Þjóðviljinn - 12.02.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.02.1988, Blaðsíða 5
KRÖFUGERÐ VMSÍ Hrafnkell A. Jónsson Kröfur á niðursettu verði Eg hlýt að velta því fyrir mér hvernig formenn hinna ýmsu félaga, sem hafa samþykkt að lág- markslaun skuli ekki vera undir 40.000 krónum á mánuði, geta Jjáð máls á kröfu sem gerir ráð fyrir að lágmarkslaun hækki við undirritun samninga uppí 31.975, eða um heilar 2000 krón- ur, sagði Hrafnkell A. Jónsson, formaður verkalýðsfélagsins Ár- vakurs á Eskifirði. Hrafnkell sagðist ekki þekkja breyttar forsendur í kaupgjalds- og verðlagsmálum sem réttlættu það að Verkamannasambandið færi nú fram með lægri kröfugerð en þá sem samþykkt var í haust. - Það virðist gjörsamlega til- gangslaust að halda einhverju sambandi milli almennra félaga og forystunnar. Er þeir Guð- mundur J. og Karvel komu austur á dögunum, var þeim sagt að menn sæju ekki neina ástæðu til að semja um laun undir 40.000 krónum á mánuði. Ef skoðanir fólksins og forystunnar falla ekki saman, kærir forystan sig kollótta um álit hins almenna félaga. Ég minni á að kröfur Alþýðu- sambands Austurlands eru enn í fullu gildi og svo verður áfram þar til annað hefur verið ákveðið með formlegum hætti, sagði Hrafnkell. Hrafnkell sagði að hann sæji ekki betur en að með baktrygg- ingarákvæði í kröfugerðinni um að samningar féllu sjálfkrafa úr gildi, semdu aðrir hóþar launa- manna um meira en það sem VMSÍ fengi í sinn hlut, væru aðrir launamenn gerðir ábyrgir fyrir óförum VMSÍ. - Fljótt á litið fæ ég ekki betur séð en að verkalýðshreyfingin hafi fundið sér nýjan andstæðing í stað atvinnureicenda og ríkis- valds. Hingað til hefur maður freistast til telja aðra launþega, eins og opinbera starfsmenn, til samherja. Það er kannski breytt eins og annað, sagði Hrafnkell. -rk Birna Þórðardóttir Fjarri réttu lagi etta nægir engan veginn til að hífa lægstu launin upp í það að menn geti séð sér farborða á þeim. 2000 krónur til eða frá gera þar engan gæfumun. Það er óraunhæft að gera kröfu um laun fyrir dagvinnu sem eru undir skattleysismörkum. VMSÍ á ekki að Ijá máls á slíku. Meira að segja ríkisstjórnin gerir ekki ráð fyrir því að laun undir skattleysismörkum dugi til lífsf- ramfærslu, sagði Birna Þórðar- dóttir, félagi í Samtökum kvenna á vinnumarkaði. - í þessari kröfugerð er ekkert sem viðheldur sjálfkrafa um- sömdum launum. Kauptryg- gingarákvæðin eru öll í skötulíki. Mér skildist á forystu VMSÍ að hún væri loksins farin að skilja að verðtrygging launa er eina hand- festan sem verkafólk hefur til að halda í umsamin laun, í stað þess að menn séu æ ofan í æ að leiðrétta síðustu samninga, sagði Birna. Birna sagði að í kröfugerðinni væri gert ráð fyrir að áfanga- hækkanir, sem ætti að smá mylgra í fólk á samningstímabi- linu, ættu að koma til móts við verðhækkanir. - Ég get ekki séð hvernig slíkt á að standast miðað við núverandi verðbólgu. Menn verða að skilja að það er ekki hægt að reikna sig niður á lífvænleg laun. Þau fást ekki án baráttu. Verkalýðshreyfingin verður að nýta þann kraft sem býr í hinum almenna félagsmanni hreyfingarinnar, sagði Birna. -rk Þröstur Ólafsson Sitjum ekki aftur eftir Eftir síðustu samninga komu aðrir á eftir og fengu miklu meira en það sem féll í okkar hlut. Við sátum eftir með sárt ennið. Slíkt skal ekki gerast aftur. Við ætlum okkur að ná í kauphækk- anir með kröfum sem erfitt er að setja í ljósritunarvél og setja fram í annars nafni. Við ætlum okkur að ná hækkunum í gegnum ýms atriði sem aðrir hafa í sínum samningum og sumir hafa haft lengi, sagði Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, m.a. er hann kynnti kröfugerð Verkamannasambandsins á fé- lagsfundi Dagsbrúnar í gær. Þröstur sagði að menn skyldu vera þess fullvissir að á næstu dögum mundi víða heyrast hljóð úr horni um að kröfur VMSÍ væru ávísun á verðbólgu. - Það er rétt að við höfum skyldum að gegna við þjóðfélagið og við höf- um aldrei skorast undan því að axla okkar byrðar, en hvað með Úr kröfugerð VMSÍ Um breytingar á samningum Verkamannasambands íslands Helstu atriði um kaup 1. Launabreytingar Frá og með 1. febrúar 1988 hækki öll grunnlaun um kr. 2.000,-. Launa- tengdir liðir samningsins hækki hlutfallslega. Hækki sömuliðir um 3% Þann 1. ágúst Þann 1. október Þann 1. febrúar Unglingakaup 14 ára 75% af byrjunarlaunum 15 ára 85% af byrjunarlaunum 2. Starfsaldurshækkanir Þeir einstaklingar eða starfs- hópar, sem nú búa við engar eða litlar starfsaidurshækkanir fái á samningstímanum hækkanir sem hér segir: Við fyrstu útborgun launa eftir staðfestingu samnings þessa skulu félagsmenn þeirra félaga, sem eru aðilar að þessum samn- ingi fá greidda sérstaka fjárhæð til launajöfnunar. Fjárhæð þessi ræðst af heiidartækjum í janú- armánuði 1988, þó af frádregnum yfirvinnulaunum, og greiðist þeim sem eru í minnst V4 af föstu starfi við gildistöku samningsins. Greiðslur þessar skulu vera sem hér segir: Heildarlaun að frádreginni yfirvinnu lægri en kr. 25.000 kr. 4.000 35.000 kr. 4.000 Heildarlaun að frádreginni yfirvinnu lægri en kr. 40.000 kr. 3.000 Heildarlaun að frádreginni yfirvinnu lægri en kr. 45.000 kr. 2.000 Heildarlaun að frádreginni yfirvinnu lægri en kr. 50.000 kr. 1.000 Þann 1. október hækki byrjun- arlaun um kr. 2.000. 4. Laun miðuð við aldur Ákvæðum samningsins um starfsaldur skal beitt með eftir- farandi hætti miðað við aldur starfsmanna: 22 ára og eldri taki laun ekki lægri en eftir 1 árs aldursþrepi 24 ára og eldri taki laun ekki lægri en eftir 2 ára aldursþrepi 26 ára og eldri taki laun ekki lægri en eftir 3 ára aldursþrepi 29 ára og eldri taki laun ekki lægri en 5 ára aldursþrepi 5. Kaupmáttartrygging o.fl. Samningur þessi er gerður með eftirfarandi fyrirvörum: 1. Að framfærsluvísitalan verði innan neðangreindra marka mið- að við 100 stig í febrúar 1984. í apríl 1988 x x x stig f júlí 1988 xxx stig í sept. 1988 xxxstig Ijan. 1989 xxx stig Fari vísitalan fram yfir framan- greind mörk í júlí eða janúar hækka laun 1. ágúst og 1. febrúar sem þeim mismun nemur. 2. Launaliðir samningsins falla sjálfkrafa úr gildi ef: Á) Fari vísitalan fram yfir fram- angreind mörk í apríl eða september. B) Ef samningar stéttarfélaga eða einstakra starfshópa utan VMSÍ hækka á gildistíma samnings þessa um meira en sem nemur almennum hækk- unum auk verðbóta. Miðað er við að slíkur samningar taki til hópa með a.m.k. 100 félaga innan sinna vébanda. Um ræstingu 1. Kaup fyrir tímamælda ákvæð- isvinnu verði dagvinnutaxti fyrir daglega ræstingu, eins árs þrep, að viðbættu 65% og 99% álagi. 2. Kaup fyrir uppmælt vinnu- pláss verði 60% af dagvinnu- kaupi fyrir daglega ræstingu. Fimleikahús 15%lægri og sal- erni 15% hærri. 3. Aldurshækkanir komi á ræst- ingartaxta með sama hætti og á almennan taxta VMSÍ. 4. Aldrei skal greiða minna fýrir ræstingu í tímavinnu en sem nemur 3 klst. á því kaupi er gildir frá því að ræsting getur hafist. Fari ræstingartíminn fram yfir kl. 20.00 skal greiða 20% álag á hverja klst. sem hún fer fram yfir þau tíma- mörk. Nái ræsting fram til kl. 21.00 skal greiða 10% álag á allt kaupið. Nái ræsting fram til kl. 22.00 skal greiða 20% álag á kaupið o.s.frv. Hefjist ræsting ekki fyrr en kl. 20.00 skal greiða 30% álag á fyrstu klst. og síðan bætast 10% við fyrir hverja klst. 5. Ræstingarfólki séu lagðir til gúmmíhanskar og léttur vinn- ufatnaður. Einn yfirvinnnutaxti, stór- hátíðarálag Laun fyrir yfirvinnu skulu vera 1. febr. 1. maí 1. okt. 1. febr. ’89 Eftir 1 ár...................... 2% 3% 4% 4% Eftir3ár........................ 4% 6% 7% 8% Eftir 5 ár...................... 6% 8% 10% 12% Eftir 7 ár...................... 8% 10% 14% 16% Eftir 9 ár.................... 10% 13% 17% 20% 3. Greiðsla til launajöfnunar aðra? Hvorki ríkisvaldið né at- vinnurekendur stóðu við sinn hlut í síðustu samningum. Að sögn Þrastar láta kröfur VMSÍ ekki mikið yfir sér hvað snertir beinar launahækkanir, enda leikurinn til þess gerður. Þröstur sagði að ljóst væri af reynslunni eftir síðustu samn- inga, að setja yrði mjög skýr og sérstök kaupmáttarákvæði í næstu samninga. - Við sjáum enga aðra leið en að krefjast þess að við fáum það sama og aðrir, fari þeir fram úr okkur, sagði Þröstur og vísaði þar til ákvæðis í kröfugerðinni þar sem segir að 1.04% af mánaðarkaupi viðkom- andi launaflokks fyrir hverja klst. Laun fyrir vinnu á stórhátíðum skulu vera 1,5% af mánaðark- aupi. Allar gr. samningsins, sem um þetta fjalla breytist. Stórhátíðardagar teljast eftir- farandi: Nýársdagur, Föstudag- urinn langi, Páskadagur, Hvítas- unnudagur, 17. júní, Jóladagur, Aðfangadagur og gamlársdagur frá hádegi. Utkall Þegar verkamaður er kvaddur til vinnu eftir að dagvinnutímabili lýkur, skal hann fá greitt kaup fyrir minnst 4 klst. nema dag- vinna hefjist innan 2ja klst. frá því að hann kom til vinnu. Desemberuppbót Um miðjan desember ár hvert skal hver verkamaður, sem þá er í starfi og unnið hefur það ár í við- komandi atvinnugrein fá launauppbót, sem nemur 2ja vikna dagvinnulaunum byrjunar- laun. Þeir, sem skemur hafa unn- ið fá hlutfallslega greiðslu. Vinna, aðfaranætur helgi- og frídaga Ef verkamenn vinna án samn- ingsbundinnar næturhvfldar að- faranótt helgidags og/eða frídags eftir rúmhelgan dag, skal greiða tvödalda yfirvinnu frá venju- legum byrjunartíma að morgni. Hádegismatartimi Þegar hádegismatartími á laugardögum, sunnudögum og öðrum helgi- og frídögum fellur inn í vinnutíma eða er í lok vinn- utíma, telst hann til vinnutímans og sé unnið í honum, skal sú vinna greidd með sama hætti og vinna í kvöldmatartíma. XI Orlofsframlag Verkamenn, sem færa sönnur á að þeir fari, eða hafi farið f or- lof, skulu, vegna orlofskostnað- ar, fá greiðslu sem jafngildi 2ja vikna dagvinnulaunum, byrjun- arlaun, enda hafi þeir unnið í við- komandi starfsgrein eitt orlofsár eða lengur. Þeir, sem skemur hafa unnið, skulu fá hlutfallslega greiðslu. samningurinn falli sjálfkrafa úr gildi, semji aðrir um meira en sem nemur almennum hækkun- um auk verðbóta til VMSÍ- félaga. í máli Þrastar kom fram að mörg mikilvæg atriði væru í kröfugerðinni sem létu lítið yfir sér við fyrstu sýn, en væru engu að síður mikilsverð. Sérstaklega tiltók hann desemberuppbót og sumarorlofsauka á laun, sem næmi tveggja vikna dagvinnu- kaupi, og kröfur um endur- heimtingu starfsaldurshækkana í áföngum, semfelldarvoruniðurí síðustu samningum. -rk Starfsmenntunarsjóður Aðilar samnings þessa skulu sameiginlega setja á stofn sjóð, sem veiti styrki til hverskonar starfsmenntunar og námskeiða- halds starfsfólks á samningssviði þessa samnings. Atvinnurekendur skulu greiða til sjóðsins fjárhæð sem nemur 0,1% af heildarlaunum ogstanda skil á þeim mánaðarlega til sjóðs- ins. Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur mönnum frá hvorum að- ila og skal kosin til 3ja ára í senn. Stjórnin skal semja við utanað- komandi aðila um framkvæmd starfsmenntunar og námskeiða- halds. Áunnin réttindi Áunnin réttindi verkamanna skulu haldast verði um endur- ráðningu að ræða sem hér segir: Fari endurráðning fram innan 12 mánaða haldast öll áunnin rétt- indi. Fari endurráðning fram innan 3ja ára endurvinnast rétt- indin á i mánuði, réttindin endurvinnast á 3 mánuðum ef endurráðning fer fram innan 5 ára og á 6 mánuðum, fari endur- ráðning fram eftir lengri tfma. Flutningur réttinda Þegar verkamenn flytjast milli atvinnurekenda innan sömu atvinnugreinar, skulu þeir halda öllum þeim réttindum, sem þeir hafa áunnið sér hjá fyrri atvinnu- rekanda, enda hafi uppsögn hjá honum verið í samræmi við ákvæði þessa samnings.“ Námskeiðsáiag Þegar verkamaður hefur lokið námskeiðum, skulu laun hans (byrjunarlaun) hækka um kr. 3.000,- Mötuneyti 1. Húsmóðurstarf jafngildi 5 ára starfi 2. Fyrir að hafa lokið 60 stunda námskeiði hækki kaup um 3% Gildístími samnings Samningur þessi gildir frá 1. fe- brúar 1988 til 15. febrúar 1989 og fellur þá úr gildi án uppsagnar. Föstudagur 12. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.