Þjóðviljinn - 07.02.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 07.02.1988, Blaðsíða 17
Það var oft hart barist á Akranesi um síðustu helgi. Þessi mynd er úr leik Vals og UBK í 3. flokki en honum lauk með sigri UBK 4-2. Anna María Sigurðardóttir og Lóa Björg Gestsdóttir kampakátar enda nýbak- aðir íslandsmeistarar. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir og Kristrún Lilja Daðadóttir eru ánægðar með nýju aldursskiptinguna og stúlknalandsliðið. hefði raðað niður í riðlana án til- lits til þess hvort þau lið sem talin voru sterkust lentu saman eða ekki. Enda kom það á daginn að í einum riðlanna voru samankom- in þrjú af þeim fimm liðum sem fyrir mótið voru talin vera sigur- stranglegust, ÍA, KR og ÍBK. Verður þetta að teljast heldur undarlegt því í innanhússmótum hefur, að því er blaðamaður best veit, sterkustu liðunum ávallt verið raðað fyrst og hin liðin síð- an dregin í riðlana. Það hittist þó svo gæfulega á að hin tvö liðin sem voru fyrir mótið talin vera sigurstranglegust, UBK og Týr, lentu ekki í sama riðlinum. Það var þó í sterkasta riðlinum, C-riðli, sem yfirburðir sigurliðs- ins urðu mestir. ÍBK sigraði með miklum glæsibrag með fullt hús stiga. í B-riðli sigraði Valur á markahlutfalli en liðið hafði jafnmörg stig og Týr. í A-riðli sigraði UBK. Lokastaðan í A-riðli UBK.....................3 2 1 0 17-4 5 Reynir..................3 1 2 0 6-5 4 Stjarnan................3 0 2 1 2-10 2 Afturelding.............3 0 1 2 3-9 1 Lokastaðan í B-riðli Valur...................3 2 1 0 16-7 5 Týr.....................3 2 1 0 12-5 2 Fylkir..................3 1 0 2 9-12 2 Grindavík...............3 0 0 3 2-15 4 Lokastaðan í C-riðli IBK.....................4 4 0 0 16-8 8 |A......................4 3 0 1 22-5 6 KR......................4 2 0 2 10-6 4 Sindri..................4 1 0 3 6-18 2 FH......................4 0 0 4 6-23 0 Úrslitakeppnin var, svo ekki sé meira sagt, æsispennandi. Fyrst keppti lið UBK við Val og sigraði UBK 4-2. Þá léku Valur og ÍBK og sigraði ÍBK 5-3. Af þessu var ljóst að leikur UBK og IBK yrði hreinn úrslitaleikur og það var hann svo sannarlega. Liðin skiptust á um að hafa frum- kvæðið og um markaskorunina. Og leiknum lauk með jafntefli 3- 3. Var allt í járnum. Ekki höfðu allir það á hreinu hvort leikurinn yrði framlengdur eða ekki. Stelp- urnar gengu um völlinn og vissu ekki hvað myndi gerast. Bæði lið- in höfðu sigrað Val með tveggja marka mun. Fljótlega kom þó svarið. ÍBK vann þar sem liðið hafði skorað fleiri mörk í úrslita- keppninni heldur en UBK! „KR og UBK með bestu liðin í 2. flokki“ sögðu Jóna Kristjánsdóttir og Kristrún Daðadóttir. „Það er algjör nauðsyn að hafa yngra landslið kvenna,“ sögðu Jóna Kristjánsdóttir 15 ára KRingur og Kristrún Daðadóttir 16 ára Bliki í viðtali við blaða- mann Þjóðviljans fyrir úrslita- keppnina í 2. flokki kvenna. Þær voru báðar valdar í 25 manna úrvalshóp s.l. sumar. „Við vorum í æfingabúðum á Laugarvatni yfir eina helgi. Landsliðsþjálfarinn, Aðalsteinn Örnólfsson, er með allt öðruvísi æfingar heldur en við eigum að venjast. Það voru miklu meiri boltaæfingar og meiri áhersla lögð á tækni.“ Stelpumar vom báðar sam- mála um að KR og Breiðablik væru með sterkustu liðin í 2. flokki. Þessi lið hafa verið með öflugt starf fyrir yngri kvenna- flokkana. „Það er mjög nauðsyn- legt að byggja upp alveg frá 4. flokki," sögðu þær. Báðar hafa þær spilað með meistaraflokkum sinna félaga. Kristrún byrjaði að spila með þegar hún var 14 ára en Jóna þeg- ar hún var 13 ára. Þær vöruðu þó KR íslandsmeistarar innanhúss 12. flokki kvenna 1988. Efri röð frá vinstri:Ásta Jónsdóttir liðstjóri, Hugrún Simonardóttir, Elín Jóhannsdóttir, Hjördís Guðmundsdóttir, Heiða Erlingsdóttir, Karólína Jónsdóttir þjálfari og Sigrún. Neðri röð frá vinstri: Guðlaug Jónsdóttir, Sigríður Fanný Pálsdóttir, Kristrún Heimisdóttir fyrirliði, Ásta Haraldsdóttir og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir. við því að láta stelpumar byrja svona ungar að spila. „Auðvitað fannst okkur spennandi að fá að spila með meistaraflokki en samt var alltaf lang skemmtilegast að spila með jafnöldrum okkar í 2. flokki." „Mér finnst þessi breyting á aldursskiptingunni hafa verið al- gjör nauðsyn,“ sagði Jóna. „í fyrra þá kveið maður ofsa- lega fyrir að ganga upp í meistaraflokk. Þó ég hafi spilað með eldri stelpunum í tvö ár þá held ég að 16 ára stelpur séu ekki tilbúnar til að spila í meistara- flokki,“ sagði Kristrún að lokum. Tæknilega sterkar Það vakti athygli blaðamanns að sjá knattspymukappann kunna Loft Ólafsson vera mættan á Skipaskaga með 2. og 3. flokk Fylkis. „Það gekk eitthvað erfiðlega að fá þjálfara fyrir þær svo ég tók þetta að mér,“ sagði Loftur. „Stelpurnar héma í mótinu koma mér skemmtilega á óvart. Margar af þessum yngri em tæknilega mjög sterkar. Þær myndu sóma sér vel í hvaða strákaliði sem væri. Þessar eldri eru þó nokkrar orðnar heldur þungar og kraftlitl- ar, þær vantar þessa snerpu sem yngri stelpurnar hafa. Margar þeirra hafa þó þá líkamsbyggingu sem þarf til að verða góður knattspyrnumaður. Ég hugsa að þær þyrftu oft ekki annað en góða leikfimi, t.d. eróbikk, til þess að ná sér í gott form.“ „Ég hef ekkert komið nálægt kvennaknattspyrnu áður og er mjög hissa á hversu tæknilega sterkar þær eru. Stelpur eiga eins mikla möguleika í fótbolta og strákar. Mér sýnist að þjálfararn- ir hér leggi ekki nægilega mikla áherslu á gmnnþjálfunina: tækni, kraft og þol. Margar af þessum yngri búa að því sem þær hafa sjálfar komið sér upp en það verður að hlúa betur að þeim.“ „Skemmtilegast að vinna“ sögðu Anna María og I^óa Björg, nýbakaðir íslandsmeistarar 3. flokks Þær voru í sigurvímu Anna María Sigurðardóttir og Lóa Björg Gestsdóttir þegar blaða- maður tók þær tali eftir riðla- keppnina í 3. flokki. „Það var lang skemmtilegast að vinna,“ sögðu þær. „Úrslita- leikurinn við UBK var erfiðastur. Við vissum ekki að við höfðum unnið fyrr en dómarinn sagði okkur frá því. Við vorum nokkuð öruggar um að vinna riðilinn en vomm hræddar við úrslitin. Þetta hefur verið æðislega garnan," sögðu þær að lokum og vom roknar til að skoða íslandsmeist- arabikarinn. Kvennanefnd KSÍ Ragnar Marinósson hefur ver- ið skipaður formaður kvenna- nefndar KSÍ. Kvennanefnd hefur með höndum yfirstjórn landsliðs- mála kvenna og knattspyrnu- skóla KSÍ, þ.e. þann hluta hans sem snýr að stúlkunum. í samtali við Þjóðviljann sagði Ragnar Marinósson að það væri líklegt að ísland myndi senda stúlknalandslið á Norðurlanda- mót sem verður haldið í Svíþjóð. Eitthvert rót hefur verið á því máli. Til stóð að Norðmenn héldu mótið en töldu sér síðan ekki fært að halda það vegna fjár- skorts. Svíar hafa síðan boðist til að halda það samhliða NM lands- liða skipuðum 16 ára og yngri. Ragnar sagði að engin verkefni lægju á borðinu fyrir A-landslið kvenna en til stæði að leika eitthvað af vináttulandsleikjum í sumar. í kvennanefnd KSÍ eru auk Ragnars sem er formaður nefnd- arinnar þau Karólína Jónsdóttir og Jón Halldórsson. Landsliðs- þjálfari er Aðalsteinn ömólfs- son. Sunnudagur 7. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.