Þjóðviljinn - 06.02.1988, Síða 1

Þjóðviljinn - 06.02.1988, Síða 1
Laugardagur 6. febrúar 1988 29. tölublað 53. árgangur Listamannalaun Efsti flokkur aflagður Úthlutunarncfnd listamanna- launa kynnti í gær hverjir fengju listamannalaun í ár. Það eru 99 listamenn sem fá 68 þúsund krón- ur hver. Samkvæmt lögum er nú bara einn flokkur listamanna- launa og varð nefndin sammála um að þann flokk fylltu þeir sem sæti áttu í efri flokki í fyrra auk átta listamanna til viðbótar. Þeir sem bætast í hópinn í ár eru Ásgerður Búadóttir, Áskell Másson, Hjálmar H. Ragnars- son, Hrólfur Sigurðsson, Nína Björk Árnadóttir, Vigdís Gríms- dóttir, Þórunn Elfa Magnúsdóttir og Þuríður Guðmundsdóttir. -Sáf Slippstöðin Einkaframtaki hafnað Fyrirhuguðum kaupum Gunnars Ragnars á hlutabréfum ríkisins mótmæltaf starfsmönnum. Söfnuðuundirskriftum, semflestir skrifuðuundir. Formaður Starfsmannafélagsins: Menn treysta ekki einkaframtakinu fyrir fyrirtœkinu Það var mikill meirihluti starfs- manna Slippstöðvarinnar sem skrifaði undir skjal þar sem þeir mótmæltu því að ríkið seldi hlutabréf sín forstjóra fyrirtækis- ins. Ástæðan fyrir því er sú að menn treysta ekki einkaaðilum til að standa vörð um hagsmuni fyrirtækisins, segir Þorsteinn Konráðsson, formaður Starfs- mannafélags Slippstöðvarinnar á Akureyri við Þjóðviljann. Þegar það fréttist, fyrir skömmu að Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar og forseti bæjarstjórnar Akureyrar, hefði hug á að bjóða í hlutabréf ríkisins í fyrirtækinu, en það er stefna ríkisstjórnarinnar að selja hlutabréf sín í því, brást starfs- fólkið hart við og mótmæltu þeim áformum með söfnun undir- skrifta vel flestra starfsmannas fyrirtækisins, en hjá því starfa rúmlega 200 manns. Að sögn Þorsteins var undir- skriftasöfnunin ekki gerð að frumkvæði Starfsmannafélags- ins, heldur var hér um grasrótar- aðgerð að ræða. Þorsteinn sagði að tveir menn hefðu komið að sunnan fyrir skömmu til að gera úttekt á því hve mikil verðmæti ríkið ætti í húsum og vélum og hefði starfsfólkinu ekki litist á blikuna, vegna vantrúar þess á einkaframtakinu að standa vörð um hagsmuni fyrirtækisins. Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar vildi ekkert VMSI „Hófsamai" kaupkröfur Áhugi innanframkvœmdastjórnar VMSÍá „hófsömum“ kaupkröf- um. Æfleirifélög leggja áherslu á að laun verði ekki undir 42.000 krónum. Jón Agnar Eggertsson, Borgarnesi: Þungt hljóð í fólki Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er meirihluti fram- kvæmdastjórnarmanna Verka- mannasambandsins hlyntur því að í komandi samningaviðræðum verði höfuð áhersla lögð á „hóf- samar“ kjarakröfur og kröfugerð sambandsins frá því í haust verði varpað fyrir róða. í sjömanna- nefndinni er falið var að gera til- lögu að nýrri kröfugerð, sem leggja á fyrir formannafund sam- bandsins á miðvikudag, er rætt um að setja fram kröfur um 7- 10% taxtahækkanir, auk starfs- aldurshækkana og annarra lag- færinga, hliðstæðra þeim sem kraflst var í viðræðum við VSÍ um skammtímasamning. Jafn- framt er til umræðu að krefjast desemberuppbótar á laun cins og er inn í samningum opinberra starfsmanna. - Verði raunin sú að ekki verði krafist verulegrar kauphækkun- ar, verður það í þriðja sinn sem rekunum er varpað á Verka- mannasambandið. Það væri eftir öðru að sinna ekki réttmætum kröfum æ fleiri féiaga um að lág- markslaun verði ekki lægri en sem nemur skattleysismörkun- um, eða um 42.000 krónum á mánuði, sagði einn forystumanna VMSÍ, sem Þjóðviljinn ræddi við í gær, en framreiknuð krafa VMSÍ frá því í haust nemur þeirri tölu. Ljóst er að æ fleiri félög VMSÍ ■ leggja aukna áherslu á að lág- markslaun nemi skattleysismörk- um. Verkalýðsfélags Borgarness samþykkti nýlega ályktun þess efnis, en í ályktun félagsins segir að „lágmarkslaun eigi ekki að vera lægri en skattleysismörk“. Að auki hafa Alþýðusamband Suðurlands, Hlíf í Hafnarfirði og Alþýðusamband Austurlands sett fram nær samhljóða kröfur. - A sama tíma og menn hafa eytt töluverðum tíma í viðræður um skammtímasamninga, hefur láðst að skipuleggja hreyfinguna ef til átaka kemur á vinnumark- aði. Það er þungt hljóð í fólki en jafnframt mikill hugur. Fólk get- ur ekki beðið öllu lengur eftir samningum, sagði Jón Agnar Eggertsson, formaður Verka- lýðsfélags Borgarness. í gær átti Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra viðræður við fulltrúa VMSÍ og atvinnurek- enda. Að sögn Karvels Pálma- sonar, varaformanns Verka- mannasambandsins, gaf forsætis- ráðherra ekki neinn ádrátt um aðgerðir af hálfu ríkisvaldsins til að liðka um fyrir samningum. Verkamannafélagið Dagsbrún ætlar að boða til félagsfundar á fimmtudag í næstu viku þar sem stjórn félagsins mun m.a. óska eftir heimild til verkfallsstöðvun- ar. -rk Verðlagsnefnd búvara Gefist upp á „frjálsu" verðlagi Fulltrúar neytenda í Vérðlagsnefnd búvara harma að egg, kjúklingar og kartöflur komi til opinberrar verðlagningar Verðlagsnefnd búvara ákvað í gær að verða við ósk eggja-, kjúklinga- og kartöflubænda um opinbera verðlagningu á fram- leiðslu sinni. Verðákvörðunar er ekki að vænta fyrr en í byrjun mars. Fulltrúar neytenda í nefndinni lögðu fram bókun á fundinum þar sem þeir harma þá ákvörðun stjórnar Samtaka eggjafram- leiðanda, Félags kjúklingabænda og Landssambands kartöflu- bænda, að óska eftir opinberri verðlagningu á afurðum sínum. „Framleiðslustýring í þessum greinum og verðákvörðun í skjóli segja við Þjóðviljann um mót- mæli starfsmanna við fyrirætlun- um hans, en sagði að hlutabréf ríkisins væru búin að vera til sölu allt frá 1983, þegar þáverandi stjórn var mynduð undir forsæti Steingríms Hermannssonar og sala bréfanna væri einnig að finna í stefnuyfirlýsingu núverandi stjórnar. „Það hefur aldrei staðið til að ég keypti hlutabréf ríkisins einn, heldur hafði ég hugsað mér að fá stærstu viðskiptaaðila fyrirtækis- ins til að kaupa með mér. En það hefur engin ákvörðun verið end- anlega tekin í málinu, og það liggur ekki fyrir fyrr en um miðj- an mánuðinn hvað ríkið metur sinn eignarhlut mikils“, sagði for- stjóri Slippstöðvarinnar á Akur- eyri. -grh búvörulaganna, mun augljóslega valda neytendum umtalsverðu tjóni og sú mikla fjárfesting og uppbygging, sem átt hefur sér stað í þessum greinum á undan- förnum árum, ekki nýtt til eðli- legrar samkeppni og frjálsrar verðmyndunar, sem leiðir til lægra vöruverðs og aukinnar sölu neytendum til hagsbóta" segir í bókuninni. Þrátt fyrir það telja fulltrúar neytenda að búvörulögin taki af öll tvímæli um að Verðlagsnefnd beri að verða við þeirri beiðni að ákveða verðlagsgrundvöll á þess- um afurðum. -mj. Hann vann! Karpov að líkindum nœstur Jóhanni Hjartarsyni tókst hið ómögulega, að vinna einvígið við Viktor Korchnoi, einn allra sterk- asta skákmann heims í áratugi. Jóhann hafði svart í lokaskák- inni í gærkvöldi og virtist eiga á brattann að sækja framan af. Miðtaflið tefldi hann síðan af stakri snilld og tókst að knýja fram vinning. Korchnoi lenti í gífurlegu tíma- Sjá skýringar og stutt spjall hraki og síðustu leikina lék hann viðstöðulaust. Um tíma virtist hann jafnvel vera að rétta úr kútnum, en í þetta sinn sleppti Jóhann honum ekki. Að sögn Jóhanns er líklegast að næsti andstæðingur verði sjálf- ur Anatolí Karpov. Þjóðviljinn óskar Jóhanni til hamingju með sigurinn og vel- farnaðar í framhaldinu. HS Helga Ólafssonar við Jóhann, bls. 6.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.