Þjóðviljinn - 06.02.1988, Síða 3

Þjóðviljinn - 06.02.1988, Síða 3
Slysavarnafélagið Fjölskyldti’ hátað á sunnudag í tilefni af 60 ára afmæli Slysa- varnafélags íslands, 29. janúar sl., verður haldin fjölskylduhátíð i Háskólabíói nk. sunnudag 7. febrúar og hefst hún kl. 14.00. Á þessari fjölskylduskemmtun munu koma fram margir af þekktustu skemmtikröftum þjóðarinnar, en það er hin land- skunna Gríniðja, sem setur skemmtunina á svið. Meðal þeirra sem fram koma eru söngvararnir Eiríkur Hauks- son, Kristinn Sigmundsson og Pálmi Gunnarsson. Að sjálf- sögðu Gríniðjan með Ladda í broddi fylkingar, Gysbræður, ásamt Ingó töframanni og Skralla trúð. Einnig koma ma. fram hljómsveitirnar Grafík og Brass- Quinett Kópavogs. -grh FRETTIR Kjaramál 16 föld lágmarkslaun Ragnar Halldórsson Isal er með um 480.000 á mánuði. 16 föld lágmarkslaun verkafólks. Verkalýðsforingjarnir eru hálfdrættingar á við forstjóra stórfyrirtœkja ílaunum. Ás- mundur Stefánsson og Björn Þórhallsson hæstir verkalýðsforingja Laun nokkurra forsvars- manna verkalýðshreyfingar- innar eru á bilinu frá 90.000 til 160.000 á mánuði. Háiaunasvæð- ið innan forystu verkalýðshreyf- ingarinnar er hjá Alþýðusam- bandinu og Landsambandi versl- unarfólks, en Ásmundur Stefáns- son, og Björn Þórhallsson hafa um 160.000 krónur á mánuði og er þá allt meðtalið. Verkalýðsfor- ingjarnir eru þó ekki nema hálfd- rættingar í launum og tæplega það, á við framámenn nokkurra stærstu fyrirtækja og stofnana. Ætla má að mánaðarlaun Ragn- ars Halldórssonar, forstjóra ísal, nemi um 480.000 krónum eða á Fræðslu- og skoðunarferð. Krakkar áleikskólanum Lækjarborg við Leirulæk, heimsóttu höfuðstöðvar lögreglunn- ar við Hverfisgötu í gær. Eins og búast mátti við, og sjá má á myndinni, vakti lögreglubifhjólið mesta athygli barnanna, enda er kannski að finna lögreglumenn framtíðarinnar I þessum áhugasama hópi. Mynd: Sig. Heilsufar Atak til aldamóta íslensk heilbrigðisáœtlun til umfjöllunar á heilbrigðisþingi í gœr. Framkvœmdastjóri WHO sérstakur gestur Islensk heilbrigðisáætlun sem Iögð var fram á vordögum Al- þingis í fyrra var rædd á fjöl- mennu heilbrigðisþingi í gær í gömlu Rúgbrauðsgerðinni. - Þiö hafið byggt upp gott heilbrigðiskerfi, en nú er brýnt að gera fólkið sjálft meðvitaðra um heilsuna, sagði dr. Halfdan Ma- hler, framkvæmdastjóri WHO og sérstakur gestur ráðstefnunnar, en íslenska áætlunin tekur mið af stefnumarki stofnunarinnar: Heilbrigði fyrir alla árið 2000. Meðal nýmæla er að fólk líti ekki á sig eingöngu sem neytendur heldur sem þátttakendur í heilbrigðisþjónustunni og geri sér ljóst hvað það geti gert fyrir sig. Því þarf aukin fræðsla að koma til, þekking á heilbrigðu líf- erni og hættum sem valda heilsutjóni, sagði dr. Mahler. Áætlunin var unnin af fulltrú- um heilbrigðisráðuneytisins og landlæknisembættisins, og sagði Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, að með því að ræða hana á sérstöku heilbrigðis- þingi gæfist fleiri aðilum kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Rúmlega 200 fulltrúum heilbrigðisstétta, heilbrigðis- stofnana, félagasamtaka og stjórnmálaflokka var boðið til þingsins. Sjö starfshópar tóku saman skýrslur um einstaka þætti heilbrigðisáætlunarinnar fyrir þinghaldið, og höfðu formenn þeirra framsögu í gærmorgun, en síðan fóru fram almennar um- ræður. Guðmundur Bjarnason sagði að í ráði væri að endurskoða heilbrigðisáætlunina í ljósi þeirra sjónarmiða sem fram hefðu kom- ið á þinginu, en leggja hana síðan fyrir Alþingi í formi þingsálykt- unartillögu. HS Verðlækkun Bensínlækkun um 1,80 Jónas Bjarnason FÍB: Stjórnarherrarnir hafa orðið varir við viðbrögð fólks I' dag lækkar verð á bensínlítra um 1,80 og kostar nú 31,90 kr. Þessa 5,3% verðlækkun má rekja til lægra innkaupsverðs og brcytinga á gengi dollarans. Tonn af svartolíu fer niður um 1000 kr. og kostar nú 5900.14,5% lækkun þar. Jónas Bjarnason hjá FÍB sagði að á þeim bæ væru menn í sjö- unda himni yfir þessari lækkun. Eftir að fréttir bárust um verð- lækkun erlendis urðu þeir varir við mjög mikla óánægju bifreiða- við 16 föld lágmarkslaun. Þessar upplýsingar komu fram í dægurmálaútvarpi Rásar 2 í gær þar sem spurningar um launakjör forystu verkalýðshreyfingarinnar voru lagðar fyrir nokkra valin- kunna verkalýðsforingja og félög þeirra, sem brugðust vel við hnýsninni. Einungis Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Sóknar, neitaði að gefa upp laun sín að svo stöddu. Fram kom að Kristján Thorla- cius, formaður BSRB, hefur um 116.000 krónur á mánuði. Hann er í 251 launaflokki og efsta þrepi í launatöflu ríkisstarfsmanna, en dagvinnulaunin nema 86.000 krónum. Að auki hefur hann bflastyrk og 25 tíma í fasta yfir- vinnu. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasam- bandsins þiggur engin laun fyrir þann starfa. Hjá Dagsbrún er hann aftur á móti á launaskrá og hefur um 90.000 krónur á mán- uði. Hann fær engan bfla- og símastyrk og öll yfirvinna er ólaunuð. Guðrún Elíasdóttir, formaður Verkakvennafélagsins Framtíð- aripnar og varaformaður ASÍ, hefur í laun hjá félaginu rúmar 61.000 krónur á mánuði og er yfirvinna þar innifalin. Að auki hefur hún frían síma og bílastyrk. Hún er ekki á launaskrá hjá ASÍ. Laun forstjóra og bankastjóra eru all nokkru hærri samkvæmt Rás 2. Reikna má með að Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eim- skipafélagsins hafi um 420.000 krónur á mánuði, Valur Anþórs- son, stjórnarformaður SÍS, er sagður með um 380.000, Sigurð- ur Helgason, hjá Flugleiðum er litlu lægri eða með 360.000. Jónas Haralz, bankastjóri Landsbank- ans er með rúm 300.000 á mán- uði, Halldór Jónatansson, hjá Landsvirkjun er með um 270.000 og Höskuldur Jónsson, hjá ATVR er með um 260.000. -rk eigenda með óbreytt verð hér. Ráðamenn hlytu að hafa orðið varir við þessi sterku viðbrögð fólks og ekki talið heppilegt að hækka bensíngjald. Samkvæmt upplýsingum frá Verðlagsstofn- un hefur ríkisstjórnin heimild til hækkunar bensíngjalds, þó hún hafi ekki nýtt sér það núna. Hjá FÍB er fylgst grannt með verði á bensíni á Rotterdam- markaði og reyní þrýsta á um lækkun hér á íslandi ef heimsmarkaðsverð fellur. mj e"e^i e'*'"'S" aaeins « 09'?aí,um«'anna,S Símie'1* Laugardagur 6. febrúar 1988 ÍÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.