Þjóðviljinn - 09.02.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 09.02.1988, Blaðsíða 15
Síðari umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkur stóð frá kl. 17.00 sl. fimmtudag og fram undir morgun sl. föstudags í fundarsal borgarstjórnar að Skúlatúni 2. þróun uppeldis- og skólamála með þarfir fjölskyldna og barna í huga verið örari en hér á landi. Skólar eru einsetnir, daglegur skólatími lengri og nemendum er yfirleitt gefinn kostur á skóla- máltíðum. Þar hafa ma. um nokkurt skeið verið reknir skólar, eins og hér er gerð tillaga um, og gefið góða raun. Það er einlæg von tillöguflytj- enda, að um þessa tillögu geti myndast samstaða í borgarstjórn og að gerð verði tilraun í þessa veru í einum skóla hér í borg til að byrja með. Ef vel tekst til gæti þarna verið á ferð upphaf nýs og betri tíma fyrir yngstu kynslóðina í Reykjavík til hagsbóta fyrir framtfðina. Tillögunni var vísað til Skóla- málaráðs, til frekari umfjöllunar, en tillaga minnihlutans um að vísa henni til Fræðsluráðs var felld. Sambýli fyrir aldraða Borgarstjórn samþykkir að verja 12 milljónum króna til kaupa á húsnæði fyrir sambýli, þar sem 14 aldraðir geta búið. Sambýlið verði rekið á daggjöld- um. í greinargerð með tillögunni segir að slíkt sambýli einsog gert er ráð fyrir í tillögunni sé í dag rekið í Kópavogi og hafi gefið góða raun. Þá getur sambýli verið gott úrræði fyrir aldraða, sem nú búa í ófullnægjandi húsnæði og vilja búa í félagi við aðra. Tillögunni var vísað til Bygg- inganefndar aldraðra til frekari umfjöllunar. Bætt þjónusta almenningsvagna Borgarstjórn samþykkir eftir- taldar aðgerðir í því skyni að bæta þjónustu almenningsvagna í borginni. Aðgerðirnar verði til þess að sporna við þeirri þróun undanfarinna ára, að farþegum hefur fækkað verulega um leið og einkabílum og einkabílaumferð hefur aukist gífurlega. Á þessu ári verði farið í eftirtaldar að- gerðir: 1. Tilraun verði gerð með að fjölga ferðum á hraðleiðunum þremur. Leiðir 13 og 14 verði sex sinnum á klst. á annatímum, þe. frá kl. 7.30 - 9.30 að morgni og frá 16.00 - 18.30 síðdegis. Leið 100 verði á sama hátt á 10 mín. fresti og leið 15 í Grafarvog- inn verði fjórum sinnum á klst. í stað einnar ferðar nú. í þessu skyni verði varið 100 milljónum, eða 59 milljónum til viðbótar við þá 41 milljón króna, sem ætluð er til vagnakaupa á fjárhagsáætlun. 2. Lokið verði við endur- skoðun þá á leiðakerfinu, sem hafin var 1981, og þær breyting- ar, sem gera þarf vegna nýrra að- stæðna teknar inn. 3. 4 milljónum króna verði var- ið til nýrra biðskýla í stað þeirra 2ja milljóna, sem nú eru á fjár- hagsáætlun. Tveim fyrri liðum tillögunnar var vísað til stjórnar SVR til frek- ari umfjöllunar, en þriðja liðnum var vísað frá. Heilsugœslustöðin við Haunberg Borgarstjórn samþykkir að verja 46 milljónum króna til heilsugæslustöðvar við Hraun- berg, svo ljúka megi byggingu hennar á þessu ári. í greinargerð með tillögunni segir að nóg sé komið af sviknum loforðum um heilsugæslustöðina í Breiðholti 3. Heilbrigðisráð setti hana efst á framkvæmdalista 1983 og stefnt hafi verið að opnun stöðvarinnar 1987. Áætluð útkoma ársins 1987 sýnir, að rúmlega 7,5 milljónir króna vanti upp á að það fé sem þá var áætlað hafi verið nýtt til framkvæmdarinnar. Hluti af þeim 16 milljónum, sem ríkið veitti í stöðina, hefur farið í ann- að. í Breiðholti búa tæplega 25 þúsund manns. Þar starfar ein heilsugæslustöð í bráðabirgða- húsnæði og getur aðeins þjónað um 7 þúsund íbúum. Það er því löngu orðið tímabært að bæta heilbrigðisþjónustu þessa stærsta hverfis borgarinnar. Með því að hækka fjárveitingu til stöðvarinn- ar við Hraunberg úr 25 í 46 milljónir tekst að ljúka byggingu hennar. Tillagan náði ekki fram að ganga og var vísað frá. Svartir blettir Borgarstjórn samþykkir að vinna markvisst að fækkun slysa og umferðaróhappa í borginni. f tillögunni segir að á vegum borgarverkfræðingsembættisins Sameiginlega lagði stjórnarandstaðan í borgarstjórn 18 ályktunartillögur til aðstöðujöfnunar fyrir börn, unglinga og aldraða í núverandi góðæri borgarsjóðs. Aðeins þrjár tillögur hennar náðu fram að ganga, hinar voru felldar eða visað til nefnda og ráða borgarinnar. sé haldin skrá yfir umferðaró- höpp í borginni. Búið er að tölvu- væða þessa skrá og er því til stað- ar mikilvægur gagnabanki. Þar eru upplýsingar um fjölda slysa, tegund þeirra og hve alvarleg slys eða óhöpp eru á hverjum stað í borginni. Þessar upplýsingar benda á ákveðna áhættustaði (götur eða gatnamót), þar sem fjöldi óhappa er mikill. Verulega má draga úr áhættu á þessum stöðum með aðgerðum. Því leggur stjórnarandstaðan til, að á þessu ári verði varið 12 milljónum króna aukalega í það að eyða þessum svörtu blettum í umferðinni. Tillögunni var vísað til Um- ferðarnefndar, til frekari umfjöll- unar. Umhverfi og íbúasamtök Borgarstjórn samþykkir, að framkvæmdir, er varða umhverfi og útivist, verði í samráði við framfara- og hagsmunasamtök íbúa, að undanskildum fram- kvæmdum í Laugardal, við Tjarnarbakka og Hljómskála- garð. fbúasamtökin geti valið á milli þess að taka að sér framkvæmdir sjálf eða láta borgina annast þær. Velji íbúasamtökin að annast sjálf um framkvæmdir skuli þau láta verkefni samkvæmt fram- kvæmdaskrá hafa forgang. í greinargerð segir að borgar- stjórn hafi þegar markað þá stefnu að leita til íbúasamtaka vegna kynningar á hverfaskipu- lagi. Næsta skref gæti orðið að leita til íbúanna og athuga hvort þeir vilja hafa umsjón með, eða takast á hendur einstakar fram- kvæmdir. Tilvalið sé að byrja með verkefni á sviði umhverfis og útivistar, en það sé meðal þeirra þátta sem íbúar huga hvað helst að sjálfir. Ekki er ólíklegt, að þekking íbúanna á eigin umhverfi og útsjónarsemi muni í þessu til- felli nýtast öllum vel og ef til vill minnka kostnað við framkvæmd- ir. Eins má gera ráð fyrir því, að virk þátttaka í bættu umhverfi leiði til betri umgengni og meiri hugulsemi gagnvart nánasta um- hverfi. Tillagan náði ekki fram að ganga og var vísað frá. Skautasvell Borgarstjórn samþykkir að gera átak til að skapa aðstöðu fyrir skautaíþróttina í borginni, með því að gera fjóra malbikaða velli fyrir skautasvell í eða við íbúðahverfi, hefja framkvæmdir við vélfryst skautasvell, og láta endurskoða og yfirfara áætlanir um skautahöll, þar sem gerður verði samanburður á stofn- og rekstrarkostnaði hinna ýmsu skautahalla, sem þegar hafa verið byggðar víðs vegar í heiminum. Tillögunni var vísað til íþrótta- og tómstundaráðs til frekari um- fjöllunar. Sundlaug Árbæjar og Seláss Borgarstjórn samþykkir að byrja strax á byggingu almenn- ingssundlaugar í Arbæjar- og Sel- áshverfi, samkvæmt staðfestu skipulagi. í því skyni samþykkir borgarstjórn að verja 10 milljónum króna á þessu ári. í greinargerð með tillögunni segir að í mörg ár hafi það verið baráttumál íbúanna að fá sund- laug. Samkvæmt skipulagi af Fyikissvæðinu, er þar gert ráð fyrir almenningssundlaug. En í framkvæmda- og fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir 1987-1990 er ekki einu orði minnst á sundlaug í þessum hverfum. Það sé til vansa fyrir borgaryfirvöld á tímum góð- æris að hefjast ekki handa við sundlaugarbyggingu í þessu fjöl- menna úthverfi borgarinnar. Tillögunni var vísað til íþrótta- og tómstundaráðs, til frekari um- fjöllunar. Vinnuhúsnœði fyrir mynd- listarmenn Borgarstjórn samþykkir að út- vega vinnuhúsnæði fyrir mynd- listarmenn. Borgin veiti mynd- listarmönnum tímabundna að- stöðu í þessu húsnæði gegn vægu leigugjaldi. I greinargerð með tillögunni segir að Menningarmálanefnd borgarinnar hafi samþykkt í sept- ember sl. að vísa tillögu þessa efnis til meðferðar við gerð fjár- hagsáætlunar. En ekki er séð að sú tillaga hafi komið fram nú. Þá var á það bent, að myndlistar- menn njóta opinbers stuðnings í minna mæli en fólk í ýmsum öðr- um listgreinum. Fjárhagsstaða þeirra er oft erfið vegna mikilla fjárútláta til efniskaupa. Dýr húsaleiga fyrir vinnuaðstöðu er myndlistarmönnum erfiður hjalli á meðan þeir eru að koma undir sig fótunum. Þetta á ekki síst við þá, sem nýkomnir eru úr námi. Tímabundið, ódýrt vinnuhús- næði væri því raunhæfur stuðn- ingur borgarinnar við myndlista- menn. Tillögunni var hafnað og vísað frá. Prjár tillögur minnihlutans samþykktar Aðeins þrjár breytingartil- lögur minnihlutaflokkanna voru samþykktar við lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar fyrir 1988. Samþykkt var 229 þúsund króna viðbótarframlag til ungbarna- verndar vegna yfirvinnu starfs- fólks vegna foreldrafræðslu á kvöldin, 722 þúsund króna hækk- un á framlagi til þjónustuíbúða aldraðra á Dalbraut og 250 þús- und króna framlag til Samtak- anna ‘78, vegna bókasafns og fræðslustarfs þeirra. -grh Þrlðjudagur 9. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.