Þjóðviljinn - 06.02.1988, Blaðsíða 11
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið Hafnaríirði
Bæjarmálaráð
Fundur í bæjarmálaráði, laugardaginn 6. febrúar kl. 10-12 í Skálanum,
Strandgötu 41.
1) Umræða um stöðu bæjarmála og helstu verkefni framundan.
2) Undirbúningur fyrir afmælishátfð, blaðaútgáfa og fleira.
Félagar eru hvattir til að mæta stundvíslega. Formaður
Alþýðubandalagið
Byggðamenn Alþýðubandalagsins
Boðað er til þings sveitarstjórnarmanna í Þinghóli í Kópavogi 6. og 7.
febrúar nk. Fundurinn hefst kl. 13.00 þann 6. febrúar og er takmarkið að
honum Ijúki síðdegis á sunnudeginum.
Eftirtaldir málaflokkar verða teknir til umræðu:
1) Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga.
2) Hugmyndir Alþýðubandalagsins um breytingar í stjórnkerfinu.
3) Starf Byggðamanna næstu misseri.
Sveitarstjómarmenn og aðrir áhugamenn innan Alþýðubandalagsins um
sveitarstjómarmál eru beðnir að láta vita sem fyrst um þátttöku á skrifstofu
AB, Hverfisgötu 105. Stjórnin
ERLENDAR FRÉTTIR
Alþýðubandalagið Kópavogi
Morgunkaffi ABK
Valþór Hlöðversson bæjaríulltrúi og Unnur Björnsdóttir fulltrúi í Tóm-
stundaráði verða með heitt á könnunni í Þinghóli, Hamraborg 11, laugar-
daginn 6.I febrúar frá kl. 10-12.
Allir velkomnir. Stjórnin
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Spilakvöld
næstkomandi þriðjudagskvöld 9. febrúar kl. 20.00
að Hverfisgötu 105.
Gestur kvöldsins:
Kristín Á. Ólafsdóttir segir frá fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar.
ABR
Alþýðubandalagið Kópavogi
Spilakvöld í Kópavogi
Efnt verður til þriggja kvölda spilakeppni í Þinghóli, Hamraborg 11.
Spilað verður annan hvern mánudag, 8. og 22. febrúar og 7. m'
Byrjað verður að spila öll kvöldin kl. 20.30. Góð kvöld- og heildarvei m í
boði.
Mætið tímanlega. Allir velkomnir. Stjórn AJK
Alþýðubandalagið Reykjavík
Félagsfundur
Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 11. febrúar að Hverfisgötu 105
kl. 20.30. Fundarefni: (sland og bandalögin - er endurskoðunar þörf?
Utanríkismálin og tengsl íslands við NATÓ og EB rædd í víðu samhengi.
Nánar auglýst síðar.
Stjórn ABR
RAFMAGNSVEfTUR RlKISINS
Utboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eflir tilboðum í eftir-
farandi:
RARIK-88004: Einfasa dreifispennar, 25-40
kVA.
Opnunardagur: Fimmtudagur 10. mars 1988, kl.
14.00.
RARIK-88005: Þrífasa dreifispennar, 31,5-1250
kVA.
Opnunardagur: Fimmtudagur 17. mars 1988, kl.
14.00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyriropn-
unartíma og verða þau opnuð á sama stað að
yiðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns-
veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá
og með þriðjudegi 9. febrúar 1988 og kosta kr.
200.- hvert eintak.
Reykjavík 4. febrúar 1988
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Takið eftir
Vanur söiumaður óskast til afleysinga á auglýs-
ingadeild Þjóðviljans í ca. 3 mánuði. Þarf að geta
hafið störf sem fyrst.
VILJINN
Erich Honecker hinn austurþýski ávarpar þegna sína í tilefni 25 ára afmælis „frelsismúrsins" í Austur-Berlín.
Austur-Evrópa
Óvsssa um mannréttindi
Hvarvetna austantjalds togast gamlingjar og ungtyrkir á umglasnost
og perestrojku
Fyrir þá 200 austurþýsku frið-
arsinna sem handteknir voru í
fyrra mánuði er þeir reyndu að
skáskjóta sér inní opinbera
skrúðgöngu er glastnost Gorbat-
sjovs sovétleiðtoga lítið annað en
hin nýja Jerúsalem annars heiins.
Tékkneskir ráðamenn brosa
feimnislega þegar glasnost ber á
góma og gera hikandi og með
semingi tilraunir með pínulitla
perestrojku í efnahagslífi. En
óhikað siga þeir hundum sínum á
félaga andófshópsins Carta-77.
Pólitískt andrúmsloft er ekki
jafn fúlt í Póllandi um þessar
mundir og það hefur lengst af
verið frá því herinn batt enda á
lýðræðisþróunina þar þann
13.desember árið 1981. Engu að
síður eru stjórnvöld á varðbergi
og láta enga óþektaranga komast
upp með múður. Þetta kom
glögglega í ljós fyrir nokkrum
dögum þegar hópur fólks hugðist
hafa í frammi mótmæli gegn
mannréttindabrotum stjórnvalda
í Búkarest. Mannsskapurinn
hafði vart tekið sér stöðu utan
rúmönsku sendiráðsbyggingar-
innar í Varsjá þegar „öryggis-
sveitir" höfðu dreift honum og
haft forsprakkana á brott með
sér.
Rúmenskur almenningur er
ekki öfundsverður af því að lúta
„leiðsögn" Nikolais Ceausescus.
Efnahagur landsins er í kaldakoli
og matur af skornum skammti.
Leiðtogum verkamanna sem
efndu til mótmæla gegn
nauðsynjaskorti í nóvember síð-
astliðnum var umsvifalaust
stungið í svartholið og hafa þeir
dúsað þar síðan. Ceausescu er
eini valdsherrann í Austur-
Evrópu sem hefur lýst því yfir á
opinberum vettvangi að ekki ger-
ist þörf fyrir glasnost og perest-
rojku í landi sínu. Ástæðan er
ósköp einföld. Þau glasnost og
perestrojka hafa verið við lýði
um tveggja áratuga skeið í Rúm-
eníu og þurfa aðeins á örlítilli
andlitslyftingu að halda.
En þrátt fyrir þetta eru ýms
teikn á lofti um að umbótasinn-
um sé að vaxa fiskur um hrygg í
ráðaflokkum bræðraríkja" So-
vétríkjanna. Ymsir stjórnmála-
skýrenda halda því fram að nú sé
millibilsástand þar eystra því
gamlir brésnefistar og yngri
glasnistar togist á um völdin og
framtíðarstefnumótun. Hinir
fyrrnefndu óttist að allt fari í háa-
loft verði slakað örlítið á klónni
en þeir síðarnefndu sjái ekki aðra
færa leið útúr sjálfheldu efna-
hagskreppunnar.
Þessi kenning skýrir í öllu falli
þversagnarfullt athæfi ráða-
manna sumra þessara rikja. Á
meðan einn er læstur inni fyrir
fundarstúss er annar látinn ó-
áreittur fyrir sömu sakir.
Þeir sem gerst þekkja til eru
fullvissir um að Kremlverjar
reyni ekki að beita bandamenn
sína þvingunum af neinu tagi til
þess að þeir efni til umbóta og
málfrelsis. Ráðamenn í Moskvu
láti þá fara sínu fram svo fremi
þeir standi við efnahagslegar,
pólitískar og hernaðarlegar
skuldbindingar sínar við Sovét-
ríkin.
Enda virðast umbótasinnar í
Kommúnistaflokki Sovétríkj-
anna, undir forystu sjálfs aðal-
ritarans, eiga fullt í fangi með að
fá vilja sínum framgengt á
heimaslóðum. Á stundum er
engu líkara en að fyrir hvert skref
framávið sé tekið eitt til baka.
Til dæmis má nefna að á síðasta
ári var um 200 pólitískum föngum
veitt frelsi og útflytjendum, eink-
um gyðingum, fjölgaði áttfalt.
Engu að síður dúsa enn fjölmarg-
ir andófsmenn á bak við lás og slá
og fólki er meinað um vegabréfs-
áritun. Engin skynsamleg rök
sjást fyrir því að einum sé veitt
það sem náungann verður enn
um sinn að dreyma um. Andófs-
menn á geðveikrahælum virðast
ekki sjá fram á opna gátt í bráð og
enn varðar við hegningarlög að
uppfræða menn um trúmál utan
veggja heimilanna.
i fyrri viku sótti alþjóðleg
mannréttindanefnd Moskvu
heim. Fulltrúum var tekið með
kostum og kynjum og fengu þeir
óáreittir að ræða við fulltrúa
ráðamanna, andófsmanna og fé-
laga ýmissa óopinberra samtaka.
Þegar þorri gestanha hélt heim á
ný urðu tveir eftir. Þeir hóuðu
saman nokkrum andófsmönnum
en ekki höfðu þeir setið lengi að
hljóðskrafi í einkahýbýlum þegar
lögregluþjónar í jakkafötum
ruddust inn og hleyptu upp sam-
kundunni. Reuter/-ks.
Laugardagur 6. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11