Þjóðviljinn - 14.02.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 14.02.1988, Blaðsíða 14
Stendekki þrasi við mann sama aldri synir minir Hinn umdeildi FIDE-forseti Campomanes íítarlegu viðtali við Helgg Ólafsson um Marcos, Fischer, Korchnoi, Kasparov, Friðrik, Batúrinski, Szirak: ísland er mikið skákland „ I nótt fáum við lausn á þessu máli. Þaðverðureitthvaðgert til að tryggja vinnufrið við skákborðið," sagði Florencio Campomanesforseti FIDE við mig eftirsjöttu einvígis- skák Jóhanns og Korchnois í Saint John. Þá hafði mikið gengið á því júgóslavneski stórmeistarinn Svetozar Glig- oric, aðaldómari einvígisins, virtist ekki megnugur þess að hafa nokkur áhrif á hegðan Viktors Korchnois. Bréf þau sem gengu f rá dómurunum þremurtil Korchnois og vöktu feiknalega athygli heima á ís- landi voru að flestra áliti sam- in af Campomanes eða fyrir tilstilli hans. Campomanes varð forseti FIDE í sögulegum kosningum í Luzern 1982 og felldi þá úr emb- ætti Friðrik Olafsson. Það má segja að nú hafi þessir tveir for- setar, fyrrverandi og núverandi, lagt saman og orðið til þess að Korchnoi lét af því háttalagi sínu sem frægt er orðið, að svæla hverja sígarettuna af annarri framan í andstæðinginn, spíg- spora um sviðið í sjónlínu hans og gera í raun allt það sem gat trufl- að Jóhann. Það einkennilega við þetta allt saman er að Korchnoi hefur áður kvartað yfir nákvæm- lega nákvæmlega sömu hlutum í fyrri einvígjum sínum t.d. við Petrosjan í Odessa 1974 og við Boris Spasskí í Belgrad um ára- mótin 1977-78. Fyrir það hækk- aði Campomanes um nokkur stig hjá okkur íslendingum. „Þetta er maður sem er þekkt- ur fyrir að geta tekið ákvarðan- ir," sagði einhver. En af hverju skarst Campomanes í leikinn með svo eindregnum hætti? gæti maður spurt. Ein skýringin er auðvitað sú að hann hafi viljað ná sér niðri á Korchnoi. Eftír heims- meistaraeinvígið í Baguio á Fil- ippseyjum 1978, er Viktor attí kappi við Anatoli Karpov, lýsti Korchnoi því yfír að hann myndi aldrei tefla þar aftur vegna fram- göngu Campomanesar sem hann taldi hafa dregið taum Karpovs í þeim fáránlegu deílumálum sem þar komu upp og vörðuðu bragð- tegundir á jógúrt, indverska dul- spekingao.s.firv. Síðan hefur ver- ið grunnt á því góða hjá þessum tveimur. Er Campomanes bauð sig fram til forseta FIDE árið kom framboð ekki ýkja mikið á óvart. Hann hafði þá starfað innan FIDE í um 25 ár. Þó hafði hann kunnað því betur að vinna bak við tjöldin og studdi þannig Puerto Rico-manninn Rafael Mendez við forsetakjörið í Buen- os Aires 1978. Skapríkur Persóna Campomanesar er um margt forvitnileg. Hann þótti mjög hallur undir burtrekinn forseta Filippseyja Marcos, hann stóð í leynilegum samningum við þá Anatolíj Karpov og Bobby Fischer um einvígi þeirra á milli eftir að Fischer var sviptur krún- unni árið 1975, hann var hart gagnrýndur af Garrí Kasparov þegar einvíginu um heimsmeist- aratitilínn milii Karpovs og Kasp- arovs var skyndilega slitið eftir fímm mánaða viðureign veturinn 1985. Ég ræddi við hann daginn sem menn biðu þess hvernig Gligoric svaraði bréfi Friðriks Ólafssonar og Jóhanns Hjartar- sonar. Samtalið stóð í tvær klukkustundir og þá kom í ljós að Campó er æði skapríkur maður. Hvað eftir annað rauk hann upp úr sætinu og þrumaði yfir mér eins og hann væri á framboðs- fundi. Þetta byrjaði ekki gæfu- lega. Samband þitt við Ferdinand Marcos fyrrverandi forseta Fil- ippseyja er vel þekkt, hefur sú staðreynd... - Bíddu nú við góði minn. Hvað er þekkt? Allir telja mig hafa verið í nánu vinfengi við Marcos. Þetta er alrangt. Ég hafði samband við Marcos vegna sakamála. Hann studdi dyggilega fyrirhugað einvígi Fischers og Karpovs í Manila 1975 og einnig einvígi Karpovs og Korchnois í Baguio 1978. Marcos var mikill áhugamaður um skák og gerði sitt til að greiða götu okkar sem unnum að þessum málum á Fil- ippseyjum. Ég hitti hann fyrst árið 1972 en eftir að hann yfirgaf Filippseyjar hef ég ekki séð hann. Síðast talaði ég við hann fyrir fjórum árum. Hefur staða þín eitthvað breyst við stjórnarskiptin? - Breyst? Af hverju ætti hún að hafa breyst? Ég er enginn stjórnmálamaður, en hef þó gott samband við stjórnvöld. Þegar ég tilkynnti um framboð mitt til forseta FIDE árið 1986 gerði ég það í sendiráði Filipppseyja í London. Ég hef aldrei hitt Aqu- ino forseta, hún er rétt eins og ég alltaf á þönum. Hinsvegar þekkti ég mann hennar sáluga lítilshátt- ar. Fischer og Karpov í Kínamat Þú gerðir ekki allfáar tiiraunir til að draga Fischer fram á sjón- arsviðið. Hvernig gekk það fyrir sig? — Eg vil nefna það hér fyrst að skáksambönd Asíu studdu kröfur Fischers sem lágu fyrir FIDE- þinginu 1975 um fyrirhugað ein- vígi við Karpov. Tillögur hans voru felldar og það sárnaði hon- um mjög, en það beindist ein- göngu gegn þeim sem réðu ríkj- um innan FIDE á þeim tíma. Á árunum 1975-1981 hitti ég Fisc- her margsinnis vegna tilrauna til að fá hann að skákborðinu aftur. Við hitturnst í Madrid, Kalkútta, Djakarta, London, Tokyo, New York, Washington og á fleiri stöðum. Fyrst var talað um ein- vígi hans við Brasilíumanninn Mecking en svo kom heimsmeistarinn Karpov inn í dæmið. Það er auðvitað hryggileg staðreynd að ekki tókst að fá hann til að tefla aftur. Miklir pen- ingar voru auðvitað i húfi. Við komumst mjög nálægt samkomu- lagi í Washington, að mig minnir árið 1977. Þá var Karpov búinn að skrifa undir tvö ákvæði samn- ings af þremur. Ég tók þá svo út á kínverskan veitingastað og við héldum áfram að ræða málin en þá slitnaði uppúr öllu saman. Gerði Fischer kröfu um að hann tefldi sem heimsmeistari? - Já, það slitnaði á því. Karp- ov var heimsmeistari en Fischer leit svo á að hann væri enn hand- hafi krúnunnar þar sem Karpov hefði aldrei unnið hann í einvígi. Á þessu atriði strandaði. Þeir hafa ekki ræðst við aftur eftir þetta. Ég hef hinsvegar alltaf haft samband við Fischer af og til. Eg kynntist Fischer fyrir rúmlega 30 árum þegar ég stóð fyrir einvígi 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.