Þjóðviljinn - 14.02.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 14.02.1988, Blaðsíða 18
KROSSGÁTA Nr. 604 Bridgehátíð 1988 hafin AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá alþekkt örnefni. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síoumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 604." Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. w 'Mw 2 & 5 mxs 12 Stafirnir mynda íslenskt orö eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem /esið er lárétt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á eða öfugt. Lausnarorðið í krossgátu nr. 601 var „Blönduhlíð". Dregið var úr réttum lausnum og verðlaunin, bókina „Blaðið okkar", fær Pálmar Kristins- son, Leirubakka 22, 109 Reykjavík. Verðlaun fyrir þessa krossgátu hér er Vísnakver Káins (Kristjáns N. Júlíus) en fáir hafa stundað list stökunnar af meiri hagleik og hnyttni en sá ágæti Vestur-íslendingur. Útgefandi er AB. Bridgehátíð 1988 hófst á Loft- leiðum í gærkvöldi. Tvímenn- ingskeppni 48 para hófst að lok- inni setningu Davíðs Oddssonar borgarstjóra. Þeirri keppni lýkur umkl. 18ídagenámorgunkl. 13 hefst Opna Flugleiðamótið, sveitakeppni með þátttöku 48-50 sveita, sem er algjör metþátttaka hér á landi. Erlendir gestir okkar á Bridge- hátíð eru: Zia Mahmoud frá Pak- istan, George Mittelmann og Mike Molson frá Kanada, Alan Sontag, Ron Smith, Billy Cohen Pam og Matt Granovetter frá USA, Anders Morath, P. O. Sundelin, Hans Göthe og Tom- my Gullberg frá Svíþjóð. Alls sex erlend pör, allt heimsfrægir spil- arar, m.a. núverandi Evrópu- meistarar í Opnum flokki (Sví- arnir) og fyrrverandi heimsmei- starar í Opnum flokki og tvennd- arkeppni. Spilamennskan í tvímennings- keppninni hófst kl. 10 í morgun. Flugleiðamótið hefst á morgun kl. 13. Spilaðir verða fjórirleikir. Á mánudag hefst spilamennskan á ný kl. 16 og þá verða á dagskrá þrír leikir. Fyrirkomulagið er Monrad með 14 spilum í leik. Góð aðstaða verður fyrir áhorfendur á Loftleiðum. Sýn- ingarleikir verða í Auditorium með skýringum og reynt verður að setja upp sérstök sýningar- borð í tvímenningskeppni Bridgehátíðar 1988. á skrifstofu BSl. Góð verðlaun og silfurstig. Einnig er hafin skráning í Opna stórmótið sem Akur- eyringar munu gangast fyrir helg- ina 19.-20. mars. Afar vegleg verðlaun eru í boði þar. Talað um 50 para barometar. Nánar síðar. Skráning í íslandsmót kvenna og yngri spilara í sveitakeppni, sem spilað verður í Sigtúni um aðra helgi (20.-21. febrúar), stendur yfir hjá BSÍ. Úrslit verða síðan spiluð helgina þar á eftir. Fjórar efstu sveitir úr hvorum flokki spila til úrslita. ÓLAFUR LÁRUSSON Líkur eru á að Rfkissjónvarpið taki til sýningar í næsta mánuði brídgeþætti frá BBC. Talað hefur verið um laugardaginn 5. mars í því sambandi. Einnig er á döfinni að sýna fjóra þætti um bridge í innlendri upptöku sem fram fór í sjónvarpssal sl. haust. Til stóð að sýna þessa þætti fyrir áramót, en einhver seinkun varð í úrvinnslu efnis. Góðir tímar framundan á Laugaveginum (sjónvarpinu). Sveitir Ævars Jónassonar Tálknafírði og Haildórs Tryggva- sonar Þingeyri tryggðu sér rétt til þátttöku í íslandsmótinu í sveitakeppni, í úrtökumóti sem Bridgesamband Vestfjarða gekkst fyrir á Tálknafirði um sl. helgi. 9 sveitir spiluðu. Opið hús í Sigtúni 9 á föstu- dagskvöldum mun að líkindum hefja göngu sína nk. föstudag. Umsjónarmenn eru þeir fsak Örn Sigurðsson og Matthías Þor- valdsson. Skráning í Opna stórmótið sem haldið verður á Laugarvatni laugardaginn 5. mars hefur farið vel af stað. Yfir 20 pör eru þegar skráð til leiks, en lokað verður á töluna 32-34 pör. Aðeins er skráð Meistarastigaskráin (enn einu sinni...) er á lokasnúningi í prentsmiðju. Henni verður dreift til allra félaga innan BSÍ, þeim að kostnaðarlausu. í skránni er að finna yfir 3 þús. nöfn spilara, sem hlotið hafa stig í keppnum á veg- um BSÍ frá 1. mars 1976 til 1. janúar 1988. FJOLMIÐLAPISTILL Siðleysið í úfvarpinu í vikunni felldi siðanefnd Blaðamannafélags íslands einn umfangsmesta dóm sinn - í það minnsta að magni til. Á blaðsíðu 17 kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að frétta- stofa Ríkisútvarpsins og dæg- urmáladeild rásar 2 hafi gerst sekar um „alvarlegt brot" á siðareglum B( í umfjöllun um norska sagnf ræðinginn Dag Tangen og meintarásakanir hans á hendur Stefáni Jó- hanni Stefánssyni, fyrrum for- sætisráðherra lýðveldisins og krataleiðtoga, um að hann hafi staðið bandarísku leyni- þjónustunni CIA óeðlilega nærri á árunum eftir stríð. Allur er dómurinn hinn athygl- isverðasti. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að Tangen sé, „eftir á að hyggja", viðsjárgripur en að hvorki fréttastofan né Jón Einar Guðjónsson, fréttamaður í Osló, hafi getað vitað það fyrir- fram. Nefndin rengir heldur ekki frásögn Jóns af samskiptum hans við Tangen. Það sem nefndin telur ámælis- vert við umfjöllun fréttastofunn- ar er að hún hafi ekki greint frá því strax hve erfiðlega Jóni gekk að nálgast skjalið sem Tangen kvaðst hafa undir höndum en hafði svo ekki, skjalið sem átti að sanna samskipti Stefáns Jóhanns og CIA-agentanna. Hins vegar hefur alveg farið framhjá nefnd- inni frásögn Jóns Ásgeirs Sig- urðssonar, fréttaritara RÚV í Bandaríkjunum, af heimsókn í Truman-stofnunina, hvar hann fann ekkert skjal. Og svo fellur dómurinn á þá lund að téðar deildir RÚV hafi gerst brotlegar við 3. grein siða- reglna BÍ: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillits- semí í vandasömum málum." Og dómurinn er af næstþyngstu gerð. Eftir að hafa lesið dóminn og forsendur hans fer ekki hjá því að maður sitji uppi með eitthvert tómarúm í kollinum. Röksemdir siðanefndar virðast nefnilega engan veginn standa undir svo þungum dómi. Það er eins og eitthvað vanti. Maður getur ekki forðast að reyna að geta í eyðurn- ar, fylla upp í tómarúmið sem nefndin skilur eftir. ÞRÖSTUR HARALDSSON Getur verið að hin raunveru- lega ástæða fyrir öllum hávaðan- um út af Tangen-málinu sé fólgin í þessari setningu sem Morgun- blaðið hefur eftir Ingu Jónu Þórðardóttur formanni útvarps- ráðs á miðvikudaginn: „Það sem mestu máli skiptir í þessu sam- bandi er að menn læri af reynslunni... ég treysti því að eðlileg varkárni verði viðhöfð þar (innan Ríkisútvarpsins) í fram- tíðinni." Nú er það fjarri mér að mót- mæla varkárni við fréttaöflun. Þótt sumum pólitíkusum hafi gef- ist vel að láta plata sig er það ekki heppilegt fyrir fréttamenn. Hins vegar fer oftast um mig þegar hægrisinnaðir stjórnmála- menn og málgögn þeirra hvetja til varkárni. Þessi öfl eru svo sterk hér á landi að svona hvatn- ing hljómar yfirleitt í eyrum blaðamanna á þennan veg: Hald- ið ykkur á mottunni og verið ekki að snuðra í því sem ykkur kemur ekki við! Oftast hljómar þessi söngur þegar fréttamenn gerast djarfir í utanríkismálum, þegar þeir spyrja óþægilegra spurninga um samskipti íslenskra ráðamanna við bandarísk stjórnvöld. Og aldrei verður áminningartónninn hvassari en þegar farið er að hrófla við árunum eftir stríð. Eins og þeir tímar eru þó óendanlega mikilvægir til skilnings á því sem síðan hefur gerst. Stundum virðist ástæðan fyrir viðkvæmninni vera sú að þau við- horf, sem raunverulega réðu því að við gengum í Nató og að her- inn kom aftur, séu einhver önnur en þau sem haldið hefur verið fram. En stundum er við- kvæmnin fyrir æru þeirra manna sem voru við völd á eftirstríðsár- unum svo yfirgengileg að manni dettur helst í hug að krafan um að kyrrt verði Iátið liggja sé upp- runnin á miðilsfundi. Ekki er það ætlun mín að spyrða siðanefnd BÍ saman við þau öfl sem telja okkur fyrir bestu að hrófla ekki við þeirri mynd sem hægriöflin hafa dregið upp af atburðum áranna eftir stríð. Hins vegar er það von mín að dómar nefndarinnar verði bet- ur grundaðir en þessi í framtíð- inni. 18 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.