Þjóðviljinn - 16.02.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.02.1988, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR Austurríki Rógur níð og hatursáróður Kurt Waldheim er ekki á förum úr höll Habsborgara í Vín. Kanslarinn íhugar hinsvegar að segja af sér Kurt Waldheim, forseti Austurríkis, flutti sjónvarps- ávarp í gær og kvaðst öldungis ekki vera á þeim buxunum að segja af sér embætti þótt þeim fjölgi stöðugt er telja slíkt hið mesta þjóðráð. Hann notaði einn- ig þetta tækifæri til þess að vísa á bug rógi þeim og níði er sex sagn- fræðingar hefðu nýskeð birt um hann í skýrslu. Waldheim sagðist ekki telja það til heilla fyrir land og lýð að láta undan þrýstingi annarlegra afla, utanlands og innan. Afsögn sín myndi ógna hagsmunum austurríska ríkisins. Skömmu eftir að forsetinn lauk máli sínu sendi Sósíalistaflokkur Franz Vranitskys kanslara frá sér yfirlýsingu. Ræðan „hefði ekki fært fram neina ferska hugsun né tillögur um nýjar aðgerðir til lausnar vandamálunum í kring- um forsetann." Vranitsky hótaði í fyrradag að segja af sér embætti vegna þessa eilífðarvandamáls sem gamli maðurinn í Habsborg- arslotinu væri orðinn. Bar kansl- arinn sig aumlega og sagði að „Waldheimsstúss" æti upp 60 prósent af vinnutíma sínum. Við- brögð forsetans við sagnfræðing- askýrslunni hafa valdið úlfúð á stjórnarheimilinu þar sem sósíal- istar drottna í slagtogi með íhaldssama þjóðarflokknum. Liðssafnaður sá studdi Waldheim í forsetakosningunum árið 1986 þótt vafasamt athæfi hans á stríðsárunum væri þá þegar kom- ið í hámæli. í gær fórust forsetanum orð á þessa lund: „Höfuð ríkisins á og má ekki beygja sig fyrir rógi og níði, hatursáróðri og fljótfærnis- dómum. Trú vor á föðurlandið er í húfi. Mér megið þið treysta." Sagnfræðinganefndin var á sín- um tíma skipuð að tillögu Wald- heims sjálfs en sem fyrr segir voru niðurstöður hennar honum ekki allskostar að skapi. „Ég verð að benda á að hlutar skýrslu þessar- ar eru fjarri öllum sanni og í raun tómar hugdettur og tilgátur. Þar af leiðir að niðurstöður, dregnar af jafn veikum forsendum, eru útí hött.“ Þrátt fyrir staðhæfingar sínar lét Waldheim þess ekki get- ið hvaða hlutar skýrslunnar væru hugarburður né gerði hann ein- stök atriði hennar að umtalsefni. f lok ræðu sinnar hvatti forset- inn þjóð „sína“ til þess að vega hann og meta út frá þeim störfum er hann hefði innt af hendi frá því stríðinu lauk. „Þið getið sjálf dæmt um það hvort forseti ykkar er þessi ungi liðsforingi, eða öllu heldur skopmynd af liðsforingja í þýska hernum, eða hvort forseti ykkar er maðurinn sem helgaði áratugi lífs síns baráttunni fyrir réttlæti, umburðarlyndi og frelsi.“ Fimm þúsund manns komu saman í miðborg Vínar á sunnu- daginn og kröfðust afsagnar for- setans. Hann brá sér af bæ á laugardaginn og hélt til Inns- bruck. Þar var tekið á móti hon- um með eggjakasti og fúkyrðum. Samstilltur kór æpti „lygari, lygari!“ Reuter/-ks. Kurt Waldheim...hvort forseti ykkar er maðurinn sem helgaði áratugi lífs síns baráttunni fyrir réttlæti, umburðarlyndi og frelsi." Bretland Bílaframleiösla í lamasessi Ford braut odd afoflœti sínu og óskaði eftir viðrceðum Leiðtogar verkamanna við verksmiðjur breska Fords og fyrirmenn þess fyrirtækis hafa í hyggju að fítja uppá viðræðum á ný um lausn verkfalls er lamað hefur alla starfsemi þessa mikil- virkasta bifreiðaframleiðanda breska Ijónsins. Nú eru liðnir tíu dagar frá því fyrri viðræður aðila fóru út um þúfur og vika frá því vinnustöðv- unin hófst. Það kváðu hafa verið fyrirmennirnir er brutu odd af oflæti sínu og æsktu spjalls. Eitt af dagblöðum Lundúna- borgar lét að því liggja á dögun- um að fyrir lægju drög að leyndarsamningi um kaup og kjör og vinnuaðstæður 32,500 verkamanna Fords. Fyrrnefndir fyrirmenn þrættu fyrir þetta. Alllengi hafa viðræður verka- lýðsforingja og Fords um launamál staðið í járnum og hvorki gengið né rekið. Verka- menn veigruðu sér við því lengi vel að stöðva vinnu í Fordverk- smiðjunum 22 á Bretlandi en þar kom að þeim var ekki lengur stætt á öðru. Kornið sem fyllti mælinn var ósvikin þrælaáætlun af japönskum toga er Ford kynnti fyrir skemmstu. Áætlun um aukið vinnuálag, betri framleiðni og enn meiri afköst verkamanna. • A mánudag fyrir viku lamaðist Ford allur á Bretlandseyjum. Sökum verkfalls þessa mun Ford í Vestur-Evrópu tapa myndarlegri upphæð á degi hverjum eða um 40 miljónum punda að sögn þeirra er gerst þekkja til. Á fimmtudaginn til- kynnti Ford í Genk í austanverðri Belgíu að hann hefði sagt 7,200 verkamönnum upp störfum til viðbótar þeim 2,500 er reknir höfðu verið tveim dögum áður. Ástæðan mun vera skortur á bíl- ahlutum frá Bretlandi. í gær ákváðu um 6 þúsund verkamenn Land Rover verk- smiðjanna bresku að leggja niður vinnu á miðnætti á sunnudaginn kemur. Rétt áður höfðu þeir for- smáð tilboð forstjóra sinna um 14 prósent launahækkun á tveim árum. Talsmaður jeppafram- leiðandans sagði ekkert að marka þessa verkfallsboðun, verka- menn væru bara að styrkja stöðu sína við samningaborðið! En hvað um það, komi til verkfalls hjá Land Rover verður það í fyrsta sinn frá því árið 1981. Reuter/-ks. Finnland Koivisto í höfn M auno Koivisto var í gær endurkjörinn forseti Finn- lands af kjörráði. Hann mun því gegna embætti í sex ár til viðbótar að minnsta kosti. Finnar kusu fulltrúa í kjör- ráðið í forsetakosningunum á dögunum. Þar eð Koivisto fékk þá ekki hreinan meirihluta at- kvæða fremur en aðrir frambjóð- enda kom til kasta kjörráðsins. í því sitja 301 fulltrúi og voru þeir kosnir af listum forsetafram- bjóðenda. í gær komu þeir síðan saman í þinghúsinu í Helsinki og greiddu atkvæði í tvígang. í hið fyrra sinni fékkst ekki úr málum skorið og var því reynt á nýjan leik. Og viti menn! Koivisto hreppti 189 atkvæði og endur- skapta forsetatign. Frambjóð- andi Miðflokksins, Paavo Va- eyrinen, fékk 68, sósíalistinn Kal- evi Kivisto 26 og íhaldssinninn og forsætisráðherann Harri Holkeri 18 atkvæði. Reuter/-ks. Mauno Koivisto situr um kyrrt í forset- astóli næstu sex árin. PLO Hóta hefndum Leiðtogar Frelsissamtaka Pai- estínumanna, PLO, sóru í gær að ná sér niðri á ísraelsmönnum fyrir morð þriggja háttsettra fé- laga samtakanna á Kýpur um helgina. Mennirnir létust sam- stundis þegar fjarstýrð sprengja sprakk undir bifreið þeirra steinsnar frá hafnarbænum Lim- ossol. Skrifstofa PLO í Níkósíu, höf- uðborg eyríkisins, gaf frá sér yfir- lýsingu um atburðinn í gær þar sem segir að einn hinna myrtu hafi verið félagi í herráði palest- ínsku byltingarinnar. Hinir tveir hefðu verið í nefnd sem hefur með málefni hersetinnar ættjarð- ar að gera og hefðu þeir einkum haft Gazasvæðið og vesturbakka Jórdanár á sinni könnu. Nöfn mannanna væru Marwan Ibra- him Kayyali, Mohammed Basim Mustafa Sultan Al-Tamimi og Mohammed Hassan Al-Buhais. í yfirlýsingunni er staðhæft að leyniþjónusta ísraels, Mossad, hafi myrt mennina enda hagnist engir á dauða þeirra nema ráða- menn í Jerúsalem. En þeir skyldu ekki halda að þessa yrði látið óhefnt. „Palenstínska þjóðin hyggst lesa ísraelska óvininum pistilinn á þann hátt að það líður honum ekki úr minni í bráð.“ Reuter/-ks. Þriðjudagur 16. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Ítalía Frestur er áillu bestur Goria gerir enn eina tilraun Fyrir þrábeiðni Francescos Cossigas, forseta lýðveldisins ít- alíu, féllst Giovanni Goria á að gegna embætti forsætisráðherra enn um sinn eða þangað til fjárlög yrðu afgreidd frá þingi. Þar með var þriggja daga stjórnarkreppa á enda en Goria hafði fengið sig fullsaddan á ósigri á ósigur ofan í atkvæðagreiðslu um efnisþætti fjárlagafrumvarpsins, gengið á fund forseta og sagt af sér. Forsætisráðherrann efndi til stutts ríkisstjórnarfundar í gær en á morgun hyggst hann fara fram á traustsyfirlýsingu þingheims. Fái hann slíka lýsingu tekur fjár- lagastreðið við á nýjan leik. Sam- kvæmt ítalskri venju hefði því átt að vera lokið fyrir sex vikum síð- an og fimmflokkastjórnin ætti að sönnu að hafa nægan meirihluta þingmanna fyrir framgangi fjár- laganna. En stöðugar glettur fá- einna samflokksmanna Gorias hafa eytt málatilbúnaði hans dag eftir dag, málslið fyrir málslið, á umliðnum vikum. Þeir hafa lagst á sveif með hverjum þeim sem hreyft hefur andmælum hverju sinni og lagt sig í líma við að pirra og þreyta forsætisráðherrann. Ástæðan er grimmileg valda- barátta í röðum Kristilega dem- ókrataflokksins. Þing flokksins verður háð nú á útmánuðum og gefur formaðurinn Ciriaco de Mita kost á sér til endurkjörs. Hann er ýmist dáður eða smáður af flokksbræðrum sínum og styð- ur Goria með ráðum og dáð. Það er hið eina, að sögn Reuters, sem andstæðingar hans finna forsæt- isráðherranum til foráttu en það nægir. Því hafa þeir einsett sér að kála fjárlagafrumvarpinu sem vafalaust tekur ríkisstjórnina með sér niður í undirdjúpin. Reuter/-ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.