Þjóðviljinn - 16.02.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.02.1988, Blaðsíða 9
Harðasti kjarninn í gönguklúbbnum lét ekki kulda aftra sér frá því að mæta. Góð byrjun á helgi að fám í gönguferð Til að forvitnast um hvaða hressa fóik í Kópavogi rifi sig upp á hverjum laugar- dagsmorgni til að fara í göngu- ferð, slógumst við í hópinn síðasta laugardag. í Ijós kom, að hér voru á ferðinni félagar í Frístundahópnum Hana nú. Sá félagsskapur hefur síðustu ár boðið upp á fjölbreytta frí- stundaiðju fyrir bæjarbúa, sem fyllt hafa 50 ára aldurinn. Allir eru þó velkomnir í göng- uferðirnar, án tillits til aldurs. Það eina sem þarf er áhugi á hollri útiveru í góðum félags- skap. Þrátt fyrir 6 gráðu frost og úfna klakabrynju á gangstéttum, lögðu um 16 vaskir göngumenn upp frá húsi Félagsmálastofnunar Kópavogs að Digranesvegi 12. Þar er venja að safnast saman fyrir klukkan 10 og drekka nýlag- að molakaffi, áður en haldið er í hann undir kjöroðinu samvera, súrefni og hreyfing. Oftast er gengið um götur bæjarins í eina klukkustund og ráða þeir sem fremstir fara leiðinni. Greinilegt var að afslappaður blær hvíldi yfir göngunni. Hver og einn gekk á sínum hraða og fólk spjallaði saman um daginn og veginn. Einn göngumanna tjáði okkur að aldrei hefði fallið niður ferð vegna veðurs, síðan byrjað var að fara í göngferðirnar fyrir 4 árum. Fjöldi þátttakenda hefur ekki farið niður fyrir 10 manns, en þegar best viðrar geta göngu- menn orðið 60 talsins. í þetta sinn var það harðasti kjarni gönguklúbbsins, sem gekk stóran hring um austurbæ Kópa- vogs. Menn töldu að margt eldra fólk kæmi ekki af ótta við hálk- una, en í raun væri færið ekki svo slæmt núna, þar sem skítur væri búinn að setjast á ísinn. Til að taka ekki óþarfa áhættu var mest gengið á auðum götunum, enda lítil umferð fyrir hádegi á laugar- degi. Kleinukvöld og aðrar uppákomur Á göngunni náði blaðamaður að ræða við þau Halldór og Sig- rúnu, sem reyna að mæta sem oft- ast í gönguferðirnar. Þau sögðu að töluvert fleiri hefðu verið með í sumar og á kosningadaginn í vor hefði verið metþátttaka, um 60 manns. „Þá fórum við á allar kosningaskrifstofurnar til að sníkja kaffi og spjalla við fram- bjóðendurna,“ sagði Halldór. Eins og við var að búast hefðu allir verið með loforð um að gera eitthvað fyrir eldra fólkið. Halldór spilar á harmonikku og sagðist hann oft leika fyrir dansi á svonefndum Kleinu- kvöldum, sem eru fastur liður í starfi Hana nú. Þau eru alltaf haldin síðasta mánudag í mánuði. Boðið er upp á kaffi og kleinur og oftast eru einhver skemmtiatriði, t.d. myndasýningar úr ferðum hópsins. Þau Halldór og Sigrún sögðu að félagar í Hana nú þyrftu ekki að borga neitt félagsgjald. Hins vegar greiddi fólk kostnaðinn af rútuferðum, þegar farið væri í ferðir út úr bænum. Fjórum sinn- um á ári er gefinn út bæklingur um það sem á að gera á vegum Hana nú. Hver og einn velur síð- an fyrir sig í hverju hann tekur þátt. Hermann Lundholm, sagðist vera í bókmenntaklúbbi Hana nú. Kemur hann saman í Bóka- safni Kópavogs og er oft reynt að fá rithöfunda í heimsókn til að ræða um bækur sínar og bók- Þeir Hermann, Stefán og Ólafur muna eftir þeim tíma, þegar aðeins voru sumarbústaðir og garðalönd í Kópavogi. Mynd: Sig. Sigrún og Halldór sögðust reyna að mæta sem oftast í gönguferðirnar, sér til hressingar. menntiralmennt. Starf klúbbsins felst einkum í því að lesa ákveðin verk eða kynna sér einstaka höf- unda. Á fundum er síðan rabbað um verkin frá ýmsum hliðum. í bókasafninu hefur tónlistar- klúbburinn einnig aðstöðu. Nýt- ur hann góðs af gjöf Stefáns Guðjónssonar, sem gaf Kópa- vogsbæ plötusafn sitt er taldi um 8000 plötur. Eins og hjá bók- menntaklúbbnum fá þau góða gesti og hafa margir lært að njóta klassískrar tónlistar í gegnum þetta starf. í viðtali við Hrafn Sæmunds- son, hjá Félagsmálastofnun Kóp- avogs, kom fram að eitt af mark- miðum félagsskaparins væri ein- mitt að kynna fólki ný áhugamál. Þegar starfsævi ljúki væri gott að hafa tómstundaiðju til að snúa sér að. Hrafn sagði að í raun væri Hana nú óformlegur félags- skapur, þar sem enginn gerði neitt nema hann langaði til þess og félagarnir kæmu með uppá- stungur um hvað taka ætti fyrir. Hlutur bæjarfélagsins fælist í því að greiða laun Ásdísar Skúladótt- ur, sem væri starfsmaður Hana nú. Helga Jörgensen hafði tekið að sér að hita kaffi fyrir göngumenn þennan morgun í forföllum Hrafns Sæmundssonar. Sagði hún að áhuginn á starfi Hana nú væri mjög mikill og skráðir fé- lagar um 500. Helga sagði að fé- lagsskapurinn hefði verið stofn- aður til að brúa bilið fram að því, að fólk færi að taka, þátt í félags- starfi aldraðra. Sumir bæjarbúar vildu ekki taka þátt í því starfi, þrátt fyrir nægan árafjölda. Hana nú væri því einnig annar valkost- ur fyrir þá. mj Hólaskóli Hvað viltu vita um fiskeldi? Sex námskeið við Bœndaskólann á Hólum dóma, smitleiðir og fyrirbyg- gjandi aðgerðir. Rætt er um opin- bert skipulag þessara mála og þær reglur og lög, sem þar gilda.3 Fóðurfræði fiska, 15.- 17. febrúar og 25.-27 apríl. Kennari Sveinn Jónsson. Fjallað er um næringu fiska, samsetningu fóðurs, hlutverk mismunandi næringarefna, fóðurnýtingu og fóðurþörf fiska miðað við mis- munandi umhverfisaðstæður og á mismunandi stigum æviferilsins. Rætt er um mismunandi fóður- gerðir og möguleika til fóður- gerðar hérlendis. Rekstur eldisstöðva. 7-9. mars og 18.-20. apríl. Kennari Vald- imar Gunnarsson. Gefið er yfirlit um opinbera stjórnun í fiskeldi. Kynnt er gerð rekstraráætlana og á hvaða forsendum þær byggja. Fjallað er sérstaklega um rekstr- arforsendur mismunandi eldis- forma. Einnig um almenna stjórnun fyrirtækja í fiskeldi og tryggingamál. Markaðsstefnu laxfiska, 14,- 16. mars og 28.-30. mars. Kenn- ari Guðbrandur Sigurðsson. - í þessum áfanga er gefið yfirlit um þróun veiða, vinnslu og sölu á Kyrrahafslaxi og Atlantshafslaxi og eldi þessara tegunda. Gerð er grein fyrir þróun í framleiðslu-, verð- og markaðsmálum með hliðsjón af stórauknu eldi. Rætt er um flutningatæki, sölukerfi, i markaðssetningu og greiðsluað- 1 ferðirm Sérstök áhersla er lögð á að kynna helstu markaðslönd ís- I lendinga og starfsemi keppinauta 1 okkar í þeim. Eldi sjávarfiska, 21.-23. mars og 11.-13. apríl. Kennari Guð- mundur Ingólfsson. Fjallað er um mismunandi aðferðir, sem notaðar eru við eldi sjávarfiska. Sérstök áhersla er lögð á öflun eldisfiska, einkum hrognatöku, og aðferðir, sem beitt er við frumfóðrun. Sem fyrr segir er það nýbreytni að bjóða hagsmunaaðilum þátt- töku í námskeiðunum, sem ætluð eru nemendum skólans. Reynist það vel er ráðgert að auka veru- lega framboð námskeiða af þessu tagi á næstu árum. Nánari upplýsingar um nám- skeiðin eru veitt á skrifstofu skólans, símar 95-5961 og 5962. -mhg greimnm. Laxinn kreistur í fiskeldisstöðinni á Hólum. Góð aðsókn Aðsókn að skólanum hefur verið góð. í vetur eru alls 14 nem- endur á öðru ári á fiskeldisbraut og 10 á fyrra ári. Gert er ráð fyrir að taka inn fleiri nema á fyrsta ár í vor. Nemendur Hólaskóla eru al- mennt eftirsóttir til vinnu á lax- eldisstöðvum um allt land. Mikill meirihluti, (um 80%) þeirra, sem útskrifast hafa af fiskeldisbraut, eru nú starfandi við greinina eða við framhaldsnám í fiskeldi er- lendis. Auk þessa er fjöldi eldri nemenda skólans starfandi í Síðan Hólaskóli tók til starfa að nýju 1981 hefur kennsla í fiskeldi og fiskirækt í ám og vötnum verið mikilvægur og vaxandi þáttur í starfsemi skólans. Námið er skipulagt sem annað búnaðar- nám við skólann, markvisst starfsnám með beinni þátttöku einstaklinga í atvinnuveginum við menntun nemenda og mótun námsins. Markmið námsins er að veita nemendum næga þekkingu og þjálfun tii að gera þá að nýtum og ábyrgum starfsmönnum við cldisstöðvar og að auðvelda þeim að tileinka sér nýjungar í fiskeldi. Á fyrstu árunum voru áfangar í fiskeldi og fiskirækt kenndir sem valgreinar við skólann, en nem- endum gafst einnig kostur á að taka verknám sitt á eldisstöð. Síðan 1984 hefur sérstök fisk- eldisbraut verið við skólann. Verkleg kennsla fer fram í hús- næði skólans, í ám og vötnum í nágrenni Hóla og í eldisstöð Hól- alax hf. Jafnframt eru nemendur í verknámi í eina önn af fjórum í eldisstöðvum um Iand allt, sem skólinn hefur gert samning við. Þar fá nemendur þjálfun undir handleiðslu og eftirliti stöðvar- stjóra og kennara skólans. Námið er í stöðugri endur- skoðun og leitað er eftir skoðun- um fiskeldismanna í þeim efnum. Það hefur tekið miklum breyting- um með örri þróun fiskeldis í landinu. Upphaflega var lögð mest áhersla á seiðaeldi, en nú skipar nám tengt framhaldseldi æ hærri sess. Meðal nýjunga á þessu ári eru áfangar í slátrun, meðferð og sölu matfisks, neta- og nótafræði, um dælubúnað og eldi sjávarfiska. Tveggja ára nám Fiskeldisnámið er tveggja ára nám og inntökuskilyrði eru að nemendur hafi lokið grunn- skólaprófi og hafi a.m.k. eins árs starfsreynslu í greininni eða við aðra sambærilega skepnuhirð- ingu. Náminu er skipt í þrjá þætti: Kjarna, brautarfög og valgrein- ar. Kjarnagreinar eru sameigin- legar með öðru búfræðinámi. Þar eru kennd ýmis fög, sem eru nauðsynleg forsenda þess, að nemendum nýtist kennslan í brautarfögunum, t.d. stærðfræði, íslenska, efnafræði og líffræði og fög, sem hafa beint hagnýtt gildi, t.d. vélfræði, raf- og logsuða, tölvufræði og byggingarfræði. Kjarnafög eru nú 26 einingar, brautarfög 36 einingar og val- greinar 5 einingar. Að baki hverrar einingar standa 26 bók- legar og verklegar kennslustund- ir. Föngulegur Hólalax. Hólaskóli hefur á undanförn- um árum haldið kynningarnám- skeið í fiskeldi og einnig nám- skeið í silungsveiðum. Nú í vetur er bryddað upp á þeirri nýjung að kenna suma áfanga í fiskeldis- fögum skólans í formi stuttrá námskeiða, sem starfsmenn eldisstöðva og aðrir fiskræktend- ur og áhugamenn geta einnig sótt. Námskeiðahald í vetur Nú ýmist standa yfir eða eru væntanleg eftirtalin námskeið, - þeim fyrstu er raunar lokið: Neta- og nótafræði, 2.-3. fe- brúar, og 22.-24 febrúar, kennari Guðmundur Ingólfsson. Kynntar eru mismunandi gerðir eldiskvía, efni, sem notuð eru til nótagerðar og festingar fyrir sjókvíar. Fjall- að er um fellingu neta, netskurð og netsaum og annað, sem tengist viðhaldi og eftirliti með netkví- um. Nemendum eru kenndir al- gengustu hnútar. Mikil áhersla er lögð á verklega þjálfun. Fisksjúkdómar, 8.-10. febrúar og 1.-2. mars. Kennari Sigurður Helgason. Fjallað er um sjúk- dóma af völdum óhagstæðra um- hverfisþátta, smitsjúkdóma og næringarsjúkdóma, tengsl og víxlverkandi áhrif þessara mis- munandi þátta. Rætt er um sjúk- dómaeinkenni, meðferð sjúk- 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. febrúar 1988 Þriðjudagur 16. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.