Þjóðviljinn - 09.02.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 09.02.1988, Blaðsíða 20
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 \ þlÓÐVIUINN Þriðjudagur 9. febrúar 1988. 31. tölublað 53. örgangur Sparisjóösvextir og yfirdráttur á tékKareikningum SAMVINNUBANKI fSLANDS HF ________________ Ráðhús Ríkis lögmaður skilar af sér Mín svör liggja fyrir. Á hinn bóginn hefur félagsmálaráðherra óskað eftir viðbótarsvörum um tiltekin atriði, sagði Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður, en hon- um var falið að taka saman greinargerð um málsmeðferð þá er fyrirhuguð ráðhússbygging hefur hlotið. Gunnlaugur sagði að gengið yrði frá þessum viðbótarsvörum í dag. Gudrún Jónsdóttir arkítekt, sem á sæti í Skipulagsstjórn ríkis- ins, gerði eins og kunnugt er margvíslegar athugasemdir við deiliskipulag Kvosarinnar, ráð- húsið ekki síst, og lagði til að horfið yrði frá byggingaráform- um. í framhaldi af því hafa borg- arlögmaður og nú ríkislögmaður fjallað um málið. Því er það Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra sem á næsta leik. Ekki tókst að ná sam- bandi við hana í gær vegna þessa máls. HS Þjóðminjasafn Afmæli undirbúið Þjóðminjasafnið á merkisaf- mæli nú í febrúar, og verður þess meðal annars minnst með hátíð- ardagskrá í Háskólabíói síðustu helgina í mánuðinum. Afmælið miðast við 24. febrú- ar, en þann dag árið 1863, fyrir 125 árum, varð til fyrsti vísir að safninu þegar stiftsyfirvöld tóku við gjöf Helga Sigurðssonar, 15 fornmunum. Áður voru íslenskar þjóðminjar aðeins varðveittar er- lendis, fyrst oog fremst í Kaup- mannahöfn. Að sögn safnmanna hafa safn- inu þegar borist veglegar gjafir frá erlendum söfnum, fyrst og fremst bókagjafir, og ýmsar bókaútgáfur íslenskar undirbúa einnig veglega bókagjöf auk ann- arra vildarvina Þjóðminjasafns- ins. Þess má geta að það er í tilefni afmælisins sem Sjónvarpið lýkur nú dagksrá sinni á kvöldin með stillimyndum af fornmunum ýms- um í stað landslagsmyndanna áður. _lg Rauði krossinn Margir vilja til Eþiopíu Rauði krossinn auglýsti nýlega námskeið fyrir unga sjálfboða- liða, er vildu starfa í Eþíópíu. 80 umsóknir bárust en aðeins 16 komast að. „Það er gaman að vita hvað við eigum mikið af ungu hugsjóna- fólki,“ sagði Hólmfríður Gísla- dóttir hjá RKÍ, er Þjóðviljinn innti eftir aðsókninni. Til stendur að senda tvo fyVstu sjálfboðalið- ana til starfa í Gojjamhéraði í Eþíópíu, nú í sumar. Eiga þeir að vinna að uppbyggingu Rauða kross starfs með unglingum úr héraðinu. Starfið mun m.a. felast í því að vernda vatnsból, gróður- setja tré og auka heilþrigðisf- ræðslu. . mj meirí háttar osm TILBOÐ stendur tíl 12. febrúar á ca. 450 g stykkjum af brauðostinum góða. Verð áður: kr.5037kílóið Tiiboðsverð: kr.39 kiloið Rúmlega 20% lækkun!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.