Þjóðviljinn - 09.02.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.02.1988, Blaðsíða 1
________________Þriðjudagur 9. febrúar 1988 31. tölublað 53. árgangur Hafnarverkamenn Yfirvinnubann í Sundahöfn Við náum engum samningum nema því aðeins að við förum í hart, sögðu hafnarverkamenn m.a. við Þjóðviljann i gær. Mynd. E.Ol. Kjarnorkukafbátar Karpov Verkamenn hœttu störfum kl. 17 ígœr. Almenn samstaöa um aðgerðir „Það er alveg á hreinu að við náum engum samningum nema því aðeins að við förum í hart. Það lifir enginn á núverandi kaupi og eins og málin standa í dag sé ég ekki annað en að verk- fall blasi við á næstunni, ef ekkert fer að gerast í samningamálun- um,“ sagði Jón Þór Önundarson, hafnarverkamaður við Þjóðvilj- ann í gær. Með þessum aðgerðum sínum vilja hafnarverkamennirnir sýna vinnuveitendum það svart á hvítu að þolinmæði þeirra sé senn á þrotum, og ef ekki verður samið um raunhæfa samninga von bráðar, má allt eins búast við frekari aðgerðum, áður en langt um líður. r Igær hófst vakta- og yfirvinnu- bann meðal hafnarverka- manna í Dagsbrún sem vinna hjá Eimskip við Sundahöfn. Þar vinna rúmlega 200 verkamenn, og samkvæmt viðtölum Þjóðvilj- ans við verkamenn í gær, er mikil samstaða meðal þeirra um þessar aðgerðir og sögðust þeir allir hætta vinnu kl. 17.00 það var ekki annað að heyra á hafnarverkamönnum í gær að til þess að ná raunhæfum samning- um yrðu menn að keyra á hörku- nni; annað þýddi ekki að bjóða •vinnuveitendum. -grh Sjá viðtöl á bls. 5 Á fimmtudag verður félags- fundur hjá Dagsbrún og verður þar farið fram á verkfallsheimild til handa stjórn og trúnaðar- mannaráði. Þá verður einnig á fundinum gerð grein fyrir þeim samningaviðræðum sem farið hafa fram. Án efa verður einnig rætt um til hvaða aðgerða beri að grípa ef samkomulagsvilji vinnu- veitenda fer ekki að liðkast. En Erfitt að fá upplýsingar Steingrímur Hermannsson: Það liggja ekkifyrir neinar upplýsingar umferðir kjarnorkuknúinna kafbáta og skipa um íslensk hafsvœði „Það liggja ekki fyrir neinar upplýsingar um ferðir kjarnork- uknúinna kafbáta og herskipa um íslenskt hafsvæði,“ sagði Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra í umræðu um þing- sályktunartillögu Hjörleifs Gutt- ormssonar og fleiri, um að Al- þingi mótmæli stækkun kjarn- orkuendurvinnslustöðvarinnar í Dounreay. Steingrímur sagðist hafa farið fram á slíkar upplýsingar en það gengi ákaflega illa að fá þær. Hann sagði einnig að þeir sem Hvalveiðar Grænfriðungar á Islandsmið Skipfrá Grænfriðungum tilíslands ísumar verði hvalveiðum haldið áfram. Vilja íslendinga íáhöfnina. Halldór Ásgrímsson rœðir við bandarískstjórnvöld Grænfriðungar erustaðráðnir í að senda skip á íslandsmið í sumar verði hvalveiðum haldið áfram. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans skýrðu fulltrúar Grænfriðunga, sem staddir voru hér á landi fyrir skömmu, fé- lögum úr hópi íslenskra hvalavina frá þessari ákvörðun samtak- anna. Að sögn hvalavina verður Sírí- us - núverandi flaggskip samtak- anna - að öllum líkindum valinn til íslandsfararinnar og hafa Grænfriðungar hug á að fá tvo til þrjá íslendinga í áhöfn skipsins í sumar. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, er um þessar mundir staddur vestur í Washing- ton, þar sem hann á viðræður við bandarísk stjórnvöld um starfs- hætti vísindanefndar Alþjóða- hvalveiðiráðsins. -rk hann hefði rætt þetta við hefðu gert lítið úr hættu á slysum vegna þessara skipa, en hinsvegar sagð- ist hann draga mjög í efa áreiðan- leika þeirra upplýsinga. Það var Árni Gunnarsson sem fjallaði almennt um mengun í Norðurhöfum í umræðu um til- löguna, en hann var einn með- flutningsmanna Hjörleifs. Sagð- ist hann hafa það eítir skipherra að slík slys gætu vel átt sér stað og sagðist Steingrímur trúa skip- herranum betur en herforingjun- um. Steingrímur J. Sigfússon benti á að fyrir Alþingi lægi frumvarp vegna flutninga kjarnorkuvopna og umferðar kjarnorkuknúinna skipa um íslensk hafsvæði, sem Alþýðubandalagið flytti. Tillagan um mótmæli við Do- unreay var svo samþykkt með 40 samhljóða atkvæðum. _Sáf Hlakkar til Anatolí Karpov: Störkostlegur sigur Jóhanns í St. John Anatolí Karpov, heimsmeistari í skák um tíu ára skeið og næsti mótherji Jóhanns Hjartarsonar í áskorendaeinvígjunum, segir að það sé sér gleðiefni að mæta hin- um unga íslenska skákmeistara. Fyrir bænarstað Þjóðviijans hafði APN-fréttastofan í Reykja- vík samband við Karpov í gær. Hann bað fyrir innilegar ham- ingjuóskir til Jóhanns Hjartar- sonar í tilefni af hinum stórkost- lega sigri í St. John í Kanada, og einnig í tilefni af 25 ára afmælinu. Óskar heimsmeistarinn fyrrver- andi Jóhanni áframhaldandi sigra í skákíþróttinni og velfarnaðar í einkalífi. Við þetta tækifæri bað Karpov einnig fyrir bestu kveðjur og heillaóskir til íslensku þjóðarinn- ar, en hún væri kunn öllum sem hefðu áhuga á skáklistinni. HS Meira um skák á bls. 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.