Þjóðviljinn - 16.02.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.02.1988, Blaðsíða 2
— SPURNINGIN- Hvaö finnst þér um mót- tökurnar sem hvítabjörn- inn fékk í Fljótunum Þorsteinn Árnason, Rafmagnsveitum ríkisins Það er erfitt að dæma um það svona úr fjarlægð, en það er auðvitað leiðinlegt að þurfa að drepa dýrið. Guðrún Bjarnadóttir, nemi: Ekki góðar, það hefði ekki átt að drepa hann, heldur fara með hann út og sleppa honum þar. Sturla Einarsson, nemi: Það þýðir ekki að láta dýrið ganga laust. Jóhannes Baldursson, bakari: Það var ekkert annað hægt að gera því ef honum hefði verið sleppt hefði hann alltaf komið aft- ur. Ingveldur Jónsdóttir, Ekki góðar, það hefði átt að svæfa hann en um annað var auðvitað ekki að ræða fyrst hætta var á að hann ylli skaða. __________________FRÉÍTIR_______________ Hafísinn Farinn að gisna Pór Jakobsson, veðurfrœðingur: Spáð suðlœgum áttum. Isinn þó ekki úr sögunni. Mikill ís útifyrirNorðurlandi Það er spáð suðlægum áttum næstu daga og trúlega mun það spyrna eitthvað við ísrekinu að landi, en þetta er mikill ís úti fyrir Norðurlandi og hann er ekki úr sögunni í bili, þrátt fyrir að vindar verði okkur hagstæðir um sinn, segir Þór Jakobsson veður- fræðingur við Þjóðviljann. Á sunnudaginn kannaði Land- helgisgæslan hafísinn úti fyrir Norðurlandi og voru skilyrði til ískönnunar góð, suð-vestan átt, léttskýjað og skyggni gott. Aðal ísjaðarinn úti fyrir Norðaustur- landi var 55 sjómílur norður af Langanesi og 50 sjómílur norður af Melrakkasléttu. Á siglingaleiðinni útaf ísa- fjarðardjúpi að Kögri var talsvert um staka jaka. Norður úr Kögri lá nokkuð þétt 1/2 sjómílu breið ísspöng 5 sjómílur til norðurs en sveigði þá til vesturs og gisnaði. Á leiðinni Kögur fyrir Horn að Óðinsboða var um ísrek og staka jaka að ræða, en þó greiðfært í björtu. Þar utar voru þéttar ís- spangir til suðausturs að stað 11 sjómílur austnorðaustur frá Sel- skeri. Norðan við þá línu, að stað 11 sjómílur norður af Rifstanga og að Grímsey voru þéttar ísspangir. Þar fyrir sunnan voru stöku rastir og jakar um allan sjó, en þó vel greiðfært í björtu. Frá Grímsey lá ísspöng 4 sjómílur til suðurs. Norðan við línu frá Grímsey að stað 10 sjómílur vestsuðvestur frá Rauðanúp voru þéttar ísspangir. • Stakir jakar voru þar fyrir sunn- an. Frá Rauðanúp til norðausturs að stað 5 sjómflur norður frá Rifstanga lá gisin ísspöng, vel greiðfær í björtu. 7 sjómflum norður af Melrakkasléttu lá 3 sjómflna breið ísspöng, austur/ vestur. Stakir jakar voru á sigl- ingaleiðinni Rifstangi-Langanes. -grh Olíulekinn Vatnsbólið í gagnið á ný Olía hefur ekki borist í vatnsból Njarðvíkinga. Jóhann Sveinsson, heilbrigðisfulltrúi: Vatnið vel drykkjarhœft. í athugun að herinnfinni Njarðvíkingum nýtt vatnsból Að mati Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja er Njarðvíking- um óhætt að bergja á nýjan leik á vatni úr vatnsbólinu sem var lok- að vegna megnunarhættu eftir að uppvíst varð um olíuleka við elds- neytisbirgðarými hersins á Kefla- víkurflugveili fyrr í vetur. Að sögn Jóhanns Sveinssonar, heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigð- iseftirliti Suðurnesja hafa endur- teknar sýnatökur úr vatnsbólinu leitt í Ijós að vatnsbólið hefur ekki enn mengast af óæskilegum vökv- um. Jóhann sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að eins og stæði væri vatnið úr vatnsbólinu drykkjarhæft og óvíst væri hve- nær eða hvort olía tæki að seytla í bólið. - Olían er komin ofan á grunnvatnsfilmuna og hún berst um 20 sentimetra á dag með straumvatnsstefnu í átt til sjávar, sagði Jóhann. Jóhann sagði að ekki væri enn afráðið hvort bandaríski herinn helst hug á að vænlegt sé að bera komi til með að bæta Njarðvík- niður á spildunni milli Njarðvík- ingum skaðann með því að leita ur og Rauðamels, en þar hefur nýs vatnsbóls. - Það er í umræð- Hitaveita Suðurnesja tekið vatn, unni að herinn bori fyrir nýju sagði Jóhann. vatnsbóli. í því efni hafa menn 1 -rk Alþýðuflokkurinn Hvatt til samstöðu Verkalýðsmálanefnd Alþýðu- flokksins styður heilshugar baráttu verkalýðshreyfingarinn- ar fyrir bættum launum og hvetur launþega til að sýna samstöðu í yfirstandandi kjaradeilum. „Samstaða er skilyrði til að tryggja hag þeirra sem verst standa,“ segir í ályktun nefndar- innar frá 4. þessa mánaðar og heitið er á þingmenn og ráðherra Alþýðuflokksins að beita sér fyrir lausn á kjaradeilum verkalýð- shreyfingar og atvinnurekenda. Verkalýðsmálanefnd Alþýðu- flokksins leggur áherslu á að til viðbótar við samninga aðila vinn- umarkaðarins þurfi ríkisvaldið að tryggja félagslegar aðgerðir á sviði húsnæðismála og afkomu bótaþega og barnafjölskyldna. Bent er á að samþykkt frum- varps um kaupleiguíbúðir skapi kærkominn valkost á húsnæðis- markaðnum. „Erfiðleikar hús- byggjenda er félagslegt vandamál sem finna verður lausn á.“ -r Kindakjötið Útsölumar spilla fyrir - Ef viðhorf viðskiptavinarins til vörunnar, framleiðandans eða söluaðilans eru neikvæð þá er erf- iðara að selja. Gildir þar einu á hvaða forsendum varan hefur á sér neikvæða mynd. Svo mælir Auðunn B. Ólafs- son, framkvæmdastj óri Mark- aðsnefndar landbúnaðarins. - Erfitt getur verið að tíunda þá þætti, sem mestan þátt hafa átt í því að skapa neikvæða ímynd dilkakjötsins, segir Auðunn. Tvennt verður þó að nefna: Út- sölur og tilkynningar í fjölmiðl- um um verðbreytingar. Útsöl- urnar hafa spillt fyrir á þann veg, að erfitt hefur verið að fá rétta mynd af því, sem er að gerast á markaðinum. Önnurhliðin á út- sölunum er svo su onjaKvæmilega verðhækkun, sem kemur í kjölfar þeirra. Það er í fyrsta skipti nú í langan tíma sem engar útsölur skekkja myndina. Söluaðilar fagna því og horfa fram á að geta metið raun- verulega stöðu í markaðsmálum. - mhg 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.