Þjóðviljinn - 09.02.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.02.1988, Blaðsíða 7
Saga Landssambands hestamanna- félaga í 35 ár MAGNÚS H. GÍSLASON Þri&judagur 9. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Frá vígslu Reiöhallarinnar í Víöidal. Hestamenn framtíðarinnar. x Islenski hesturinn Að gem gott betm Áðurfyrr var íslenski hesturinn löngum nefndur þarfasti þjónninn og voru grð að sönnu. Allt frá upphafi íslandsbyggðarogfram um miðja yfirstandandi öld þjónaði hann manninum með tvennum hætti: Hann var aðal- og lengst af eina farartækið á landi og hann var manninum ómissandi til aðdrátta og erfiðisvinnu. Án hans er vandséð hvernig unnt hefði verið að búa á þessu landi. Eftir því sem leið á yfirstand- andi öld leystu bílarnir í síaukn- um mæli hestinn af hólmi sem far- artæki. Það stoðaði ekkert þó að góðbóndi og mektarmaður norð- ur í landi flytti um það tillögu á fjölmennum fundi, að bflar yrðu gerðir útlægir af vegunum, því þeir fældu hestana fyrir þeim, sem kysu að komast leiðar sinnar ríðandi. Tillögumaður benti líka réttilega á það, að „vegir“ væru í þá daga frekar gerðir fyrir hesta en önnur farartæki. Og dráttar- vélarnar gerðu hestinn óþarfan við erfiðisvinnu. Átti þarfasti þjónninn þá eftirleiðis aðeins að verða mönnum til magafylli? Sem betur fór varð raunin ekki sú. Til voru þeir menn sem vissu að íslenski hesturinn er sjaldgæf- ur dýrgripur. Svo sjaldgæfur, að hann er hvergi finnanlegur í ver- öldinni nema hér á skerinu okk- ar. Og menn geta ekki átt dýr- gripi í því augnamiði einu að eta þá. Einstakir menn höfðu raunar um langan aldur lagt rækt við reiðhestinn. Hæpið er þó, eins og komið var, að þeim hefði lánast það til langframa. Fleiri þurftu að leggja hönd á plóginn. Og það varð. Hestamanna- og hrossa- ræktarfélög spruttu upp víðsveg- ar um Iand. Sameiginlegt mark- mið þeirra var að rækta hina sér- stæðu hæfileika íslenska hestsins. Að gera gott betra. Og árangur þessa ræktunarstarfs hefur orðið undraverður. Steinþór Gestsson á Hæli, sem nú hefur ritað bók um Landssam- band hestamannafélaga, telur trúlegt „að fyrsta tilraun manna til að vekja athygli á íslenska reiðhestinum, hraða hans og keppnishörku hafi verið gerð þjóðhátíðarárið 1874 á Oddeyri við Akureyri. Þar var efnt til kappreiða á afmörkuðum velli, 280 faðma löngum.Heitið var verðlaunum en ekki er vitað hvort um var að ræða keppni í stökki eða skeiði - og ekki var mældur hraði hestanna". Fer nú ekki frekari sögum af neitt áhlaupaverk. Víða þurfti að leita heimilda og þær ekki allar auðfundnar. En þar reyndist Pálmi Jónsson betri en enginn. í bókinni er ítarlega rakinn að- dragandinn að stofnun Lands- sambandsins. Greint er frá öllum landsmótum Sambandsins, en það fyrsta var haldið á Þing- völlum árið 1950 og birtur er uppdráttur af mótssvæðinu þar, gerður af Einari E. Sæmundsen. Getið er fjórðungsmóta og árs- þinga Sambandsins og fjallað um margháttaða útbreiðslu- og fræðslustarfsemi þess. Sögu sem þessa má auðvitað segja með orðunum einum og gæti hún þar fyrir ágætlega gegnt því hlutverki sem henni er ætlað. En svo vel vill til, að til er mikill fjöldi mynda af mönnum og hest- um, sem tengjast því efni sem þarna er fjallað um. Þetta notaði Steinþór sér að sjálfsögðu. Á annað hundrað þessara mynda eru í bókinni auk listilega gerðra teikninga eftir Pétur Behrens. Eru myndirnar ekki einasta mikil bókarprýði heldur hafa og ótví- rætt heimildagildi. Um bókina í heild má segja, að hún er hið besta úr garði gjörð og öllum þeim til sóma, sem að henni hafa lagt hönd. Landssamband hestamannafé- laga var stofnað á örlagaríkum tímamótum fyrir íslenska hest- inn. Til voru þeir, og ekki allfáir, sem töldu að með vaxandi vél- tækni væri hlutverki hans lokið. Eftir stæði minningin ein, sem einnig mundi smátt og smátt mást út. Aðric trúðu því hinsvegar að hægt væri að hefja hestinn til meiri vegs og virðingar en nokkru sinni fyrr. Landssamband hesta- mannafélaga er sú trú í verki. - mhg Björn Sveinsson á hesti sínum Hrímni. kappreiðum fyrr en Reykvíking- ar tóku upp svonefndar Mela- kappreiðar, sem háðar voru flest árin frá 1897 til 1909. Var nú tekið að mæla tíma kappreiða- hesta, bæði á stökki og skeiði, og dómnefndin ekki af lakari endan- um: Magnús Stephensen lands- höfðingi, Lárus E. Sveinbjörns- son dómstjóri og Jón Þórarinsson skólastjóri í Flensborg. Að því rak svo að reykvískir hestamenn tóku að ræða nauðsyn þess að stofna til félagsskapar sem sinnti þörfum hestamanna. Og þann 24. aprfl 1922 var fyrsta hestamannafélagið stofnað hér- lendis, Fákur í Reykjavík. Á næstu árum rísa svo upp hesta- mannafélög víðsvegar um landið og um 1940 eru þau orðin sjö. Nú tók að vakna áhugi á því að hestamannafélögin, sem sífellt fór fjölgandi, mynduðu með sér landssamtök. Og þann 18. des. 1949 var boðað til fundar í Bað- stofu iðnaðarmanna, þar sem gengið skyldi frá stofnun Lands- sambands hestamannafélaga, og var svo gert. Mættu þar fulltrúar frá 11 hestamannafélögum. Fyrstu stjórn Landssambandsins skipuðu: H.J. Hólmjárn, for- stjóri í Reykjavík, formaður, Ari Guðmundsson, verkstjóri í Borg- arnesi, ritari, Pálmi Jónsson, bókari í Reykjavík, gjaldkeri og meðstjórnendur Hermann Þór- arinsson, Blönduósi og Steinþór Gestsson á Hæli. Víkur nú sögunni 34 ár fram í tímann. Þá gerist það að Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri í Kópavogi og forystumaður í Landsambandi hestamanna, fer þess á leit við Steinþór Gestsson á Hæli, fyrir hönd stjórnar Sam- bandsins, að hann taki að sér að rita sögu þess. Sýndist rétt að draga þá sagnaritun ekki lengur þar sem þeim mönnum fer nú fækkandi, sem muna upphafsár- in. Þótti Steinþór manna best til þessa fallinn, einn af stofnendum Sambandsins, í fyrstu stjórn þess og hefur gegnt þar formennsku lengur en nokkur maður annar. Af þeim mönnum, sem skipuðu fyrstu stjórnina, eru nú aðeins tveir á lífi, þeir Steinþór og Pálmi Jónsson. Steinþór tók starfið að sér og með honum voru í ritnefnd þeir Kristján Guðmundsson og Kári Arnórsson. Auk þeirra veitti framkvæmdastjóri Lands- sambandsins, Guðmundur Ó. Guðmundsson, mikilsverða að- stoð við verkið. Skömmu fyrir síðustu jól kom svo bókin út: í morgunljó- mann..., sagaL.H. í 35 ár eða frá upphafi og til ársloka 1984, og er allt í senn falleg bók, fróðleg og skemmtileg. Samning bókarinn- ar hefur áreiðanlega ekki verið Mikið óskaplega er hesturinn hár.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.