Þjóðviljinn - 05.02.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.02.1988, Blaðsíða 16
Aðaisími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVIUINN Föstudagur 5. febrúar 1988 28. tölublað 53. örgangur SparisjóÖsvextir qg yfirdráttur á téKKareiKningum SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Drangsnes Loftmengun Framtíð í fiskirækt „Holart gefur af sér 10-12 sek- úndulítra af 38 gráðu heitu vatni, en hún er 220 metra djúp. Þetta kemur sér afar vel fyrir laxeldið sem ég hef verið að dunda mér við f Ásmundarnesi í Bjarnafirði. Þar er ég með 50-60 þúsund seiði í útihúsi og í tjörnum,“ sagði Guð- mundur Halldórsson á Drangs- nesi við Þjóðviyann. Það var borinn Ýmir frá Jarð- borunum hf. sem fann vatnið, en hann hafði áður borað 76 metra djúpa holu við Laugarhól, en þar fannst ekkert vatn. Að sögn Guðmundar stendur hann straum af öllum kostnaði við borunina í Ásmundarnesi og er það um 2 þúsund krónur á hvern meter sem boraður er. Guðmundur sagði að með til- komu heita vatnsins, væri mun meiri möguleikar í laxeldi sem og í öðru fiskeldi hjá sér og bjóst hann við að stækka við sig í fram- tíðinni. Hingað til hefur hann að- eins ræktað seiði til sölu, en nú er grundvöllur fyrir að rækta laxinn til slátrunar á almennum mark- aði, hér sem erlendis. Það sem af er árinu hefur tíðar- far verið með versta móti og lítið gefið á rækjuna, en hún er þó skárri en oft áður. 4 bátar róa á línu frá Drangsnesi og hefur afli verið þokkalegur. Hið árlega þorrablót heima- manna verður um næstu helgi og sagði Guðmundur ekki búast við öðru en að þar yrði glatt á hjalla, enda nægar birgðir til af öllu því sem til þyrfti á þorrablót á Ströndum. -grh Alltaf að aukast Mengunarvarnir: Hefur aukist um 20%. Ástœðan er mikilfjölgun bíla og hægviðri Loftmengun á höfuðborgar- 20%. Ástæðurnar eru fleiri bílar dóttir, hjá Mengunarvörnum við svæðinu er að aukast og miðað en áður og hægviðrasamara Þjóðviljann. við f fyrra hefur hún aukist um veður, sagði Sigurbjörg Gísla- íbúar á höfuðborgarsvæðinu fundu fyrir því í hægviðrinu í gær að það er ekki lengur gefið að loftið í borginni sé jafn tært og hreint og menn hafa hingað til viljað vera láta. Sérstaklega verð- ur vart við loftmengun við helstu umferðargötur borgarinnar, svo sem við Laugaveg, Miðbæ, Hlemm, Miklubraut og á þeim stöðum í bænum þar sem lítil hreyfing er á loftinu. Sigurbjörg sagði við Þjóðvilj- ann að loftmengunin væri að nálgast þau viðmiðunarmörk fyrir loftgæðum, en tillaga er um að svifryksmagnið í andrúmsloft- inu verði ekki meira en sem nem- ur 40 míkrógrömmum í hverjum rúmmetra á ársgrundvelli. Mengunarvamir ríkisins hafa aðeins yfir að ráða einu mæling- artæki til að mæla loftmengun við helstu umferðargötur borgarinn- ar og er það staðsett á Miklatorgi. Hingað til hefur ekki verið mikill skilningur meðal ráðamanna borgarinnar né ríkisins fyrir því að veita fé til að fjölga tækjum til mælinga. En Sigurbjörg sagði við Þjóðviljann að sér virtist skiln- ingur manna á ástandinu vera þó að aukast og bjóst hún fastlega við því að fé fengist von bráðar fyrir fleiri mælingartækjum. -grh Manninum á myndinni þótti ekki ann- að fært en að setja upp sérstaka ryk- grímu til varnar loftmenguninni frá umferðinni í gær, svo mikil og óþægi- leg var hún í hægviðrinu. Mynd: Sig. pýðendur Sjónvarpið lækkar gjaldskrá Þýðendur hyggjast ekki vinna þungt efni ánfyrra álags. Gœðin víkjafyrir markaðslögmálum Neytendasamtökin Mikil vonbrigði Með nýrri gjaldskrá ríkissjón- varpsins er klipið af ýmsum greiðslum til þýðenda að tillögu rekstarráðgjafa sjónvarpsins. Þýðendur eru mjög óánægðir með þessar aðgerðir sem voru án að er rík ástæða til að fagna þessari lánsveitingu Byggða- stofnunar. Hingað til hafa verk- efni innlendra skipasmíðastöðva verið mjög takmörkuð og verk- efnin óviss. Þetta kemur til með að bæta úr því að nokkru, þó lítið sé“, segir Guðjón Jónsson, for- maður Málm- og Skipasmiða- sambands íslands við Þjóðvilj- ann. í vikunni samþykkti stjórn Byggðastofnunar að veita 98 milljóna króna lán til 40 aðila vegna endurbóta á skipum í inn- lendum skipasmíðastöðvum. samráðs við þá og hyggja á inngöngu í hagsmunafélag, sem tryggði samningsrétt þeirra. Veturiiði Guðnason þýðandi, telur að orsök þessa niðurskurðar á gjaldskránni megi rekja til þess Að sögn Guðjóns Jónssonar er þetta vottur um að reynt sé að skapa innlendum skipasmíða- stöðvum verkefni. Guðjón sagði að ef vel ætti að vera þyrfti stöðv- arnar hér að hafa verkefni að minnsta kosti 1-2 ár fram í tím- ann, en reyndin er að þær hafa verkefni aðeins í nokkra mánuði í senn og þess á milli væri allt mjög óljóst hvað við tæki. Sem dæmi um stöðuna í dag hjá helstu skipasmíðastöðvunum, sagði Guðjón að Stálvík væri að ljúka við raðsmíðaverkefni og óljóst hvað tæki við þegar því Stöð 2 hafi borgað minna fyrir þýðingar en ríkissjónvarpið. Þetta sé merki um innrás mark- aðshyggjunnar, sem líti á þýðing- ar sem hverja aðra þjónustu, sem fá eigi eins ódýrt og hægt er. væri lokið. Skagamenn eru að smíða Breiðafjarðarferjuna en ísfirðingar til að mynda eru að- eins í endurbótum. Slippstöðin á Akureyri hefur og stendur einna best að vígi, en þeir hafa hugsað sér að smíða tvö skip upp á eigin reikning og selja síðan. Á meðan stöðvarnar hér inn- anlands eru í verkefnakreppu, hefur Fiskveiðasjóður lánað til smíða erlendis á 23 skipum, 70- 900 tonna, fyrir 1.8 milljarða króna og heildarverðmæti þeirra er um 3 milljarðar. -grh Þversögn sé að áhersla á gæði þýðinga minnki á sama tíma og ríkisfjölmiðlar líti á sig sem út- verði íslenskrar tungu. Vegna mótmæla þýðenda var hætt við lækkun á grunntaxta en yfirmenn sjónvarps héldu til streytu afnámi ýmissa álags- greiðslna. Samkvæmt nýju gjaldskránni er eignarréttur þýð- enda ekki viðurkenndir og greiðsla fyrir endurbirtingu af- numin. Þýðendur hafa engan samn- ingsrétt og eru í raun eins konar verktakar. Að sögn Veturliða hefur þó fram til nú verið haft samráð við þá um gjaldskrá. Jó- hanna Þráinsdóttir þýðandi segir að yfirmenn sjónvarpsins vilji miða laun þeirra við laun ríkis- starfsmanna, þó að þeir njóti engra réttinda s.s. lífeyris- greiðslna og veikindapeninga. Viðbrögð þýðenda við þessari einhliða lækkun verður að taka ekki að sér þýðingar á þungum texta s.s. fræðsluefni og sjón- varpsleikritum á meðan fyrra álag fæst ekki greitt. Einnig eru þeir farnir að athuga möguleika á inngöngu í hagsmunafélag er var- ið gæti þá fyrir álíka yfirgangi í framtíðinni. mj Jóhannes Gunnarsson: 15% hœkkun ríkisfram- lags á sama tíma ogfram- færsluvísitala hœkkar um 26-27% - Neytendasamtökin hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með afgreiðslu Alþingis á fjárveitinga- beiðni samtakanna; á síðasta ári hækkaði framfærsluvísitalan um 26% til 27%, en hækkunin til okkar nemur aðeins 15%, sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður samtakanna. Jóhannes kvað þetta ótrúlegt í ljósi þess að aðgerðir ríkisstjórn- arinnar í efnahagsmálum byggj- ast á virku og öflugu neytenda- starfi. Það kerfi sem við búum við með frjálsri verðmyndun kallar á' mjög sterka neytendavitund. Hún er vopn neytenda og aðhald gegn óréttmætum viðskiptum af hverju tagi, segir í tilkynningu Neytendasamtakanna. Stjóm samtakanna skorar því á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að samtökin geti orðið það afl sem nauðsynlegt er til að efla ár- vekni með neytendum. Á þann eina hátt getur samspil þeirra og verslunarinnar orðið á þann veg að hvorugur beri skarðan hlut frá borði. HS Skipasmíðar Skíma í myrkrínu Byggðastofnun: Lánar 98 milljónir til 40 aðila. Til endurbóta á skipum innanlands. Málm- og skipasmiðasambandið: Fögnumþessu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.