Þjóðviljinn - 06.02.1988, Blaðsíða 2
SPURNINGiN —
Óttast þú að aðgerðir
Greenpeace muni skaða
fiskútflutning okkar?
Sævar Guðmundsson,
húsasmiður
Nei, ég trúí því ekki að fólk taki
mark á svona vitleysu.
Birgir Ingvason,
bílstjóri
Já, ég óttast það. Við eigum
samt að standa á okkar skoðun í
þessu máli.
Guðmundur Jóhannsson,
bifreiðastjóri
Já, ég hef grun um það.
Lárus Hannesson,
húsasmiður
Já, ábyggilega.
Ragnheiður Guðmunds-
dóttir,
húsmóðir
Já, það geri ég. Við eigum
endilega að hætta þessum hval-
veiðum.
FRÉIHR
Ullariðnaðurinn
Fátt nýtt á prjónunum
Friðrik Sophusson boðar skuldbreytingar og að sveitarfélögfelli niður
aðstöðugjöld áfyrirtækjum íullariðnaði. Hjörleifi Guttormssyni
fannstþetta lélegar björgunaraðgerðir í atvinnugrein sem hefursagt
upp 500 manns
Undanfarin tvö til þrjú ár hafa
500 til 600 starfsmenn í ullar-
iðnaði misst atvinnu sína, þar af
um helmingur vegna þess að
fjórtán fyrirtæki hafa lagt upp
laupana. Hjörieifur Guttormsson
spurði því iðnaðarráðherra til
hvaða aðgerða stjórnvöld ætluðu
að grípa til að bæta rekstrarstöðu
iðnaðarins.
Friðrik Sophusson sagði veiga-
mestu ástæðu slæmrar afkomu í
ullariðnaði vera innlendar kostn-
aðarhækkanir einsog laun og hrá-
efni. Hann sagði að horfur í
greininni væru betri nú í upphafi
árs en í nóvember sl., fyrst og
fremst vegna þess að útflytjendur
hafa í undirbúningi verulegar
verðhækkanir á ullarvörum.
Þannig mun Álafoss ætla að
hækka vöru sína um 20-40%. Á
sl. ári stóðu íslenskar ullarvörur í
stað eða beinlínis lækkuðu í verði
á vestrænum mörkuðum meðan
sambærilegar vörur frá öðrum
löndum hækkuðu.
Ráðherra kvaðst ætla að beita
sér fyrir nokkrum aðgerðum á
næstunni, t.d. hafi hann farið
fram á við viðskiptabanka,
Byggðasjóð og lánasjóð iðnaðar-
ins að þeir skuldbreyttu lánum
einsog hægt væri. Einnig að
sveitarfélög felldu niður aðstöðu-
gjöld á ullarfyrirtæki. í þriðja lagi
að tekin yrði upp endurgreiðsla á
söluskatti til erlendra ferða-
manna við brottför héðan. í
fjórða lagi að safnað yrði upplýs-
ingum um skuldastöðu fyrirtækja
í ullariðnaði við ríkissjóð og
kannað hvort hægt væri að
skuldbreyta opinberum gjöldum
fyrirtækjanna. Þá benti hann á
starfsþjálfun í fataiðnaði og að
smærri framleiðendur hefðu
kynnt ráðuneytinu hugmyndir
um að efla enn frekar sölustarf-
semi erlendis og hefði umsjónar-
mönnum Iðnlánasjóðs og Iðn-
þróunarsjóðs verið falið að gera
úttekt á rekstrarmöguleikum
minni fyrirtækja í greininni.
Þá hótaði ráðherra því að
fækkað yrði í starfsliði sovéska
sendiráðsins ef Sovétmenn gerðu
ekki samninga okkur að skapi við
íslenska ullarframleiðendur.
Hjörleifur taldi þetta ekki stór-
mannlegar björgunaraðgerðir og
benti á að nú ætti að biðja
sveitarfélögin að falla frá að-
stöðugjöldum en nokkrar vikur
væru síðan ríkisstjórnin hefði sett
1% launaskatt á ullarfyrirtækin.
Taldi Hjörleifur þýðingarmikið
að þessum fyrirtækjum yrði gef-
inn kostur á áhættulánum að vel
athuguðu máli.
^Sáf
Umferðarmiðstöðin
Sýninga
fombílum
Bifreiðastöð íslands og Forn-
bflaklúbburinn hafa tekið hönd-
um saman um reglulegar sýning-
ar á gömlum bflum á Umferðar-
miðstöðinni.
Þrátt fyrir að fjöldi fornbíla sé
til hérlendis er ekkert bflasafn til.
Bflasýningarnar í Umferðarmið-
stöðinnj eru fyrsti vísir að bflas-
afni en ætlunin er að skipta mán-
aðarlega um sýningarbfl.
Fyrsti bflinn sem er til sýnis er
Ford Model A „Nýi Ford" árgerð
1929, en hann er í eigu Rúdolfs
Kristinssonar, formanns Forn-
bflaklúbbsins.
Nýi Ford á sýningarpalli á Umferðarmiðstöðinni. Það er Örn Sigurðsson markaðsstjóri stöðvarinnar sem stendur hjá
bílnum. Mynd-Sig.
Ráðstefna
Konur í stjómunarstörfum
Bandalag háskólamanna og
Endurmenntunarnefnd Há-
skólans efna í dag kl. 13.30 til ráð-
stefnu í Norræna húsinu sem ber
yfirskriftina: Konur í stjórnunar-
störfum - Hvernig aukum við
hlut þeirra?
Ásdís Rafnar formaður
Jafnréttisráðs fjallar um hlut
kvenna í stjórnarstörfum hér-
lendis, Hörður Sigurgestsson for-
stjóri Eimskips ræðir stöðu þess-
ara mála hjá einkafyrirtækjum og
Lára V. Júlíusdóttir aðstoðar-
maður félagsmálaráðherra skýrir
áform stjórnvalda um úrbætur.
Þá verður fjallað um ýms nám-
skeið sem standa konum til boða
varðandi rekstur og stjórnun en
sérstakur gestur ráðstefnunnar
verður Arnny Floden sem starfar
hjá starfsmannahaldi norska
ríkisins. -Ig.
Landsbókasafnið
Handrit Svems afhent
Asunnudaginn eru rétt 80 ár
liðin frá fæðingu Sverris
Kristjánssonar sagnfræðings en
hann féll frá í febrúar árið 1976.
Af þessu tilefni hefur ekkja Sverr-
is, Guðmunda Elíasdóttir söng-
kona, afhent handritadeild
Landsbókasafnsins ýmis handrit
hans til varðveislu.
Sverrir var lengi tíður gestur í
Safnahúsinu en hann var einmitt
staddur í því húsi er hann varð
bráðkvaddur. Fyrir var í vörslu
Landsbókasafnsins skrá Sverris
um bréf íslendinga, varðveitt í
dönskum söfnum, sem hefur
réynst mörgum hið þarfasta
hjálpargagn. -lg-
Rótin
Bæjamiál í
Hafharfirai
og
I IW/IÍI
Á mánudags- og þriðjudags-
kvöld í næstu viku verður fjallað
um bæjarmálefni í Hafnarfirði og
Kópavogi í þáttum Alþýðubanda-
lagsins í útvarpi Rót.
Bæjarfulltrúar Alþýðubanda-
lagsins í þessum kaupstöðum
sitja fyrir svörum og ræða fram-
kvæmdir og önnur helstu verk-
efni sveitarfélaganna. Þátturinn
um Kópavog verður á mánudags-
kvöld kl. 22.30 og um Hafnar-
fjörð á sama tíma á þriðjudags-
kvöldið.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Laugardagur 6. febrúar 1988