Þjóðviljinn - 13.02.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.02.1988, Blaðsíða 2
— SPURNINGIN- Telur þú aö þörf sé á aukinni samkeppni í millilandafluginu? Kristjana Páisdóttir afgreiðslumaður Það er allt í lagi að fá samkeppni. Þá verður bara hver og einn að reyna að bjarga sér. Bára Valdimarsdóttir húsmóðir Ég held að öll samkeppni sé af hinu góða. Hún gæti lækkað verðið á fluginu. Einar Ásgeirsson ellilífeyrisþegi Nei, ég held að við verðum að styrkja íslensku flugfélögin. Við þurfum ekki bara að ferðast í sumarfríinu. Jón Helgason vinnuvélastjóri Hún yrði til góðs. Það er ástæðu- laust fyrir mig að hafa áhyggjur af afkomu Flugleiða. Jakob Sigurðsson vörubílstjóri Já, samkeppni væri til góðs. Verð myndi lækka og það yrði hag- stæðara fyrir þá sem vilja ferðast til útlanda. FRÉTTIR Smárahvammur Siðferðileg skylda okkar að kaupa Heimir Pálsson: Nánast enginn þróttur í uppbyggingu Sambandsins á næstuárum. Byko, Hagkaup oglKEA undireittþak Orlofsferðir 600 sætum. Ef gert er ráð fyrir að 2 fjölskyldumeðlimir ferðist með hverjum félagsmanni, ná um 200 af 16.000 félögum í BSRB að tryggja sér og sínum sæti. Auk VR hafa Framsókn og Sókn hug á að fá sæti fyrir sína félagsmenn í þessum ferðum. Ferðirnar miðast við þriggja vikna dvöl og hafa náðst hagstæð- ir samningar um afnot af bíla- leigubílum í þann tíma. Meðan viðræður við flugleiðamenn eru enn á viðkvæmu stigi er ekkert gefið upp um væntanlegt verð á feröunum, samkvæmt tilboði Lion Air. Fréttir um 15.000 kr. á mann fyrir flug og bíl í 3 vikur munu þó vera nærri lagi. Á söluskrifstofu Flugleiða er gert ráð fyrir að flug til Luxem- borgar og bflaleigubíll í 3 vikur muni kosta um 25.000 kr. á mann í sumar. Er þá gert ráð fyrir 4 fullorðnum í bíl. Munar því allt að 10.000 kr. á þessum tveimur kostum. Fulltrúi í ferðanefnd BSRB sagði að ríkisstarfsmenn litu á hagstæðar orlofsferðir sem kjara- uppbót á lág laun og væri greini- legt af viðbrögðum fólks að það vildi að félagið tæki besta tilboð- inu. mj Stjórnir Bandalags starfs- manna ríkis og bæja og Versl- unarmannaféiags Reykjavíkur hafa heimilað samninga við Lion Air um ieiguflug til Luxemborgar næsta sumar. Flugleiðir áttu mun hærra tilboð í orlofsferðirnar, en ekki er útséð um það verð lækki vegna nýrrar samkeppni. I tilboði Lion Air er gert ráð fyrir að flytja 2000 farþega í 4 ferðum og ábyrgist BSRB sölu á Söguganga Gömlu húsin í Grófinni í samvinnu við húseigendur, íbúa og fyrirtæki gömlu húsanna í Kvosinni og nágrenni, ætlar Nátt- úruverndarfélag Suðvesturlands að standa fyrir gönguferð um Grófína í dag laugardag kl. 13.30. Júlíana Gottskálksdóttir list- fræðingur sýnir og segir sögu húsanna að Vesturgötu 4, en elsta húsið sem stendur þar vest- ast á lóðinni er rúmlega aldar- gamalt, reist árið 1882 og verslun í því húsi á 100 ára afmæli á þessu ári. Flugleiðir eða Lion Air? Tilboð Lion Air í orlofsferðir á vegum BSRB og VR mjög hagstœtt. Beðið eftir nýju tilboðifrá Flugleiðum I gær voru iðnaðarmenn að leggja lokahönd á endurbætur félagsheimilis Kópavogs fyrir vígsluna í dag. Mynd: Sig. Kópavogur Enduibyggingu lokið Félagsheimilið endurbyggt. Samkomusalur áfyrstu hœð opnaður Idag verður formlega opnaður samkomusalur á fyrstu hæð fél- agsheimilis Kópavogs. Fyrsta hæðin, þar sem fyrrum var kvikmynda- og leiksýningasalur með hallandi gólfí, hefur verið endurbyggð og verður salurinn nú eins konar sambland af leikhús- og veitingasal með góifí á þremur pölium. Á fyrstu hæð hússins verða einnig kaffítería og snyrtingar auk aðstöðu fyrir leikstarfsemi (æfíngar o.fl.) í við- byggingu. Að sögn Björns Þorsteinssonar bæjarritara var húsið, sem upp- haflega var þrjár hæðir, byggt 1958-59. Átti Kópavogsbær helming þess á móti ýmsum fé- lögum. Á árunum 1973-74 byggði bæjarsjóður fjórðu hæð hússins og er aðalskrifstofa bæjarins þar til húsa. Fyrir 10 árum var ákveðið að bæjarsjóður keypti þann hluta þriðju hæðarinnar sem var í eigu félagasamtaka, og skyldi greiða fyrir hann með því að endur- byggja fyrstu og aðra hæð húss- ins. 1981 var endurbyggingu ann- arrar hæðar lokið og er þar góð aðstaða til ýmiss konar félagss- tarfsemi en enginn stór salur. Félagsheimili Kópavogs, þ.e. tvær neðri hæðir hússins, lýtur sérstakri stjórn og er Grétar Kristjánsson formaður hennar. ÓP að er frumskylda bæjar- stjórnar að sjá til þess að landið sé ekki ónýtt og byggist upp hratt. Þær hugmyndir um uppbyggingu, sem Sambandið kynnti okkur, sýndu að það var nánast enginn þróttur í uppbygg- ingu svæðisins á næstu árum. Það var því siðferðileg skylda okkar að nýta okkur forkaupsréttinn á Smárahvamminum,“ sagði Heimir Pálsson, fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í bæjarstjórn Kópa- vogs í samtali við Þjóðviljann. Að sögn Híeimis var algjör ein- hugur um þetta í bæjarstjórn Kópavogs og var tillagan sam- þykkt einróma á bæjarstjórnar- fundi, enda voru fulltrúar minni- hlutans með í ráðum þegar unnið var að málinu. Byko, Flagkaup og IKEA keyptu sameiginlega 11 hektara lands í Smárahvammi og munu reisa þar 25.000 fermetra hús á einni hæð, sem mun hýsa allar þrjár verslanirnar. Þá keypti Magnús Hreggviðsson 16 hektara og mun ætla að reisa þar hús yfir Frjálst framtak, auk þess sem hann hyggst reisa atvinnuhús- næði á svæðinu og selja. -Sáf 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.