Þjóðviljinn - 06.02.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.02.1988, Blaðsíða 10
Dagvist barna Nóaborg Vantar starfsmann eftir hádegi í stuðning. Upplýsingar í síma 29595. Utboð Innkaupastofnun Reykajvíkurborgar, fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í stjórnloka fyrir Nesjavallaæð. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 9. mars kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 2580Ó Slökkvistöðin í Reykjavík auglýsir eftir sumarstarfsmönnum. Skilyrði eru: - séu á aldrinum 20-28 ára - hafi iðnmenntun eða samsvarandi menntun - hafi meirapróf bifreiðastjóra. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar liggja frammi á skrifstofu Slökkvistöðvarinnar. Umsóknum skal skila fyrir 15. febrúar. Dagvist barna Tjarnarborg Fóstru eða starfsmann vantar nú þegar. Um hlutastarf eftir hádegi er að ræða. Upplýsingar í síma 15798. |1| Dagvist barna Dyngjuborg Vantar yfirfóstru allan daginn frá 20. febrúar. Einnig fóstru eða manneskju til stuðnings- kennslu fyrir börn með sérþarfir og starfsmann í hálfa afleysingastöðu. Upplýsingar í síma 31135. Öldrunarfulltrúi Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir stöðu öldrunarfulltrúa lausa. Um er að ræða nýtt starf sem m.a. lýtur að eftirfarandi þjónustu: Félags- starfi aldraðra, heimilishjálp, húsnæðis- og vist- unarmálum, auk ráðgjafar við aldraða og að- standendur þeirra. Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskólaprófi í félagsráðgjöf, félagsfræðum eða hjúkrunarfræði. Starfsreynsla á sviði öldrunarmála æskileg. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar og liggja um- sóknareyðublöð frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 45700. Félagsmálastjóri MENNING BÍL íslensk kvik- mynda- gerð í hættu Stjórn Bandalags íslenskra listamanna lýsir furðu sinni á því vanmati á störfum listarnanna og mikilvægi þeirra fyrir þjóðarhag sem speglast í fjárlögum hverju sinni Stjórn Bandalags íslenskra lista- manna telur, að þrátt fyrir að á fjárlögum þessa árs hafi verið samþykkt 60 milljón króna fram- lag til Kvikmyndasjóðs islands, sé íslensk kvikmyndagerð í mikilli hættu stödd. Stjórn BILbendirá að ennþá vanti um 5 milljónir króna upp á að farið sé að lögum um framlög kvikmyndasjóðs ís- lands, og að aðeins einu sinni hafi það gerst að sjóðurinn hafi fengið óskert framlag úr Ríkis- sjóði. Með samþykkt Alþingis að taka aftur upp söluskatt af ís- lenskum kvikmyndum, sé aðsókn að þeim í raun skorin niður um helming, þar sem það geri að verkum að miðaverð, sem nú þegar helmingi hærra en á er- lendar kvikmyndir muni hækka enn frekar, og þar með muni allur almenningur tæplega telja sig hafa ráð að sækja sýningar ís- lenskra kvikmynda. Jafnframt mótmælir stjórnin því að ekki skuli farið að lögum hvað varðar framlög í Listskreyt- ingasjóð ríkisins, og stungið er upp á því að Alþingi fari eftir þeim lögum sem það hefur sjálft sett. Stjórn BÍL lýsir furðu sinni á því vanmati á störfum listamanna og mikilvægi þeirra fyrir þjóðar- hag sem speglast í fjárlögum hverju sinni. Stjórn BÍL skipa: Arnór Be- nónýsson, Rúrí, Þorsteinn Hauksson og Þráinn Bertelsson. LG Kirkja Rússlands 1000 ára. Söfnun í norrænu biblíugjöfina Póstgíróreikningur nr. 15000-2 Hið ísl. biblíufélag Hallgrímskirkju AIÞýðubankinn hf Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubankans hf. verður hald- inn í Átthagasal Hótel Sögu, Reykjavík, laugardaginn 20. febrúar 1988 og hefst kl. 13.30. Dagskrá: a) Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við ákvæði 32. greinar samþykkta bankans. b) Tillaga um breytingar á samþykktum bank- ans. c) Tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. d) Tillaga um heimild til bankaráðs um nýtt hlut- afjárútboð. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir í aðalbankanum, Laugavegi 31, dagana 17., 18. 19. febrúar næstkomandi. Fh. bankaráðs Alþýðubankans hf. Ásmundur Stefánsson, formaður Breyttur símatími Framvegis verður símatími minn kl. 8.15-9.15 nema miðvikudaga. ísak G. Hallgrímsson læknir Domus Medica, sími 15033. Smw Hús til sölu í Seyluhreppi í Skagafjarðarsýslu Kauptilboð óskast í íbúðarhús ájörðinni Lauftún, Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu ásamt 1000 m2 leigulóð. Stærð hússins er 603 m3. Brunabóta- mat er kr. 5.814.000.- Húsið verður til sýnis í samráði við Sigurð Har- aldsson oddvita, sími 95-6111 og 95-6192. Kauptilboð er greini verð og greiðsluskilmála þurfa að berast skrifstofu vorri fyrir kl. 11:00 þriðjudaginn 16. febrúar nk. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844 Útboð Sm Norðausturvegur um f Hafralónsá í Þistilfirði Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 2,0 km, fyllingar 3.600m3 og burðarlag 7.000m3. Verki skal lokið 1. október 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 10. febrúar n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 29. febrúar 1988. Vegamálastjóri Verkakvennafélagið Framsókn Allsherjaratkvæðagreiðsia Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar at- kvæðagreiðslu við kjör stjórnar og í önnur trúnað- arstörf í félaginu fyrir árið 1988 og er hér með auglýst eftir tillögum um félagsmenn í þau störf. Frestur til að skila listum er til kl. 12 á hádegi föstudaginn 12. febrúar 1988. Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Listum ber að skila á skrifstofu félagsins SkiD- holti 50a. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.