Þjóðviljinn - 14.02.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.02.1988, Blaðsíða 7
Þjóðviljinn á kjötkveðjuhátíð á Suður-ítalíu Alltfrá Egyptalandi hinu forna, ígegnum rómverska keisaraveldið og hinar kristnu miðaldir í Evrópu til dagsins í dag hef ur sá siður haldist að ákveðna daga á ári er allt leyfilegt: eftir því sem siða- reglur þjóðfélagsins verða strangari, þeim mun meiri þörf hafaþegnarnirfundiðtilþess að losasig úrspennitreyjunni að minnsta kosti einu sinni á ári. Og yfirvöldin hafa lengst af séð þann kostinn skynsam- legastan að horfaframhjá þessum leik, og reyndareru þau tímabil ísögunni aðeng- inn tók virkari þátt í karneval- látunum og föstugangs- hlaupunum en einmitt yf ir- stéttin. Lútherskan andvíg karnevalinu Karnevaltíminn í kaþólskum löndum stendur nú sem hæst. Fimmtudagurinn 11. febrúar heitir í kaþólskum löndum fimmtudagurinn feiti, og markar víða upphaf karnivaltímans, sem stendur mislengi eftir stöðum og hefðum, en á þó samkvæmt hinni kristilegu hefð að ljúka á sprengi- dag, sem nú er 16. þessa mánað- ar. Síðan hefst sjöviknafastan með öskudegi, en askan er eins konar iðrunarmerki og áminning um forgengileika holdsins. Karn- evalskemmtun er þó haldið áfram lengur víða í kaþólskum löndum, og fer það allt eftir hefð- um á hverjum stað. Þegar siðaskiptin urðu á miðri 16. öld í norðanverðri álfunni lögðust margir heittrúaðir mótmælendur gegn „föstugangs- hlaupunum og öðru apaspili", eins og það var kallað hér á landi. Það átti einnig við á Norðurlönd- unum. Þannig segir í „Norsku lögunum" sem Kristján 5. lét setja árið 1687 og giltu að hluta hér á iandi að „allir óskikkanlegir og hneykslanlegir leikir um jól eður á öðrum tímum og föstu- gangshlaup fyrirbjóðist strengi- lega og eigi alvarlega að straff- ast". (Sjá Árni Björnsson; Hrær- anlegar hátíðir, Örn & Örlygur 1987). íslenska karnevalhefðin er af þessum sökum snautleg, en hefur þó varðveitt þann skemmti- lega sið, að á bolludaginn er börnunum heimilað að hýða for- eldra sína og aðra fullorðna, auk þess sem öllum er leyfilegt að kýla sig út með feitmeti eftir bestu getu, bæði á bolludag og sprengidag, en það telst vart jafn eftirsóknarvert nú á tímum og áður fyrr, þegar kólesterólið þótti eftirsótt munaðarvara og kransæðastíflan var óþekkt sem menningarsjúkdómur. Karneval á ítalíu Karnevalhefðin á sér óvíða sterkari rætur í Evrópu en á ítal- íu. Framkvæmd karnevalsins þar er þó mjög misjöfn eftir stöðum, og þannig er karnevalið í Fen- eyjum að mörgu leyti gjörólíkt þeirri skemmtun sem tíðkast í Vi- areggio, svo að tveir frægustu karnevalstaðirnir séu nefndir. En eitt er þó meginatriði í allri karnevalskemmtun, og það er gríman: það að dulbúa sjálfan sig, skipta um kyn, stöðu eða stétt í þjóðfélaginu. Dulargervið og gríman gera mönnum kleift að gera það sem annars væri hvorki mögulegt né leyfilegt: að daðra við giftar eða lofaðar konur, að gera gys að yfirvöldunum, að komast á forboðna staði og í for- boðinn félagsskap, allt á fölskum forsendum dulargervisins. Karn- evalið er fyrst og fremst leiksýn- ing, gríðarmikið götuleikhús þar sem allir eru þátttakendur og nánast allt er leyfilegt. Þó hefur stundum þótt ástæða til þess að grípa til takmarkana á frelsinu, eins og til dæmis í Fen- eyjum árið 1458, þegar sett voru lög sem bönnuðu karlmönnum að klæðast kvengervi á karneval- inu og smygla sér þannig inn í nunnuklaustrin. Og reyndar varð grímubúningurinn svo vinsæll í Feneyjum að fólk tók að nota Gríman og Commedia dell'arte Gríman býr yfir dulrænum á- hrifamætti og tvíræðum. Um leið og hún er fals er hún yfirlýsing um að hér sé kynnt ákveðin persóna. Orðið persóna hafði reyndar upprunalega sömu merkingu og gríma hjá Grikkjum. Ef gríman er persóna, þá er grímuklædd persóna um leið gríma sem klæðir sig grímu! Gríman á sér mikla hefð á ítal- íu, ekki síst í kringum leikhús- hefðina Commedia dell'arte, sem á uppruna sinn sem alþýðlegt leikhús á miðöldum. Ákveðnar persónur ganga í gegnum þessa leikhúshefð og eru alþekktar á ít- alíu og ganga enn ljósum logum á karnevalinu: Arlecchino, skógar- sveinninn sem skrýðir sig laufi og á trúlega uppruna sinn í eins kon- ar vorblóti í skógivöxnum fjalla- hlíðunum fyrir ofan Bergamo, en fékk síðar meir fastari mót sem hinn slyngi og tækifærissinnaði þjónn tveggja húsbænda, klædd- ur köflóttum samfestingi úr litum skógarins, brúnum, grænum og hvítum, og með dökka grímu fyrir hálfu andlitinu. Arlecchino er fullur lífslöngunar, og hug- myndaflugið er helsta skapgerð- hann veit fátt betra í veröldinni en makkarónur hæfilega stíf- soðnar undir tönn með napó- litanskri tómatsósu. Og Pulcin- ella skelfist dauðann meira en Arlecchino, sem lætur eins og hann viti ekki að hann sé til... Þessar persónur úr Commedia dell'arte, sem við sjáum enn á götunum á ítölskum karnevalhát- íðum eru tákn fyrir ákveðnar per- sónugerðir: undirsátann, yfir- manninn, sveimhugann, raun- sæismanninn o.s.frv. Þess utan sjást allar hugsanlegar mann- gerðir á karnevali: fólk klæðir sig út sem þekktar persónur í þjóðlíf- inu, sem kirkjuhöfðingjar, fót- boltastjörnur, stjórnmálamenn, dýr, æfintýrapersónur, teikni- myndafígúrur o.s.frv. Það mikil- vægasta í þeim efnum er að hug- myndafluginu séu ekki settar neinar skorður! Karnevalið í Feneyjum Karnevalið í Feneyjum er frægast allra karnevala í Evrópu. Kemur þar margt til, hefðin, sag- an og það magnþrungna um- hverfi sem borgin býr yfir með sínum speglandi sfkjum, tígulegu J ^m m ¦ fe,-* & 1 §,xmí WfU **§£'¦„* * JhV jK jhb - & ¦ : ¦¦:¦ '% $F Með föstugangshlaupum og karnevalsskemmtun eru höfð endaskipti 6 heiminum: Börnin hýða þá fullorðnu, undirsátarnir hœðast að yfirvöldunum, karlmenn klœða sig sem konur og konursem karlar og stjórnleysið er kjörorð dagsins! hann utan karnevaltímans, og sáu yfirvöld sömuleiðis ástæðu til þess að banna slíkt á helgum dögum. f sumum bæjum á ítalíu er mönnum refsað ef þeir láta sjá sig grímulausa á karnevalhátíðinni (t.d. grýttir með appelsínum eða tómötum), og einnig eru dæmi þess að borgarstjórinn víki úr sæti sínu á karnvalshátíðinni fyrir ein- hverjum Ioddaranum, svona rétt til þess að undirstrika að þennan dag eigi að hafa endaskipti á heiminum. areinkenni hans, og þótt hann þjóni tveimur herrum er hann innst inni sannur stjórnleysingi. Pantalone er uppáhaldshús- bóndi Arlecchino, gamall og rík- ur og of veikburða til þess að geta gefið ógnvekjandi kylfuhögg. Pantalone er Feneyingur, en auðmannastéttin í Feneyjum var fræg fyrir það hversu mikið hún barst á og glæsilega. Pulcinella er ættaður frá Nap- olí og á ýmislegt skylt með Arl- ecchino. Hann er þó ekki eins sveimhuga og mun matelskari, en gotnesku höllum, þröngu stræ- tum og fögru torgum og því róm- antíska æði sem hefur gefið fen- eyska karnevalinu orðspor synd- arinnar öðrum fremur. En karne- valið í Feneyjum var kannski aldrei eins spennandi eins og á 17. og 18. öldinni þegar Casa- nova gekk þar um götur með skykkju sína og barðaþungan hatt og grímu fyrir augum: hvaða hefðarmaður gat verið öruggur með konu sína í slfku andrúms- lofti? Á meðan karnevalið í Fen- eyjum er frægast fyrir grímurnar, búningana og þetta seiðmagnaða og synduga andrúmsloft, þá er karnevalið í Viareggio á vestur- strönd ítalíu frægast fyrir skrautsýningarnar og vagnana sem gerðir eru nýir fyrir hvert karneval, þar sem stjórnmála- menn, íþróttamenn og aðrar stjörnur úr þjóðlífinu eru gjarnan blásnar upp í risastærðir og hafð- ar að spotti, almúganum til skemmtunar. Slfkar skrautsýn- ingar fara reyndar fram í flestum bæjum ítalíu, og er oft ótrúlegt að sjá hvílíka vinnu fólk leggur í undirbúning þessara skrautsýn- inga. Karneval í Amalfi Fyrir tveim árum dvaldi sá er þetta ritar vetrarmánuðina á Suður-ítalíu, nánar tiltekið í Am- alfi skammt fyrir sunnan Napoli. í Amalfi eru menn að kveðja jól- in og fagna nýju ári nær allan jan- úarmánuð með sífelldum flugeld- asýningum, sprengingum, skrúð- göngum og lúðrablæstri, þar sem; notast er við hin ótrúlegustu heimatilbúin hljóðfæri, potta og pönnur og annan þann áslátt sem fremur mikinn hávaða. Jöturnar með Jesúbarninu eru svo margar og það þarf að taka þær niður með slíkri viðhöfn að þessi hama- gangur virðist aldrei ætla að taka enda. En það er ekki fyrr búið að kveðja jólin og pakka síðasta Jes- úbarninu niður í janúarlok með viðeigandi sprengingum, flugeld- asýningum og hamagangi, en undirbúningur karnevalsins er kominn í fullan gang, og þar leggjast allir á eitt: skolabörnin æfa sig fyrir skrúðgönguna, þau sauma sér skrautbúninga og grímur, gera sér vendi og prik til að sveifla og æfa sig að dansa samba eða önnur spor sem þau stíga í takt eftir æsandi tónlist. Aðalskrúðgangan fer fram í næsta bæ, Maiori, því göturnar í Amalfi rúma ekki allt fólkið og vagnana sem eru sumir hverjir á stærð við lítil hús. Greinilegt er að skólarnir og bæjaryfirvöld leggja mikið fram við undirbún- ing karnevalsins, sem þarna virð- ist ekki hvað síst vera skemmtun barnanna og unga fólksins. En hinir fullorðnu mæta líka uppá- búnir í allra kvikinda líki og auk skrúðgöngunnar er margt til skemmtunar, því það rfkir tívol- ístemmning á götunum með sölu- borðum sem selja sætindi og happdrættisvinninga og hvað eina, svo eru skotbakkar og ann- að sem f ólk getur skemmt sér við, en mesta skemmtunin er þó í því fólgin að fá útrás fyrir dulda leikhæfileika sína í dulargervinu, abbast upp á ókunnuga með óhefðbundnum hætti og að skoða þetta undarlega sjónarspil í birt- unni af febrúartunglinu sem endurspeglast í marflötum Salerno-flóanum. Þetta er geg- gjaður heimur, en geggjunin verður kannski ekki augljós fyrr en maður sér hana í gegnum karnevalgrímuna! -ólg Sunnudagur 14. febrúar 1988 ÞJÓOVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.