Þjóðviljinn - 09.02.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 09.02.1988, Blaðsíða 14
Fjárhagsáœtlun Reykjavíkur 1988 Þetta vill stjómarandstaðan Flutti 18 ályktunartillögur aukfjölmargra annarra breytingartillagna við lokaafgreiðslufjárhagsáætlunar 1988. Aðeins þrjár samþykktar. Hinar felldar eða vísað til nefnda og ráða Aldrei fyrr hefur staða borgar- sjóðs verið jafn sterk sem nú og hljóðar fjárhagsáætlunin fyrir 1988 upp á 7,6 milljarða króna. Þessari góðu stöðu er ekki að þakka góðri stjórn íhaldsmeiri- hlutans, eins og hann hefur viljað halda fram, heldur hinu að raun- hækkun hefur orðið á nær öllum þjónustugjöldum á undanförnum árum og nýtur borgarsjóður þess. Þegar verðbólga var minnkuð með harkalegum aðgerðum, 1983, þá jukust rauntekjur af út- svari, þrátt fyrir lækkun á inn- heimtuhlutfalli. Útsvarið, sem er stærsti og þýðingarmesti tekju- stofn borgarinnar, er nú með staðgreiðslukerfi skatta að fullu verðtryggt. Til aðstöðu- jöfnunar Það er skoðun stjórnarand- stöðunnar, Alþýðubandalags, Kvennalista, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks, að þeim miklu fjármunum, sem borgin hefur úr að spila, um 700 milljónum króna eða um 10% af tekjum, eigi að verja til aðstöðujöfnunar í stað ótímabærra lúxusbygginga. f staðinn leggur stjórnarandstaðan áherslu á að styrkt sé aðstaða barna, unglinga og aldraðra. Stjórnarandstaðan hafnar því að úr sjóðum Hitaveitu Reykja- víkur verði varið 124,5 milljónum króna í veitingahús, „skoppar- akringlu“, ofan á Óskjuhlíðar- tönkum og að til byggingar ráð- húss verði varið 160 milljónum úr borgarsjóði og 180 milljónum úr bílastæðasjóði, sem að mestu er fjármagnað með lántöku. Þess- um lántökum er hafnað. Þessum fjármunum, 284,5 milljónum króna, verði varið til þarfari framkvæmda á vegum borgar- sjóðs. Alyktunar- tillögur stjórnar- andstöðunnar Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu tillögum sem stjórn- arandstaðan lagði fram sameigin- lega við lokaafgreiðslu fjárhagsá- ætlunar borgarinnar, sem var af- greidd sl. fimmtudagsnótt í borg- arstjórn og afdrifum þeirra. Rekstur borgarinnar endurskoðaður Stjórnarandstaðan telur mikla þörf á því að taka allan rekstur Reykjavíkurborgar til gagn- gerðrar endurskoðunar, þar sem stjórn borgarinnar skorti aðhald og virka stjórnun. Hún viil að fengnir verði sérfræðingar í hag- ræðingarmálum til að gera heildarúttekt á rekstrinum. Að lokinni þeirri úttekt geri sérfræð- ingarnir tillögur um endurbætur á skipulagi, stjórnun og rekstri borgarinnar, þar sem þeir telji að úrbóta sé þörf. Tillögunni var vís- að frá. B-álma Borgarspítalans Borgarstjórn samþykkir að verja á þessu ári 66,5 milljónum króna úr borgarsjóði til B- álmu Borgarspítalans í stað lögbund- innar, 1,6 milljónum króna, sem meirihlutinn gerir ráð fyrir í frumvarpi sínu. Tillaga þessi er við það miðuð að reynt verði að fylgja áætlun Borgarspítalans frá því í vor um að ljúka B- álmunni 1990. í greinargerð með tillögunni segir að flutningsmenn hennar séu þeirrar skoðunar, að ekki sé lengur hægt að láta ríkið stjórna framkvæmdahraða B- álmunnar. Fjárframlag þess til B- álmunnar hefur verið mjög af skornum skammti á undanförnum árum, og í ár er ríkisframlagið í sömu krónutölu og 1987, eða 9 milljónir króna. Engan veginn hefur verið staðið við samning ríkis og borgar frá 1984, en þar var stefnt að verklokum á árinu 1986. Ellefu ár eru nú liðin síðan framkvæmdir hófust og aðeins búnar þrjár hæðir af sjö. Þó borgarsjóði beri aðeins lagaskylda til að greiða 15% stofnframlag á móti ríkinu, þá er ekkert sem bannar að gera betur. Ástandið í hjúkrunarmálum aldr- aðra Reykvíkinga og fyrirséð fjölgun aldraðra á næstu árum kallar á úrbætur hið fyrsta. í áætlun, sem gerð var fyrir spítalann í maí sl., var reiknað með að ljúka mætti B- álmunni fyrir rúmar 350 milljónir króna (miðað við meðalbyggingarvísi- tölu 1988 - 383 stig). Áætlunin deilir upphæðinni niður á 3 ár. í ljósi hins lága ríkisframlags reikna tillögumenn þó aðeins með fjórðungi þetta árið, sem fæst með samanlögðu framlagi ríkis, Framkvæmdasjóðs aldr- aðra og borgar, verði tillagan samþykkt. Við lokaafgreiðslu var tillögunni vísað frá. Hjúkrunarheimili fyrir aldraða Borgarstjórn samþykkir að láta á þessu ári hanna og hefja framkvæmdir við nýtt hjúkrunar- heimili fyrir aldraða. Á heimilinu verði gert ráð fyrir rúmum fyrir 32 hjúkrunarsjúklinga auk hús- næðis fyrir dagvistun. Verði framkvæmdir við það miðaðar, að hægt verði að taka heimilið f noktun í ársbyrjun 1990. Til þessa verkefnis verði varið 90 milljónum króna á fjárhagsáætl- un þessa árs. í greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn að verulegur skortur sé á hjúkrunarrými fyrir aldraða í Reykjavík og er það samdóma álit þeirra, sem að öldr- unarmálum starfa, að brýnast sé að bæta úr þessari tegund stofn- anaþjónustu. Þyrfti nú þegar að hefja skipulagt átak í uppbygg- ingu lítilla hjúkrunarheimila í hverfum borgarinnar, sem svara betur persónulegum þörfum fólks en stórar sjúkrastofnanir. Eftir að Hafnarbúðir voru seldar á sínum tíma óx þeirri hug- mynd fylgi í stjórn sjúkrastofn- ana að byggja hjúkrunarheimili á lóð spítalans. Heimilið hefur ekki enn komist af hugmyndastigi, en með tillögunni hér að framan er gert ráð fyrir að það gerist á þessu ári. Lóð Borgarspítalans er án efa heppileg með tilliti til samnýting- ar af ýmsu tagi, en hins vegar telja flutningsmenn þessarar til- lögu, að til álita komi að huga að staðsetningu slíks heimilis, t.d. í Árbæjar- eða Vogahverfi, sér- staklega með hliðsjón af því, hversu vel hefur gengið að manna Seljahlíð í Breiðholti. Tillögunni var vísað frá. Bygging dag- vistunarheimila Borgarstjórn samþykkir að auka veruíega framlag sitt til byggingar dagvistunarheimila í borginni á næstu árum. Verði framlagið 160 milljónir króna 1988, auk þess fjár, sem ætlað er til breytingar og endurbóta eldri heimila. Stefnt verði að því, að þetta framlag haldi a.m.k. því raungildi næstu 5 árin. Hækkunin nemur 98,3 milljónum króna frá frumvarpi meirihlutans. í greinargerð með tillögunni segir að til marks um þörfina fyrir hraðari uppbyggingu er sú stað- reynd, að börnum á biðlistum dagheimila og leikskóla hefur fjölgað um 170 síðustu 2 árin. Um nýliðin áramót voru þau rúmlega 1900, auk þeirra, sem bíða eftir plássi á skóladagheimili. Andmælendur hraðrar upp- byggingar dagvistunarheimila bera fyrir sig starfsmannaskorti heimilanna. Slíkar mótbárur vitná um uppgjöf, sem ekki er ásættanleg. A starfsmannavand- anum verður að taka sérstaklega, svo uppeldisstörf verði eftirsókn- arverð. Stjórnarandstaðan væntir þess, að borgarstjórn fari að tillögum starfshóps, sem skip- aður var af borgarráði sl. haust til að leita úrbóta í þessum efnum. Þar var sett á oddinn að bæta þurfi launakjör starfsmanna dag- vistarheimilanna. Tillögunni var vísað frá við lok- aafgreiðslu. 50 milljónir til íbúðakaupa Borgarstjórn samþykkir að verja 50 milljónum króna til íbúðarkaupa í stað 20 milljna króna í frumvarpi að fjárhagsá- ætlun. Keyptar verði 30 leiguí- búðir, þar af 12 til leigu fyrir aldr- aða, auk þess sem lagt verði til mótframlag allt að 40 kaupleigu- íbúða. í greinargerð með tillögunni segir að tillagan geri ráð fyrir svipuðum leiguíbúðakaupum og undanfarin ár, að viðbættum 12 íbúðum fyrir aldraða, sbr. sam- þykkt félagsmálaráðs frá 3. des- ember sl., sem og að tryggt verði, að framlag ríkisins vegna kaupleiguíbúða í Reykjavík nýt- ist að fullu. Tillagan náði ekki fram að ganga og var vísað frá. Unglingahús í miðbœnum Borgarstjórn samþykkir að koma upp unglingahúsi í miðbæ Reykjavíkur. Verði unglingarnir sjálfir að verulegu leyti ábyrgir fyrir starfsemi hússins og rekstri þess, en þeim til aðstoðar verði starfsfólk á vegum íþrótta- og tómstundaráðs. Á fjárhagsáætl- un ársins verði gert ráð fyrir 20 milljónum króna til kaupa á húsnæði fyrir þessa starfsemi og 6 milljónum til launa- og rekstrar- kostnaðar á árinu. f greinargerð með tillögunni segir að um nokkurra ára skeið hafi átt sér talsverð umræða innan íþrótta- og tómstundaráðs og félagsmálaráðs um aðstöðu fyrir unglinga í miðbæ borgarinn- ar. Liggja ma. fyrir ítarlegar skýrslur frá starfsmönnum ráð- anna um fyrirkomulag slíkrar starfsemi. Þessi umræða á ekki síst rót sína að rekja til þess mikla fjölda unglinga, sem safnast saman í miðbænum á kvöldin og um helg- ar. Þar er hins vegar engin að- staða fyrir þessa unglinga nema gatan, ef frá eru taldar fáeinar sjoppur, leiktækjasalir og strætis- vagnaskýli. Unglingarnir þurfa, rétt eins og þeir, sem fullorðnir teljast, að eiga sér einhvern samastað í hjarta borgarinnar. Á þetta sér- staklega við um aldurshópinn 15 - 18 ára, sem hefur takmarkaðan áhuga á félagsmiðstöðvum hverf- anna. Ef unglingarnir ættu sér „einhvern samastað í miðbæn- um, sem byggður væri upp á þeirra eigin forsendum, gæti það dregið úr reiðileysishangsi á göt- um úti, sem oft á tíðum eykur á vanlíðan og spennu meðal ákveð- ins hóps, sem brýst svo út í vímu- efnaneyslu og skemmdarverkum af ýmsu tagi. Unglingahús er því ekki aðeins sjálfsögð þjónusta við unglinga í borgarsamfélagi, heldur líka og ekki síður liður í fyrirbyggjandi starfi. Við afgreiðslu var tillögunni vísað til íþrótta- og tómstunda- ráðs til frekari umfjöllunar. Æskulýðshús í Grafarvoginn Borgarstjórn samþykkir að veita 7 milljónum króna til kaupa á húsi í Grafarvogshverfi fyrir æskulýðsstarf. í greinargerð með þessari til- lögu segir að engin aðstaða sé fyrir almennt félags- og tóm- stundastarf barna og unglinga í Grafarvogshverfi. í ört vaxandi hverfi, þar sem meðalaldur íbúa er hvergi lægri í borginni, er mikil nauðsyn á að skapa nú þegar að- stöðu fyrir æskulýðsstarf. Flutn- ingsmönnum tillögunnar er ljóst að miðað er við, að Foldaskóli verði jafnframt skólastarfinu, félags- og menningarmiðstöð hverfisins. Þar til skólinn er tilbú- inri að taka við sem félagsmið- stöð, þarf að útvega tímabundið húsnæði fyrir æskulýðs- og fé- lagsstarf í Grafarvogi. Það er skemmst frá því að segja að tillögunni var vísað frá við af- greiðslu. Félagsmiðstöð í Seljahverfi Borgarstjórn samþykkir að hefjast strax handa um að koma upp félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga í Seljahverfi. Borgar- stjórn veitir til þess 15 milljónum króna. í greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn, að eins og borgarfulltrúum sé kunnugt um, keypti borgarsjóður Vogasel 5 í þessu skyni, en vegna mótmæla íbúanna við starfseminni var hús- ið nýlega selt fyrir 11 milljónir króna. Flutningsmenn benda á að við Heiðarsel í Seljahverfi er til lóð, sem er tilvalin fyrir þessa starf- semi. Þyki sá kostur ekki hag- stæður þá er rétt að benda á, að sóknarnefnd Seljakirkju hefur boðið borginni samstarf um, að æskulýðs- og félagsmiðstöð hverfsins verði staðsett í einu af samtengdum húsum kirkjunnar. Þessari tillögu var vísað til íþrótta- og tómstundaráðs til frekari umfjöllunar. Viðhald skólahúsnæðis Borgarstjórn samþykkir að gera átak í viðhaldi skólahúsnæð- is á næstu árum. í greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn að þrátt fyrir að til sé áætlun um nauðsynleg viðhaldsverk á húsnæði grunn- skóla borgarinnar, sjást ekki nein merki þess í tillögum meirihlut- ans að þeirri áætlun verði fylgt og skólarnir verði látnir halda áfram að drabbast niður. Því sé nauðsynlegt að taka á þessum málum, því það er deginum ljós- ara að skóli sem skortir allt við- hald, er ekki til þess fallinn að auka á virðingu nemendanna fyrir honum. Eftir því sem þessi mál séu látin reika á reiðanum, verði tilkostnaðurinn sífellt hærri þegar loks verður tekið á þeim. Tillagan náði ekki fram að ganga og var vísað frá. Tilraunaskóla í Hamrahverfi Borgarstjórn samþykkir, að á næsta ári verði hafist handa við að reisa nýjan skóla í Hamra- hverfi í Grafarvogi fyrir börn að 12 ára aldri. Skólinn verði til- raunaskóli samkvæmt heimild í 65. grein laga nr. 63/1974, sbr. þó 3. mgr. þessarar tillögu. Jafn- framt verði gerð tilraun með rekstur dagheimilis og skóladag- heimilis undir sama þaki sam- kvæmt lögum nr. 112/1976. Fjöldi barna fari ekki yfir 400. Tilraunin felst í því að setja á laggir og starfrækja skóla, þar sem fram fer kennsla og dagvist í einni stofnun. Bygging og starf- semi verði á þann veg, hvað varð- ar húsakost, búnað, starfslið og önnur skilyrði, að uppfylli ákvæði laga og reglugerða þar um, þó þannig að um samrekstur verði að ræða með möguleikum á að samnýta húsakynni og þjón- ustu eftir því sem við á. Til að þetta megi verða þarf Reykj avíkurborg að fá undan- þágu frá ákvæðum um kostnaðar- skipti ríkis og sveitarfélaga, þannig að ríkið greiði 50% af stofnkostnaði og 50% af rekstrar- kostnaði beggja stofnananna. Reykjavíkurborg leiti hið allra fyrsta eftir samstarfi við mennta- málaráðuneytið um að slík til- raun verði gerð, þannig að hægt verði að hefjast handa þegar á næsta ári við hönnun hússins. Jafnframt verði settur á fót samstarfshópur fulltrúa minni- og meirihluta í borgarstjórn, full- trúa menntamálaráðuneytis, SAMFOKS, stjórnar dagvista, fóstra, kennara og skólastjórn- enda til að móta tillögur um innra starf stofnunarinnar. í greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn að öllum ættu að vera ljósar þær breyting- ar, sem orðið hafa á lífi barna og fjölskyldna þeirra á undanförn- um tveimur áratugum. Hér á landi hefur staða foreldra með lítil börn stöðugt versnað á þess- um tíma, þrátt fyrir vaxandi vel- megun þjóðarinnar í heild. Báðir foreldrar vinna í auknum mæli utan heimilis, og 1985 var einn fjórði hluti allra barnafjölskyldna einstæðir foreldrar. Þetta og margt annað kallar á aukna ábyrgð samfélagsins á uppeldi barna. í Reykjavík hefur upp- bygging og úrræði á þessu sviði verið fyrr á ferð en annars staðar á landinu, en fullnægir þó engan veginn hinni brýnu þörf sem fyrir er. Vegna þessa telja flutnings- menn þessarar tillögu mikilvægt að leita nýrra leiða og koma á fót skóla hér í borg, sem stenst kröf- ur nútímans varðandi uppeldi og uppfræðslu, með þarfir barna í fyrirrúmi. f grannlöndum okkar hefur 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 9. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.