Þjóðviljinn - 11.02.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.02.1988, Blaðsíða 1
Kaupleigufrumvarpið Jóhanna hreppir mótvðnd Verkalýðshreyfingin telur að nœr hefði verið að bœta verkamannabústaðakerfið en að taka upp kaupleigufyrirkomulag. Samband sveitarfélaga teluraðýms atriðiþarfnist nánari skoðunar Frumvarp Jóhönnu Sigurðar- dóttur um kaupleiguíbúðir mætir víð'ar andstöðu en hjá fé- lögum hennar í rflrfsstjórn. Tals- menn verkalýðshreyfíngarinnar hafa mjög margt við friinivarpið að athuga og telja að nær hefði verið að betrumbæta verka- mannabústaðakerfið og vcita auknu fjármagni í það. Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða og flokksbróðir Jóhönnu, segist ekki koma auga á gæðin frum- varpsins. Grétar Þorsteinsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur og fulltrúi Alþýðu- sambandsins í Húsnæðisstjórn, segir að skynsamlegra hefði verið að breyta lögum um verka- mannabústaði og gera leiguíbúð- ir að vænlegri kosti innan kerfis- ins og Björn Þórhallsson, for- maður Landssambands vers- lunarfólks og fulltrúi í stjórn Hús- næðisstjórnar, tekur í sama streng. Þá eru sveitarfélögin langt því frá yfir sig hrifin þótt þau fagni því að auknu fjármagni verði veitt til byggingar leiguíbúða. Til að mynda hafa sveitarfélögin ekki verið hrifin af kaupskyld- unni í verkamannabústaðakerf- inu en hún er áfram í kaupleiguf- yrirkomulaginu. Þá munu Hafís ísinn rétt við Hom ÓlafurJónsson vitavörður: ís sést 8- 12 km ínorður og ísrönd austur eins og séð verður Maður sér ísinn í 8-12 kíló- metra fjarlægð í norður, en sfðan liggur röndin í austur eins og séð verður. Ef skyggni leyfir í dag, set ég á mig skaflajárn og kíki á hann ofan af fjalli til að fá betri yfirsýn, sagði Olafur Jóns- son, vitavðrður á Hornbjargs- vita, við Þjóðviljann í gær. Að sögn Ólafs eru nokkrir smáir jakar landfastir í fjöru. Greiðfært er fyrir skip fyrir Horn, en sjálfsagt fyrir sjófarendur sem þar eiga leið um að gá að sér, því ísinn sést illa í radar. Þjóðviljinn hafði samband við Hraun á Skaga í gær, en þar var skyggni mjög slæmt og sást eng- inn ís frá landi. J?ó gátu heima- menn merkt það af öldulaginu að ís væri þar fyrir utan, því aldan var lítil eins og einhver þungi væri á sjónum. Flugvél Landhelgisgæslunnar gat ekki farið í ískönnunarflug í gær vegna lélegs skyggnis og höfðu Gæslunni ekki borist margar tilkynningar um ís. Þó voru fréttir um ísspangir aust- norð-austur af Geirólfsgnúpi, og ísrastir og jaka á stangli út af Siglunesi. -grh sveitarfélögin nú þurfa að leggja fram 15% af kostnaði kaupleiguí- búðar en lögðu áður fram 8,5%- 10%. Magnús E. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, sagði að þessi atriði þyrftu að skoðast bet- ur, en vildi ekki tjá sig um frum- varpið þar sem hann hefði ekki getað kynnt sér það frekar en aðrir, en frumvarpsdrögunum hefur eingöngu verið dreift með- al ríkisstjórnarflokkanna. Sveitarfélögunum, verkalýðs- hreyfingunni, BSRB, VSÍ og átta almannasamtökum sem starfa að húsnæðismálum voru hinsvegar kynntar tillögur frumvarpsins sl. haust og virðist niðurstaðan al- mennt vera sú að kosningamál Jóhönnu eigi litlu fylgi að fagna hjá öllum þessum aðilum. Þjóðviljinn hefur frumvarps- drögin undir höndum og kafar dýpra í málið inni í blaðinu. -Sáf Sjá bls. 5 og 6 Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dagbrúnar, og Kristján Ásgeirsson frá Húsavík, skeggræða um kröfugerð VMSÍ á formannafundi í gær. Álengdar standa formaður og varaformaður VMSl, Guðmundur J. Guðmundsson og Karvel Pálmason. Mynd E.ÓI. VMSÍ Sameiginlega ýtt úr vör Karvel Pálmason, varaform. VMSÍ: Mestum vertaðfull samstaða náðist. Sigurður T. Sigurðsson, HlífíHafnarfirði: Líst vel á kröfugerðina. Kapp lagt á að ná samstöðu Pað er mest um vert að menn eru samstiga og ýta sameigin- lega úr vör, sagði Karvel Pálma- son, varaformaður Verkamanna- sambandsins, í gær eftir for- mannafund sambandsins þar sem ný kröfugerð um samninga til árs var samþykkt einróma. Karvel sagði að erfitt væri að ráða í með hvaða hætti atvinnurekendur myndu meta kröfugerðina. - Reiknimeistarar Ríkisút- varpsins voru búnir að reikna hana til 60% hækkunar. Það er full ástæða til að mótmæla slíkum fréttaflutningi. Ég held að það megi þykja gott ef kaupmáttur- inn stendur í stað miðað við síð- asta ár. Meira er ekki farið framá og þjóðfélagið ætti ekki að sligast vegna þessa, sagði Karvel. Samkvæmt kröfugerðinni er gert ráð fyrir að lágmarkslaun hafi náð 40.000 krónum á mánuði í lok samningstímans, en lág- markslaun eru núna um 31.000. Farið er fram á að 2000 krónur leggist ofan á öll laun í febrúar og aftur í október. Krafist er áfanga- hækkana uppá 3% fjórum sinn- um á árinu, desemberuppbót, sem nemur tveggja vikna dag- vinnukaupi, auk starfsaldurs- hækkana í áföngum á samnings- tímabilinu og hækkunar á nám- skeiðsálagi fiskverkafólks, svo eitthvað sé nefnt. Krafist er sérstakrar greiðslu til launajöfnunar sem leggist á laun þeirra sem höfðu undir 50.000 í dagvinnutekjur í síðasta mánuði. í híut þeirra sem voru með minna en 35.000 komi 4000, 3000 til þeirra sem voru með 35-40.000, 2000 til þeirra sem voru með 40- 45.000 og 1.000 til þeirra sem höfðu 45-50.000 krónur. Farið er framá ákveðin verð- tryggingarákvæði í samningnum. Fari vísitöluviðmiðun fram yfir tilgreind mörk, falli launaiiðir samningsins sjálfkrafa úr gildi. Jafnframt er krafist baktrygging- ar. Semji aðrir hópar um launa- hækkanir umfram það sem VMSÍ fær, er samningurinn uppsegjan- legur. - Mér líst vel á þessa kröfu- gerð. Vitanlega hafa menn alltaf óskir um eitthvað betra og hugs- anlega getur verið áherslumunur á skoðunum manna. Það er mest um vert að menn hafa sýnt ein- dreginn vilja til samstöðu, sagði Sigurður T. Sigurðsson, formað- ur verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði. Kröfugerðin hefur þegar verið kynnt atvinnurekendum og er búist við að samningaviðræður hefjist á morgun. -rk St. John Islendingarnir við toppinn 3. umferð alþjóðaskákmótsins f St. John var tefld í gærkvöldi. Karl vann Linn en Margeir gerði jafntefli við Gallagher, og eru þeir báðir með tvo vinninga. Skák Helga og búlgarska stór- meistarans Kiril Gorgiev fór í bið eftir 78 leiki og er afar jafnteflis- leg. Líkur benda því til að okkar menn verði allir með tvo vinninga eftir þrjár fyrstu umferðirnar. Staðan á mótinu hefur enn ekki skýrst til muna, en allnokkrir þátttakenda hafa hlotið 2,5 vinn- inga og fjöldinn allur 2 vinninga. Ýmsir einvígiskappanna taka þátt í mótinu; Spraggett, Jusup- ov, Ehlvest, Vaganian og Seiraw- an, og eru flestir við toppinn. HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.