Þjóðviljinn - 12.02.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.02.1988, Blaðsíða 1
Framfœrslan ~3Ö%~ verðbólga Vísitala framfærslukostnaðar er 0,84% hærri í febrúar en í sl. mánuði samkvæmt útreikningum kauplagsnefndar. Þessi hækkun er töluvert minni en í sl. mánuði þar sem áhrifa tolla- og vöru- gjaldslækkunar gætir meir en áður og bensínlækkunin á dögun- um lækkar vísitöluna um 0,2%. Síðustu 12 mánuði hefur fram- færsluvísitalan hækkað um 25,4%. Hækkunin í þessum mán- uði samsvarar 10,6% árshækkun en verðbólguhraðinn síðustu þrjá mánuði 29,4%. -lg. Föstudagur 12. febrúar 1988 34. tölublað 53. árgangur Olía í Bolungarvík K I fjarvaima Einar Guðfinnsson hf.: Tilraun til sparnaðar. Bœrinn íhugareinnig að skipta. Einstaklingar þegar búnir Igær var byrjað að hita upp verslunar- og skrifstofuhús- næði Einars Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík með olíu í stað hita frá fjarvarmaveitu Orkubús Vestfjarða. Að sögn Kristjáns Jónatans- sonar verslunarstjóra þurfti ekki að hafa mikið fyrir þessum breytingum, þar sem gamli olíuketillinn var til staðar í húsinu og þurfti ekki annað en að tengja hann við kerfið og skrúfa frá fjór- um krönum. Kristján sagði að þetta væri gert tilraun til að byrja með og vonandi lækkaði þetta húshitunarkostnaðinn frá því sem verið hefur. í nóvember sl. var hann nálægt 100 þúsund krónum, en húsnæðið er um 2-3 þúsund fermetrar að stærð. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans eru stjórnendur Bolung- arvíkurbæjar einnig að hugsa um að skipta yfir í olíu í ráðhúsi bæjarins, en í desember sl. kost- aði það bæinn 98 þúsund krónur að hita það upp. Þá hafa nokkrir einstaklingar í Bolungarvík og á ísafirði skipt yfir í olíuna, því þeir telja sig spara mikinn pening með því. -grh Menn voru alvarlegir en einbeittir á Dagsbrúnarfundi í gasr. Þetta var með stærstu fundum sem félagið hefur haldið hin siðari ár og sýnir það áhuga verkamanna á að knýja fram samninga. Dagsbrún Gerir sjóklárt fyrir átök Stórfundur Dagsbrúnar. Stjórn og trúnaðarmannaráði veitt heimild til verkfallsboðunar. GuðmundurJ. Guðmundsson: Bíðumekkilengi eftir árangri í Garðastræti. VSÍ: Kröfur VMSÍ ávísun á verkföll Það liggur Ijóst fyrir að við liggjum ekki í fleiri vikur í ein- hverju kjaftasnakki í Garða- stræti. Verkföll eru neyðarvopn og það þarf að beita þcini af var- úð og miklu hyggjuviti. En þegar grípa þarf til verkfallsvopnsins verður að gera það af fullri hörku, sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dags- brúnar, við á sjöunda hundrað félagsmanna á Dagsbrúnarfundi í Bílastœði Aukin harka í innheimtu Innheimta hjá borgarfógeta. Lögtaksréttur oglögveð íbílnum efskuld er ekki greidd Samkvæmt heimild nýrra um- ferðarlaga mun Reykjavíkur- borg taka að sér álagningu og inii - heimtu fyrir bflastæði. Ef stöðu- mælagjöld verða ekki greidd innan tveggja vikna sér borgar- fógeti um innheimtu, með til- heyrandi kostnaði. Hefur hann heimild til lögtaks í viðkomandi ökutæki eða öðrum eignum eigandans. Hér ætti að bætast við drjúg tekjulind fyrir borgarsjóð, ef menn verða staðnir að því að borga ekki í stöðumæla. Inn- heimta þessarar skuldar er talin það mikilvæg, að lögveð í öku- tækinu mun ganga fyrir öllum öðrum kröfum ef til nauðungar- uppboðs kemur. Hjaiti Zophaníasson hjá dómsmálaráðuneytinu segir að með þessari breytingu eigi að knýja fólk til að borga stöðu- mælagjöld. Menn hafi komist upp með að hunsa þessar rukkan- ir, því lögreglan hafi ekki mann- afla til að eltast við alla sem ekki greiða sínar skuldir. mj gær. Á fundinum var stjórn og trúnaðarmannaráði nær einróma veitt hciinild til verkfallsboðunar ef á þyrfti að halda. - Verði okkar kröfum ekki svarað er stutt í það að við beitum þessari heimild, sagði Guðmund- ur J. sem taldi fundarsóknina eitt besta veganesti sem samninga- nefnd Verkamannasambandsins gæti fengið með sér til samninga- viðræðna við atvinnurekendur. Samningaviðræður VMSÍ við atvinnurekendur hefjast á nýjan leik í húsi Vinnuveitendasam- bandsins í Garðastræti í dag. Á Stöð 2 var haft eftir Þórarni V. Þórarinssyni, framkvæmda- stjóra VSÍ, í gær að héldi VMSÍ fast við kröfur sínar, væri það ávísun á hörð átök á vinnumark- aði. -rk Sjá kröfugerð VMSÍog viðbrögð á síðu 5 Kópavogur SÍS~fæTekki Smarahvamm Bæjaryfirvöld í Kópavogi ák- váðu i gær að nýta sér for- kaupsrétt að Smárahvammslandi og emlurseíja það tveimur fyrir- tækjasamsteypum, annars vegar Hagkaup, Ikea og Byko, sem fá um 12 hektara undir verslana- samsteypu, en hins vegar Frjálsu framtaki sem kaupa mun um 16 hektara og ætlar að byggja þar og selja. Kópavogsbær mun halda eftir um 5 hekturum. Forráða- menn SÍS hafa lýst yfir nokkurri óánægju með að landið skuli komast í hcndur aðila sem eru i samkeppni við SÍS. í október s.l. undirrituðu full- trúar SÍS samning um kaup á Smárahvammslandi í Kópavogi. Landið, sem er um 32 hektarar, er nálægt „landfræðilegri miðju" Stór-Rey kj avíkursvæðisins. Kaupverðið var 117 miljónir króna. Var um það rætt að SÍS flytti þangað höfuðstöðvar sínar en nú er ljóst að þær munu verða að Kirkjusandi í Reykjavík. Bæjarstjórn tók ekki strax af- stöðu til þess hvort nýta ætti for- kaupsréttinn, Er talið að menn hafi unað því vel að fá fyrirtæki á borð við SÍS til bæjarins. Þegar ljóst var að SÍS flytti höfuðstöðv- ar sínar að Kirkjusandi, fóru bæjaryfirvöld í Kópavogi að ganga eftir upplýsingum um hvernig fyrirtækið hygðist nýta landið. Töldu bæjaryfirvöld að uppbyggingarhraði samkvæmt hugmyndum SÍS væri ekki nægj- anlegur og ákváðu að semja við önnur fyrirtæki sem sýnt höfðu málinu áhuga. óp Eyðni 38greinst með veimna 38 tillfelli höfðu greinst með eyðniveiruna hér á landi í lok síð- asta árs, þar af voru fjórar konur. Þetta kom fram hjá heilbrigðis- ráðherra er hann svaraði fyrir- spurn Guðna Ágústssonar um eyðni. Af þessum 38 eru um 70% hommar og 20% fíkniefnaneyt- endur. Þá hafa grein;.* fi'mm til- felli með sjúkdóminn á lokastigi og af þeim eru þrír látnir. í ár á að veita 10 miljónum í eyðnivarnir, þar af 7 miljónum í upplýsingastarf og 3 miljónum til að fylgjast með erlendum rann- sóknum. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.