Þjóðviljinn - 11.02.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.02.1988, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Bifreiðatryggingar Iðgjöld og bætur stórhækka Sjálfsábyrgð fellur niður og réttur til bóta eykst. Reiknast inn í hækkun iðgjalda Ný umferðarlög taka gildi 1. mars og munu þau hafa í för með sér íjöida breytinga á vá- tryggingar bifreiða. Réttur til bóta mun aukast mikið og veru- legra hækkana á iðgjöldum er að vænta í kjölfarið Tjónabætur 15 faldast og nema þær hæstu 300 milljónum eftir 1. mars. Veröa þær þá álíka háar og gerist á hinum Norðurlöndunum, að sögn Jóhanns E. Björnssonar hjá Ábyrgð. Ein af jákvæðum nýjungum er að nú mun eigandi sem er farþegi í eigin bfl fá bætur. Áður giltu þau ákvæði aðeins um aðra farþega. Farþegar þurfa heldur ekki að geta sannað sök ökumanns áður en til bóta kem- ur. Þeir sem slösuðust t.d. í grjót- hruni eða snjóflóði gátu átt erfitt með að bera ökumann sökum. Heimild tryggingafélaga til að lækka og fella niður bætur verður stórlega skert og aðeins bundin við að sannað verði stórfellt gá- leysi eða ásetningur á þann er lendir í tjóni. Lögboðið verður að kaupa slysatryggingu fyrir ökumann bif- reiðar og mun hún bæta atvinnu- tjón og sjúkrakostnað, en áður komu bætur aðeins til við dauða og örorku. Þó að sjálfsábyrgð falli niður verður bónuskerfið áfram við lýði. Þegar um lítið tjón hefur verið að ræða hafa menn oft greitt sjálfsábyrgð og það sem uppá vantar til að halda óskertum bónus, sagði Jóhann. Ef 20% bónuslækkun verður við hvert tjón nú verða fjárútlátin ekkert minni. Miðað við hljóðið í trygginga- mönnum má gera ráð fyrir ríflegri hækkun iðgjalda á næstunni.' Valda því bæði ákvæði nýju um- ferðarlaganna um auknar bætur og niðurfellingu sjálfsábyrgðar og að tjónatíðni hefur aukist hraðar en fjöldi tryggðra bfla. Jó- hann segir meðaltjónið í dag vera um 70.000 kr. og vel komi til greina að tryggingafélögin láti verkstæði bjóða í viðgerðir til að reyna að ná niður þeim kostnaði. n\j Norrœna húsið Morð í myrkri Dönsku hjónin Dan og Chili Turéll gista Norræna húsið um þessar mundir. Chili Turéll er leikkona og Dan er rithöfundur, ljóðskáld, blaðamaður og skemmtikraftur með mciru. Þau eru komin til að vera við frumsýningu kvikmyndarinnar Morð í myrkri í Regnboganum á laugardaginn, en myndin er gerð eftir fyrstu sakamálasögu Tur- élls, sem kom út 1980 (á íslensku 1985). Einnig mun Turéll segja frá sjálfum sér og bókum sínum á fyrirlestrum í Háskólanum og í Norræna húsin, og enn fremur bjóða þau Dan og Chili til kabarettsýningar í Norræna hús- inu, þar sem þau flytja blöndu af söngvum, töluðum ljóðum og mónólógum (einleikjum) og leika undir á píanó og gítar. Fyrirlestur Turélls í Háskólan- um er á morgun kl. 17:00, sá í Norræna húsinu á sunnudaginn kl. 17:00. Kabarettsýningin verð- ur svo í Norræna húsinu um kvöldið. LG ■■■ÖRFRÉTTIR"—^ Krókaveiðibann gekk í gildi í norðanverðum Faxa- flóa um síðustu helgi. Hér er um að ræða bann við línu- og hand- færaveiðum norðan línu, sem dregin er úr Þormóðsskeri í Gölt og gijdir það til og með 31. mars nk. Á þessu svæði hafa neta- veiðar verið bannaöar allt árið um langt skeið. Að sögn Arnar Traustasonar veiðieftirlitsmanns hafa verið framkvæmdar tvær skyndilokan- ir á svæðinu vegna smáþorsks í afla, en þegar 50% reyndust vera fyrir neðan viðmiðunar- mörk, var ekki um annað að ræða en að banna krókaveiðar með reglugerð frá ráðuneytinu. Verkatakafyrirtækið Miðfell hefur fengið framlengt greiðslu- stöðvun fyrirtækisins um tvo mánuði. Greiðslustöðvunin mun því gilda til 29. mars n.k. Póstmannafélagið hefur mótmælt skattkerfisbreyt- ingum stjórnvalda og segir þær fela í sér stórauknar álögur á launafólk. Hvetur félagið samtök launafólks til að standa saman um að beita öllum tiltækum ráðum til að beina stjórnvöldum inn á rétta braut, matarskattar verði afnumdir en stórátak gert í skattheimtu hjá hátekjufólki. Dan Turéll kynnir kvikmyndina Morð í myrkri, sem er gerð eftir fyrstu sakamálasögu hans. Mynd: E.ÓI. Grundarfjörður Nuddar gróða í starfsmenn Fiskverkun Soffaníasar Cecilssonar: Lokuðfrá5. desember sl. Enginn grundvöllur fyrir fiskverkun. Tœplega 40 manns enn á launaskrá r Ameðan ástandið er svona geng ég á gróðann frá því þegar vel gekk og nudda peningum í starfs- mennina mína í þessari ótíð, sagði Soffanías Cccilsson, fram- kvæmdastjóri í Grundarfirði, við Þjóðviljann. Fiskverkun hans hefur verið lokuð frá 5. desember sl. þegar hörpudiskskvótinn klár- aðist. Fyrirtækið á 4 báta sem eru verkefnalausir, en samt sem áður eru tæplega 40 manns enn á launaskrá. Að sögn Soffaníasar er enginn grundvöllur fyrir því að hefja vinnslu, hvorki á hörpudiski, saltfiski né frystingu, eins og af- koman í þessum greinum er nú. Sagði hann við Þjóðviljann að það væri einna helst að saltfiskur- inn gæfi eitthvað af sér, en til þess að það gæti orðið þyrfti hann að fá fisk til verkunar. Eins og stað- an væri á vertíðinni, væri hins vegar engan fisk að fá. Fyrirtækið hefur ekki enn fengið úthlutað hörpudiskskvóta, og framleiðsl- an frá fyrra ári er enn geymd í frysti. Frystingin er rekin með 10- 15% halla og óðs manns æði að hefja vinnslu þar. Soffanías sagði að hann gæti sent tvo báta á net eða línu, en Einhver bið ætlar að verða á því að sá guli láti sjá sig á vertíð- inni í ár. Suður með sjó veiðist ekkert annað en ufsi en smá kropp hefur verið vestur undir Jökli hjá smábátunum. Þrátt fyrir það segja heimildamenn Þjóðviljans sjómenn vera bjartsýna, enda ekki öll nótt úti enn. Heildaraflinn í Þorlákshöfn í síðustu viku var tæp 350 tonn af 24 bátum og mest ufsi. Af þeim afla komu netabátar með 241 tonn og dragnótabátar 96 tonn. Þaðan eru gerðir út tveir togarar eins og vertíðin væri borgaði það sig ekki. Það sem veiddist á línu væri smár þorskur og svo væri Vertíðin og hefur annar þeirra, Jón Vídal- ín ÁR, nýhafið veiðar eftir ára- mót, en hinn, Þorlákur ÁR 5, er með bilaða vél og gír. í Grindavík komu á land í síð- ustu viku rétt um 300 tonn af 36 bátum. Mestur afli á bát eftir vik- una var 31,5 tonn en minnst var hann rúm 300 kfló og var þar um trillu að ræða. Þar veiðist ekkert nema ufsi, sem þó er bærilegur, að sögn heimildamanna. Lítið sem ekkert er unnið í frystingu í Grindavík um þessar mundir, en því meira er saltað. í Ólafsvík komu bátarnir með rúm 150 tonn í 55 róðrum í síð- það nútímaþrælahald að bjóða mönnum upp á beitningu. -grh ustu viku, en þaðan róa nú 17 bátar. Smábátar, 10 tonn og undir, veiddu tæp 40 tonn í 19 róðrum. Að sögn Jóhannesar Ragnars- sonar á vigtinni eru aflabrögðin léleg, en það sem berst að landi er þó allsæmilegur þorskur. Þó er hann minni á línu en í net. Sagði Jóhannes að vertíðarbyrjunin í ár væri sú lakasta í langan tíma. Mikil bræla var í vikubyrjun og hamlaði það sókninni, en þar eins og annarsstaðar bíða menn lang- eygir eftir fyrstu hrotunni á vert- íðinni. -grh Ekkert að hafa Porlákshöfn og Grindavík: Aðeins ufsi. Ólafsvík: Kropp Flmmtudagur 11. febrúar 1988 [ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.