Þjóðviljinn - 16.02.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.02.1988, Blaðsíða 3
Hjartavernd hefur sent frá sér bæklinginn: Hverning líður þér? Bæklingurinn er liður í þeirri forvarnarstarfsemi sem fram hefur farið á vegum samtakanna sl. 24 ár. Hann er danskur að uppruna, þýddur og staðfærður og gefinn út í 10 þús. eintökum og verður dreift endur- gjaldslaust. Atvinnuleysisdagar í janúarmánuði voru skráðir 22.400 á landinu öllu sem sam- svarar því að um eitt þúsund manns hafi verið án atvinnu í mánuðinum. Atvinnuleysis- dögum hefur fjölgað töluvert eða um 60% frá því í desember sl. Atvinnuleysi í janúar er hins veg- ar mun minna en á sama tíma í fyrra. Tæpar 17 miljónir söfnuðust í jólasöfnun Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. 3 miljónir hafa þegar verið sendar af þessu fé til aðstoðar munaðarlausum börnum í Eþíópíu. Þá hefur Hjálp- arstofnunin ákveðið að standa ásamt öðrum Norðurlöndum að hjálparstarfi í Níassa í Mósambik þar sem 11 þúsund manns hafa flúið hungursneyð og stríðsátök og einnig ætlar stofnunin að að- stoða ibúa Massawa í Eþíópíu við fiskveiðar og senda þangað ís- lensk veiðarfæri. Ný reglugerð um meistaranám og útgáfu meistarabréfa hefur litið dagsins Ijós en samkvæmt henni verða allir sem Ijúka sveinsprófi eftir 1. janúar á næsta ári að stunda nám í meistara- skóla með fullnægjandi árangri til þess að fá útgefið meistarabréf. Ráðuneytið gefur út námsskrá fyrir meistaranám í öllum iðn- greinum og er ráðgert að nám í meistaraskóla geti hafist næsta haust í einhverjum iðnskólanna. Benedikt Blöndal hefur verið skipaður hæsta- rréttarlögmaður að tillögu dómsmálaráðherra. Alls sóttu 9 um embættið en í umsókn Hæst- aréttar var sérstaklega mælt með þremur umsækjendum, þeim Benedikt, Hirti Torfasyni og Sveini Snorrasyni hæstaréttar- lögmönnum. Farþegum til landsins fjölgar sífellt. í januar komu alls 11.426 farþegar til íslands þar af rúmlega4800 útlendingar. I janú- ar í fyrra komu um 10 þús. far- þegar til landsins og þar af 4270 útlendingar. Hverjir viija skemmta á öskudag? spyr fþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur sem býð- ur öllum börnum og unglingum borgarinnar í miðbæinn á öskudag þar sem sviðsvagn verður á Lækjartorgi og skemmtikraftar framtíðarinnar fá tækifæri til að koma fram. Þeir sem hafa áhuga er beðnir að skrá sig sem fyrst í síma 622215. FRÉTTIR Vesturland Fiskmarkaður stofnaður Hugsanlegir sölustaðir á Skaga, Rifi og í Grundarfirði. að var þokkaleg mæting á stofnfundinn sem haldinn var sl. sunnudag í Borgarnesi og þar var stofnað félag um Fiskmarkað Vesturlands. Framhaldsaðal- fundur verður svo haldinn svo fljótt sem auðið verður. 25-30 manns skráðu sig sem hluthafa og hlutafé er um 3 milljónir króna, sagði Viðar Magnússon, sem kjörinn var formaður félags um Fiskmarkað á Vesturlandi við Þjóðviljann. Á fundinum í Borgarnesi var gerður góður rómur að fyrirhug- uðum fiskmarkaði, en hann verð- ur fyrst um sinn sem fjarskipta- markaður. Tillaga kom fram um að sölustaðir markaðarins yrðu þrír, Akranes, Rif og Grundar- fjörður. Að sögn Viðars féll til- lagan í góðan jarðveg, en það Hrafn 3. GK 11 Báturinn afskrifaöur Eiríkur Tómasson: Alvarlegt áfall. Tryggðurfyrir 57 milljónir króna. Gefinn Slysavarnafélaginu Porbirni Við tókum þá ákvörðun í gær að frekari björgunaraðgerð- um skyldi hætt og í samráði við tryggingafélag bátsins gáfum við Slysavarnafélaginu Þorbirni hann og voru þeir um borð í gær að hirða það sem hægt er úr hon- um, sagði Eiríkur Tómasson, út- gerðarstjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík við Þjóðviljann. Töluverður leki er kominn að Hrafni Sveinbjarnarssyni 3. GK 11 þar sem hann liggur í grýttri fjörunni við Hópsnesið, en hann strandaði þar á heimleið aðfara- nótt sl. föstudags. Varðskipið Óðinn og dráttarbáturinn Goð- inn reyndu báðir í senn að kippa í bátinn nokkrum sinnum um helg- ina án árangurs. Búið var að koma fyrir fjöldanum öllum af belgjum um borð í bátinn til að létta hann, ef hann kynni að nást út, en þegar ljóst varð í gær að lekinn var orðinn svo mikill að dælur höfðu ekki undan, var ljóst að báturinn var tapaður og því var öllum björgunaraðgerðum hætt. Að sögn Eiríks Tómassonar, er þetta alvarlegt áfall fyrir eigend- ur bátsins, því hann hefur frá því hann var smíðaður 1963, verið happabátur og einkar aflas~æll. Eiríkur sagði að reynt yrði að fá annan bát í staðinn svo fljótt sem auðið yrði, því það væri fyrirtæk- inu kappsmál að halda í áhöfnina sem búin væri að vinna hjá þeim í fjölda ára við góðan orðstír. Hrafn GK 11 var tryggður hjá Tryggingamiðstöðinni fyrir 57 milljónir króna. -grh verður verkefni framhaldsaðal- fundarins að ákveða nánar um þá tilhögun. Það eru helstu útgerðaraðilar á Vesturlandi sem aðild eiga að markaðnum svo sem Soffanías Cecilsson í Grundarfirði og Har- aldur Sturlaugsson, forstjóri H. Böðvarsson & Co. á Akranesi. Viðar sagði að áhugi þessara að- ila benti til þess að markaðurinn yrði annað og meira en nafnið tómt þegar hann færi af stað. Ná- kvæm dagsetning á það er ekki ákveðin, en aftur á móti er húsn- æði til staðar fyrir markaðinn upp á Skaga og tölvurnar fyrir starf- semina eru innan seilingar. „Við vonumst til að geta byrj- að áður en langt um líður, enda ekki vanþörf á að hér á Vestur- landi komi öflugur fiskmarkað- ur,“ sagði Viðar Magnússon. -grh Kúfiskur Miklir möguleikar framundan Bylgjan hf.: Erlendir aðilarsýna áhuga. Sá guli gleypir hann ísig. Framleiðslan selstsvo til jafnóðum Það eru miklir mögulcikar framundan hjá okkur í kú- flskinum. Villi Magg ÍS rótar upp skelinni og gæftir hafa verið mjög góðar. Norðmenn hafa óskað eftir beituprufu, og þá hafa ítalir, Frakkar og Hollendingar haft samband og lýst yflr áhuga á að fá kúfísk á matsölustaði, sagði Sæ- mundur Jóhanncsson, fram- leiðslustjóri hjá Bylgjunni hf. á Suðureyri við Súgandafjörð við Þjóðviljann. Kúfiskurinn sem beita er seld- ur hér á innanlandsmarkaði á 50 krónur kflóið og fást um 55 beitu- bitar úr því. Með flutnings- kostnaði kostar bitinn um eina krónu. Að sögn Sæmundar hafa þeir sem prófað hafa kúfiskinn sem beitu, líkað mjög vel og pantað nær undantekningarlaust aftur. Til samanburðar má nefna að kflóið af smokkfiski kostar frá 48,50 og upp í 62 krónur, en nýt- ingin frá 95% niður í 75%. Kflóið af síldinni til beitu kostar aðeins 23 krónur, en nýting á henni sem beitu er léleg. Aðspurðir um hvort eitthvað fiskaðist með kúfisknum sagði Sæmundur að einn viðskiptavin- ur á Hornafirði hefði róið með 8 bala, þar af beitti hann með síld í fimm en kúfisk í þrjá. Á kú- fiskbalana þrjá fékk hann 1300 kíló og beit sá guli á 370 króka af 420 sem eru í balanum. Heildar- aflinn úr róðrinum var 1560 kfló! „Við framleiddum í janúar- mánuði 81 tonn og seldum 75 tonn. Eins og staðan er í dag, þurfum við engu að kvíða og trú- in á fyrirtækið hefur eflst og dafn- að eftir því sem hlutirnir ganga æ betur fyrir sig,“ sagði Sæmundur Jóhannesson. - grh. Loðna Rífandi veiði Mjög góð loðnuveiði var um helgina og í gær á loðnumið- unum út af Hornafirði og til- kynntu 38 skip um tæplega 28 þúsund tonn. Aðeins er eftir að veiða um 300 þúsund tonn af loðnukvótanum á vertíðinni, en hann er um 900 þúsund tonn. Frá áramótum hafa veiðst tæp 300 þúsund tonn. Að sögn Ástráðar Ingvars- sonar hjá Loðnunefnd voru þró- arrými að fyllast á Norðfirði og á Eskifirði, en loðnan er full af átu og geymist því ekki neitt. Skipin sigla með loðnuna á Austfjarða- hafnir, Eyjar, Grindavík og á hafnir á Faxaflóasvæðinu. Nokk- ur skip eiga lítið eftir af sínum kvóta og hafa Jón Finnsson og Skarðsvíkin þegar klárað sína. Gott veður hefur verið á loðn- umiðunum, en ekki langt fyrir utan var snarvitlaust veður í gær og þótti Hrafn GK 12 heppinn að geta snúið við, en hann var á leið til Færeyja með fullfermi. -grh Þriðjudagur 16. febrúar 1988 ÍÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Alþingi Ragnar Óskarsson Ragnar Óskarsson, kennari, tók í gær sæti Margrétar Frí- mannsdóttur á Alþingi, en Mar- grét er frá vegna veikinda. Þá tók Jón Bragi Bjarnason, prófessor sæti sem varamaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, en Jón Baldvin er staddur er- lendis. - Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.