Þjóðviljinn - 06.02.1988, Side 7

Þjóðviljinn - 06.02.1988, Side 7
Lilja Gunnarsdóttir Kirkjuópera í Bústaðakirkju Kontratenórar fyrr og nú Sverrir Guðjónsson söngvari: Hef alltaf litið á röddina sem mitt hljóðfæri Átónleikum íBústaðakirkju á sunnudaginn verður meðal annars fluttur helgileikur eða kirkjuópera eftir Benjamín Britten. Flytjendureru þrír, þeir Þorsteinn Gauti Sigurðs- son píanóleikari, Gunnar Guðbjörnsson tenór og Sverr- irGuðjónsson kontratenór. Þetta er í fyrsta skipti sem Sverrir syngur opinberlega sem kontratenór, og að þvítil- efni var hann beðinn um að svara nokkrum spurningum um sjálfan sig, Britten og kontratenórinn. GeturSu sagt mér eitthvað um verkið, Sverrir? - Þetta er helgileikur, eða kir- kjuópera, byggð á Biblíutexta sem var mikið notaður við helgi- leiki á miðöldum. Britten samdi þessa músík 1952, fyrir The Eng- lish Opera Group sem var með einhverja tónleikaseríu þá. Tex- tinn er fórn ísaks, og þetta er skrifað fyrir tvær söngraddir og píanó. Þorsteinn Gauti Sigurðs- son spilar á píanóið, Gunnar Guðbjörnsson tenór syngur hlut- verk Abrahams og ég syng hlut- verk ísaks. Sú rödd er reyndar skrifuð fyrir alt, en það hefur færst í vöxt að kontratenórar syngi hana, það þykir vel við hæfi þar sem þetta er hlutverk drengs. Svo kemur rödd guðs inn í byrjun og að lokum, og hana syngjum við Gunnar saman. - Þetta er í fyrsta skipti sem þetta verk er flutt hér á landi. Eg veit að Rut Magnússon hefur sungið hlut- verk ísaks einhvers staðar er- lendis og eins í útvarpið hér - en það hefur ekki verið flutt á tón- leikum. Hinsvegar hefur Britten samið annan helgileik, um Nóa- flóðið, og hann var fluttur í Bú- staðakirkju fyrir nokkrum árum. Nú er þetta í fyrsta skipti sem þú kemur fram opinberlega sem kont- ratenór. Hvað hefurðu œft þessa rödd lengi? - Ég fékk áhuga fyrir henni fyrir um tveimur árum, og hafði þá samband við Rut Magnússon og spurði hana hvort hún gæti kennt mér. Hún var treg til þess til að byrja með, taldi sig ekki þekkja þetta raddsvið nógu vel þó að hún þekki mjög vel hefðina sem tengist þvf í Bretlandi. En það varð úr að hún féllst á að kenna mér, og ég tel mig hafa verið mjög heppinn að komast til hennar. Svo kom hingað Banda- rískur barítónsöngvari, William Parker, síðastliðið vor og hélt námskeið. Fyrir hvatningu Rutar þá söng ég fyrir hann og hann var mjög uppörvandi og hvatti mig til að halda áfram á þessari braut. Það var eiginlega fyrir hans tils- tilli að ég komst á námskeið í bar- okkmúsík í fyrrasumar, það var haldið í gömlu klaustri í Bret- landi. Hvar hefurðu sungið áður? - Ég hef alltaf verið meira og minna í söng, þó ég hafi ekki stundað hann eingöngu fyrr en núna. Ég lærði hjá Sigurði De- metz sem krakki, tók seinna þátt í kórstarfi hjá Jóni Stefánssyni í Langholtskirkju og sótti þá tíma hjá Olöfu Kolbrúnu Harðardótt- ur. Þá söng ég tenór. Síðan lang- aði mig til að kynnast jassinum betur og fór þá í jassdeild skóla FÍH (Félags íslenskra Hljóm- listarmanna). Þar var ég í tvo vet- ur, fyrri veturinn eingöngu í bók- legu námi, tónlistarsögu, tón- fræði, tónheyrn og fleiru, en seinni veturinn langaði mig til að kynna mér jassspuna og fékk leyfi til að skrá röddina sem hljóðfæri. Ég þurfti að fá leyfi til þess því þeir voru ekki með neina deild fyrir söngvara í skólanum. En þar fékk ég mjög góðan leiðbeinanda sem var Vilhjálmur Guðjónsson sem þá var yfirkenn- ari skólans. Þú ert sem sagt eingöngu í söng núna. Hvar syngurðu? - Þú spilar kannski á eitthvert hljóðfœri líka? - Ég hef alltaf litið á röddina sem mitt hljóðfæri og spila ekki á neitt annað, að minnsta kosti ekkert að ráði. Ég er núna í sýn- ingu Þjóðleikhússins á Vesaling- unum, þar sem ég er í hlutverki Maríusar, hins rómantíska. Þar er ég ekki kontratenór heldur syng á öðru raddsviði, en sú sýn- ing tekur náttúrlega mikið af minni orku. Svo hef ég verið að undirbúa þessa tónleika á sunnu- daginn, og ég sæki líka söngtíma hjá Rut Magnússon. Veistu nokkuð um sögu þessarar raddar, - kontratenórsins? - Karlmenn þjálfuðu upp þetta raddsvið fyrr á öldum, en þá tíðkaðist ekki að konur syngju opinberlega, heldur sáu gelding- ar og drengir um sópraninn og karlmenn um kontratenórinn til að fá þannig allt raddsviðið. Og' kontratenór var útbreiddur á öllu meginlandi Evrópu og á Bret- landi, það var mjög mikið samið fyrir þetta raddsvið á miðöldum, á endurreisnartímanum og eins á barokktímanum. Á tímum Handels og Bachs voru kontrat- enórar til dæmis mjög algengir. Með klassíkinni fara kontraten- órar smám saman að detta út, þeir týnast eiginlega og það er ekkert samið fyrir röddina í þó nokkurn tíma. Það má segja að röddin sé týnd um 1800. Á seinni hluta þessarar aldar hefur svo Breskur söngvari, Alfred Deller upp raust sína, fer að syngja kontratenór og vekur þar með at- hygli fólks á raddsviðinu. í kjölf- ar þess hefur áhuginn smám sam- an verið að aukast, það er eigin- lega hægt að tala um músíkvakn- ingu eða hreyfingu. Áhugi fyrir fyrri tíma músík er orðinn mikill í Évrópu og kennari minn á náms- keiðinu í fyrrasumar, Judith Nel- son er ein þeirra sem hefur komið Sverrir með Einari, Helgu og Þorsteini Gauta, en þau þrjú voru að fara að æfa tríó eftir Bruch, sem er eitt verka á efnisskrá tónleikanna í Bústaðakirkju. Mynd - E. Ól. mikið við sögu þessarar músík- vakningar. Áhuginn beinist þá að því að flytja þessa tónlist eins og hún er upprunalega skrifuð, og þar kemur kontratenórröddin inn í myndina. Eins er farið að nota upprunalegu hljóðfærin, en þau eru hljómminni en þau sem eru notuð í dag. Svo eru tónskáld aftur farin að skrifa fyrir kontra- tenórinn, til dæmis er hlutverk fyrir kontratenór í óperu Brittens eftir Jónsmessunæturdraumi Shakespeares. Ætlarðu að halda áfram að syngja á þessu raddsviði? - Ég geri það því mér finnst röddin liggja mjög eðlilega þarna, og ég hef mjög gaman að því að syngja hana. Um leið lang-. ar mig til að ná meiri tæknilegum tökum á henni. Það má segja að kontratenórinn sé lítið þekktur hérna á íslandi. Þessi hreyfing eða vakning í sambandi við fyrri tíma músík hefur ekki ennþá bor- ist hingað að neinu ráði, og ég veit ekki um neinn annan hér sem er að stúdera þetta raddsvið. Kannski vegna þess að það er engin hefð fyrir þessu hér. Sem stendur er ég að vinna að tón- leikum með Snorra Erni Snorras- yni lútuleikara, það eru háskóla- tónleikar sem verða í mars. Svo stefni ég á að fara til London í vor og sækja tíma hjá kennara sem mér var bent á á námskeiðinu í fyrrasumar og sem mér líst mjög vel á. lG Barsmíðar Ás-lelkhúsið sýnir FARÐU EKKI eftir Margret Johanson Leikstjóri: Ásdis Skúladóttir Lelkmynd: Jón Þórisson Þýðing: Gunnar Gunnarsson Þetta leikrit lýsir erf iðri sambúð hjóna sem birtist meðal annars í því að karl- maðurinn beitir konuna líkamlegu ofbeldi. Bæði hjónin eru óþroskaðir og öryggislausir einstaklingar sem hafa alist upp við skort á ást og umhyggju og vant- ar því vissuna fyrir því að þau séu þess virði að vera elskuð. Karlmaðurinner draumóramaður sem telur sig listamann að eðli og þráir frelsi en hlýtur þau hversdagslegu örlög að vera lokaður inni sem skrif- SVERRIR HÓLMARSSON stofuþræll. Gremja hans og vanmáttarklennd brýst síð- an út í drykkjuskap og bar- smíðum. Konan er hins vegarteygð milli andstyggð- ar á framferði manns- ins og ástar á honum, en hefurekki innri styrktil þess að rísa gegn ofbeld- inu. Ekki er heldur neinn stuðning að fá frá ættingj- um og vinum. Allt hljómar þetta ósköp líkt skólabókardæmum í sálfræði og það er kannski helsti ljóður á þessu verki að það lýsir mjög ein- földum manngerðum og gegn- umlýsir hegðunarmynstur þeirra þannig að allt verður ljóst. Á móti þessu mætti hins vegar segja að tilgangur verksins sé að lýsa veruleik ofbeldis í hjónabandi eins og hann er. Sem slíkt er þetta verk víða býsna sterkt í hráu raunsæi sínu. En það skortir þá skáldlegu sýn og-þá dýpt í per- sónusköpun sem gæti gefíð því al- menna skírskotun. Dæmið sem okkur er sýnt er einhvern veginn of afmarkað, of líkt sjúkrasögu, til þess að áhorfandinn geti séð sjálfan sig (eða hluta af sjálfum sér) í persónunum og gerðum þeirra. Þó svo að verk þetta skorti bæði dýpt og dramatíska fram- vindu eru nokkur atriði þess býsna sterk, miðla nöktum, næst- um óþægilega opnum tilfinning- um sem komast prýðilega til skila í næmri og fagmannlegri leik- stjórn Ásdísar Skúladóttur. Dauðir staðir í sýningunni skrif- ast á reikning höfundar fremur en leikstjóra. Ragnheiður Tryggva- dóttir nær afbragðstökum á sínu hlutverki, túlkar vamarleysi, óöryggi og innri baráttu konunn- ar af frábæmm næmleik. Leikur hennar er eins og opin kvika, sársaukafullur og viðkvæmur. Jakob Þór Einarsson á góðan samleik við hana á köflum en annars er leikur hans meira á ytra borðinu, eflaust meðfram vegna þess að persónan er afar einfeld- ningslega gerð af höfundarins hendi. En þessi sýning er yfirleitt mjög vel unnin, góð atvinnu- mennska. Þýðing Gunnars Gunnarssonar hljómar oftast vel, þó að bókmálshneigðar gæti á stöku stað. Jón Þórisson hefur gert afar snotra leikmynd sem gerir Galdraloftið að ótrúlega vistlegu leikrými, og á þessu þrönga lofti skapast sterk nánd milli leikara og áhorfenda. Sverrir Hólmarsson Laugardagur 6. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.