Þjóðviljinn - 06.02.1988, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 06.02.1988, Qupperneq 15
Körfuskot Karfa Grindavík geröi færri mistök Pór komst aldrei afstað gegn gestunum Þegar leikurinn byrjaði var greinilegt hver myndi sigra. Þórs- arar gerðu hver klaufamistökin á fætur öðrum og grindvíkingarnir yfirspiluðu þá strax. Var staðan á 12. mínútu 13-23 og þá hafði Konráð Óskarsson skorað öll stig heimamanna en hann sást síðan lítið í leiknum. Staðan í hálfleik var 24-34 og var það síst of lítið. í síðari hálfleik breyttist lítið. Grindvíkingar héldu áfram að auka muninn og var staðan fljót- lega 31-51. Enn juku gestirnir muninn og tóku góða spretti. En þegar staðan var orðinn 47-61 fóru Þórsarar í gang. Það dugði ekki til því sigurinn var öruggur. 1 liði Þórsara var besti maður Bjarni Össurarsson og Konráð Óskarsson byrjaði mjög vel. Hjá Grindvíkingum voru bestir Sveinbjörn Sigurðsson, Hjálmar Hallgrímsson og Guðmundur Bragasson. ^g/ste Akureyri 5. febrúar Þór-UMFG 68-93 (24-34) Stig Þórs: Konráö Óskarsson 14, Bjarni Össurarsson 13, Guömundur Björnsson 11, Eiríkur Sigurösson 11, Ágúst Guðmundsson 8, Jón Héðins- son 4, Björn Sveinsson 3, Einar Karls- son 2. Stig UMFG: Guömundur Bragason 29, Sveibjörn Sigurösson 16, Jón Páll Halldórsson 11, Steinþór Helgasson 10, Hjálmar Hallgrimsson 10, Eyjólfur Guölaugsson 6, Rúnar Árnasson 6, Dagbjartur Willardsson 3, Ólafur Björnsson 2 Dómarar: Bergur Þór Steingrfmsson og Siguröur Valur Halldórsson dæmdu þokkalega. Maður leiksins: Guömundur Braga- son UMFG. Maður leiksins: Kristján Rafnsson UBK. Frjálsar Guðmundur landsliðs- þjáHari í frjálsum Búið er að ráða Guðmund Karlsson, sieggjukastara úr FH Norrænt fimleikaþing Um helgina var þing Norræna Fim- leikasambandsins í Kaupmanna- höfn. Á þetta þing fóru formaður, varaformaður ásamt formanni fræðsluráðs FSI og var samþykkt á þinginu að halda hér á landi Norður- landamótið í nútímafimleikum 1989, Norðurlandamót drengja 1989 og Norðurlandamót Seniora 1993. Það er gleðilegt að fá þessi mót hingað, þó þau verði ekki alveg á næstunni, því þeim fylgja góðir keppendur og er lyftistöng fyrir fimleika á íslandi. Ekk- ert hefur verið ákveðið með mótstað enn. til að þjálfa landsliðið í frjálsum íþróttum. Guðmundur, sem er 24 ára gamall, stundar nú nám í íþrótta- háskóla í Köln í Vestur-Þýska- landi og er hans sérsvið í skóla- num, handknattleikur og frjáls- ar. Hann hefur ekki starfað mikið sem þjálfari áður. „Þó hann hafi ekki mikla reynslu er meginhlu- tverk hans að hafa samband við aðra þjálfara og vera frjálsí- þróttamönnum innan handar. Hann hefur líka keppt mikið í íþróttinni og kemur það honum til góða ásamt því að vera lærður í íþróttinni svo að við erum ánægð með hann“ sagði Hafsteinn Ósk- arsson hjá frjálsíþróttasam- bandinu. Guðmundur hefur störf 1. maí og mun vera til áramóta til að byrja með. _ste ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 ÍÞRÓTIIR Karfa Njarðvík vann Daufur leikur í Kópavogi í gœrkveldi þegar Blikarnir héldu í við gestina Það var ekki margt fyrir augað í gærkveldi þegar Njarðvíkingar unnu Blikana í rólegum leik. Það varð aldrei nein spenna i leiknum. Blikarnir komust strax yfir og gátu haldið það út mest allan fyrri hálfleik. Njarðvíkingar tóku þá loks við sér, komust yfir í rólegheitunum og héldu sér yfir. í síðari hálfleik reyndu Blik- arnir að ná gestunum á stigum en höfðu ekki erindi sem erfiði. Suðurnesjamenn létu sig ekki og gátu haldið út leikinn með nokk- ur stig yfir. Sigurinn var aldrei í hættu. Njarðvíkingar virtust van- meta heimamenn og en virðast hafa tekið við sér rétt fyrir hálf- leik. Þeir eru orðnir mjög daprir körfuboltaleikirnir. Lítið um góða spretti eða tilþrif enda láta sorglega fáir áhorfendur sjá sig. Það verður vonandi einhver breyting á ef útlendingarnir koma og vonandi drífa þeir liðin áfram. -ste Digranes 5.febrúar UBK-UMFN 72-89 (43-54) Stig UBK: Kristján Rafnsson 23, Siguröur Bjarnasson 15, Guðbrandur Stefánsson 14, Hannes Hjálmarsson 9, Kristinn Albertsson 7, Óskar Bald- ursson 4. Stig UMFN: Hreiðar Hreiðarsson 18, Valur Ingimundarsson 15, Sturla Örlygsson 15, Isak Tómasson 14, Friðrik Rúnarsson 13, Teitur Örlygs- son 7, Árni Lárusson 5, Jóhann Sig- urðsson 2. Dómarar: Gunnar Valgeirsson og Helgi Bragasson voru þokkalegir. Maður leiksins: Kristján Stefánsson UBK IÐIR m’ Safnkort Innanlandsflugs Flugleiða er fyrir þá sem þurfa oft að fljúga innanlands. Hver flugferð til eða frá Reykjavík á fullu fargjaldi gefur ákveðinn fjölda punkta. T.d. gefur flug til Egilsstaðal3 punkta og til Akureyrar 8. Ef þú nærð 100 punktum á 4 mánuðum færðu fría ferð fram og til baka á hvaða innanlandsleið Flugleiða sem er. Þannig verður t.d.fimmta hver ferð frí, sem flogin er fram og til baka milli Reykjavíkur og Egilsstaða, Neskaupstaðar eða Hafnar. Þú færð Safnkort og leiðbeiningar um notkun þess hjá næstu söluskrifstofu Flugleiða, jl ferðaskrifstofu eða - - umboðsmanni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.