Þjóðviljinn - 09.02.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 09.02.1988, Blaðsíða 13
Þrlðjudagur 9. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Héðinn Gilsson var markhæstur FH-inga og tekur hér eitt af sínum þrumuskotum í leiknum. Mynd E.ÓI. Handbolti FH vann á reynslunni KR barðist vel í byrjun en sprungu ísíðari hálfleik. Markverðir sýndu stórleik. Héðinn meðþrumuskot vörn mótherjana var þeim erfið. Markverðir þeirra voru góðir, sérstaklega Leifur á síðustu mín- útum síðari hálfleiks. Guðmund- ur Albertsson átti einnig góðan spretti. Af FH var Héðinn einna bestur í síðari hálfleik en Guðj- ón, Óskar og Þorgils, sem var vandlega gætt á línunni, stóðu sig vel að ógleymdum Magnúsi mar- kverði sem varði mikið, meðal annars öll vítaskot KR-inga. Dómararnir höfðu ágætis tök á leiknum. Blak/bikarkeppni kvenna Breiðablik úr leik Blikastúlkurnar töpuðu óvœntfyrir Víkingi í undanúrslitum bikarkeppninnar r Asunnudagskvöldið fór fram einn leikur í undanúrslitum í bikarkeppni kvenna í blaki er Breiðablik fékk Víking í heim- sókn í Digranes. Breiðabliksstúlkurnar, sem ekki höfðu tapað leik í vetur, töpuðu gegn sterku liði Víkings. Víkingur átti sigurinn fyllilega skilinn, liðið lék af öryggi og lét Blikana um að gera mistökin. Og af þeim var svo sannarlega nóg. Stundum virtist eins og Blikarnir vildu bara ljúka leiknum af, sóknir þeirra voru oft fálmkenndar og fátt um fína drætti. Víkings-stúlkurnar voru aftur á móti ákveðnar og vörðust feikilega vel. Hávörnin var góð og sóknirnar hnitmiðaðar. Það kann að hafa áhrif á leikinn að hann hófst ekki á til- skildum tíma. Að öllu eðlilegu hefðu liðin átt að vera komin inná völlinn um kl 20.30 en það dróst um 30 mínútur vegna íslands- móts í innanhússknattspyrnu drengja. Breiðablik sigraði nokkuð ör- ugglega í fyrstu lotunni, 15-8. Víkingur svaraði í sömu mynt í annarrilotunni, vann9-15. Þriðja lotan var einstaklega jöfn og spennandi. Víkingur var yfir nær Kristfn Eysteinsdóttir og Sigurborg - Gunnarsdóttir, sem hér sjást verjast í leik gegn IS, náðu ekki að blokkera öll smöss frá Víkingi á sunnudaginn. allan tímann en Blikunum tókst að merja sigur 16-14. í fjórðu lot- unni var eins og allt loft væri úr Blikunum og töpuðu þær henni 4-15. Fimmta og síðasta lotan var mjög jöfn. Liðin skiptust á að sækja. Blikarnir höfðu betur í byrjun en Víkingum tókst af harðfylgi að knýja fram sigur, 15- 13. -ih KR-ingar byrjuðu af hörku og komust yfir f byrjun leiksins 4-1. Það var Stefán Kristjánsson KR sem gerði 3 glæsileg mörk í byrj- un en síðan sást minna til hans. Um miðjan hálfleik fór FH að taka meira á vesturbæingunum og náðu að jafna 6-6. Það sem eftir var til leikhlés var mjög jafnt og var jafn á öllum tölum enda voru varnir nyög sterkar og mar- kverðir góðir. Strax eftir leikhlé gerðu Hafnfirðingar 4 mörk í röð. Vamir voru sterkar og tóku menn úti þegar þeir fengu bolt- ann, sérstaklega var FH vörnin góð. Það voru Héðinn og Guðjón sem skiptu á milli sín 8 mörkum á fyrstu 15 mínútunum en síðan var leikurinn mjög jafn, liðin skiptust á skora en sigur FH var aldrei í hættu. KR fóm hratt af stað en gátu ekki haldið uppi kraftinum og Laugardalshöll 7. febrúar KR-FH 23-27 (11-11) Mörk KR: Konráð Olavsson 6, Guð- mundur Albertsson 5, Stefán Krist- jánsson 4, Guðmundur Pálmasson 3, Sigurður Sveinson 3, Þorsteinn Guð- jónsson 2. Varlð: Gísli Felix Bjarnassn 7 og Leifur Dagbjartsson 7 (1v). Útaf: Jóhannes Stefánsson 2 mfn, Guðmundur Pálmasson 2 mín, Þor- steinn Guðjónsson 2 mín, Sigurður Sveinsson 2 mln, Konráð Olavsson 2 mln. Spjöld: Guðmundur Albertsson gult og Þorsteinn Guðjónsson gult. Mörk FH: Héðinn Gilsson 7, Guðjón Ámasson 7 (1v), Gunnar Bergsveins- son 4, ÓskarÁrnasson 3, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Pétur Petersen 1, Einar Hjaltasson 1, Óskar Helgasson 1. Varlð: Magnús Magnússon 13 (3v). Útaf: Héðinn Gilsson 2 mln, Óskar Árnasson 2 mín, Einar Hjaltason 2 mln. Spjöld: Gunnar Bergsveinsson gult, Einar Hjaltasson gult og Viggó Sigurðsson þjálfari gult. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmars- son og Óli P. Ólsen voru góðir. Maður lelkslns: Héðinn Gilsson FH. IP Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd öyggingadeildar, óskar eftir tilboðum í fram- leiðslu og flutning á gleri. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 25. febrúar kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 Ræsting - námskeið Námskeið um stjórnun, skipulagningu og fram- kvæmd ræstinga á stofnunum og í fyrirtækjum. Ætlað ræstingastjórum, húsvörðum og umsjón- armönnum fasteigna. Haldið á Iðntæknistofnun íslands dagana 22,- 24. feb. nk„ kl. 8:30-16:00. Upplýsingar og innritun í síma 687440 og 687000. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS KIRARIK T RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftirtilboðum í eftir- farandi: RARIK-88001: Nýbygging verkstæðis- og geymsluhúss í Ólafsvík. Opnunardagur: Miðvikudagur 24. febrúar 1988, kl. 14:00. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins við Sandholt 34, Ólafsvík, og Laugaveg 118, Reykjavík, frá og með miðviku- deginum 10. febrúar 1988 gegn kr. 5.000 skila- tryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Ólafsvík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóð- endum er þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „RARIK- 88001 Húsnæði í Ólafsvík". Reykjavík, 05. 02. 1988 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Dagsbrúnarmenn Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 11. febrúar kl. 16 í Bíóborginni, Snorrabraut 37, áður Austurbæjarbíó. Dagskrá: 1. Heimild til verkfallsboðunar. 2. Skýrt frá gangi samningavið- ræðna. Dagsbrúnarmenn, stjórn félagsins hvetur ykkur eindregið til að taka ykkur frí og koma beint frá vinnu á fundinn kl. 16. Stjórn Dagsbrúnar Maðurirtn minn og faðir okkar Viðar Pétursson lést á Borgarspítalanum 8. febrúar. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Borgarspítalann. Ellen, Véný, Vatnar og Örn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.