Þjóðviljinn - 13.02.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.02.1988, Blaðsíða 11
Sambandsstjórnin í Bonn Fækkun hefð- bundmna vopna Vestur-Þjóðverjar hyggjast taka afskarið í evrópskum afvopnunar- málum Að sögn heimildamanna í Bonn eru embættismenn vestur- þýsku utanríkis- og varnarmála- ráðuneytanna að ieggja siðustu hönd á gerð tillagna um fækkun hefðbundinna vopna NATO og samskonar vígtóla Varsjárbanda- lagsins. ERLENDAR FRÉTTIR Ungir Palestínumenn kæra sig kollótta um vélbyssur ísraelsdáta og ganga óragir í dauðann fyrir málstað þjóðar sinnar. Palestína Tillögur þessar kváðu verða af- greiddar í sambandsstjórninni á næstu dögum og þvínæst lagðar fyrir fund leiðtoga NATO-nkja í Briissel í næsta mánuði. Samkvæmt tillögum stjórnar- innar ættu ráðamenn í NATO-ríkjum að leggja um fimm af hundraði allra hefðbund- inna vígtóla sinna fyrir róða en fyrirmenn Varsjárbandalagsins þyrftu að hafa hundraðshlutann hærri sökum yfirburða sinna í hefðbundnum efnum. Heimilda- mennirnir í Bonn sögðu hugsan- legt að sambandsstjórnin styngi uppá enn myndarlegri fækkun NATO-vopna ef tillagan fengi hljómgrunn hjá bandamönnum. Yrði samið um þessa fækkun yrði ekki jafn háskalegt að búa í Mið- Evrópu uppfrá því. Reuter/-ks. Uppreisn í Nablus Israelskir hermenn skutu tvo unga Palestínumenn til bana ístœrstu borg á vesturbakka Jórdanár ígœr Það rétt grillti í augu unga Pal- estínumannsins þvi hann hafði vafið Keffijeh dúknum sfn- um um höfuðið. Hinsvegar var rödd hans skýr þegar hann hróp- aði: „Þetta er blóð pís!avottar“ og veifaði blóðugum þjóðfána Pal- estínu í annarri hendi en mundaði rýting í hinni. Blóðið var enn heitt og hafði skömmu áður streymt úr skotsárum 14 ára gamals pilts, Basel Taysirs A1 Jitans að nafni, fimmtugasta og fjórða fórnar- lambs fsraelskra barnamorð- ingja. Jitan var skotinn til bana utan Al-Nasr bænahússins í miðborg Nablus á vesturbakka Jórdanár í gær. Klukkustundum saman börðust palestínsk ungmenni með grjóti, teygjubyssum og jafnvel blómapottum við ísra- elska hermenn, táragassprengjur þeirra, gúmmíkúlur og vélbyssur. Orrustan hófst að lokinni' bænastund í A1 Nasr í gær. Þegar Palestínumenn gengu út úr bæna- húsinu hrópuðu þeir „Allah-uh- akbar", Guð er stórkostlegur, enj dátarnir svöruðu með því að| skjóta táragassprengjum. Ungir Palestínumenn tóku þá að grýta fjendur sína og kvalara sem lögðu Sovétríkin „lljítsj, ekki lljítsj var til“ lengur 63 ára gömul ritgerð Níkolaís Búkharins var birt í Prövdu ígœr |y| álgagn sovéska kommúnist- aflokksins, Pravda, birti í gær 63 ára gamla blaðagrein cftir Níkolaf Búkharin, réttri viku eftir að æðstaráð Sovétríkjanna hreinsaði mannorð hans opinber- lega af öllum þeim fölsku ákærum er leiddu til Iffláts hans árið 1938. Greinin var upphaflega birt á forsíðu Prövdu þann 21da janúar árið 1925 en þá var liðið ár frá láti Vladímírs Leníns. í henni rifjar Búkharin upp kynni sín af leiðtoganum og samstarf þeirra félaga á árunum fyrir byltinguna 1917. í stuttu forspjalli í Prövdu í gær var greint frá því að ritgerð Búk- harins væri endurbirt í því augna- miði að lesendur öðluðust „inn- sýn í pólitísk viðhorf höfundar- ins, afstöðu hans til Leníns og kynntust rithöfundarhæfileikum hans.“ Alkunna er að Búkharin var höfuðfjandi Jósefs Stalíns í Sov- étríkjunum á öndverðum fjórða áratugnum. Hann „féll í ónáð“ einræðisherrans árið 1935 og var skotinn eftir skríparéttarhöld árið 1938. Búkharin ritstýrði Prövdu á árunum 1917-1929. í lok fyrri viku úrskurðaði æð- staráð Sovétríkjanna að niður- stöður réttarhalda í málum Búk- harins og 19 annarra sakborninga á fjórða áratugnum skyldu falla dauðar og ómerkar. Hinsvegar er óljóst hvort menn fara nú að brjóta heilann um pólitísk við- horf Búkharins á nýjan leik. All- ar götur frá því hann var myrtur hefur það verið eitt af boðorðun- um tíu í Sovétríkjunum að hann hafi gert margar og miklar skyssur og farið gersamlega villur vegar. Búkharin hefur ætíð helst verið fundið það til foráttu að hafa beitt sér gegn skjótri iðnvæðingu og gagnrýnt samyrkjufyrirkomu- lag í landbúnaði. Enn hefur eng- inn þorað að vefengja réttmæti þessara ákvarðana Stalíns á opin- berum vettvangi eystra þótt þorri nýmæla Míkhaels Gorbatsjovs sé settur fram til höfuðs því kerfi er Grúsíumaðurinn þröngvaði uppá þegnana. í ræðu sinni í tilefni sjötíu ára afmælis októberbylt- ingarinnar vék aðalritarinn hvað eftir annað að frumkvöðlum bylt- ingarinnar og varð tíðrætt um ýms „mistök“ Búkharins, eink- um hvað varðaði „tímasetningu sósíalískrar uppbyggingar á fjórða áratugnum.“ Þessa mót- sögn orða Gorbatsjovs um fortíð- ina og athafna hans í nútíma hafa menn óhikað sett í samhengi við togstreitu nýsköpunarsinna og íhaldsafla í Kreml. f greininni bregður Búkharin upp lifandi myndum af Lenín við margskonar tækifæri en minnis- stæðust fréttaritara Reuters verð- ur lýsing hans á andláti leiðtog- ans. „Þegar ég kom þjótandi inní Nikolai Búkharin. Hreinsaður af „glæpum" og fær inni fyrir sextugar ritgerðir i Prövdu. herbergi Iljítsjs, troðfullt af lækn-1 um og meðalaglösum, tók hann síðustu andköfin. Hann var hræðilega fölur í andliti þegar lokablásturinn streymdi úr nösum hans og handleggirnir hnigu niður með síðunum. Íljítsj, Íljítsj var ekki lengur til.“ Reuter/-ks. á flótta. Á undanhaldinu liti þeir stundum um öxl, námu staðar og skutu úr hríðskotarifflum sínum. Ein slík rola drap Jitan. Félagar hins fallna hjúpuðu líkið strax þjóðfána Palestínumanna og báru það á brott um öngstræti Nablus. í gær afléttu ísraelsku drottnar- arnir útgöngubanni er hafði verið í gildi um tíu daga skeið í Nablus. Ekki virðist þeim hafa orðið að ósk sinni um að slæva uppreisnar- anda Palestínumanna með því að hefta ferðafrelsi þeiíra. Talsmað- ur herstjórnar ísraelsmanna sagði dáta sína hafa skotið tvo Palestínumenn til bana í gær í borginni og sært fimm. Átökin við A1 Nasr stóð í tæpar tvær klukkustundir. Þegar þau stóðu sem hæst, nokkru eftir fall Jitans, var lík hins sautján ára gamla Basher Al-Masris lagt á stéttina fyrir utan heimili hans. ísraelskur dáti gat fagnað því að byssukúla hans hafði ratað í mark. Syrgjendur grétu, vættu hendur sínar í blóði ungmennis- ins og hrópuðu á hefnd. Einnig þetta lík fimmtugasta og fimmta fórnarlambs ísraelsku morðvarganna var hjúpað þjóð- artákninu og borið til greftrunar. Þrjúhundruð manns fylgdu Masri spölinn frá heimilinu upp slakk- ann að grafreitnum. Reykir stigu upp frá miðbænum og af og til heyrðust skothvellir. Reuter/-ks. Átt þú Útvarp Rót? ^ Skipholt 50a sunnudaginn 14. febrúar kl. 14.00 Rót hf. boðartil hluthafafundar í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, sunnu- daginn 14. febrúar kl. 14.00. Dagskrá: 1. Rót hf. 8 mánaða. 2. Framtíð útvarpsins. 3. Umræður. Nýir hluthafar velkomnir á fundinn. Áður greidd hlutabréf verða afhent á staðnum. Laugardagur 13. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.