Þjóðviljinn - 12.02.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.02.1988, Blaðsíða 10
Auglýsing frá Menntamálaráði íslands um styrkveitingar árið 1988 Samkvæmt fjárveitingu á fjárlögum 1988 verða á árinu veittir eftirfarandi styrkir úr Menningarsjóði íslands: Útgáfa tónverka Til útgáfu íslenskra tónverka verða veittir einn eða fleiri styrkir en heildarupphæð er kr. 130.000.- Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um tónverk þau sem áformað er að gefa út. Dvalarstyrkir listamanna Veittir verða 8 styrkir að upphæð kr. 90.000.- hver. Styrkir þessir eru ætlaðir listamönnum sem hyggjast dveljast erlendis um a.m.k. tveggja mánaða skeið og vinna þar að listgrein sinni. Umsóknum skulu fylgja sem nákvæmastar upp- lýsingar um fyrirhugaða dvöl. Þeir sem ekki hafa fengið sams konar styrk frá Menntamálaráði síð- astliðin 5 árganga að öðru jöfnu fyrir við úthlutun. Styrkir til fræðimanna Styrkir þessir eru til stuðnings þeim sem stunda fræðistörf og náttúrufræðirannsóknir. Heildar- styrkupphæð er kr. 220.000.- Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um þau fræðiverkefni sem unnið er að. Umsóknir um framangreinda styrki skulu hafa borist Menntamálaráði íslands, Skálholtsstíg 7, 101 Reykjavík fyrir 15. mars 1988. Nauðsynlegt ec að kennitala umsækjanda fylgi umsókninni. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Menningarsjóðs að Skálholtsstíg 7, Reykjavík. Leðursmíði - innritun Sex vikna námskeið í leðursmíði hefst 15. febrúar n. k. Kennt verður einu sinni í viku fjórar stundir í senn (mán. kl. 19:30-22:20). Helstu grunnatriði leð- ursmíði verða kennd og hanna nemendur sjálfir þá hluti sem þeir vilja s.s. töskur, belti, smáhluti o. s.frv. Unnið verður með sauðskinn og nautsleður. Kennari er María Ragnarsdóttir, kennslustaður Miðbæjarskóli. Kennslugjald er kr. 3.000,-. Innritun fer fram í símum 12992 og 14106 kl. 13-19 þessa viku (til föstudagsins 12. febrúar). Eiginkona mín Ragnheiður Guðjónsdóttir Norðdahl lést á Borgarspítalanum 11. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna Grímur S. Norðdahl Úlfarsfelli Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Vilborg ívarsdóttir Furugerði 1 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. febrú- ar kl. 13.30. Blóm afþökkuð en hennar er bent á líknarstofnanir. þeim sem vilja minnast Leifur Björnsson Kristín Sigurjónsdóttir Sigrún Björnsdóttlr Helgi Hallgrímsson Hreinn Björnsson barnabörn og barnabarnabörn Margrét Pálmadóttir ERLENDAR FRÉTTIR íran Níu ár fíá byltingu Heilmikil hátíðahöld með fánabrennum, slagorðahrópum og rœðumennskufórufram í Teheran r Iranir héldu gærdaginn hátíð- legan enda voru þá liSin rétt níu ár frá því íslamska byltingin vann sigur og hóf ajatollah Ruhollah Khomeini og félaga hans til æðstu metorða. Margt var sér til gamans gert í gær. Til að mynda þrömmuðu menn fram og aftur um götur höfuðborgarinnar Teheran og hrópuðu „stríð, stríð uns við vinnum sigur!“ Einnig brenndu menn bandaríska og ísraelska þjóðfána í gríð og erg og hlýddu á ræður höfðingja sinna. Einn þeirra, Ali Khamenei forseti, flutti ávarp á sjálfu Azadi (frelsis) torgi höfuðborgarinnar. Mæltist honum snöfurmannlega að vanda og getum við ekki stillt okkur um að vitna lítillega í ræðu hans: „Þessu stríði mun ekki ljúka fyrr en þessi fulltrúi heimsfrekj- unnar krýpur í duftið, skrattak- ollurinn hann Saddam Hussein í Bagdað. Við höfum strokið um höfuð frjáls um níu ára skeið og af þeim níu árum höfum við staðið í styrj- öld í sjö og hálft. Hafið þið nokk- urn tíma áður heyrt getið um byltingu er barist hefur af jafn mikilli staðfestu við fjendur sína?“ Að vanda sneiddi Khamenei Átt þú Útvarp Rót? Skipholt 50a sunnudaginn 14. febrúar kl. 14.00 Rót hf. boðartil hluthafafundar í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, sunnu- daginn 14. febrúar kl. 14.00. Dagskrá: 1. Rót hf. 8 mánaða. 2. Framtíð utvarpsins. 3. Umræður. Nýir hluthafar velkomnir á fundinn. Áður greidd hlutabréf verða afhent á staðnum. Vitaskuld skorti ekki myndir af ajatollah Khomeini, miklum ágætismanni sem búsettur er í Iran. lítillega að Bandaríkjastjórn. „Bandaríkjamenn eru gjörsam- lega orðnir úrkula vonar um að ná aftur völdum í þessu landi. Við munum ætíð verja sjálfstæði okk- ar og frelsi af hörku gegn yfir- gangi og ásælni þeirra og annarra útlendra frekjuhunda." Útvarpið í Teheran greindi frá því að veðurguðirnir hefðu verið í sólksinsskapi meðan hátíðahöld- in fóru fram. Þyrlur hefðu hnitað hringa yfir höfðum manna og áhafnir þeirra látið pappírsmiða í allavega litum svífa yfir mann- skapinn. Konur hefðu skartað hvítum slæðum til marks um að þær væru fúsar að láta líf sitt fyrir íslam. Reuter/-ks. UMÆMUNDIRUM LlFSKJÖR, LÝÐRÆÐI0C NÝJAR LEIÐIR TIL BETRIFRAMTIÐAR Ölofur Rognar, Svanfríður, Björn Grétar og Bjargey koma ó opna fundi ó næstunni! öllum londshlulum. FYRSTU FUND1R VERÐA: f jöldi annarra framsögumanna moð t för. Líflegar umreeður, Fyrtrspurnir. Allir velkomnir. lutvjear» Ks:t Ólafsfjörður Tjarnarborg föstudag 12. feb. kl. 20.30 ÓlafurRagnar Grímsson Svanf ríður Jónasdóttir Stefanía T raustadóttir Dalvík Bergþórshvoll laugardag 13.feb. kl. 17.00 ÓlafurRagnar Grímsson Svanf ríður Jónasdóttir Stefanía T raustadóttir Akureyri Alþýðuhúsið laugardag 13. feb. kl. 14.00 Ólafur Ragnar Grímsson Svanfríður Jónasdóttir Stefanía T raustadóttir Húsavík Hótel Húsavík sunnudag14.feb. kl. 14.00 Ólafur Ragnar Gríms- son SvanfrfðurJónasdóttir Kristín Hjálmarsdóttir KJARAMÁLIN — MATARSKATTURINN — VAXTAKERFIÐ - BYGGÐAMÁLIN — NÝ ATVINNUSTEFNA — — FER RIKISSTJÓRNIN FRÁ? — HVAÐ GERIST? — Allir velkomnir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.