Þjóðviljinn - 09.02.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.02.1988, Blaðsíða 10
ÍÞRÓTTIR Handbolti Gerðu ekki maik í 15 mínútur Pórsarar náðu sér aldrei á strik gegn áköfum ÍR-ingum og hávaðasömum áhorfendum Þórsara vantaði Sigurð Pálsson sem er í leikbanni og því var ekki mikið um skyttur í liði þeirra. ÍR- ingar tóku aftur á móti góðar rispur og skoruðu 6 mörk í röð þrisvar sinnum. Leikurinn byrjaði frekar ró- lega og varnir beggja voru sterk- ar. Þá tóku heimamenn við sér og gerðu 7 mörk í röð á 15 mínútum. Það leit ekki vel út fyrir gestina og þeir gerðust ansi rislitlir. Kristján Hreinsson Þór náði að gera eitt mark en Frosti Guð- laugsson svaraði strax fyrir ÍR. En þá kom að kafla Akureyringa, þeir gerðu 6 mörk í röð á 7 mínút- um og eftir það jafnaðist leikur- inn þó að Breiðhyltingar væru alltaf 2 til 4 mörk yfir. Rólegt var framan af síðari hálfleik og liðin skiptust á að skora. En þá tók við annar kafli hjá ÍR-ingum. Þeir gerðu 5 mörk í röð og breyttu stöðunni úr 15-11 í 20-11. Þórsarar gáfust þó ekki upp, gerðu þrjú mörk gegn einu mótherjanna en þá tók við annar kafli hjá heimamönnum. Aftur gerðu þeir 6 mörk i röð án þess að gestunum tækist að svara, við mikinn fögnuð áhorfenda. Það gerðist á síðustu 7 mínútunum og í leikslok var staðan 27-14. Lið f R-inga var frekar jafnt, þó voru markverðirnir góðir og Ólafur Gylfasson gerði góð mörk. Af Þórsurum er það að segja að þeir voru líka jafnir enda var erfitt að spila án Sigurðar Pálssonar og gegn baráttuglöðum ÍR-ingum. Dómararnir dæmdu vel en áttu þó lélega kafla og leik- menn notuðu þá til að röfla í þeim og láta reka sig útaf fyrir vikið. Seljaskóli 6. febrúar ÍR-Þór 27-14 (13-9) Mörk ÍR: Ólafur Gylfasson 8 (4v), Róbert Rafnsson 4, Sigfús Orri Bolla- son 4, Frosti Guðlaugsson 4, Bjarni Bessason 3, Matthías Matthíasson 3, Finnur B. Jóhannsson 1. Varlð: Hrafn Margeirsson 16 (2v) og Hallgrímur Jónasson 6. Útaf: Guðmundur Þórðarson 2 mín, Matthías Matthíasson 2 mín, Finnur B. Jónasson 2 mín, Frosti Guðlaugsson 4 min. Spjöld: Sigfús Orri Bollason gult, Matthías Matthíasson gult, Bjarni Bessason. Mörk Þórs: Sigurpáll Aðalsteinsson 6 (3v), Kristján Hreinsson 2, Jóhann Samúelsson 2, Gunnar Gunnarsson 2, Ólafur Hilmarsson 1, Kristján Krist- jánsson 1. Varið: Axel Stefánsson 3 og Her- mann Karlsson 8. Útaf: Ingólfur Samúelsson 4 mín, Sigurpáll Aðalsteinsson 2 mín, Ólafur Hilmarsson 4 mfn, Jóhann Samúels- son 2 mfn, Gunnar Gunnarsson 2 mín. Spjöld: Ingólfur Samúelsson gult og Olafur Hilmarsson gult. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Sigurjónsson voru ágætir þótt þeir ættu slaka kafla. Maður leiksins: Hrafn Margefrsson (R. Matthías Matthíasson stekkur inn af línu. Mynd: E.ÓI. ÞANNIG BERAÐ SKSLA . STAÐGREÐSLUFE - réltar upplýsingar á réftum eyðublöðum og réttum tíma Rautt eyðublað er einungis notað fyrir skil á staðgreiðslu sjálfstæðra rekstraraðila vegna reiknaðs endurgjalds þeirra sjálfra. Greiði þeir maka eða öðrum laun, þá skal nota 2 eyðublöð: Rauttfyrir rekstraraðil- ana sjálfa og blátt fyrir maka og alla aðra. / í þennan reit komi heildar- uppheeð þeirrar stað- greiðslu sem dregin var af reiknuðu endurgjaldi á tímabilinu. ÍÆ&WM& 2 Hér komi upphæð reikn- aðs endurgjalds á tímabil- inu. 3 Hér skal setja þá tölu sem út kemur þegar upphæð- imar íreitAogBeru lagð- arsaman. Allar flárhæðir skulu vera í heilum krónum. RSK Staðgreiðsla opinberra gjaida Skilagrein vegna reiknaðs endurgjalds RSK 5.08 .. Kennitala Greiðslutímabil 150455-0069 01 1988 Skil á staðgreiðslu skal inna af hendi hjá gjald- heimtum og innheimtumönnum ríkissjóðs Nafn - heimili - póststöö launagreióanda ARNKELL GRÍMSSON SUÐURSK3ÓLI 20 101 REYK3AVÍK A Skilatkyld staðgrelðsla 8.083 1 B Fjárhað reiknaðs endurgjalds 65.000 2 A + B Samtala til vélrannar alslemmlngar lyrir mðttakanda 73.083 3 | Undirritaöur staöfestir aö skýrsla þessi er gefin eftir bestu vitund og aö Móttökudagur - kvittun 8 hún er í fullu samræmi viö fyrirliggjandi gögn. n j 05.02.1988 Frumrit Dagsetning Undirskrift Greiðsluskjal Notið kennitölu, ekki nafn- númer. Mánuð skal rita með tölustöf- um, þannig t.d. að janúar 1988 heitir 01 1988.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.