Þjóðviljinn - 16.02.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.02.1988, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 16. febrúar 1988 37. tölublað 53. árgangur Hernaðarframkvœmdir Fimmta radarstöðin NA TO áformar að reisa 5 nýjar radarstöðvar á íslandi segir háttsettur flotaforingi NATO áformar að rejsa 5 nýjar radarstöðvar á Islandi á næstu 10 árum sagði háttsettur flotaforingi í höfuðstöðvum Atl- antshafsbandalagsins í Bruxelles á fundi með íslenskum blaða- mönnum fyrir helgina. Af þessum fimm radarstöðvum eru þrjár Landvélar 7mánaða fangelsi Hæstiréttur hefur dæmt stjórn- arformann og framkvæmda- stjóra Landvéla h.f. í 7 mánaða fangelsi og 1100 þús. kr. sekt fyrir að hafa falsað söluskattskýrslur fyrirtækisins og komist hjá því að greiða um 6 miljónir í söluskatt. Fjórir aðrir starfsmenn fyrir- tækisins voru dæmdir í 2ja mán- aða skilorðsbundið fangelsi en fyrirtækinu var gert að greiða 8,5 miljónir til ríkissjóðs. Hæstirétt- ur staðfesti í meginatriðum dóm undirréttar en tveir af dómurun- um vildu lengja fangelsisdóminn í 9 mánuði. -lg. Grímsey Bátarfóm íróður ísinnhefurhopað. Sólog blíða. Vírennstrengdur fyrir hafnarmynnið „l>að fóru tveir bátar út í gær til að leggja net og þetta lítur miklu betur út en það gerði fyrir helgi. ísinn hefur fjarlægst að mun og ef ekkert óvænt gerist, verður ekki langt að bíða að maður fari að vinna á nýjan leik," sagði Val- gerður Valdimarsdóttir í Grímsey við Þjóðviljann. í gær var von á bátunum til eyjarinnar í gær frá Dalvfk, en þangað höfðu þeir stærstu hörfað undan ísbreiðunni. Pó er enn strengdur vír fyrir hafnarmynnið til að varna hugsanlegu ísreki inn í höfnina, því enn er töluvert um ís í grenndinni. Spáð er sunnan átt á næstu dögum og er það von eyjarskeggja að ísinn láti enn meira á sjá við það en orðið er. Að sögn Valgerðar, er það vani á bolludaginn að krakkarnir taki daginn snemma og flengi bolla, bolla, eins og við á, en í gær þótti ekki annað fært en að þau færu í fylgd með fullorðnum ef ske kynni að einhver óboðinn gestur hefði tekið land í eynni. En sá ótti var ástæðulaus og hafa Grímseyingar ekki þurft að taka fram byssurnar sínar nema til að dást að þeim. -grh Sjá bls. 2 nýjar, en um endurnýjun að ræða í keflavík og við Hornafjörð. Hingað til hefur aðeins verið rætt um að radarstöðvarnar yrðu fjórar í framtíðinni, en flotafor- inginn gat ekki greint frá því hvar fyrirhugað væri að staðsetja fimmtu stöðina, sem væri á fram- kvæmdaáætlun næstu 10 ára. íslenskir blaðamenn, sem voru í höfuðstöðvum NATO í síðustu viku í boði bandalagsins, báru þessar upplýsingar undir íslensku fastanefndina hjá NATO, sem sagðist ekki hafa upplýsingar um málið eða vilja tjá sig um það að öðru leyti. Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra sagði í gær að sér væri ekki kunnugt um þessi áform NATO um fimmtu ratsjár- stöðina á íslandi. -ólg. Hafnarfjörður Bein útsending úr Ráðhúsinu Fjárhagsáætlun Hafnarfjarð- arbæjar verður tekin til lokaaf- greiðslu á fundi bæjarstjórnar í dag kl. 14 og verður bein útsend- ing frá fundinum sem trúlega stendur fram á kvöld. I»að er Útvarp Hafnarfjörður sem stendur fyrir útsendingunni og er sent út á FM 87,7. Þó höfuðborgarbúar hafí nú loks fengið að sjá snjóinn aftur eftir nokkurt hlé, þá hafa íbúar á Vesrfjörðum, Norður- og Austurlandi ekki farið varhluta af snjókomu síðustu vikur. Sjaldan hefur sést eins mikill snjór víða fyrir norðan og austan. Þessi mynd var tekin í Neskaupstað þar sem allt er á kafi í snjó. Það er hann Andri Reyr Haraldsson sem nánast gengur ofan á snúrustaurunum heima hjá sér. Mynd: -hb/Neskaupstað. Flugstöðin Osamhljóða skýrslur Skýrslu utanríkisráðherra ber ekkisaman við skýrslu ríkisendurskoðunar. Munar rúmum hálfum miljarð króna Skýrslu utanríkisráðherra um kostnað vegna flugstöðvar- innar á Keflavíkurflugvelli ber ekki saman við skýrslu rfkis- endurskoðunar. Segir rikisend- urskoðun að utanríkisráðherra vanreikni kostnaðinn um rúman hálfan miljarð króna. í skýrslu ríkisendurskoðunar er kostnaður vegna flugstöðvar- innar sagður tæpir 3 miljarðar króna, eða 2.992 miljónir króna. í skýrslu utanríkisráðherra er kostnaður hinsvegar sagður tæpir 2,5 miljarðar króna, eða 2.432 miljónir króna. Guðrún Agnarsdóttir fór fram á að ríkisendurskoðun reyndi að skýra þennan mismun. í svari ríkisendurskoðunar kemur fram að embættið stendur föstum fót- um á fyrri niðurstöðu sinni um kostnaðinn. í svarinu kemur f ram að áætlun byggingarnefndar um bygging- arkostnaðinn í skýrslu utanríkis- ráðherra sé ekkert annað en sam- lagning á fjárveitingarbeiðnum byggingarnefndar frá ári til árs og því ekki eiginleg kostnaðaráætl- un, enda sé ríkisendurskoðun ekíri kunnugt um neiná heilstæða kostnaðaráætlun sem byggingar- nefnd hafi gert. Eina áætiunin sem vitað er um sé sú áætlun sem lögð var fyrir Alþingi þegar flug- stöðin var samþykkt á sínum tíma, en framreiknuð er hún að fjárhæð 2.121 miljón krónur. Kostnaður 1. september sl. var því tæpum miljarð fram úr áætl- un. Þá gagnrýnir ríkisendur- skoðun að í skýrslu utanríkisráð- herra skuli bókfærður kostnaður borinn saman við fjárveitinga- beiðnir byggingarnefndar og komist að þeirri niðurstöðu að um svipaðar fjárhæðir sé að ræða. Kemst ríkisendurskoðun að þeirri niðurstöðu að megin- skýring viðbótarkostnaðar séu viðbætur og magnaukning en ekki verðhækkanir á byggingar- tíma einsog niðurstaðan er í skýrslu utanríkisráðherra. -Sáf Sj'á bls. 5 Orðanotkun m r Framhjáhlaup Atvinnubflstjóri hafði sam- band við blaðið vegna greinar um nýyrðin afrein og aðrein. Sagði hann að í daglegu máli töluðu bfl- stjórar um þessar tengingar milli gatna sem framhjáhlaup. Skýrði hann þessa orðnotkun með því að menn slyppu við að beygja á um- ferðarljósum, þ.e. tækju sveig framhjá þeim. Taldi hann nýju orðin vera fár- ánleg og engar líkur á því að þau festust í málinu. Einnig sagði hann að í sínum hópi væri alltaf talað um akgreinar en ekki ak- reinar. -mj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.