Þjóðviljinn - 06.02.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.02.1988, Blaðsíða 8
MENNIKG Listasafn íslands Fantasía Kjarvals I Listasafni íslands hefur verið tekin upp sú nýbreytni að kynnt verður vikulega mynd mánaðarins. Mynd febrúarmánaðar er Fantasía eftir Jóhannes S. Kjar- val, sem bræðurnir Quðmundur og Friðrik Björnssynir gáfu safninu árið 1962, í minningu móður sinnar, Margrótar Magnúsdóttur. Boðið er upp á skýringar sérfræðings við mynd mánaðarins á hverjum föstudegi kl.13:30-13:45, og verður safnast saman í anddyri safnsins. Á morgun, sunnudag, býður Listasafnið upp á leiðsögn sérfræðings um sýninguna Aldarspegill. Sýningin er kynning á íslenskri myndlist 1900-1987, og eru öll verkin í eigu safnsins. Fyrirhugað er að leiðsögnin verði á hverjum sunnudegi kl. 13:30-14:00, og verður safnast saman í anddyri safnsins. Vegna mikillar aðsóknar að sýningunni Aldarspegill, verður safnið opið frá kl. 11:30-19:00 laugardaga og sunnudaga. Alla virka daga nema mánudaga er safnið opið frá kl. 11:30-16:30. Aðgangur er ókeypis og stefnt að opnun kaffistofunnar um helgina. LG x«(e\osVa°nate^ 0P*-^>9^ rtilsW sw^ «\«a **£* -**£?>*¦' onufl» 'ÍSSS+S** zgrein ra aialda ^•«a. i^^^^a. BNDfiGl . SKILA . A STAÐGREIÐSLUFE 4t W Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mánaðar. Ekki skiptjr máli í pessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eðaeftirá. Með skilunum skai fyigja greinargerö á sérstökum eyðublöðum „skilagreinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávalit að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heilum krónum. Allir launagreiðendur og sjálfstæöir rekstraraðilar eiga að hafa fengið send eyðublöðfyrirskilagrein. Þeirsem einhverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sér tJI skattstjóra, gjaldheimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. gerið skil fyrir fímmtánda. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Listahátíð 1988 Chagall og Grappelli Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík kynnt Framkvæmdastjórn Listahátíðar hefur lagt f ram drög að efnisskrá fyrir Listahátíð 1988, en hún verður haldin í Reykjavík dagana 4.-19. júní. Á opnunardaginn verða opnaðar tvær málverka- sýningar, sýning á vegum Listas- afns íslands Norrænni konkret- list, og Chagall-sýning sem verð- un'Listasafninu, en þarverða sýnd verk fengin að láni hjá dótt- ur Chagalls. Einnig verða þann 4. júní tónleikar þar sem um tvö- hundruð manna hópur, Fílharm- oníuhljómsveitin frá Poznan í Póllandi og Fílharmóníukórinn frá Varsjá flytja pólskt Requiem eftir Krzysztof Penderecki, undir stjórn tónskáldsins. Alls eru fyrirhugaðar tíu sýn- ingar í tengslum við Listahátíð, þar á meðal sýning FÍM á grafík eftir David Hockney, sýning Ný- listasafnsins á verkum eftir Don- ald Judd og Richard Long, sýn- ingar Textilfélagsins, Arkitekta- félagsins og íslensks heimilisiðn- aðar. Auk tónleika Fflharmóníu- hljómsveitar og kórs frá Póllandi, verða á Listahátíð einleikstón- leikar Vladimirs Ashkenazy, sem er jafnframt heiðursforseti hátíð- arinnar að þessu sinni. Sinfóníu- hljómsveit íslands og Norræni kvartettinn verða með tónleika, og eins verður flutt tónverkið Af jörðu ertu kominn, kantata eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Birgi Sigurðsson. Jassviðburður hátíð- arinnar verður heimsókn tríós Stéphane Grapelli, hins heimsfræga jassfiðlara. Þar að auki mun Listahátíð gangast fyrir popptónleikum þann 17. júní. Helstu leiklistarviðburðirnir verða frumsýning Þjóðleikhúss- ins á Marmara eftir Guðmund Kamban í nýrri leikgerð Helgu Bachmann leikkonu sem jafn- framt er leikstjóri sýningarinnar. Frá Frakklandi kemur látbragðs- leikarinn Yves Lebreton, frá Bandaríkjunum 17 jassballett- dansarar með sýninguna Black Ballet Jazz. íslenski dansflokkur- inn frumflytur ballett eftir Hlíf Svavarsdóttur við tónlist eftir Þorkel Sigurbjörnsson, samda við ljóð Matthíasar Jóhannessen, Borgin hló. Einnig verða á dagskrá Lista- hátfðar dagskrá helguð Steini Steinarr, meðal annars með þátt- töku Hamrahlíðarkórsins, og sýndar verða þrjár kvikmyndir gerðar eftir handritum vinnings- hafa í kvikmyndasamkeppni Listahátíðar á síðasta ári. LG Caiion Rétti tíminntil reiknivélakaupa. Mikiö úrval. Lækkað verð. <rifvélinhf Suðurlandsbraut 12. S:685277 - 685275

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.