Þjóðviljinn - 13.02.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.02.1988, Blaðsíða 7
Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir (næstu viku frumsýnir leikhópurinn Frú Emilíaann- að verkefni sitt, en það er Kontrabassinn eftir Patrick Suskind. Þetta er eins manns leikrit, (mónólógur), eða eiginlega tvíleikur á milli eins manns og kontrabassa. Árni Pétur Guðjónsson fer með hlutverk kontrabassaleika- rans en leikstjóri er Guðjón P. Pedersen. Guðný B. Ric- hards sér um leikmynd og búninga, þýðingunagerðu Hafliði Arngrímsson og Kjart- an Óskarsson, Ijósamaðurer Ólafur Örn Thoroddsen. Þeir sem fengu Ilminn í jóla- gjöf munu kannast við þýska rit- höfundinn Patrick Siiskind. Frú Emilía setur upp leikrit fyrir einn mann og kontrabassa, eftir Patrick Súskind Hann skrifaði Kontrabassann sumarið 1980, og verkið var frumsýnt ári seinna í ríkisleikhúsi Bæjaralands í Miinchen, þar sem það er enn sýnt. Um leikritið segir Súskind meðal annars: „Það fjallar - auk fjölda annarra hluta - um tilveru manns í litla herberg- inu sínu. Við samningu verksins gat ég stuðst við eigin reynslu að. því leyti, að ég hef einnig eytt mestum hluta lífs míns í sífellt minni herbergjum, sem ég á síf- ellt erfiðara með að yfirgefa." Siiskind fæddist í Bæjaralandi 1949 og lærði píanóleik og sagn- fræði áður en hann gerðist rithöf- undur. Um sjálfan sig segir hann: „Ég dreg fram lífið með því að skrifa löng ómynduð kvikmynda- handrit og einnig með því að skrifa skýrslur um sjónvarps- handrit sem deildarstjórar sjón- varpsins geta tæpast hafnað vegna hins útsmogna stfls.“ Leikritið gerist á einum eftir- miðdegi. Kontrabassaleikarinn er einn heima hjá sér, reyndar með hljóðfæri sínu, og er að búa sig undir að fara á tónleika um kvöldið. Hann lætur sig dreyma, og segir meðal annars frá því hvernig er að lifa sem atvinnu- maður í tónlist, með stóra drauma, - og einmana. En hvað segja aðstandendur sýningarinnar um Kontrabassann og leikhópinn Frú Emilíu? Þeir Guðjón Pedersen og Árni Pétur Guðjónsson voru hittir að máli uppi á lofti í bakhúsinu við Laugaveg 55, þar sem leikritið verður sýnt. LG Skírskotun til hins almenna manns Rætt við Guðjón Pedersen og Árna Pétur Guðjónsson Ámi Pétur og Guðjón fyrir framan undirganginn á Laugavegi 55, þar sem gengið er inn til að komast i húsakynni Frú Emilfu. Mynd: Sig. Guðjón Pedersen leikstjóri Kontrabassans er einn af stofnendum Svarts og sykur- lauss, hefur leikstýrt hjá áhug- aleikhópum og verið aðstoð- arleikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu. En hver er saga Frú Emilíu? - Við stofnuðum Frú Emilíu þegar við settum upp Mercedes eftir Thomas Brasch í Hlaðvarp- anum í fyrravetur, segir Guðjón. Þetta er þannig okkar annað verkefni. Við höfum enga á- kveðna stefnuskrá, löngun okkar er að kynna það sem okkur finnst vera ung og framúrskarandi leik- skáld, íslensk eða erlend. Susk- ind er alveg framúrskarandi og það sama má segja um Thomas Brass. Hvar kemur þú inn í myndina, Árni Pétur? - Ég vann við tilraunaleikhús í Danmörku frá 1972. 1976 stofn- uðum við Kröku, nokkrir íslend- ingar leikhópinn og þar var ég leikstjóri síðustu árin. Núna vil ég ekki sjá að leikstýra, finnst al- veg dásamlegt að fá að snúa mér að hinni skapandi vinnu í staðinn fyrir að standa í leikstjórastúss- inu. Kraka var tilraunaleikhús og þar notuðum við til að mynda ekki texta. Ég kom eiginlega gagngert heim 1984 til að takast á við textann, fór í framhaidsnám í Leiklistarskólanum í tvö ár, og nú er draumur minn að nota það besta af minni reynslu, sameina það sem ég hef lært af tilraunal- eikhúsinu og svo vinnuna við tex- tann. Nokkur orð um Siiskind og leikritið, Guðjón. - Suskind er afskaplega skemmtilegur höfundur, en það er lítið vitað um hann. Fólk kann- ast við hann í gegnum Ilminn, en annars er hann víst í felum. Við fréttum að það hefði verið reynt að fá hann til að koma á bók- menntakynningu Listahátíðar síðastliðið haust, en annað hvort neitaði hann eða það náðist ekki í hann. - Þetta er gott leikrit, og mjög viðráðanlegt fyrir okkur á þessu stigi. Þessi bassaleikari er einn þeirra sem enginn tekur eftir. Hann skarar ekki fram úr, hefur ekki tækifæri til þess vegna hljóðfærisins sem hann hefur val- ið sér. Hann er einn þeirra sem standa aftast í hljómsveitinni, að- eins pákan er aftar en hann, en hún er samt betur staðsett en kontrabassinn því hún er á upp- hækkuðum palli. Hvað finnst þér um hlutverkið, Ámi Pétur? - Það sem mér finnst skemmti- legt við að leika þetta hlutverk, er að þessi maður kemur mér við. Ég finn til kærleika gagnvart hon- um, og langar til að opna hann fyrir áhorfendum. Sýna þeim inn í hans persónu. Þetta er mannieg kómedía. Þegar kómedíur eru sem fyndnastar er það vegna þess að þær eru grátbroslegar. Og við erum öll grátbrosleg þegar vel er að gætt. Bassaleikarinn á til dæm- is í ákveðnum erfiðleikum vegna þessa hljóðfæris sem hann hefur valið sér. Það er erfitt að ferðast með bassann, hann getur ekki boðið neinum far í bflnum með sér því hljóðfærið tekur allt pláss- ið, og svo er það þetta með að verða frægur einleikari, það er næstum ómögulegt ef maður spil- ar á kontrabassa. Þetta er engin prédikun, heldur skírskotun til hins almenna manns. Þetta er fyrst og fremst leikhús og höfðar til okkar sem listamanna og sem leikara. Við sitjum með þessum manni einn eftirmiðdag áður en hann fer í vinnuna, og hlustum á vonir hans og drauma. Hvernig er að leika þetta hlut- verk? - Ég er einn á sviðinu, þótt ég segi reyndar að við séum tveir, ég og kontrabassinn. Við búum tveir saman, því hann er orðinn hluti af mér. Það er ekki ljóst hvort ég er einn, eða hvort þarna er einhver í heimsókn. Áhorf- endur sitja mjög nálægt mér á sýningunni og gætu þess vegna verið gestir mínir. Ég sveiflast frá hlutverki gestgjafans til þess að vera að tala um mína leyndustu drauma og dýpstu örvæntingu, sem ég myndi ekki gera ef ein- hver væri nálægur. Þetta er ekki raunsæisverk í þeim skilningi orðsins sem oftast er lagður í það. Raunsæi hlutinn er að maðurinn er að búa sig undir að fara í vinn- una, en hann sleppir sér eigin- lega, „flippar út“, vegna þess að hann er einmana, og hann fer að gera hluti sem eru mjög draumkenndir og óvenjulegir. LG Laugardagur 13. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.