Þjóðviljinn - 06.02.1988, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 06.02.1988, Qupperneq 8
MENNING Listasafn fslands Fantasía Kjarvals I Listasafni (slands hefur veriö tekin upp sú nýbreytni að kynnt verður vikulega mynd mánaðarins. Mynd febrúarmánaðar er Fantasía eftir Jóhannes S. Kjar- val, sem bræðurnir Guðmundur og Friðrik Björnssynir gáfu safninu árið 1962, í minningu móður sinnar, Margrétar Magnúsdóttur. Boðið er upp á skýringar sérfræðings við mynd mánaðarins á hverjum föstudegi kl.13:30-13:45, og verður safnast saman í anddyri safnsins. Á morgun, sunnudag, býður Listasafnið upp á leiðsögn sérfræðings um sýninguna Aldarspegill. Sýningin er kynning á íslenskri myndlist 1900-1987, og eru öll verkin í eigu safnsins. Fyrirhugað er að leiðsögnin verði á hverjum sunnudegi kl. 13:30-14:00, og verður safnast saman í anddyri safnsins. Vegna mikillar aðsóknar að sýningunni Aldarspegill, verður safnið opið frá kl. 11:30-19:00 laugardaga og sunnudaga. Alla virka daga nema mánudaga er safnið opið frá kl. 11:30-16:30. Aðgangur er ókeypis og stefnt að opnun kaffistofunnar um helgina. LG hversmánaðar oP»nö^'atsendut9'a'dS . °p re^aöS ""'a riVi'ss'®ftS SkilaareinSvtg^n^rra gjalda ^nagreiöslna “ II/ “-wwíSSVt-_ —' Fnimnt EINDAGI . SKIIA . A STAÐGRBÐSLUFE Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mánaðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eðaeftirá. Með skilunum skal fylgja greinargerð á sérstökum eyðublöðum „skilagreinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heilum krónum. Allir launagreiðendurog sjálfstæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið send eyðublöð fyrir skilagrein. Þeirsem einhverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sértil skattstjóra, gjaldheimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. - gerið skil fyrir fímmtánda. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Listahátíð 1988 Chagall og Grappelli Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík kynnt Framkvæmdastjóm Listahátíðar hefur lagt fram drög að efnisskrá fyrir Listahátíð 1988, en hún verður haldin í Reykjavík dagana 4.-19. júní. Á opnunardaginn verða opnaðar tvær málverka- sýningar, sýning á vegum Listas- afns íslands Norrænni konkret- list, og Chagall-sýning sem verð- uríListasafninu, en þarverða sýnd verk fengin að láni hjá dótt- ur Chagalls. Einnig verða þann 4. júní tónleikar þar sem um tvö- hundruðmanna hópur, Fílharm- oníuhljómsveitin frá Poznan í Póllandi og Fílharmóníukórinn frá Varsjá flytja pólskt Requiem eftir Krzysztof Penderecki, undir stjórntónskáldsins. Alls eru fyrirhugaðar tíu sýn- ingar í tengslum við Listahátíð, þar á meðal sýning FÍM á grafík eftir David Hockney, sýning Ný- listasafnsins á verkum eftir Don- ald Judd og Richard Long, sýn- ingar Textilfélagsins, Arkitekta- félagsins og íslensks heimilisiðn- aðar. Auk tónleika Fflharmóníu- hljómsveitar og kórs frá Póllandi, verða á Listahátíð einleikstón- leikar Vladimirs Ashkenazy, sem er jafnframt heiðursforseti hátíð- arinnar að þessu sinni. Sinfóníu- hljómsveit íslands og Norræni kvartettinn verða með tónleika, og eins verður flutt tónverkið Af jörðu ertu kominn, kantata eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Birgi Sigurðsson. Jassviðburður hátíð- arinnar verður heimsókn tríós Stéphane Grapelli, hins heimsfræga jassfiðlara. Þar að auki mun Listahátíð gangast fyrir popptónleikum þann 17. júní. Helstu leiklistarviðburðirnir verða frumsýning Þjóðleikhúss- ins á Marmara eftir Guðmund Kamban í nýrri leikgerð Helgu Bachmann leikkonu sem jafn- framt er Ieikstjóri sýningarinnar. Frá Frakklandi kemur látbragðs- leikarinn Yves Lebreton, frá Bandaríkjunum 17 jassballett- dansarar með sýninguna Black Ballet Jazz. íslenski dansflokkur- inn frumflytur ballett eftir Hlíf Svavarsdóttur við tónlist eftir Þorkel Sigurbjörnsson, samda við ljóð Matthíasar Jóhannessen, Borgin hló. Einnig verða á dagskrá Lista- hátíðar dagskrá helguð Steini Steinarr, meðal annars með þátt- töku Hamrahlíðarkórsins, og sýndar verða þrjár kvikmyndir gerðar eftir handritum vinnings- hafa í kvikmyndasamkeppni Listahátíðar á síðasta ári. LG <3 æ O) § 3 O Canon Rétti tíminntil reiknivélakaupa. Mikið úrvai. Lækkað verð. O* 3 C U> loifvélin hf Suðurlandsbraut 12. S:685277 - 685275

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.