Þjóðviljinn - 09.02.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.02.1988, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN f MINNING Skrifborð úr beyki til sölu. Verð kr. 2000. Upplýsingar í síma 25712. Munaðarlaus SAAB Hver vill taka mig að sér fyrir mjög lítinn pening? Ég er SAAB 95, árg. 75, skoðaður '87. Aukavél með. Brotinn sveifarás getur fylgt með. Upplýsingar í síma 43452 eftir kl. 17.00. Atvinna óskast Stúlka á 19. ári óskar eftir atvinnu. Ýmislegt kemur til greina. Er vön afgreiðslustörfum. Góð laun saka ekki. Tilboð óskast send auglýs- ingadeild Þjóðviljans merkt „Dug- leg 19". Handunnar rússneskar tehettur og matrúskur (babúskur) í miklu úr- vali. Póstkröfuþjónusta. Upplýsing- ar í síma 19239. Til sölu svartur, ónotaður leðurjakki á 11- 13 ára dreng. Verð kr. 4.000. Upp- lýsingar í síma 79248 eftir kl. 20.00. Kawasaki torfæruhjól Til sölu er Kawasaki KD X420, árg. '81. Nýupptekin vél. Þarfnast smá lagfæringa. Verðhugmynd 60.000 kr. Upplýsingar í síma 43452 eftir kl. 17.00. Kennari óskar eftir íbúð sem fyrst. Er reglusöm og reyki ekki. öruggar greiðslur. Upplýsing- ar í síma 43039 á kvöldin. Tvítug mexíkönsk stúlka talar spænsku, ensku og dálitla ís- lensku, óskar eftir vinnu síðari hluta dagsins frá kl. 4-10 eða 12 alla daga vikunnar nema á miðviku- dagskvöldum. Upplýsingar í síma 43180 á kvöldin. Kiðlingapeis til sölu sem nýr, nr. 44. Verð kr. 22 þús. (nýir kosta 39-40 þús.) Sími 16034. Bílasími Ónotaður Dancall bílasími til sölu. Upplýsingar í síma 611628 eftir kl. 18.00. Til sölu körfu-hengistóll, sem nýr. Sömu- leiðis Nordica skíðaskór nr. 38. Upplýsingar í síma 72196. Skíðaútbúnaður - dagmamma Óska eftir að kaupa skíðaútbúnað fyrir 3-4 ára, skíði, bindingar og skíðaskó nr. 25-26 og nr. 29-30. Einnig vantar okkur góða dag- mömmu fyrir 3 ára strák frá kl. 9-13. Búum í Þingholtunum. Upplýsingar (síma 10633. Myndlistarmaður vill taka á leigu einhvers konar húsnæði til að vinna í. Má vera hvað sem er, kjallari eða háaloft. Þarf ekki að vera innréttað. Upplýsingar í síma 622829 hjá Guðrúnu. Er ekki einhver góðhjörtuð manneskja sem vill leigja pari með eitt barn 3ja her- bergja íbúð? Reglusemi og skilvís- um greiðslum heitið. Upplýsingar í síma 622829 hjá Guðrúnu. Ónotuð leðurstígvél til sölu. Svört nr. 39 (ná upp fyrir hné). Verð kr. 7000. Upplýsingar í síma 17087. Til sölu flygill Mjög vel með farinn Rösler stofu- flygill (þýskur) 150 sm. Á sama stað er til sölu Mackintosh, eins árs, vel með farin á kr. 70.000. Upplýsingar í síma 28586. Til sölu rúm úr massívum svampi, 190x110,40 sm þykkt, með góðu áklæði og mjög vel með farið. Upp- lýsingar í síma 37537. Verð kr. 8.000. Tölva til sölu Commodore 128 með diskadrifi, mús og GEOS stýrikerfi og fleiri forritum. Upplýsingar í síma 75804 eftir kl. 18.00. Til sölu kojur Vel með farnar furukojur til sölu. Upplýsingar í síma 72483 eftir kl. 17.00. Óska eftir ísskáp og sjónvarpi, mjög ódýrt eða gefins. Upplýsingar í s. 621967. Miðstöðvarketill Vantar notaðan, kolakyntan mið- stöðvarketil. Upplýsingar í síma 42758. Þýskur námsmaður óskar eftir herbergi til leigu. Vins- amlegast sendið tilboð á augl.deild Þjóðviljans merkt „þýskur náms- rnaður". Atvinna með námi Nemi óskar eftir atvinnu með námi. Allt kemur til greina. Upplýsingar í síma 26448 eftir kl. 18.00. ísskápar Tveir ódýrir ísskápar til sölu. Upp- lýsingar í síma 672630. Óska eftir sjónvarpi svart/hvítu eða lit. Upplýsingar í síma 687051. Skautar óskast Skautar nr. 36 og 40 óskast. Enn- fremur notað Barbie-dót. Sími 13924. Fæst gefins Eins manns rúm, svefnbekkur og ísskápur fæst gefins ef það er sótt. Upplýsingar í síma 686679. Til sölu myndbandstæki Panasonic VHS myndbandstæki. Ársgamalt, lítið notað. Gott verð. Upplýsingar í síma 43686 eftir kl. 19.00. 1 r Útboð %'/m Norðausturvegur um Hafralónsá í Þistilfirði Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 2,0 km, fyllingar 36.000 m3 og burðarlag 7.000 m3. Verki skal lokið 1. október 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 10. febrúar nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 29. febrúar 1988. Vegamálastjóri * \ /f Notaðu endurskinsmerki og komdu heil/l heim. Margrét Jónsdóttir Fœdd 30. september 1899 - Dáin 28. janúar 1988 Kveðja frá stjórn Styrktarsjóðs Þórbergs Þórðarsonar og Mar- grétar Jónsdóttur Árið 1970 gáfu þau hjón Þór- bergur Þórðarson rithöfundur og Margrét Jónsdóttir Háskóla ís- lands stórmannlega gjöf til sjóðs- myndunar. Þessi styrktarsjóður er tengdur nöfnum þeirra beggja. Samkvæmt fyrirmælum þeirra hjóna á sjóðurinn að styrkja samningu og útgáfu íslenzkrar samheitaorðabókar, rímorða- bókar og íslenzkrar stflfræði. Eins skal sjóðurinn styrkja end- ursamningu og endurútgáfu nefndra bóka, meðan hann endist. Tekið var svo fram, að samheitaorðabók sæti í fyrirrúmi við úthlutun úr sjóðnum. Þegar hefur íslensk samheita- orðabók komið fyrir sjónir al- mennings, og nú er unnið að samningu bókar um íslenzka stfl- fræði. Var ánægjulegt, að Mar- grét Jónsdóttir skyldi lifa þá stund að sjá fyrstu íslenzku sam- heitaorðabókina koma út. Við fráfall Margrétar Jónsdótt- ur ber að þakka henni þann hlut, sem hún átti við myndun þessa sjóðs. Sú gjöf og sjóðurinn munu um ókomin ár verða óbrotgjarn minnisvarði um þau Þórberg og Margréti. íslenzk þjóð mun njóta góðs af þessu merka framtaki þeirra. Allir aðstandendur og notend- ur ritverkanna, sem gjöfin gerir kleift að vinna og gefa út í þágu íslenzkra mennta og fræða, hljóta ætíð að minnast Þórbergs Þórðar- sonar og Margrétar Jónsdóttur með hlýhug. Jón Aðalsteinn Jónsson Æskulýðsfylkingin Uppgjöf umboðsmanna Ályktun Á stjórnarfundi Æskulýðsfylk- ingar Alþýðubandalagsins, sem haldinn var á ísafirði 27. janúar - 1. febrúar, var gerð svofelld ál- yktun um utanríkismál: Á valdatíma ríkisstjórna hægriaflanna síðustu árin, hefur ójöfnuður og launamisrétti aukist stórlega og kaupmáttur launa verið skertur verulega. Samtökum launafólks hefur ekki auðnast að ná til baka leiðrétt- ingu á kjör umbjóðenda sinna. Núverandi ríkisstjórn hefur gefið út stríðsyfirlýsingu í formi al- ræmds matarskatts, sem kemur verst niður á þeim sem eru á lægstu laununum. Launafólki er ætlað eina ferðina enn að greiða um verkalýðs- og kjaramál niður verðbólgu og óstjórn hæg- riaflanna um leið og ráðherrar berja sér á brjóst og ætla lágl- aunafólki að herða sultarólina. Um þessar mundir standa yfir kjarasamningar í landinu. ÆFAB gerir þá kröfu að í þeim verði sótt lífvænleg kjör launa- fólki til handa. Stjórn ÆFAB varar alvarlega við samningum hliðstæðum þeim, sem gerðir hafa verið á Vestfjörðum. Vestfjarðasamn- ingarnir eru enn eitt dæmi um uppgjöf umboðsmanna launa- fólks gagnvart atvinnurekenda- valdinu og stjórnvöldum. Skila- boðin eru sicýr. Það á engin leiðrétting að koma vegna þeirrar kjaraskerðingar sem hefur átt sér stað. Stjórn ÆFAB ítrekar þá grundvallarkröfu að launafólk geti lifað af dagvinnulaunum sín- um. Stjórn ÆFAB skorar á forystu- menn launafólks að snúa af þess- ari ógæfubraut. ÆFAB gerir kröfu um að umsamin lágmarks- laun verði kr. 50.000,00. ÆFAB gerir kröfu um að samið verði um raunverulegar kjarabætur og for- dæmir það, að atvinnurekendur séu alltaf gerðir „stikkfrí". ÆFAB krefst þess að samning- arnir 1988 verði samningar í anda raunveruleikans en ekki falstölur fyrir ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar, henni til bjargar. Gegn heimboðum Ályktað um brottför hersins og úrsögn úr NATÓ Stjórn Æskulýðsfylkingar Al- þýðubandalagsins kom saman til fundar á ísafirði dagana 27. janú- ar - 1. febrúar og gerði m.a. svo- fellda samþykkt um verkalýðs- og kjaramál: Stjórn ÆFAB undirstrikar, af gefnu tilefni, þá grundvallar- stefnu íslenskra sósíalista, að her- inn hverfi af landi brott og ísland segi sig úr NATÓ. Stjórn ÆF leggst eindregið gegn þeirri stefnu ákveðinna forystuaðila í AB, að þiggja boðsferðir á veg- um NATÖ og taka á einhvern hátt þátt í störfum Atlantshafs- bandalagsins. Stjórnin vill minna á þá grundvallarafstöðu ÆF að íslendingar eigi enga samleið með vígbúnaðarsamtökum. Al- þýðubandalagið á að halda fast við hlutleysisstefnu sína og bar- áttu gegn hernaðarbandalögum. Að tala um að herinn fari í áföngum og skrefum, er uppgjaf- arumræða sem ekki á heima í hugum sósíalista. UMRÆÐUFUNDIR UM LÍFSKJÖR, LÝÐRÆÐI0G NÝJAR LEIÐIR TIL BFTRIFRAMTÍÐAR II Fjöldi annarra framsögumanna moð í för. L/ftegar umra>ður. Fyrírspurnír. Allir velkomnir. BORGARBRAUT 1 í AB-HUSINL ÞRIÐJUDAGINN 9. FEB. KL 20.30 Ólafur Ragnar Grímsson Árni Páll Árnason KJARAMÁLIN — MATARSKATTURINN VAXTAKERFIÐ — BYGGÐAMÁLIN — NÝ ATVINNUSTEFNA — FER RÍKISSTJÓRNIN FRÁ? — HVAÐ GERIST? — Allir velkomnir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.