Þjóðviljinn - 14.02.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.02.1988, Blaðsíða 2
Hugvekja um fíkjutré Einar Már Jónsson skrifar Miklu moldviðri hefurverið þyrlað upp kringum nýju flug- stöðinaokkar, og hafa þessar byggingaf ramkvæmdir orðið fyrir margvíslegri gagnrýni sem oft er á fáf ræði og mis- skilningi byggð. Þaðverður bó að teljast hámark óréttlæt- isins, þegar menn gera gys að aðstandendum stöðvarinnar fyrír að hafa valið henni nafnið „Flugstöð Leifs Eiríkssonar", og slá þáfram þeim tyllirök- um, að það sé ekki venja að gefaflugstöðvum slík nöfn heldurflugvöllum og hafi Leifur Eiríksson frá Brattahlíð í Eystribyggð lítið að gera á þeim stað, sem heitir nú einu sinni Keflavíkurflugvöliur. En þegar á það er litið hvernig þessari flugstöð hefur verið staðið og hvernig það mál er nú komið, verður Ijóst að hér hljóta meistarahendur aðhafa um vélt, og sannast það í nafngiftinni sem og annars staðar. Málvísindamenn hafa nefni- lega komist að því að „Leifur" er sama orðið og „Liber" á Iatínu, en það var einmitt nafnið sem hinir fornu Rómverjar gáfu vín- guðinum Bacchó á sinni tungu. Þetta er í fullu samræmi við það sem fornar sagnir hafa að segja um Leif Eiríksson, þennan ötula fangvin hinnar votu höfuð- skepnu: eftir að hann hafði tekið kristni í Niðarósi og komist þar í tæri við messuvín, tókst honum þrátt fyrir glórulausar hafvillur á heimleiðinni að ramba beint á Vínland, sem var þó ekki beinlín- is í alþjóðlegri siglingaleið á þess- um tíma. Ber þá að líta svo á, að Leifur Eiríksson sé einskonar norræn hliðstæða vínguðsins suðræna, - hliðstæða sem hafi verið „lækkuð í tign" og gerð að venjulegri fornasagnahetju en þó haldið sínum upprunalegu tengsl- um við vímuna? Sennilega er réttast að láta samanburðargoða- fræðingum eftir að svara þessari spurningu, og mætti halda um hana dágóða ráðstefnu einhvers staðar í gróðursælum dölum Suð- urlanda, þar sem berin daf na vel í sólskininu. Hér nægir sú niður- staða, að Leifur Eiríksson er gamalgróið tákn og eiginlega persónugervingur þeirra tengsla sem íslendingar hafa löngum myndað milli utanlandsferða og áfengisdrykkju. Þarf naumast að tíunda hvílík lyftistöng þessi tengsl hafa verið fyrir skipafélög síðan á miðöldum og svo flugfé- lög á vorum dögum, enda byggja þau dágóðan hluta af afkomu sinni á þeim. Og ekki hefur ágóð- inn af þessum tengslum minnkað, síðan það fór að tíðkast í sumum sólarlöndunum, að væri maður hirtur veglaus og rænulaus af of- urölvun fyrir hunda og manna fótum einhvers staðar úti á víða- vangi, eða í einhverju þvílíku á- standi, var hann drifinn beint upp í næstu flugvél sem var að leggja af stað til íslands. Maðurinn varð allavega að borga fyrir sig, eða eitthvert tryggingafélag fyrir hann, þótt það kæmi kannske í ljós, að þarna var á ferðinni blásaklaus Svíi með hitasótt og óráð. Allt þetta hafa aðstandend- ur flugstöðvarinnar vitað og skilið, og því hafa þeir valið henni þetta réttnefni. En nú geta þessi tengsl milli utanlandsferða og áfengis- drykkju verið með tvennu móti. Sumir þeirra sem lent hafa í illvígri glímu við áfengispúkann reyna að losna úr þeim votu fangbrögðum með því að drífa sig til útlanda í þeirri von að púkinn sitji eftir með sárt ennið sem strandaglópur á Skerinu. Því hef- ur jafnvel verið haldið fram að þetta sé ein skýringin á víkinga- ferðunum: þegar feðurnir frægu voru sokknir alveg á bólakaf í hinn svása bjór við langeldana hafi þeir ekki séð annað ráð vænna en rjúka af stað og láta renna af sér á langdregnum velt- ingi yfir hvalagrund, uns þeir gátu fengið útrás fyrir illsku timb- urmannanna með því að höggva mann og annan á írlandi. Öðrum finnst hins vegar hagstætt að leita í fjarlægar hálfur, þar sem þeir geta komist í veigar sem sjaldséð- lega, að aldrei detta menn ljúf- legar í það og aldrei bragðast veigarnar betur en þegar lagt er af stað með þeim fasta ásetningi að halda sig alveg frá þeim. Slíkur ásetningur - sem var kannske í algeru fyrirrúmi þegar ferðin var undirbúin - snýst gjarnan létti- lega við þegar á hólminn er kom- ið. Og hólmurinn getur jafnvel verið barinn í flugstöðinni. Ýmsu er gjarnan borið við, t.d. því að vatnið i hinu suðrænu Bjór- eða Vínlandi hafi verið baneitrað og engan annan deigan dropa að fá en göróttar veigar, en þessi um- snúningur er svo reglubundinn og lipur að erfitt er að sjá hvor var sem eru svo séðir að hækka á- fengisverðið á Skerinu til að bægja mönnum frá drykkjuskap en gera það þó jafnframt í þeirri sigurglöðu vissu að „hækkunin skili sér", eins og svo fallega er að orði komist: það verður sem sé að halda ferðalöngunum við efnið svo að þeir spari eitthvað af þorstanum fyrir föðurlandið - eða endurnýi hann - og vanræki ekki þær höfgu veigar sem skila af sér enn höfgari tekjum í Ríkis- sjóð. Ymsir þeirra sem gagnrýnt hafa flugstöðvarbygginguna, hafa haft fíkjutrén að sérstökum skotspæni, - enda mætti kannske ar eru á Skerinu, og breytist það vitanlega í tímans rás eins og ann- að. Á dögum Leifs heppna þurftu menn ekki annað en rétta út höndina í skálanum á síðkvöldum til að grípa drykkjarhorn barma- full af bjór, en vín var harla fá- gætur vökvi, og því var til mikils að vinna að leggja lykkju á leið sína lykkju og láta berast upp að ströndum Vínlands. Nú er hins vegar ö\din önnur og mun víst veara hæ^t aö aálgast vín á ýmsum StiJotnrníáíSfar.nnu, en bjór hefur Stins wtiKiir icv skeið verið hin mesta T%msevara. Nú skyldu menn halda, að þetta tvennt, að flýja burtu til að losna úr beittum klóm Bacchí konungs og að leita fágætra veiga á fjarlægum slóðum, sé ekki að- eins óskylt heldur beinlínis and- stætt og ósamræmanlegt. En það undarlega í öllu þessu er, að svo er ekki: þarna er á ferðinni ein- hver dularfullur tvískinnungur sem er kannske innsti kjarni málsins. Reynslan sýnir nefni- eiginlega tilgangurinn í upphafi - að halda sig frá Bacchó konungi eða gamga á hólm við hann, - og er það kannske sannast mála, að hann var þetta hvort tveggja í einu. Ekki er örgrannt um að vart verði við þennan sama tvískinn- ung í sögunni um Leif heppna ef vel er að gáð: þótt hann segði mikið og margt um hrakninga sína og hafvillur hingað og þang- að um úfinn sæ, komu þær samt ekki í veg fyrir að hann rataði beinustu leiðina í sjálfsaf- greiðslubúð vínviðarins. En ýmislegt siglir nú í kjölfar þessara sígildu tengsla íslendinga milli utanlandsferða og áfengis- drykkju, sem nú hafa fengið verðugan minnisvarða þar sem er Flugstöð Leifs Vinlandsfara: meðan menn eru að lyfta glösum glaðbeittir utanlands, eru þeir nefnilega ekki viðskiptavinir öldurhúsa á íslandi, og er það bagalegur tekjumissir. Því mátti alltaf búast vð einhverjum hæl- krókum af hálfu þeirra forkólfa, segja að vesturheimskur vínviður hefði verið svolítið meira í stíln- um. En raunverulegur tilgangur þessarar trjáræktar gægðist þó fram í fréttum: fíkjutrén voru sem sé umgerð og gróðrarstía til að flytja til landsins og í flugstöð- ina aðrar Iífverur og ennþá meira viðeigandi, sem sé grænu eðlurn- ar. Fyrst aðstandendur flugstöðv- arinnar áttuðu sig ekki tímanlega á því að grípa tækifærið, þegar „Aida" var flutt í Reykjavfk, og flytja til landsins hjörð af bleikum fflum í samvinnu við ís- lensku óperuna, var þetta tví- mælalaust snjallasta lausnin: því hvemig verður betur tekið á móti ferðalöngum, þegar þeir koma heim úr hálfsmánaðar hvfldar- og hressingardvöl í sólarlöndum náfölir og titrandi og valtir á fót- um, en með því að vísa þeim inn í salarkynni, þara sem grænar eðl- ur skríða um trjágreinar, út um gólf, loft og veggi og stökkva kannske á þá þegar minnst varir? Menn minnast þess kannske að fyrir slíkum móttökum er gömul og traust hefð. Frá því er nefni- lega sagt, að einu sinni sendu Danir til landsins rannsóknarlög- reglumann vegna meiðyrðamáls. Og hvaða sýn blasti svo við manninum, þegar hann kom í vegabréfaskoðunina í Vopnafirði og áhrif Carlsbergs og Túborgar voru í rénum eftir sævolkið? „Þá fór ofan ór dalnum dreki mikill, ok fylgðu honum margir ormar, pöddur ok eðlur..." Eftir þann tilfinningalega hælkrók sem óvænt kraftbirting grænu eðlunn- ar verður mönnum, þegar þeir eru að reyna að fótfesta sig niðri á jörðinni aftur, þarf ekki að kvíða skorti á viðskiptavinum á börum flugstöðvarinnar og svo áfram. Meira þarf þó til að tryggja þann árangur sem grænu eðlurn- ar kunna að ná í flugstöð Vín- landsfarans, og er það sjálfsagt engin tilviljun, að um það leyti sem byggingu hennar var lokið fóru menn að leggja drög að nýju bjórfrumvarpi á Alþingi íslend- inga, og skyldi nú leyfa sölu á áfengum bjór í landinu. Þetta er enn snjallari hælkrókur en skrið- dýrin í fíkjutrénu og enn líklegri til að leggja menn flata. En snilld- in er þó ekki aðeins fólgin í því að hafa á boðstólum á Skerinu gör- óttan drykk, sem menn hafa hingað til ekki getað nálgast nema með því að fara til útlanda, og gera þorstlátum þannig kleift að halda áfram að súpa á flug- stöðinni og víðar í þeirri frómu trú að þeir séu ennþá við bar- borðin á knæpum meginlandsins. Klókindin liggja miklu fremur f því, að í kringum bjórinn er ná- kvæmlega sami tvískinnungurinn og í tengslum þeim sem Islend- ingar hafa myndað milli áfengis- drykkju og utanlandsferða: áfengur bjór er nefnilega rótá- fengur eins og nafn hans gefur glöggum mönnum til kynna - og það er á þeim forsendum sem menn vilja fá hann, því ekki skortir óáfengan bjór í 1 andinu - en eftir blaðagreinum að dæma er það harla útbreidd skoðun að aldrei hafi nokkur maður orðið ölvaður af því að drekka þetta rótsterka öl. Séu menn eftir það brokkandi á fjórum fótum um stræti ög torg hljóti það að vera af einhverri allt annarri ástæðu. Eins og menn drífa sig í ferðalög til útlanda til að hrista af sér áfengis-slenið geta menn þannig, ef eitthvert bjórfrumvarpið verð- ur samþykkt, þambað ölið til að komast hjá ölæðinu. Á þennan hátt er hægt að flytja tvískinnung- inn ennþá betur inn í landið en áður handa ferðalöngunum þeg- ar þeir koma heim, Ríkissjóði til mikilla hagsbóta, - svo og öllum þeim sem taka að sér það fórn- fúsa starf að vera milliliðir milli Ríkissjóðs og hinna þorstlátu. Þannig er sá vandi leystur að halda ferðalöngunum við efnið eftir heimkomuna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. En til þess að sú lausn virki til fulls er æskilegra að klókindin dyljist mönnum og þeir séu ekki um of að gaumgæfa allan tvískinnunginn. Þar hafa fíkjutrén alveg nýju hlutverki að gegna, sem sýnir hvað allt þetta er vandlega hugsað. Því er svo skyldi fara að nakinn sannleikur- inn um þessi mál öllsömul birtist skyndilega, veifandi besefanum framan í þá, sem hafa ekki and- legu spektina til að meta hann að verðleikum, er þá ekki hentugt að hafa nóg af fíkjublöðum til að hylja nektina? Þetta á svo vel við, að undarlegt má telja ef ekki fara bráðum að vaxa fíkjutrjálundir hér og þar í kringum opinberar byggingar í landinu. e.m.j. 2 S<DA - ÞJÓOV1UMN Sunmidagur 14. fabrúar 1M8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.