Þjóðviljinn - 07.02.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.02.1988, Blaðsíða 8
Framförfrá kallafansinum á gamla vinnustaðnum við Austurvöll: Helgi í hópi nýrra starfsfélaga. F. v. Anna Ingvarsdóttir, Helgi, Kristín Jónsdóttir, Guðríður Gísladóttir, Ásgerður Ingimarsdóttir, Einar Aðalsteinsson og Guðrún Olafsdóttir. Myndir: Sig. ÁKveðið titlatog er gjarnan áskilið mönnum sem gegna lengi sama starfi. Einn slíkur er Helgi Seljan alþingismað- ur, en hann hefur átt sæti á þingi í 16 ár, frá árinu 1971 og þartil ífyrra. I síðustu kosn- ingum gaf hann ekki kost á sér til endurkjörs og því á starfsheitið ekki lengurvið. Helgi gegnir nú starfi fé- lagsmálafulltrúa Öryrkja- bandalagsins og kemur ekki á óvart að hann skuli hafa valið sér þann vettvang, svo mjög sem hann hefur látið málefni öryrkja til sín taka á þingi. I þessu spjalli tjáir Helgi sig um gömlu vinnuna og þá nýju, flokkinn og pólitíkina, gaman- mál og Hriflumennsku, en fyrst spurðum við hann hvort hann saknaði gamla vinnu- staðarins við Austurvöll. Jú, ég get ekki annað sagt, svaraði Helgi. Ég sakna þess góða anda sem þar ríkti, starfs- fólksins, og þannig mætti áfram telja. En það er ekki þar með sagt að ég hafi neina óskapa löngun til að fara þar inn aftur. Á hinn bóginn varð ég var við það í sumar að mér fannst eitthvað vanta inn í mína tilveru, og þá rann það upp fyrir mér að það voru ferðalögin í kjördæm- inu. Sá hluti þingmennskunnar fannst mér hvað skemmtilegastur og óneitanlega sakna ég þessara tengsla við fólkið í atvinnulífinu og kjör þess og afkomu. En þó voru það þessi lýjandi ferðalög ásamt þrálátri bakveiki sem réðu mestu um það að ég fór ekki í framboð í fyrravor. Skyldur við kjördœmlð Tengsl við fólk eða kjördœma- pot; varstu harður aðdráttarmaður fyrir þitt kjórdœmi? Ég taldi mig hafa ákveðnum skyldum að gegna við kjördæmið og fólkið sem þar býr, sérstaklega vegna fjarlægðarinnar við hið miðstýrða vald sem hér er. Það er ekkert óeðlilegt við það að ein- hver ákveðinn milligöngumaður sé þar til staðar. Ég ber síst á móti því að hafa snúist fyrir fóik í ýms- VILJI TIL AÐGERA HLUTINA Á vinnustofu örtækni í Hátúninu: Einar Aðalsteinsson, Andrés Ingibergsson og Helgi Seljan um málum, þegar það hefur átt erfitt um vik að sækja sín mál, en það var hvorki á kostnað annarra né réttlætisins. Hagsmunafyrirgreiðsla fyrir einhverja sterka aðila, fyrirtæki og þvíumlíkt er svo allt annar handleggur. Slíkt kom aldrei til, enda hefði ég þar með kveðið upp dauðadóm yfir mér sem þingmanni. Að minnsta kosti þingmanni þess flokks sem ég þjónaði á Alþingi. En almennt talað vil ég vísa til málflutnings mfns á þingi og máiatilbúnaðar; þar eru yfirgnæ- fandi þau málefni sem varða landsmenn alla, hvar sem þeir búa, frekar en einhver sérstök kjördæmamál. Þú áttir sæti á Alþingi í sextán ár... Já, frá árinu 1971 og þar til í fyrra. Þetta tel ég að mörgu leyti hæfilegan tíma fyrir þingmann. Menn eiga ekki að sitja miklu lengur vegna hættu á stöðnun. Þó er ekkert algilt í þessum efn- um, og hér má taka dæmi af Lúð- vfk Jósefssyni; hann gegndi þingstörfum í 37 ár og hefði vel mátt vera lengur. Þetta er spurn- ing um þann eiginleika fólks að endurnýja sig og hversu frjótt það er, og Lúðvík hafði þessa eiginleika til að bera í ríkum mæli. Kjósendur ráði, ekki flokksapparöt Þú skrifar þá ekki upp á skyldu- endurnýjun sem víða er að ryðja sér til rúms, kvennalisti hér, grœn- ingjar þar... Eg hef meiri áhyggjur af þaulsetu en stuttri viðdvöl, og þetta var orðinn býsna mikill hámarkstími. En skyiduendur- nýjun á ekki að gilda. Til hennar á ekki að þurfa að grípa ef það eru kjósendur sjálfir sem ráða í raun og veru en ekki flokksapparötin. En þá þarf líka að tryggja það að vilji kjósenda komi fram. Á sínum tíma dastu inn á þing ef ég man rétt og svo má að orði kom- ast. Já J>að er víst hverju orði sann- ara! Ég var skólastjóri á Reyðar- firði þegar þessi framboðsmál komu til og áður kennari, og sinni reyndar enn þeirri ljúfu skyldu að eiga lögheimili fyrir austan. En ég bauð mig fram í 2. sætið árið 1967 og aftur 1971 í öruggri vissu þess að verða ekki kosinn á þing og gæti haldið áfram ótruflaður í mínu starfi. Ég varð 5. varamað- ur landskjörinna eftir fyrri kosn- ingarnar, þannig að þingmennsk- an fjórum árum síðar var gersam- lega óforvarandis. Það segir sig sjálft að kosninga- sigurinn 1971 var gleðiefni, en 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJíNN Sunnudagur 7. febrúar 1988 Helgi Seljan, félagsmála- fulltrúi Öryrkja- bandalagsinsj viðfali við Pjóðvílj- ann umskiptin fyrir sjálfan mig ekki að sama skapi. Þetta hafði gífur- lega röskun í för með sér, og þarf ekki annað en að líta til fjöl- skyldna þingmanna sem búa úti á landi í því sambandi, sérstaklega makanna. Fjarveran er það mikil, miðað við búsetu í kjör- dæmi, að helst er líkjandi við sjómannskonu sem sér á bak manni sínum á vertíð, þó að ég vilji ekki bera það saman að öðru leyti. Ég held að fólk átti sig oft ekki á því mikla álagi og margs konar skyldum sem á makanum hvfla, í viðbót við fjölskyldurask- ið. Það er engin leið að hætta Brœddirðu þá með þér að gera stuttan stans á þingi? Þegar kosið var 1974 gerði ég ákveðna tilraun til að losa mig úr þingmennskunni, en það tókst ekki, enda bar þær kosningar að með nokkrum skyndingi. Að- stæður voru því þær að þessi ráðagerð mín gekk ekki upp. En til að lenda ekki í einhverjum böl- móði vil ég árétta það að frá AI- þingi á ég aðeins góðar minning- ar. Vinnustaðurinn er mjög góð- ur og menn verða býsna nánir kunningjar. Hvar í flokki sem þeir standa? Hvar í flokki sem þeir standa. Menn fá útrás í ræðustól, deila og skiptast á skeytum, og hafa því betri möguleika á að láta allar væringar lönd og leið í návíginu á vinnustaðnum. Því eiga menn ekki að veljast á þing nema þeir hafi þokkalega aðlögunarhæfi- leika fyrir hvern sem er. Hriflu- mennskan, þessar illvígu, per- sónulegu deilur, er á miklu und- anhaldi sem betur fer. Að syngja svona Þegar hér er komið sögu hring- ir síminn hjá Helga einu sinni sem oftar. Það er gamall kollega sem er á línunni, Karvel Pálmason. Þeir Helgi eiga þó fleira sam- eiginlegt en þingsetuna eina, og hafa troðið upp í sameiningu við ótal tækifæri. Við spyrjum Helga nánar út í þessa sálma. Það er ákaflega góð upplyfting í því að troða upp, svarar hann. Það hefur lengi verið mitt tóm- stundagaman að hnoða saman vísum þótt ég sé nú ekkert fljótur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.