Þjóðviljinn - 07.02.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.02.1988, Blaðsíða 16
SPsoriasis- sjúklingar Ákveöin er ferð fyrir psoriasissjúklinga 13. apríl næstkomandi til eyjarinnar Lanzarote, á heilsu- gæslustöðina Panorama. Þeir sem hafa þörf fyrir slíka ferð snúi sér til húðsjúkdómalækna og fái vottorð hjá þeim. Sendi þeir það merkt nafni, heimilisfangi, nafnnúmeri og síma til Tryggingastofnunar ríkis- ins, Laugavegi 114, 3. hæð. Umsóknir verða að berast fyrir 4. mars. Tryggingastofnun ríkisins Sjúkraþjálfarar - sjálfstæður atvinnu- rekstur I Grindavík búa um 2 þúsund manns sem núna eru án sjúkraþjálfara. Höfum mjög góða aðstöðu með fullkomnum nýjum tækjum sem leigjast út til þeirra sem hefja vilja sjálfstæðan atvinnurekstur, gegn sanngjörnu gjaldi. Vinna eins og hver vill - góðir tekjumöguleikar. Athugið, aðeins 40 mínútna akstur frá miðbæ Reykjavíkur. Þeir sem áhuga hafa hafi vinsam- legast sámband við heilsugæslulækni í síma 92- 68021 eða 92-68766. Grindavíkurbær Til seljenda tölvubúnaðar Fjárlaga- og hagsýslustofnun, ráðgjafanefnd um upplýsinga- og tölvumál, býður fyrirtækjum, er selja hvers konar tölvubúnað, að gera nefndinni grein fyrir hugsanlegum sérkjara- eða magnkaupasamningum, sem þau gætu boðið ríkinu. Vinsamlegast hafið samband við formann nefnd- arinnar, Jóhann Gunnarsson, hjá fjárlaga- og hagsýslustofnun í síma 25000 eða sendið nefnd- inni tilboð með sem ítarlegustum upplýsingum um úrval búnaðar og fyrirtækið sjálft. Hugbúnaðarfyrirtæki Fjárlaga- og hagsýslustofnun, ráðgjafanefnd um upplýsinga- og tölvumál, býður hérmeð hugbún- aðarframleiðendum, sem kynnu að vilja bjóða í verk tengd hugbúnaðargerð hjá ríkinu, að láta skrá sig á lista hjá nefndinni. Vinsamlegast sendið upplýsingar um stærð fyrir- tækis, helstu verkefni og sérþekkingu, og einkum verkefni unnin fyrir ríkisstofnanir, til Jóhanns Gunnarssonar, formanns nefndarinnar í Arnar- hvoli. Einnig má hafa samband við hann hjá fjárlaga- og hagsýslustofnun í síma 25000. Móðlr okkar Anna María Egloff andaðist á heimili sinu í Hythe, Englandi, þriðjudaginn 2. febrúar. Krlstján Edelsteln Daníel Edelsteln Ylfa Edelsteln Yngri flokkar Skemmtilegt innahússmót ó Akranesi 27 keppnisliðfrá 1 ó knaffspyrnufélögunn kepptu um íslandsmeistaratitla í ínnanhússknatfspyrnu kvenna Frá árinu 1983 hefur Knatt- spyrnusamband íslands stað- iðfyririnnanhússmótistúlkna á Akranesi. Mót þessi hafa jafnan þóttverahin mestatil- breyting frá hversdagsleikan- um og orðið til þess að halda efnilegum knattspyrnukonum við efnið yfir vetrartímann. Að þessu sinni var þátttakan svipuð og í fyrra. 16 félög skráðu lið til keppni, alls 27 lið. Keppt var f 2. og 3. flokki en í 2. flokki eru stúlkur sem verða 17 ára á almanaksárinu og yngri, en í 3. flokki þær sem verða 14 ára og yngri. Augljóst var á mótinu að aldursskiptingin í liðunum var mjög mismunandi. Sum liðin voru að mestu skipuð stúlkum sem voru á yngri árunum og önnur þeim sem eru á elsta ári. Auðvitað setti þetta svip á leik liðanna en samt virtist aldurs- munurinn ekki skipta þær neinu megin máli. Það sem máli skipti var leikurinn sjálfur og ánægjan yfir því að fá að vera með. Eins og áður sagði þá hefur KSÍ staðið fyrir þessu móti frá því árið 1983 en þá var keppt í stúlknaflokki, þ.e. stúlkur sem voru 15 ára og yngri. 1985 var einnig efnt til innanhússmóts fyrir telpur, þ.e. telpur 12 ára og yngri. KSÍ hefur á síðustu árum stað- ið fyrir margvíslegum breyting- um á skipulagi íslenskrar kvenna- knattspyrnu, m.a. með því að hækka aldursskiptinguna í yngri flokkunum og bæta við 4. flokki, en sú breyting var samþykkt á síðasta ársþingi KSÍ. Þessar breytingar stuðla óneitanlega að því að stelpurnar eru lengur í fót- boltanum. -ih 2. flokkur KR sterkastar á lokasprettlnum 14 lið skráðu sig til keppni í 2. flokki. Kvennanefnd KSI, sem sá um framkvæmd mótsins ásamt ÍA, skipaði þessum liðum í 3 riðla. í A-riðli vorulið UBK, FH, Umf. Fram, ÍA og Fylkis. í B- riðli voru lið KR, Týs, ÍBK, Sind- ra og Aftureldingar. Og í C-riðli voru lið Stjörnunnar, Vals, KA og Völsungs. Riðlakeppnin var sérstaklega jöfn og spennandi í B- og C- riðlum en í A-riðli sigraði lið UBK nokkuð örugglega. Segja má að í C-riðli hafi keppnin verið skemmtilegust. Þar komst lið KA áfram með jafnmörg stig og Stjarnan en með betra marka- hlutfall. í B-riðlinum sigraði lið KR en þær hlutu jafnmörg stig og ÍBK en með miklu betra marka- hlutfall. Lokastaðan í A-riðll UBK 4 0 0 1 25-4 8 IA 4 3 0 1 12-4 2 Fylkir 4 2 0 2 12-12 4 FH 4 1 0 3 11-11 2 Uml. Fram. 4 0 0 4 4-33 0 Lokastaðan í B-riðli KR 4 3 1 0 24-5 7 Ibk 4 3 1 0 16-8 7 Afturelding 4 2 0 2 12-14 4 Týr 4 1 0 3 8-13 2 Sindri 4 0 0 4 4-24 0 Lokastaðan í C-riðli KA 3 2 0 1 9-4 4 Stjarnan.... 3 2 0 1 8-5 4 Valur 3 1 1 1 5-8 3 Völsungur. 3 0 1 2 3-8 1 í úrslitakeppninni voru KR stelpurnar sterkastar. Þær sigr- uðu í báðum sínum leikjum og stóðu því uppi sem sigurvegarar. Breiðablik lenti í öðru sæti, þær töpuðu fyrir KR en sigruðu KA. Það kom því í hlut KA að lenda í þriðja sæti en þær töpuðu báðum sínum leikjum. 3. flokkur Spennandi úrslltakeppnf Keppnin í 3. flokki var líka mjög skemmtileg. Þegar keppn- isliðin fengu riðlaskiptinguna í hendur fyrir mótið ráku margir þeirra þó upp stór augu. Svo virtist sem kvennanefndin BK Islandsmeistarar innanhúss ( 3. flokki kvenna 1988. Efri röð frá vinstri: Guðný Magnúsdóttir þjálfari, Halldóra Guðmundsdóttir, Inga Emilsdóttir, Guðlaug Hallbjörnsdóttir, Sunneva Sigurðardóttir, Aslalug Thelma Leifsdóttirog Lilja Sœmundsdóttir. Fremri röð frá vinstri: María Rut Reynisdóttir, Lóa BJörg Gestsdóttir, Anna María Sigurðardóttir, Asdís Þorgilsdóttir fyrirliði, Olga Færseth og Harpa Guðnadóttir. Á myndina vantar annan þjálfara liðsins önnu Mariu Sveinsdóttur. 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.