Þjóðviljinn - 14.02.1988, Side 9

Þjóðviljinn - 14.02.1988, Side 9
enn í sviðsljósinu Þann tíunda apríl áriö 1912 varð eitt f rægasta sjóslys sög- unnar. Titanic, glæsilegt skemmtiferöaskip með 2200 manns innanborðs, fórst á jómf rúrferð sinni yfir Atlanst- hafið. Skipið rakst á ísjaka á fullri ferð um það bil 600 kíl- ómetrum fyrir suðaustan Ný- fundnaland - og sökk átveim og hálfum tíma, enda þótt verkfræðivittímans hefði full- yrt að slíkt skip væri ósökkv- andi, svotryggilegaværi hægt að loka vatnsþéttum hólfum þess. Um 1500 manns fórust- bæði vegna þess að ekki voru björgunarbátartil fyrir nærri alla sem á skipinu voru og svo vegna þess að of margir farþeganna trúðu skrumáróðrinum um öryggi skipsins og skildu ekki fyrr en um seinan að það væri að sökkva. Þetta slys hefur orðiö mönnum hugstæðara en flestir aðrir mann- skaðar og ber margt til. Þar mun þó mestu ráða, að Titanic sigldi úr höfn í Southampton á tímum mikillar bjartsýni, sem var ekki síst tengd þeirri sjálfumgleði mannfólksins, að tæknin mundi leysa hvern vanda og endanlegur sigur mannsins á náttúruöflunum stæði fyrir dyrum. Þegar svo Tit- anic fékk á sig rifu stóra í árekstri við ísjaka og sökk var það mikið áfall fyrir bláeygar framfarahug- myndir. Einskonar upphaf að endalokum þeirra „fögru tíma“, sem svo fengu rækilega á baukinn þegar heimsstyrjöldin fyrri hófst tveim árum síðar með eiturgas- hernaði og öðrum ófögnuði. Fundnir fjársjóðir Nema hvað. Enn skýtur skipið mikla upp kollinum - og reyndar er svo vissum tæknilegum afrek- um fyrir að þakka. Sjötíu og þrem árum eftir að skipið lagðist til hvíldar á 4000 þúsund metra dýpi tókst að hafa upp á flakinu. Sérhannaðir dvergkafbátar og fjarstýrðar gripklær sigruðust á feiknalegum þrýstingi og miklu myrkri undirdjúpanna og færðu heiminum merkilegar ljósmyndir af því sem eftir er af hinu fræga skipi um leið og fiskaðir voru upp á yfirborðið stærri og smærri hlutir úr því: skreytingar, tækja- búnaður, borðbúnaður og margt fleira. Brakið dreift víða Þegar Titanic sökk til botns brotnaði skipið í tvennt og liggja skipshlutarnir tveir nú í um það bil sex hundruð metra fjarlægð hvor frá öðrum. Brak úr skipinu hefur annars dreifst um allstórt svæði ca. 1800 metra langt og 1200 metra breitt. Það varleitarmönnum mjög til baga, að skipið sökk þar sem Atl- antshafið er einna dýpst - fyrir nú utan það að slysstaðurinn er mesta veðravíti. Hefði skipið náð að sigla svosem tveim klukkust- undum lengur áður en slysið varð, þá hefði það náð land- grunni við Nýfundnaland, þar sem dýpið er ekki nema röskir hundrað metrar. Og þá hefði Titanic, 46000 smálesta glæsiskip, leggur úr höfn í sína fyrstu og síðustu ferð. Þessi engill sem gætti stigans upp á fyrsta farrými er einn hinna 9000 gripa sem bjargað hefur verið úr Titanic. flakið vitanlega fundist fyrir löngu. Flakið tvískipta er mjög tært af ryði, og þær járnplötur þræl- traustu sem eitt sinn voru hafðar í fullkomnasta skipsskrokk í heimi eru nú sem brothætt postulín. Sérhver tilraun til að ná þeim upp mundi brjóta þær í þúsund parta. Þyngri hlutir úr skipinu - katl- ar, skorsteinar og fleira, liggja nú þétt við þann hluta flaksins sem þeir tilheyrðu. En aðrir hlutir og léttari hafa borist með straumi suður á bóginn. Það er einhverjum fullkomn- asta rannsóknarkafbáti heims, Nautile, að verulegu leyti að þakka, að tekist hefur að bjarga um 900 hlutum úr Titanic af hafs- botni. Nautile tók þátt í fransk- bandarískum leiðangri á svæðið sumarið 1987, en þá var unnið í 45 daga að björgun úr flakinu. Nautile kafaði þá 32var sinnum frá móðurskipi sínu, Nadir, og var alls 160 tíma á 4000 metra dýpi við flakið. Þar verður skrokkur kafbátsins fyrir feikna- legum þrýstingi - eða 400 sinnum meiri en á yfirborði sjávar. En Fullkomnasti kafbátur heims þessi franski kafbátur, sem fór í sjó árið 1985 og hafði þá verið sjö ár í smíðum, er einasti kafbátur heims sem þolir að kafa niður á 6000 metra dýpi. Og þar með má nota hann til að kanna allt að 97% af hafsbotni hnattarins. Nautile er gerður úr geysi- sterkum gerviefnum og titan- málmi og er tiltölulega léttur. Hann hefur fjórar skrúfur og er hægt að stýra honum eins og fiski í vatni. Kafbáturinn er búinn mjög fullkomnum sónar og getur því fundið jafnvel smáhluti í margra metra fjarlægð. Báturinn getur sent sjónvarpsmyndir upp á yfirborðið og sex öflugir ljóska- starar gefa kost á að taka á miklu dýpi litmyndir sem eru betri en áður hafa sést. Þriggja manna áhöfn er í kafbátnum og liggja tveir á maganum við kýraugu tvö, feiknalega þykk, en stýrimaður- inn situr fyrir aftan þá. Vélmennið Robin er tengdur Nautile með 70 metra löngum kapli. Þennan fjarstýrða vélspæj- ara má senda inn um þröngar glufur og göt og getur hann tekið þar myndir ef vill. Nautile sjálfur er búinn tveim vélörmum með klóm, sem tína góss af hafsbotni í körfur sem látnar eru síga niður frá móðurskipinu. áb tók saman. Sunnudagur 14. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.