Þjóðviljinn - 12.02.1988, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 12.02.1988, Qupperneq 1
30% verðbólga Vísitala framfærslukostnaðar er 0,84% hærri í febrúar en í sl. mánuði samkvæmt útreikningum kaupiagsnefndar. Þessi hækkun er töluvcrt minni en í sl. mánuði þar sem áhrifa tolla- og vöru- gjaldslækkunar gætir meir en áður og bensinlækkunin á dögun- um lækkar vísitöluna um 0,2%. Síðustu 12 mánuði hefur fram- færsluvísitalan hækkað um 25,4%. Hækkunin í þessum mán- uði samsvarar 10,6% árshækkun en verðbólguhraðinn síðustu þrjá mánuði29,4%. -lg. Igær var byrjað að hita upp verslunar- og skrifstofuhús- næði Einars Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík með olíu í stað hita frá fjarvarmaveitu Orkubús Vestfjarða. Að sögn Kristjáns Jónatans- sonar verslunarstjóra þurfti ekki að hafa mikið fyrir þessum breytingum, þar sem gamli olíuketillinn var til staðar í húsinu og þurfti ekki annað en að tengja hann við kerfið og skrúfa frá fjór- um krönum. Kristján sagði að þetta væri gert tilraun til að byrja með og vonandi lækkaði þetta húshitunarkostnaðinn frá því sem verið hefur. í nóvember sl. var hann nálægt 100 þúsund krónum, en húsnæðið er um 2-3 þúsund fermetrar að stærð. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans eru stjórnendur Bolung- arvíkurbæjar einnig að hugsa um að skipta yfir í olíu í ráðhúsi bæjarins, en í desember sl. kost- aði það bæinn 98 þúsund krónur að hita það upp. Þá hafa nokkrir einstaklingar í Bolungarvík og á ísafirði skipt yfir í olíuna, því þeir telja sig spara mikinn pening með því. _grh Föstudagur 12. febrúar 1988 34. tölublað 53. örgangur Bolungarvík Olía í stað fjarvaima Einar Guðfinnsson hf.: Tilraun til sparnaðar. Bœrinn íhugareinnig að skipta. Einstaklingar þegar búnir Menn voru alvarlegir en einbeittir á Dagsbrunarfundi i gær. Þetta var meö stærstu fundum sem félagiö hefur haldiö hin síöari ár og sýnir þaö áhuga verkamanna á að knýja fram samninga. Dagsbrún Gerir sjóklárt fyrir átök Stórfundur Dagsbrúnar. Stjórn og trúnaðarmannaráði veitt heimild til verkfallsboðunar. GuðmundurJ. Guðmundsson: Bíðum ekkilengi eftir árangri í Garðastrœti. VSÍ: Kröfur VMSÍ ávísun á verkföll að liggur ljóst fyrir að við liggjum ekki í fleiri vikur í ein- hverju kjaftasnakki í Garða- stræti. Verkföll eru neyðarvopn Samkvæmt heimild nýrra um- ferðarlaga mun Reykjavíkur- borg taka að sér álagningu og inn- heimtu fyrir bílastæði. Ef stöðu- mælagjöld verða ekki greidd innan tveggja vikna sér borgar- fógeti um innheimtu, með til- heyrandi kostnaði. Hefur hann heimild til lögtaks í viðkomandi ökutæki eða öðrum eignum og það þarf að beita þeim af var- úð og miklu hyggjuviti. En þegar grípa þarf til verkfallsvopnsins verður að gera það af fullri cigandans. Hér ætti að bætast við drjúg tekjulind fyrir borgarsjóð, ef menn verða staðnir að því að borga ekki í stöðumæla. Inn- heimta þessarar skuldar er talin það mikilvæg, að lögveð í öku- tækinu mun ganga fyrir öllum öðrum kröfum ef til nauðungar- uppboðs kemur. hörku, sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dags- brúnar, við á sjöunda hundrað félagsmanna á Dagsbrúnarfundi í Hjalti Zophaníasson hjá dómsmálaráðuneytinu segir að með þessari breytingu eigi að knýja fólk til að borga stöðu- mælagjöld. Menn hafi komist upp með að hunsa þessar rukkan- ir, því lögreglan hafi ekki mann- afla til að eltast við alla sem ekki greiða sínar skuldir. mj gær. Á fundinum var stjórn og trúnaðarmannaráði nær einróma veitt heimild til verkfallsboðunar ef á þyrfti að halda. - Verði okkar kröfum ekki svarað er stutt í það að við beitum þessari heimild, sagði Guðmund- ur J. sem taldi fundarsóknina eitt besta veganesti sem samninga- nefnd Verkamannasambandsins gæti fengið með sér til samninga- viðræðna við atvinnurekendur. Samningaviðræður VMSÍ við atvinnurekendur hefjast á nýjan leik í húsi Vinnuveitendasam- bandsins í Garðastræti í dag. Á Stöð 2 var haft eftir Þórarni V. Þórarinssyni, framkvæmda- stjóra VSÍ, í gær að héldi VMSÍ fast við kröfur sínar, væri það ávísun á hörð átök á vinnumark- aði. -rk Sjá kröfugerð VMSÍog viðbrögð á síðu 5 Bílastæði Aukin harka í innheimtu Innheimta hjá borgarfógeta. Lögtaksréttur og lögveð í bílnum efskuld er ekki greidd Kópavogur SÍS fær ekki Smárahvamm Bæjaryfírvöld í Kópavogi ák- váðu í gær að nýta sér for- kaupsrétt að Smárahvammslandi og endurselja það tveimur fyrir- tækjasamsteypum, annars vegar Hagkaup, Ikea og Byko, sem fá um 12 hektara undir verslana- samsteypu, en hins vegar Frjálsu framtaki sem kaupa mun um 16 hektara og ætlar að byggja þar og selja. Kópavogsbær mun halda eftir um 5 hekturum. Forráða- menn SÍS hafa lýst yfir nokkurri óánægju með að landið skuli komast í hendur aðiia sem eru í samkeppni við SÍS. í október s.l. undirrituðu full- trúar SÍS samning um kaup á Smárahvammslandi í Kópavogi. Landið, sem er um 32 hektarar, er nálægt „landfræðilegri miðju“ Stór-Rey kj avíkursvæðisins. Kaupverðið var 117 miljónir króna. Var um það rætt að SÍS flytti þangað höfuðstöðvar sínar en nú er ljóst að þær munu verða að Kirkjusandi í Reykjavík. Bæjarstjórn tók ekki strax af- stöðu til þess hvort nýta ætti for- kaupsréttinn. Er talið að menn hafi unað því vel að fá fyrirtæki á borð við SÍS til bæjarins. Þegar ljóst var að SÍS flytti höfuðstöðv- ar sínar að Kirkjusandi, fóru bæjaryfirvöld í Kópavogi að ganga eftir upplýsingum um hvernig fyrirtækið hygðist nýta landið. Töldu bæjaryfirvöld að uppbyggingarhraði samkvæmt hugmyndum SÍS væri ekki nægj- anlegur og ákváðu að semja við önnur fyrirtæki sem sýnt höfðu málinu áhuga. ÓP Eyðni 38 greinst með veinina 38 tillfelli höfðu greinst með eyðniveiruna hér á landi í iok síð- asta árs, þar af voru fjórar konur. Þetta kom fram hjá heilbrigðis- ráðherra er hann svaraði fyrir- spurn Guðna Ágústssonar um eyðni. Af þessum 38 eru um 70% hommar og 20% fíkniefnaneyt- endur. Þá hafa grein^* fimm til- felli með sjúkdóminn á lokastigi og af þeim eru þrír látnir. í ár á að veita 10 miljónum í eyðnivarnir, þar af 7 miljónum í upplýsingastarf og 3 miljónum til að fylgjast með erlendum rann- sóknum. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.