Þjóðviljinn - 06.02.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.02.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Konumar á botninum Kjararannsóknarnefnd er án efa sá aðili sem hefur bestar upplýsingar um hvaða laun gilda í landinu. Slíkar upplýsingar eru nauðsynlegar þegar kauptaxtar verkalýðsfélaganna gilda ekki nema fyrir þá sem sitja á botninum með allra lægstu launin svo að ekki sé talað um það launafólk sem tekur laun samkvæmt persónu- bundnum samningi við atvinnurekanda. Kjara- rannsóknarnefnd fær upplýsingar um tekjur nær 15 þúsund launamanna sem vinna hjá samtals 116 fyrirtækjum. Úrtakið er mjög stórt og þess virðist gætt að í því séu menn úr öllum atvinnugreinum. Án efa verður fróðlegt að sjá svart á hvítu í töflum og línuritum frá nefndinni hvaða áhrif síðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í söluskatts- og tollamálum hafa haft á lífskjör alþýðu. En þeirra upplýsinga er tæpast að vænta fyrr en í sumar. í nýjasta fréttabréfi Kjararannsóknar- nefndar er fjallað um þriðja ársfórðung 1987. í öllum umræðum og samanburði á raungildi eða kaupmætti launa má aldrei gleymast það mikla kauprán sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar lét dynja á þjóðinni er hún tók við völdum á miðju ári 1982. Á örskömmum tíma var kaupmáttur greidds tímakaups lækk- aður um meira en 20%. Þau laun, sem áður höfðu dugað til að framfleyta fimm fjölskyldu- meðlimum, dugðu ekki lengur fyrir fjóra. í nýjasta fréttabréfi Kjararannsóknamefndar kemur í Ijós að á síðasta ári hefur kaupmáttur þess tímakaups, sem greitt er að meðaltali, hækkað verulega og er nú búinn að ná svipuðu stigi og fyrir kaupránið mikla. Þetta kemur kann- ski ekki mjög á óvart þeim sem haft hafa ein- hverja nasasjón af yfirborgunum og sérsamn- ingum. En hvað með sjálft taxtakaupið? Hvað skyldi kaupmáttur lágmarkslauna verkafólks hafa ver- ið á þriðja ársfjórðungi síðasta árs? Því er nú verr og miður að þar er allt aðra sögu að segja en af meðalkaupinu. Kaupmáttur lágmarks- launa var enn 15% undir því sem hann var í ársbyrjun 1982. Taxtakaupið hefur sem sagt ekki haldið í við launaskriðið svokallaða. Eða með öðrum orðum: Það gerist sífellt algengara að menn gangi inn í sérsamninga eða semji persónulega við sinn atvinnurekanda um kaup sem er mun hærra en taxtakaupið. Vissulega ber ekki að harma það að einstaka starfshópar eða þá einstaklingar nái hver fyrir sig góðum launasamningum. En það má ekki gleymast að stærstu sigrar hinnar vinnandi al- þýðu hafa unnist þegar menn hafa staðið sam- an. Og það má alls ekki gleymast að þrátt fyrir allt þiggja margir launamenn kaup samkvæmt strípuðum samningsbundnum töxtum. í fréttabréfi Kjararannsóknarnefndar má sjá hvaða starfshópar það eru sem einkum eru bundnir við hin lágu laun almennra kjarasamn- inga. Afgreiðslukonur, verkakonur, skrifstofu- konur! Þetta eru hóparnir sem skera sig úr, þótt þar með sé ekki sagt að enginn karlmaður sé á almennum lágmarks taxtalaunum. Þeir sem héldu að búið væri að eyða launamun karla og kvenna hafa heldur betur vaðið reyk. Nú eru lágmarkslaun ASÍ-félaga 29,975 krónur á mánuði. í Ijós hefur komið að mjög margir, og þá fyrst og fremst konur, verða að láta sér nægja þessi lágmarkslaun, e.t.v. með einhverjum aldurshækkunum. Þá hefur líka komið í Ijós að stór hluti launafólks lætur sér í léttu rúmi liggja hvaða tölur menn eru að þjarka um í samningum eða hvar það þóf endar. Mjög margir launamenn treysta á mátt sinn og megin í darraðardansi markaðspennunnar og telja sig hafa litla þörf fyrir afskipti verkalýðsfélaga. Á góðri stundu eru allir hjartanlega sammála um að það þurfi sko aldeilis að hækka lægstu launin. Bara láta það ekki ganga upp allan launaskalann. Og það sko er hreinasta skömm að því að konurnar, sem hafa hópast út á vinnu- markaðinn, skuli vera svona áberandi meirihluti í þeim hópi sem situr á botninum. Hvað ber að gera? Ekki vildu atvinnurekend- ur hækka lágmarks taxtalaun um 9%. Kannski næst samkomulag um 7% hækkun. Þá verða lágmarkslaun 32.073 krónur á mánuði. Er það ekki alveg nóg? ÓP glJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé. Fréttastjórl: Lúðvik Geirsson. Bla&amenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir (íþr.), HjörfeifurSveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Glslason, Uja Gunnarsdðttir, Olafur Gíslason, RagnarKarisson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson(iþr.), SœvarGuðbjörnsson. ' Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdðttir. Ljósmyndarar: Emar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitstolknarar: GarðarSigvaldason, MargrétMagnúsdðttir. Framkvoomdostjóri: Hallur Páll Jðnsson. Skrlfstofust|órl:JðhannesHarðarson. Skrlf stofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristfn Pétursdóttir. Auglýslngastjórl:SigríðurHannaSigurbjðrnsdðttir. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdðttir, Olga Clausen, Unnur Agústsdðttlr. Slmavarsla: Hanna Ólafsdðttir, Sigriður Kristjánsdðttir. BHstjóri: Jóna Sigurdðrsdðttir. Utbrel&slu-og afgrel6slust|6rl: HörðurOddfríðarson. Utbrel&sla:G.MargrétÓskarsdóttir. Afgreið8la:HallaPálsdóttir,HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólaíur Björnsson Utkoyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Sf&umúla 6, Reykjavík, sfmi 681333. Auglýslngar: Síðumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjððviljans hf. Prentun:Blaðaprenthf. Verfiflausasðlu:S5kr. Helgarbl&&:65kr. Áskriftarvorð á mánu&l: 600 kr. 4 SÍDA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.