Þjóðviljinn - 14.02.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.02.1988, Blaðsíða 12
Helgarfefð 20 mínútna útvarpserindi Washington. Það var tími kominn til að skreppa suður til Washington og skoða höfuðborg Bandaríkjanna og allt það sem hún hefur upp á að bjóða í mat og drykk, söfnum og minnismerkj- um. Það andaði köldu í kringum Lincoln-Center þegar við hjónin að konserti loknum stigum upp í volgan Continental sem sam- ferðafólk okkar hafði tekið til helgarleigu. Rúmgóð bifreiðfyrir fimm farþega með jafnmörgum öryggisbeltum og fjórum hátölu- rum. Talaðist okkur strax til að hefja förina þá þegar um kvöldið þó áliðið væri, enda búið að bóka herbergi á hinu einkennilega Hótel Harrington sem er í skot- færi frá sjálfu Hvíta húsinu sem fólk kannast e.t.v. við úr fréttun- um. En á leið okkar niður í Holland-Tunnel, sem eru bíla- göng undir Hudson-fljótið sem umgirðir Manhattan-eyju, varð okkur til happs að bindast í um- ferðarhnút beint fyrir framan Majestic-leikhúsið á Broadway þar sem einmitt þá var að ljúka frumsýningu á nýjasta verki söngleikjasmiðarins mikla And- rews Lloyds Webbers: „The Phantom of the Opera“ (Fantur- inn í óperunni) og hefur hlotið vægar undirtektir gagnrýnenda hér vestra. En út streymdu þó frumsýningargestirnir og þar á meðal hinn sorrýverði sonur Len- nons sáluga, Julian, og vinkaði hann vingjarnlega til okkar í bíln- um og töldum við það til gæfu- merkis, bítilserfinginn hafði blessað bflinn með brosi sínu. Fór það enda eftir, ferðin varð hin heppnaðasta og allir komu heilir heim. Aksturínn suður tekur á kort- inu um 5 tíma og reyndist sú mæl- ing nokkuð rétt, í sæng vorum við komin á Harrington rétt upp úr fjögur þá um nóttina. Ferðin var tíðindalítil og lítt frásagnarverð utan undrafögur verksmiðju- hverfin í Jersey og tignarlegar brúarslaufur við Baltimore. Auk þess sem við áttum saman snarl á Roy-Rogers-stað með 700 kfló- um af svörtu holdi skiptu í þrennt. Það voru þrír trökk- drævers á leið til Karólínu. Hjá þeim fregnuðum við forvitin úr- slitin í hnefaleik kvöldsins, hinn ungi Tyson hafði léttilega haldið titli sínum og rotað Holmes í fjórðu lotu. „I knew it all the time, Larry never had a chance" og þessir, nú, kunningjar okkar, urðu ekki undir í neinu veðmáli í sambandi við þennan „fight“. Þeirra maður vann. Okkar mað- ur þetta kvöld var hinsvegar bflst- jórinn og var það einnig mat okk- ar í aftursætinu að hann hafi vel um stýrið haldið, enda maðurinn alvanur leigubílstjóri úr Reykja- vík. (B.S.R.) Nú, herbergi okkar var á áttundu hæð að yfirlögðu ráði með von um nokkra útsýn, sem reyndist tálsýn ein í næsta vegg, en annars býsna skemmti- legt með tveimur tvíbreiðum rúmum og einu fyrir þann staka. Hæst bar þó málverkin yfir sitt hvoru breiðrúminu sem voru al- veg eins, geysi-skýr eftirprentun af okkur-brúnni hauststemmningu í oflaufguðum skógi. Rúmteppin voru einnig í þessum Kópovogs-brúna lit, en við reynum að láta það hafa sem minnst áhrif á okkur og allir voru sofnaði laust fyrir fimm. Á ferðalögum er þ2Ö engin elsku amma, eins og þeir sögðu á Fram-æfingunum í gamla daga, og símvörðurinn rak upp sína rösku morgunhringingu á slaginu tíu, var enda morgunverðurinn okícar innifalinn í hinu hagstæða verði og iyki honum þá klukku- tíma síðar eða kl. 11. Fór hann fram í Kitscheteríunni á jarðhæð þessa nú enn umdeilanlega hót- els. Borðnautar okkar voru nefnilega að mestu leyti heimilis- lausir allsleysingjar á ódýrum fóðrum hér á þessum billega stað sem lyktaði af kakkalakkaspreii (Þetta fann konan með sínu næma nefi) og plastpokum full- um af dagblöðum frá því um jól. Þetta staðfesti ég sjálfur þegar ég í grandaleysi bað um að fá að kíkja í sunnudagsblað New York Times með skíðahetjunni Pirmin Zurbriggen á forsíðu, sem kom þá á daginn að hafði gegnt því hlutverki að vera koddi eiganda síns. Vildi ég ómögulega lesa frá honum rúmfötin og bauðst til að skila honum, þessum gamla blue- grass-grána, blaðinu með det samme, en það vildi sá ekki sjá né heyra en bauð mér ólmur fleiri mublur sínar til lestrar, „Be my guest anytime." Sannaðist hér að sá er lítið hefur, mest gefur. Að breakfast loknum var skotið á skjótráðum hvernig deg- inum skyldi nú eytt og tókst fljót- lega á með okkur að halda þegar eins og ekkert í skærist í þjóðar- galleríið, National-Gallery, Austurvæng, sem er flenni-ný viðbygging við gamla „voltið" sem ég kalla svo, og hýsir einkum nútímadeild heimslistarinnar. Sjálf er byggingin ósköp athygli- sverð og fellur ágætlega inn í þá miklu heildarmynd sem Was- hington óneitanlega er í sínu oxul-þunga skipulagi og hæðar- takmörkunum. En eins og títt er um fleiri monthýsi, sem ég kalla svo, fer hér meira pláss í umbúðir en innihald og furðulítið sýnirými fæst úr þessum trapissulagaða hlunki en meira fer í anddyri og stigapalla auk hins opna svæðis í miðju hans. Það er reyndar ekki einleikið hve starfandi arkitektar hér um slóðir eru miklir lobbýist- ar, allt þeirra púður fer í anddyr- ið, innkomuna, en hún er auðvit- að einnig mikilvæg, eins og leikarar þekkja. Það reyndist sem sagt lítið vera að hafa í þessu milljónadæmi, stolti amerískra menningarvita. Þó var hér uppi yfirlitssýning á nútímaskúlptúr, en þar var skiljanlega lítið spennandi á ferð, aðeins misjafnlega leiðinlegt brons. Þó var konan hrifin af Capricorninum eftir Max Ernst, en mest þó vegna þess að hún hafði ekki séð hann áður. Ham- arsmaður Borofskys tróndi þarna líka og var svo sem sæmandi. Þá stendur Henry gamli Moore alltaf fyrir sínu. Þarna var einnig yfirlitssýning á verkum banda- rísku listakonunnar Georgia O’Keefe, en bæði var að talsverð biðröð var þar við dyrnar og auk þess gat hún aldrei neitt, þannig að við létum hana eiga sig. I permanent collection eiga þeir ýmislegt, en mest ber þó á þeirra mönnum, abstrakt- expressjónistunum, eins og þeir hétu til foma, og popp- köllunum. En maður eyðir ekki löngum og erfiðum safnatíma sín- um við ruslið hans Rauschen- bergs eða æluna og pissið úr Poll- ock. Svo ekki sé minnst á klínurn- ar eftir Kline eða dellurnar hans Stella. Nei, þetta eru því miður allt ólystugar leifar módernis- mans, frá þeirri geimöld þegar menn héldu að þeir væru svo allt öðru vísi en fyrirrennarar þeirra og þess vegna hlyti list þeirra alltaf að verða ný og nýrri, fmm- legri og óvenjulegri. En óbreyttur almúgamaður dagsins í dag rápar í óráði sínu inn á söfnin sem eiga að hýsa listina og sér allt í einu hve blekkingin var stór, hve för keisarans vom ný, sér að allt er þar fullt af msli en ekki list. Almenningurinn hefur aftur rétt fyrir sér. Sorglegasta dæmið er að ganga alla leið upp í turn þessa húss þar sem allar „eftirstöðvar krossins" eru saman komnar, ein 14 meistaraverk eftir manns gamla goð táningsáranna, Barnett New- man. Svartar lóðréttar línur á tómum fleti, trekk í trekk, með smáum varíöntum. Og fólk leikur sig dolfallið frammi fyrir þessu blöffi, vel upp alið úr „listasögu"- kúrsunum í Cleveland og San José. En nei, og aftur nei, maður sér þetta allt í einu eins og þetta er, hjálpardekkin detta af manni, og maður sér að þetta er náttúr- lega ekki neitt neitt. Tíminn hef- ur greyið tönnum nagað. Nú, nú, ekki má gleyma sér í póstmódernískum flengingum eða svokölluðum „eftirmóði", sem er ein besta þýðingin á þessu vandræðaorði og verð ég að eigna hana Djúpmaríninum og gullpennanum, Ólafi kollega mínum Engilbertssyni frá Tyrð- ilmýri en nú á Helgarpóstinum. Áfram skal haldið og það yfir í aðalútibú þjóðminjasafns Bandaríkjanna, þar sem hin raunverulega list á heima. Ég gleymdi reyndar að minnast á eitt lítið herbergi í tuttugustu-aldar- álmunni en það var Iíka fyllt af Píkassóum og þarf auðvitað ekki að fara mörgum orðum um þann mikla þumalfingur sem hann var. Nú, en hinum megin voru þeir allir, Lenni, Raffi og Mikki, en hæst bar þó portrettið af Saskíu konu Rembrandts, sem er ein- mitt eftir hann. Þá uppgötvaði ég leyndan amerískan Kitsch- snilling sem málaði ógnarróm- antískar „iífsmyndir" á miðri nítj- ándu öld, Thomas Cole að nafni. Munið eftir honum næst þegar einhver ræðst á ykkir af vellesinni illgirni á Mokka-Café. Síðan var haldið yfir í speis- safnið mikla handan grundarinn- ar sem nær allra Ieið frá Capitól- inu háa til Kleópötrunálarinnar (ef ég lærði rétt) sem hér er notuð til að minna á fyrsta forsetann, sjálfan Washington. Að baki henni er svo stóra hofið yfir stytt- unni af Lincoln og enn fjær minn- isvarðinn um Jefferson Starship. En kaffiterían í geimminjasafn- inu stelur þó senunni um stund og er skemmtilega speisuð. Þar vinnum við á submarine- samlokum og slökum á innan um ofur-vinalega meðal-kana sem vilja ólmir heyra íslensku. Margt forvitnilegt er að sjá í þessari merku byggingu, allt frá fyrstu arm-vængjunum til appolló- geimfaranna. En maður er ekki mikill loftbógur og er snöggur að lauma sér út á rúntinn á meðan tæknisinnaðir samferðamenn okkar athuga sín stjörnukort. Að löngum skoðunardegi loknum er úrval að slaka á gengnum beinum og flötum í mjúkum rúmum Hótels Harring- ton og njóta litasjónvarpsins sem skrúfað er í vegginn á móti. Við rennum í gegnum allar rásir áður en ákveðið er að hlýða á hinn vikulega skemmtiþátt sveitas- öngkonunnar Dollýar Parton sem alltaf stendur vel fyrir sínu og 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. febrúar 1988 J 1 ^ 4'/*- (4>4; »j aíLJ • . . til höfuðl er ákveðið kikk þó svo að um þessar mundir sé hún óheyrilega grönn, mittið svo þröngt að manni óar við. Kristjáni Arasyni yrði t.d. vart úr lófa lagið að góma hana miðja. En brjóstin eru enn vel á sínum stað og væri bandarískum nútímalista- mönnum nær að vera þar á fóðr- um en drekka þetta þunna teor- íska terugl úr munnum akademí- skra uppfræðandi geldsauða sinna. Já, Dollý er kjarnabrauð mikið og hefur alltaf svör á breiðum vörum. Úr salnum er spurt hvort hún leggi að marki stund á lyft- ingar og hún svarar af karlrembu sinni: „Nei, ekki nema þegar ég rís á fætur." nú, þegar þætti hennar er lokið er okkur hugsað til magans sem gólar nú á sitt neðan úr myrkvið- um mannslíkamans og úr hinum ýmsu ferðabæklingum hefjum við að panta borð á kreólskum veitingastað í diplómataklassa. Reyndar verður manni óvönum það á að spyrja hvort staðurinn sé nokkuð svo langt frá Hvíta hús- inu sem er eina viðmiðið hér í miðborginni, en veldur skiljan- legum misskilningi þegar við fimmmenningarnir birtumst á þjóðbúningum okkar 30 mínút- um síðar og segjumst hafa átt pantað borð. En maturinn var indæll, hnetusilungur að hætti suður-ríkjamanna með krabba- kjötsúpu að forrétti. Sessí bon, eins og sagt er. Undir borðum áttum við fjör- legar umræður um stöðu nútímal- istarinnar og máttu mörg nöfnin þá þola skjóta afgreiðslu, eins og t.d. Rothko, sá gamli þokulúður: „Hann helgaði líf sitt einni hug- mynd sem Píkassó hefði orðið leiður á strax fyrír hádegi." Já, það má með sanni segja að lítt hafi um vettlingatökin verið um hníf og gaffal á veitingastaðnum við Hótel Hampshire þetta kul- vísa Washington-kvöld. Að máltíð lokinni var okkur mjög í mun að reyna fyrir okkur úti á lífi þessarar bovgar, en begar til kastanna kom urðum við að viðurkenna fyrir sjálfum okkur eigin þreytu og diskóleiða. Það var því haldið sem leið lá uppá herbergi og lúllað. Annar, dagur í höfuðborginni hófst sem hinn fyrri, með upp- vakningu kl. 10 og fjölbragða- glímu kvenna í sjónvarpinu í bland við okkar eigið kapphlaup við morgunverðinn. Mátti þar mjóu muna og sjálfur átti ég t.d. fótum fjör að launa og náði á síð- ustu stund að fórna mér eins og hver annar Þorgils Óttar í átt að kassanum með miðann í hægri hönd. Stóð þar á tæpu að ég mætti punga út einum fjórum dölum að auki og óþarfa, allt vegna minnar eigin leti. En allt fór semsagt vel og beikon, egg og ristabrauð komust heil á áfang- astað sinn með heitu kaffi. Og síðan hófst hinn síðari skoðunartúr. Það var fagurt veður þegar út kom, sólin sendi langdræga geisla sína af eintómri gæsku niður á þessa ísköldu borg. Grátmúrinn til minnis um Víetnam-stríðið var enda orðinn funheitur og tárin sem þar runnu á svörtum slípuðum steini þorn- uðu fljótt, áður en þau runnu yfir þau nöfn sem komu þeim af stað. Þetta V-laga mónument er hæfi- leg hönnun jafnt sem áminning um hörmungar stríðs og virkar vel. Hirsch-horn safnið er hinsveg- ar ekkert annað en hringlaga eftiröpun á Guggenheim-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.