Þjóðviljinn - 13.02.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.02.1988, Blaðsíða 1
¦ bbihv mmmmr mmmmm mmmm •mrnmm mmmmm mmmm Laugardagur 13. febrúar 1988 35. tölublað 53. ðrgangur Ráðhúsið Aætlunin hvellspmngin Áœtlun umfyrsta áfanga 250 miljónir-lœgsta tilboðið 450 milljónir. Tilboðum haldið leyndum, reyntað lœkka upphœðir verktakanna. Þórður Þorbjarnarson: Viljum vinnufrið tilað rœða við verktaka. Tölur lagðarfram í borgarráði á þriðjudag Allt bendir til þess að bygging ráðhússins í Tjörninni verði mun dýrari en borgaryfírvöld hafa viljað halda fram til þessa. Tilboð í 1. áfanga ráðhússins sem opnuð voru í síðustu viku janúar voru mun hærri en kostnaðar- áætlun gerði ráð fyrir og hefur þeim tölum verið haldið vandlega leyndum incðan embættismenn borgarinnar hafa átt í stöðugum viðræðum við tilboðsgjafa um endurskoðun á tilboðum. Kostnaðaráætlun við 1. áfanga sém er m.a. bergþétting, upp- steypa á bflakjallara og plötu ráð- hússins var um 250 miljónir en samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Þjóðviljans var lægsta til- boð í þennan áfanga um 450 milj- ónir en hæsta tilboðið af þremur í lokuðu útboði hljóðaði uppá 540 miljónir. Lægsta tilboðið kom frá Ellert Skúlasyni verktaka en Ha- gvirki átti hæsta tilboðið. Þriðja fyrirtækið sem bauð í verkið var fstak. Öll þessi fyrirtæki eru með erlendan samstarfsaðila. Það var Almenna verkfræði- skrifstofan hf. sem sá um gerð útboðsgagna en Svavar Jónatans- son framkvæmdastjóri stofunnar vísaði öllum uppíýsingum um framkomin tilboð til embættis borgarverkfræðings. - Við höf- um ætlað okkur góðan vinnufrið til að ræða við verktakana, þetta er mjög óvenjulegt útboð, sagði Þórður Þorbjarnarson borgar- verkfræðingur í samtali við Þjóð- viljann, aðspurður hvers vegna ekki væri upplýst um tilboð í ráð- hússbygginguna. Fulltrúar minnihlutans óskuðu eftir því á fundi borgarráðs á þriðjudag að fá upplýsingar um tilboð í þennan verkáfanga. Þórður Þorbjarnarson sagði í gær að þær tölur yrðu trúlega kynntar í borgarráði á þriðjudaginn. Hrafn Sveinbjarnarson m 3. GK Ovissa björgun Spáð norðanáhlaupi. Hœtta talin að skipið brotni í spón Ekki reyndist unnt að draga Hrafn Sveinbjarnarson 3. GK 11 af strandstað við Hópsnes við Grindavík á hádegisflóðinu í gær. Björgunarmenn unnu allan dag- inn við það að koma vír á milli skipsins og varðskipsins Óðins og koma dælum um borð. Ætlunin var að reyna á flóðinu rétt eftir miðnætti í nótt að draga Hrafn af strandstað. Spáð er norðan- áhlaupi og því er talin hætta á að skipið brotni í spón í fjörunni, ef sú tilraun mistekst. Fjórir björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík, ásamt vélstjóra skips- ins, voru fluttir um borð í skipið um hádegisbilið í gær með þyrlu hersins á Keflavíkurflugvelli. Þyrla Landhelgisgæslunnar að- stoðaði björgunarsveitarmenn við að koma vír og dælu um borð, en gat er komið á skipið þar sem það liggur í grýttri fjörunni. Hrafn Sveinbjarnarson 3. strandaði við Hópsnesið um tvö- leytið í fyrrinótt þegar skipið var á leið til Grindavíkur úr róðri með 20 tonn af ufsa. Skipið var á netum. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar var komin á strandstað um klukkutíma seinna og bjargaði hún áhöfninni, 11 manns, í þrem ferðum milli skips og lands. Ekki er vitað hvað olli strand- inu, en haft hefur verið eftir skipstjóranum, sem var sofandi þegar skipið fór upp í grýtta fjöruna, að þarna hafi verið um mannleg mistök að ræða. Skipið er 170 lesta stálskip, smíðað í Noregi 1963. Það var endurbyggt og lengt 1982. Eigandi þess er Þorbjörn hf. í Grindavfk. -grh Heildarkostnaður við bygg- ingu ráðhússins í Tjörninni er samkvæmt yfirlýsingum borgar- yfirvalda áætlaður um einn milj- arður, þar af eiga 750 miljónir að koma úr borgarsjóði og 250 milj- ónir úr stöðumælasjóði í bíla- geymslur. Heimildarmenn Þjóð- viljans segja hins vegar að kostn- aður verði trúlega ekki undir 1,5 miljarði þegar öll kurl eru komin til grafar. -Jg./-HS. VMSÍ - VSÍ Lítil hrifning í Garðastræti Viðrœður hefjast í dag Atvinnurekendur taka fálega í kröfugerð Verkamannasam- bandsins og telja hæpið að leggja hana til grundvallar samninga- viðræðum. Kröfugerðin var kynnt at- vinnurekendum í gær og fyrsti samningafundur í annarri lotu viðræðna um nýja kjarasamninga hefst kl. 14 í dag. - rk Frá strandstað í gærdag. Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur björgunarsveitarmönnum um borð í Hrafn Sveinbjamarson. Mynd: E.ÓI. Skák Eins og á framboðs- fundi Campomanes skákleiðtogi í viðtali við Helga Ólafsson íSunnu- dagsblaðinu „Campó er æði skapríkur mað- ur," segir Helgi Ólafsson í aðfara- orðum að viðtali sínu í Sunnu- dagsblaðinu við hinn umdeilda Florencio Campomanes FIDE- forseta: „Hvað eftir annað rauk hann uppúr sætinu og þrumaði yfír mig einsog hann væri á fram- boðsfundi." í viðtalinu fara þeir Helgi og Campomanes vítt og breitt um skáksögu seinni ára, ræða um tengsl skákforsetans við Marcos einræðisherra, um samskipti forsetans við Fischer, um mara- þoneinvigi Karpovs og Kaspar- ovs, afskipti Campomanesar af því og samband hans við heims- meistarann, um framboðið gegn Friðriki Ólafssyni á sínum tíma og ýmislegt fleira. Að lokum biður Campomanes fyrir kveðjur til vina og kunn- ingja hérlendis og þakkar fyrir að fá tækifæri til að „leiðrétta mis- skilning sem gæti hafa skapast á íslandi vegna starfa minna. ís- land er mikið skákland..." -m Sjá síður 14-15 í Sunnudagsblaði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.