Þjóðviljinn - 14.02.1988, Page 4

Þjóðviljinn - 14.02.1988, Page 4
Um rannsóknarstyrki frá J. E. Fogarthy International Research Foundation J. E. Fogarthy-stofnunin í Bandaríkjunum býður fram styrki handa erlendum vísindamönnum til rannsóknastarfa við vísindastofnanir í Bandaríkjunum. Styrkir þessir eru boðnir fram á alþjóðavettvangi til rannsókna á sviði læknisfræði eða skyldra greina (biomedical or behavioral sciences), þar með talin hjúkrunarfræði. Hver styrkur er veittur til 6 mánaða eða 1 árs á skólaárinu 1989-90 og á að standa straum af dvalarkostnaði styrkþega (18.000 til 22.000 bandaríkja- dalir), auk ferðakostnaðar til og frá Bandaríkjunum. Einnig er greiddur ferðakostnaður innan Bandaríkjanna. Til þess að eiga möguleika á styrkveitingu þurfa umsækjendur að leggja fram rannsóknaáætlun í samráði við stofnun þá í Bandaríkj- unum sem þeir hyggjast starfa við. Nánari upplýsingar um styrki þessa veitir Atli Dagbjartsson læknir, barnadeild Landspítalans (s. 91 -29000). - Umsóknir þurfa að hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisqötu 6,150 Ftevkiavík fvrir 15. júlín.k. Menntamálaráðuneytið, 9. febrúar 1988 Laus staða Staða kennslustjóra í uppeldis- og kennslufræðum viö félagsvísina- deild Háskóla íslands er laus til umsóknar: í starfinu felast eftirtaldir þættir: 1. Umsjón æfingakennslu og kennslu sem henni tengist. 2. Skipulagning endurmenntunar framhaldsskólakennara í uppeldis- og kennslufræðum. 3. Samvinna um kennaramenntun við aðrar deildir háskólans og við grunnskóla og framhaldsskóla. 4. Önnur verkefni sem félagsvísindadeild kann að ákveða vegna menntunar og starfsþjálfunar kennara. Áskilið er að umsækjandi hafi full kennsluréttindi á framhalds- skólastigi og a.m.k. fimm ára starfsreynslu sem kennari í framhalds- skóla eða grunnskóla. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri greinargerð um námsferil, kennslu og önnur störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 10. mars n.k. Menntamálaráðuneytið 8. febrúar 1988 Styrkur til háskólanáms í Hollandi og ferðastyrkur til náms á Norðurlöndum 1. Hollensk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskóla- náms í Hollandi skólaárið 1988-89. Styrkurinn er einkum ætlaður stúdent sem kominn er nokkuð áleiðis í háskólanámi eða kandí- dat til framhaldsnáms. Nám við listaháskóla eða tónlistarháskóla er styrkhæft til jafns við almennt háskólanám. Styrkfjárhæðin er 1.130 gyllini á mánuði í 9 mánuði. 2. Boðinn hefur verið fram Akerrén-ferðastyrkurinn svonefndi fyrir- árið 1988. Styrkurinn, sem nemur 2.000. s.kr., er ætlaður íslend- ingi sem ætlar til náms á Norðurlöndunum. Umsóknum um styrkina skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 10. mars n.k. og fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt meðmæium. Sérstök eyðublöðfást í ráðu- neytinu. Menntamálaráðuneytið, 9. febrúar 1988 Laust embætti Staða prófessors í íslensku og íslenskum fræðum við Kennarahá- skóla Islands er laus til umsóknar. Meginverkefni væntanlegs próf- essors eru kennsla og rannsóknir á sviði íslensks nútímamáls og hagnýtrar málfræði. Auk viðurkennds háskólaprófs í grein sinni skal hann hafa próf í uppeldis- og kennslufræðum ásamt þekkingu á og reynslu af íslenskukennslu. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Gert er ráð fyrir, að staðan verði veitt frá 1. ágúst 1988 Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. mars n.k. Menntamáfaráðuneytlð 8. febrúar 1988 Auglýsið í Þjóðviljanum * HlífSvavarsdóttir: Utskýringar álist eru oft til trafala Hlíf Svavarsdóttir, listdansstjóri Þjóðleikhússins, stendurfyrir komu Wismans hingað til lands. Hún æfir dansara íslenska dansflokksins og aðstoöar Wisman við undirbúning sýning- arinnar. Hvers vegna valdir þú þessa sýningu? - Eg þekki verk Johns Wis- man, hef séð balletta hans í Hol- landi, og mér finnst spennandi þessi samvinna á milli myndlist- arinnar og dansins. Þessi tenging verður svo mikið fyrir augað. Eins finnst mér mjög gaman að sjá fólk með klassíska þjálfun nýta hana í nútímaballett. - Það er skemmtilegt að fylgja þróun Wismans sem dansaskálds í gegnum þessa fjóra balletta. Sá elstí er frá 1981, en það er tví- dansinn sem er annar á efnissk- ránni. Síðasti ballettinn, Lokask- ilaboð, er svo nýjastur, en hann er saminn sérstaklega fyrir þessa sýningu, sem er líka sérstaklega skemmtilegt fyrir okkur. Þarna er farin önnur leið en þegar við tökum tilbúinn ballett og nýtum þá möguleika sem við höfum til að túlka hann. - í þessum verkum er enginn beinn söguþráður. Wisman nýtir að vísu orð úr músíktextanum af og til, en mér finnst það vera eitt af því sem gerir þessa dansa skemmtilega að áhorfendur geta nýtt sína sköpunargáfu og fundið sínar eigin skýringar við dansana, ef þeim finnst þess þurfa. Mér finnst útskýringar í list oft vera til * Sigrún Guðmundsdóttir: Eg er mjög ánœgð með aðfá að spreyta mig í tvídansinum Sigrún Guðmundsdóttirdansar tvídans með Corné du Crocq í öðru verki sýningarinnar, Stefnu- móti. Hún erennfremureinn dansaranna í Lokaskilaboðum. Hver er munurinn á að dansa þessi tvö verk? - Þau eru mjög ólík, og það er til að mynda allt annar hand- leggur að vera á táskóm eins og ég er í fyrra verkinu, sem ég hef mjög gaman af að dansa. Eg er mjög ánægð með að fá að spreyta mig í tvídansinum og hef geysi- lega gaman af að dansa með Corné, hann er svo lifandi per- sónuleiki. Hvað finnst þér um þessa ball- etta? - Mér finnst núna þegar þeir eru komnir saman, að þetta séu spennandi og athyglisverð verk. Annars er ég svolítið hrædd við stefnu dansflokksins ef hún held- ur áfram í þessa átt. Undanfarin ár hefur verið nokkuð mikið um nútíma- og framúrstefnuverk á efnisskránni, en mér finnst að við ættum að gera meira að því að dansa klassík. Ég veit að þessi nútímaverk höfða til ákveðins hóps sem er mjög ánægður og finnst þetta vera nýtt og spenn- andi. En það eru líka aðrir sem eru ekki eins ánægðir og vilja heldur sjá klassísk verk. Kannski ekki endilega þau stóru, sígildu, en það er til fullt af nýjum klass- Jóhannes Pálsson: Þetta er alveg ný reynsla fyrir mig Jóhannes Pálsson er einn af gestadönsurum sýningarinnar. Hann hefur starfað með The Pennsylvania Ballet Company undanfarin ár, og einnig ferðast um Asíu með kóreönskum dans- flokki. Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú kemur hingað sem gestadansari núna? - Ég kom hingað í brúðkaup bróður míns í nóvember í fyrra, og þá var minnst á að það vantaði stráka í þessa sýningu. Ég hafði tíma, og fannst þetta vera upplagt tækifæri til að koma hingað og vinna, ég hef ekki getað komið hingað nema viku og viku í senn, þessi þrjú ár sem ég hef verið er- lendis. Hvernig finnst þér að dansa þessa balletta? - Fyrir mig eru þessi stykki mjög erfið, því þetta eru nútíma- verk, en ég hef næstum eingöngu dansað klassískan ballett hingað til. En það er mjög gaman að prófa þetta, og gaman að vinna aftur með íslenska dansflok- knum. Það er mjög gott fyrir mig sem dansara að reyna við fleiri hliðar á ballettnum. Þessi verk eru mjög ólík innbyrðis, eitt þeirra er aðeins djassað, hin meiri nútímaverk, og mjög gam- an að dansa þau. En það er mikið erfiðara fyrir mig að dansa þessi verk en þau klassísku, því þarna verð ég að hugsa um hverja ein- ustu hreyfingu, en það er nokkuð sem ég þarf ekki að gera þegar ég Katrín Hall: Efvið erum ekki að miðla neinu getum við alveg eins hœttþessu Katrín Hall hefurveriðáföst- um samningi hjá íslenska dansflokknum síðan 1983. Hún dansar í þremur af fjórum ballettum sýningarinnar. Hvað finnst þér um þessa bal- letta? - Mér finnst þeir vera mikið í takt við það sem við höfum verið að gera undanfarið, kannski að- eins kaldari stfll, erfitt, en mjög gaman. Þetta eru allt mjög ólíkir ballettar, og það finnur maður kannski best við að dansa þá svona hvern á eftir öðrum. Núm- er 48 er eins og maraþonhlaup. Það er mikill hraði og kraftur í honum, en þar er eitthvað fryst, eitthvað sem þarf að komast út með. Maður er eiginlega gjör- samlega búinn að vera eftir að hafa dansað hann, en það er samt ótrúlegt hvað það er mikil orka eftir til að dansa ballettana tvo sem koma á eftir honum. Segðu þetta aftur, hærra, er mjög dram- atískur, en samt mannlegri og hlýrri. I Lokaskilaboðum kemur svo fram þessi spenna og „frústrasjón" á milli dansaranna. Þar er eitthvað sem þrengir að og sem verður að losa um. Samt er hann meiri leikur en Númer 48, léttari, og það losnar um þessa spennu í lokin. - Mér finnst þessi sýning sýna þá leið sem við ættum ef til vill að fara. í þessum ballettum er ekki allt sagt, þeir gefa meira áhrif og tilfinningar. Það er hægt að segja að þeir miðli hughrifum og til- trafala, og ástæðulaust þetta sem fólk segir svo oft, að það fari ekki að sjá þetta eða hitt vegna þess að það skilji það ekki. En í list er ekki spurning um skilning, held- ur um að njóta þess sem maður sér og heyrir. LG ískum stykkjum sem væri gaman að setja upp. Við erum, þegar allt kemur til alls, þjálfuð sem klass- ískir dansarar. Það væri sorglegt ef klassíkin ætti eftir að detta al- veg út af efnisskránni. LG dansa klassík. Þetta er þannig al- veg ný reynsla fyrir mig. Hvað er framundan? - Ég er hvergi fastráðinn sem stendur, mér hefur verið boðið að fara aftur til Kóreu í átta mán- uði og eins hef ég fengið tilboð frá Nashville Ballet í Tennessee. En ennþá er allt óráðið. LG finningum. Mér finnst oft klass- ískur ballett vera hættur að miðla, en ef við erum ekki að miðla neinu með því sem við erum að gera, getum við alveg eins hætt þessu. LG 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.