. gyllini... 19,6529 V.-þýsktmark..... 22,0662 Itölsk llra.... 0,02996 Austurr. sch.... 3,1399 Portúg. escudo... 0,2700 Spánskurpeseti 0,3259 Japansktyen..... 0,28988 Irsktpund....... 58,702 SDR............... 50,6112 ECU-evr.mynt... 45,5836 Belgfskurfr.fin. 1,0537 KROSSGÁTAN Lárótt: 1 hæst4löngun6 gruna 7 skaut 9 ánsegt 12 brúnin 14 rekistefna 15 þjóta 16 rifin 19 komist 20 greini21 krota Lóðrétt: 2 skordýr 3 feiti 4 meltingarfæri 5 snoppufríð 7 pinni 8 bein 10 gleði 11 bindið 13 varúð 17 gjaf- mildi 18svei Lausnáslðustu krossgátu Lárótt: 1 söng 4 norr 7babl9fjas 12jafna 15ger16gerla19na aska21 raust Lóðrótt: 2 öra 3 gola nafn5róa7bútinn8 10jagast11 sorgarl 17eta18las Föstudagur 5. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.