Þjóðviljinn - 14.02.1988, Síða 8

Þjóðviljinn - 14.02.1988, Síða 8
Við getum breylt lífi okkar sagði Alfreð Jolson biskup kaþólskra ó íslandi í fyrstu hátíðarmessu sinni í Kristskirkju í Landakoti Alfreð Jolson undirbýr útdeilingu hei- i lags sakramentis í fyrstu messu^inni í Kristskirkju. Ljósm. sig. Um síðustu helgi var dr. Alfreð Jolson vígðurbiskup kaþólska safnaðarins á íslandi. Var það í annað skiptið sem slík biskupsvígsla ferfram hérálandifrá siðaskiptum, en kaþólsktrú var reyndar bönnuð hér á landi frá siðaskiptum allt til 1874. Þegarkaþólskursiður ríkti hér á landi voru biskupar yf irleitt vígðir erlendis, annað hvort í Niðarósi eða Lundi. Síðasta kaþólska biskupsvígslan sem hérfór fram var árið 1929 þegar Marteinn Meulenberg tók víg- slu. Fyrirrennari Alfreðs Jolson í biskupsstóli var Hinrik Frehen, en hann andaðist 31. október 1986. Það er Jóhannes Páll II. páfi sem velur biskupa innan kaþólsku kirkjunnar samkvæmt ráðleggingum fulltrúa sinna í við- komandi umdæmi, sem hér eru biskupar kaþólsku safnaðanna á hinum Norðurlöndunum. Alfreð Joison er af íslenskum ættum, sonarsonur Guðmundar Hjaltasonar frá ísafirði, sem fæddur var 1872. Guðmundur fluttist til Noregs, kvæntist þar Karolínu Amundsen og fluttust þau síðan til Bandaríkjanna. Sonur þeirra var Alfreð Jolson, sem kvæntist Justine, konu af ír- skum ættum, sem er móðir Al- freðs Jolson biskups, og var hún viðstödd biskupsvígsluna s.l. laugardag. Alfreð Jolson biskup fæddist 1928 og verður því sex- tugur síðar á þessu ári. Alfreð Jolson hefur starfað innan kirkjunnar sem prestur bæði í Bandaríkjunum, Mið- Austurlöndum og í Afríku. Hann er fjölmenntaður og hefur meðal annars doktorspróf í viðskipta- fræðum, og hefur stundað há- skólakennslu í þeirri grein í jesú- ítaháskóla í Bandaríkjunum. Hann talar fjölda tungumála, en hefur ekki enn lært íslensku, og í fyrstu hátíðarmessunni sem hann flutti síðastliðinn sunnudag talaði hann á ensku. Bað hann söfnuðinn að sýna þolinmæði á meðan hann væri að ná valdi á íslenskri tungu, og bað þess jafn- framt að sóknarbörnin yrðu óhrædd að leiðrétta sig, þegar honum yrðu á mismæli. Megin- inntakið í prédikun biskupsins í fyrstu messu hans á sunnudag var hinsvegar það, að öllum mönnum væri í sjálfsvald sett að breyta lífi sfnu með því að opna sig fyrir Kristi. Slík breyting fæli jafn- framt í sér breytingu á eðli þeirra vandamála sem maðurinn stæði frammi fyrir í sínu daglega lífi utan veggja kirkjunnar. Nú eru um 1500 manns starf- andi innan kaþólska safnaðarins á íslandi. Auk biskupsins starfa hér 11 prestar, þar af 2 íslending- ar, 5 Hollendingar, 2 írar, einn Bandaríkjamaður og einn Frakki. Nunnuklaustrin í Hafn- arfirði og Stykkishólmi heyra einnig undir biskupsumdæmi Al- freðs Jolsons. -ólg 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.