Þjóðviljinn - 14.02.1988, Side 5

Þjóðviljinn - 14.02.1988, Side 5
SUNNUDAGSPIST1LL Jón Öttar sjónvarpsstjóra Það birtist viðtal í Helgart- ímanum síðasta við Jón Óttar sjónvarpsstjóra á Stöð tvö. Þar kemur það fram fyrst af öllu, að það er hugsjón Jóns Óttars í lífinu að reka Stöð tvö. Og vitanlega er ekki nema gott um það að segja: á þess- um skelfilegu tímum þegar all- ir hafa týnt öllum og þó helst sjálfum sér, er hver sá öfu- ndsverður sem er sannfærður um það sjálfur að hann sé á réttri hillu. Það er líka ágætt að Jón Óttar vill nota tækifærið sem þessi sjónvarpsrekstur gefur honum til að gera heimildarþætti um íslenska listamenn og öllu saman fylgir svo ósköp viðfelldin yfirlýsing um að sjónvarp þurfi að vera betra en það er. Hitt er svo lakara að í þessu viðtali koma fram tvær kenningar hæpnar, sem brýnt er að skjóta á eftir því sem púður endist, því báðar eru skaðlegar. „Sjónvarpið lýgur ekki" Hinn fyrri er svona: „Það (sjónvarpið) er miðill samtímans, ekki síst vegna þess að það er erf- itt að ljúga í sjónvarpi." Svo er því bætt við til útskýringar, að blaðamenn geti til dæmis umorð- að svo það sem sagt er í viðtölum að viðmælandi þeirra þekki ekki sjálfa sig þegar á prent er komið, en þetta sé ekki hægt í sjónvarpi. Allt er þetta rangt. Sjónvarp er ekki nútímamiðill vegna þess að það ljúgi ekki - nútíminn er ekkert minna gefinn fyrir lygar en aðrir tímar. í annan stað er ekkert auðveldara en að ljúga í sjónvarpi. Til dæmis í þeim viðtölum sem áðan var á minnst- ekki með því að umorða það sem sagt var, heldur með því að klippa svo rækilega niður það sem menn segja, að öll viðhorf afskræmist og einfaldist til skaða (samkvæmt þeirri bandarísku hefð að enginn fái nema svosem 45 sekúndur til að segja hug sinn). Það er líka hægur vandi að ljúga í sjónvarpi með klippingum útsmognum eða sviðsetningum viðburða sem geta t.d. gert til- teknar mótmælaaðgerðir annað- hvort hlálegar og fámennar eða stórfenglegar og dramatískar. Það er hægt að ljúga heilmikið með þeirri þögn, að birta dag eftir dag myndir af átökum og óspektum án þess að gera neina alvarlega tilraun til að skyggnast á bak við það sem er að gerast. Og svo mætti lengi telja. Sjón- varpslygar eru reyndar miklu hættulegri skynsamlegri skoðanamyndun en blaðalygar - af þeirri einföldu ástæðu að lif- andi myndir eru áhrifameiri en orð, og að menn eru ekki enn jafn varir um sig gagnvart mynda- lygum og textalygum. „Ég skii ekki þessa hrœðslu" Á öðrum stað í viðtalinu er Jón Óttar svo að vísa frá sér vaxandi ugg um áhrif þess að sjónvarp, og ekki síst Stöð 2, er í miklum mæli enskumælandi fjölmiðill. Jón Óttar segir: „Ég hef aldrei skilið þessa hræðslu íslendinga við önnur tungumál eins og ensku. íslend- ingar eru almennt góðir í ensku og það er alltaf talað um „amerík- aniseringu" ef við tökum eitthvað upp eftir þeim. Vissulega eigum við að verja okkar tungumál og leggja rækt við íslenskuna en við verðum líka að vera góð í ensku sem og þýsku, því ef við erum hrædd við önnur tungumál, þá förum við að vera hrædd við okk- ar eigið.“ Skoðum þetta nánar. Moldviðri Með þessum ummælum er Jón Óttar að þyrla upp ryki, vonandi ekki meiru samt en svo að menn sjái handa sinna skil. Það er til dæmis lýðskrumsleg endaleysa að tala um að sá sem sé hræddur við áhrif erlendrar tungu á sitt mál, fari að óttast móðurmálið líka. í annan stað er engin ástæða til að tala um „hræðslu Islendinga við önnur tungumál", rétt eins og um fáránlegan útúrboruhátt væri að ræða - menn eru hér ekki „hræddir" við neitt annað tung- umál en ensku, af ástæðum sem liggja nokkuð í augum uppi. Og það er ástæðulaust að láta sem sá ótti gangi þvert á eðlilega þörf fámennrar eyþjóðar fyrir tung- umálakunnáttu - og þá, vel á minnst, ekki aðeins fyrir ensku- kunnáttu. Góð og vond hrœðsla Allt tal Jóns Óttars um „hræðslu" á sjálfsagt að lítillækka þá sem hafa bæði æmt og skræmt um hið feikilega magn af ensku sem íslensk börn alast upp við á tvöfaldri sjónvarpsöld. Eins gott að minna þá á það, að hræðsla er hvorki góð né vond í sjálfu sér. Hræðsla getur vitaskuld verið lamandi tilfinning sem kemur í veg fyrir að menn þori að takast á við heiminn í kringum sig. En „hræðsla" sú, sem hér er á ferð, er blátt áfram lífsnauðsyn smá- þjóð, sem aldrei getur treyst því að tilvera hennar sé sjálfsagður hlutur; hún er krafa um skyn- semi. íslenska er púkó Svo sannarlega hefur marg- nefnd „hræðsla" - eða eigum við ekki heldur að segja andóf gegn engilsaxneskum áhrifum, skipt máli í sögu okkar á seinni ára- tugum. Sá sem þetta skrifar er nógu gamall til þess að muna það, að á fyrstu árunum eftir stríð var það furðu algengt viðhorf hjá ungu fólki í nýstofnuðu íslensku lýðveldi að troða ensku inn í sitt daglega málfar og láta í leiðinni upp þau viðhorf að íslenska væri heldur ómerkilegur pappír í heimsbókinni - Um leið og þeir eldri vældu um það hvenær sem efnahagsörðugleikar létu á sér kræla að best og þægilegast væri víst að segja sig til sveitar hjá Engilsöxum. Þessar hneigðir komu miklu síður fram opinskátt í fjölmiðlum en efni stóðu til - líklega vegna þess meðal annars, að fjölmiðlar voru eru ekki eins galopnir fyrir hverju sem væri og síðar varð (Ritskoðunarhneigðir hafa líka jákvæðar hliðar). Pólitískur menningarslagur Þessar áráttur voru ekki lengi í framsókn, sem betur fór. Þær hörfuðu af ýmsum ástæðum. Ein var sú að íslenskt samfélag efldi með sér sjálfstraust, okkur tókst skár en mörgum öðrum smáþjóð- um að ná tökum á verkefnum samtímans, tæknilegum og öðr- um, og leysa þau á eigin forsend- um. Og það var barist af drjúgu kappi fyrir íslenskri menningu og þá gegn engilsaxneskum áhrif- um. Það væri fals að segja að sá slagur hefði ekki komið pólitík neitt við. Hann var að mjög veru- iegu leyti í höndum andstæðinga Natóaðildar og hersetu, vinstri- manna ýmiskonar, sem höfðu hátt um sína „hræðslu" við kan- aútvarp og kanasjónvarp og fleira. Meðan að þær raddir voru einatt mest áberandi í hægrimál- gögnum, að þetta tal væri eins og hver önnur móðursýki. íslensk menning, sögðu þær, er sterk og hraust og stenst allt. Við megum ekki einangra okkur. Og þar fram eftir götum. Meiri samstaða Það hefur hinsvegar gerst á allra síðustu misserum að „hræðslan“ við enskuna verður æ meira sameiningartákn fyrir alla þá sem áhyggjur hafa af íslenskri tungu í bráð og lengd - hvar sem þeir annars standa í hinu pólitíska litrófi. Ástæðan er vitanlega sú fyrst og fremst, að það getur ekki farið framhjá neinum, að það hefur djúptæk áhrif á málnotkun og vitund uppvaxandi kynslóðar að hlusta í áhrifamesta fjölmiðl- inum miklu meira á eitt erlent tungumál en móðurmálið. í slíkri stöðu gefast menn upp á ósk- hyggjusæringum um að aldrei geti neitt orðið íslenskri tungu að grandi. Menn vita að enska hefur banað mörgum tungumálum og að önnur hanga á horriminni. Menn vita að ef að æska smá- þjóðar verður tvítyngd, kann annað tungumál ekki miklu síður en móðurmálið, þá getur notkun smáþjóðarmálsins hrunið á ótrú- lega skammri stund. Hér við bæt- ist svo það, að okkar tími er tími fjandsamlegur hugsjónum (og þá þjóðernishugsjón), tími þegar þjóðríkið erlítillækkað á kostnað „stærri heilda“ sem eiga að vera afskaplega hagkvæmar. Okkar tími einkennist líka af tæknibylt- ingu, nánar tiltekið tölvuvæð- ingu, sem blæs ensk áhrif út enn meir en nokkru sinn i fyrr. Því er það bæði skaðlegt og undarlegt þegar voldugir fjöl- miðlastjórar eins og Jón Óttar yppta öxlum yfir „hræðslu" við ensku og segjast ekki skilja svoddan aumingjaskap. Menn hafa náttúrlega leyfi til að bera sig hetjulega ef þeim sýnist svo, hvað sem skynsemi líður, - ef að afleiðingar hugrekkisins fíflalega bitna á þeim sjálfum einum. En það er engin ástæða til að leyfa mönnum að ástunda eða boða í friði glannaskap sem varðar heila þjóð. Sunnudagur 14. febrúar 1988 bJÓoviLJINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.